Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Þriðjudagur 14. mai 1974.
Tilkynning frá Berklavörn
Vestmannaeyjum
Ákveðið hefur verið að frestur til að sækja
um styrk úr sjóði þeim, sem Norðurlöndin
gáfu, framlengist til 1. júni 1974.
Rétt til umsókna hafa virkir félagar i Berklavörn, sem bíí-
settir voru á Heimaey 23. janúar 1973.
Umsóknir sendist til Helgu ólafsdóttur, Illugagötu 75,
Vestmannaeyjum.
Hafnfirðingar
Þar sem áhrif mænuveikibólusetningar
kunna að verða óvirk að liðnum 5 árum frá
bólusetningu, er fólk eindregið hvatt til að
láta bólusetja sig á ný, þannig að aldrei
liði meira en 5 ár milli bólusetninga.
Mænusóttarbólusetning fer fram á Heilsu-
verndarstöðinni, Strandgötu 8-10, 4. hæð,
þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn mai
n.k. kl. 18-19.
Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar.
Jörð til sölu
Jörðin Knarrarhöfn i Dalasýslu fæst til
kaups og ábúðar.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum. Nánari upp-
lýsingar gefur eigandi jarðarinnar, Guð-
mundur Hjartarson, simstöð Ásgarður.
Atvinna
Óskum að ráða nú þegar til starfa
plötusmið eða vélvirkja. Mikil vinna.
Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar s.f.
Stykkishólmi — Simi 93-8191.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að leggja 5. áfanga dreifikerfis hitaveitu I
Kópavogi.
Útboðsgögn eru afhent I skrifstofu vorri, gegn 5000 króna
skilatryggingu
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 29. mal
1974, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800
||| ÚTBOÐ |||
Tilboð óskast I byggingu á Fjölbrautarskóla I Breiðholti.l.
áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5000.- króna
skilatryggingu
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 12. júni
1974, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
|j| ÚTBOÐ III
Tilboð óskast I giröingarefni (þ.e. virnet og stólpa) um-
hverfis iþróttasvæðið I Laugardal.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuö á sama stað, föstudaginn 7. júnl n.k
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
A LAUGARDAGINN 4. mai opn-
aði Ragnheiður Jónsdóttir Ream
málverkasýningu i Norræna hús-
inu i Reykjavik.
Ragnheiður bjó i Bandarikjun-
um um margra ára skeið. Hún
nám þar málaralist við American
University i Washington og tók
þátt I mörgum samsýningum og
hélt einkasýningar i Washington
og Baltimore.
Hingað til lands fluttist Ragn-
heiður fyrir rúmum þrem árum.
Þetta er þriðja einkasýning
Ragnheiðar i Reykjavik, en hún
sýndi I Bogasalnum árin 1967 og
1971. Verk hennar voru einnig
sýnd á Sumarsýningu Kjarvals-
staða árið 1973 og á Haustsýningu
Félags Islenzkra myndlistar-
manna sama ár.
Ragnheiður sýndi i þetta sinn
rúm 40oliumálverk, sem flest eru
gerð á siðastliðnu ári.
Sýningunni lauk á sunnudags-
kvöld.
0 Góðar horfur
Saltfiskur
Að sögn Tómasar Þorvalds-
sonar, formanns Sölusambands
islenzkra fiskframleiðenda, og
fleiri viðmælenda blaðsins eru
mjög góðar horfur varðandi út-
flutninginn á saltfiski. Hefur
saltfisksalan gengið ákaflega vel,
og verðið er mjög hagstætt. Hið
háa verð gæti þó i framtiðinni
haft minnkandi eftirspurn i för
með sér.
Tómas sagðist ekki geta tjáð
sig nánar um þetta, að svo
stöddu, en ekki er enn búið að
ganga frá nokkrum innflutnings-
leyfum. Hann sagði, að hægt væri
að segja það almennt, að verðið
hafi verið ákaflega gott og vel
gengið að selja framleiðsluna.
Útlitið væri gott, svo framarlega
sem ekki kæmi eitthvaö mjög
óvænt upp, og heldur bjart væri
yfir þessum útflutningi.
Skreið
Litil áherzla hefur verið lögð á
skreiðarframleiðsluna þennan
nýliðna vetur, en þeim mun meiri
áherzla lögð á verkun saltfisks.
Bragi Eiriksson hjá Samlagi
skreiðarframleiðenda sagði, að
framleiöslan yrði ekki tilbúin fyrr
en siðla sumars, og ekkert hefði
enn verið selt. Auk þess hefði
framleiðslan verið ákaflega litil
þetta árið, vegna aflatregðu.
Sömu sögu væri að segja frá
Noregi. Litið framboð er þvi á
skreið, en eftirspurn er alveg
gifurleg. Markaðshorfur eru þvi
skinandi góðar og hafa raunar
aldrei verið betri.
Bragi sagði, að litið hefði borizt
á land af tveggja til þriggja nátta
SKIPAÚTGCRB RÍKISINS
m/s Hekla
mánudag 20/5 vestur
um land til Þórs-
haf nar, snýr þar við og
siglir suður um
Norðurf jörð og Vest-
f jarðahaf nir.
Vörumóttaka
frá þriðjud. til
f immtud.
Eftir nefnda ferð fari
skipið i slipp í nokkra
daga, en komi inn á
fyrri áætlun vestur 8.
júní.
m/s Esja
22/5 austur um land til
Vopnaf jarðar, en snúi
þar við og komi svo inn
á fyrri áætlun austur
2/6.
netafiski, sem væri uppistaða
skreiðarframleiðslunnar. Tiðin I
vetur hefði verið góð, og þvi litið
um slikan fisk, og raunar litið um
allan fisk.
Lagmeti.
Mjög mikil eftirspurn er eftir
niðurlögðum og niðursoðnum
sjávarafurðum og verðið hefur
fariðhækkandi upp á siðkastið að
sögn Eysteins Helgasonar, sölu-
stjóra Sölustofnunar lagmetisiðn-
aðarins. Einkum hefur verð á
niðursoðnum þorskhrognum
hækkað verulega, en þau eru seld
til Englands, Sviþjóðar og Sovét-
rikjanna, og verið er að kynna
þessa vöru I Bandarikjunum.
Stærsta vandamálið nú er öflun
hráefnis, gengisskráning og
hækkandi verðlag um allan heim,
að sögn Eysteins.
Sölustofnunin seldi fyrir 291
milljón króna á siðasta ári, en
pantanir eru nú komnar fyrir um
450 milljónir á þessu ári. Enn er
ekki séð fyrir endann á þvi, hvort
unnt verður að afla hráefnis upp I
allar pantanir. Aukning og endur-
nýjun hefur átt sér stað hvað
snertir framleiðendur, en bæta
þarf verulega úr á tæknisviði
þeirra, kaupa ný tæki o.s.frv. Það
hefur hins vegar verið erfiö-
leikum bundið, þvi verksmiðjur-
nar vantar fjármagn, sagði Ey-
steinn Helgason að lokum.
Það virðist þvi nokkuð ljóst, aö
ástand og horfur i sölumálum
saltfisks, skreiðar og lagmetis
eru yfirleitt mjög góðar, en
heldur lakari hvað snertir freð-
fisk og fiskimjöl. Þess má geta
hér að magnhlutfall freðfisks
hefur verið helmingi meira en
saltfisks undanfarin ár. Ekki er
óliklegt, að meiri áherzla verði i
framtiðinni lögð á saltfiskfram-
leiðsluna a.m.k. meðan ástandið
er eins slæmt á freðfiskmark-
aðinum og raun ber vitni, en það
er eingöngu þorskur, sem
notaður er i saltfiskinn, hitt
verður að frysta, hvort sem
mönnum líkar það betur eða
verr, eins og Arni Benediktsson
orðaði það.
Fjórtón óra stúlka
vön hvers konar heimilisstörfum, óskar
eftir vist á sveitaheimili sem fyrst.
Upplýsingar i sima 42662, Reykjavik.
||| ÚTBOÐ |||
Tilboö óskast I Aðveituspennir 25 MVA 132/llkV fyrir
Rafmagnsveitu Reykjavikur
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 11 iúni
1974, kl. 11.00.
Á víðavangi O
hvað sem brezka rikisstjórnin
gerir. Brezkir útgerðarmenn
hafa nú lýst fylgi við 200 milna
fiskveiðilögsögu. Meiri getur
sigur okkar ekki orðið nú, er
skammt er i hafréttarráð-
stefnuna i Caracas, þar sem
islendingar munu einmitt
berjast fyrir 200' milna efna-
hagslögsögu.
Þeir skiptu að
lokum um hlutverk
Bjarni Guðnason gekk i lið
með stjórnarandstæðingum og
sagði skiliö við flokk sinn.
Hann rétti hinni óábyrgu
stjórnarandstööu, sem vildi
umfram allt hvers konar
vinstra samstarf feigt, stöðv-
unarvald á Alþingi á silfurfati.
En ekki er ein báran stök.
Loks þegar Bjarni Guðnason
virðist vera farinn að átta sig
á frumhlaupi sinu og eðli
hinna nýju félaga sinna og i
undirbúningi er vantrauststil-
laga á rikisstjórnina, eru þaö
Hannibal Valdim arsson,
Björn Jónsson og Karvel
Pálmason, sem yfirgefa
stjórnarherbúðirnar og standa
að flutningi vantraustsins
ásamt stjórnarandstöðunni.
Bjarni Guðnason var hins veg-
ar kominn, að þvi er virðist, i
stjórnariiðið að nýju!
Þannig geta mjög alvarlegir
hlutir stundum orðið næsta
broslegir. Og vist er það kát-
hroslegt, að nú skuli það vera
Hannibal og Björn, sem harð-
ast vega að ólafi Jóhannes-
syni og stjórn hans, en Bjarni
Guðna orðinn talsmaður Ólafs
og rikisstjórnarinnar i fjöl-
miðlum. örugglega geta menn
ekki varizt brosi, ef þeir hafa i
huga öll stóryrðin, sem Bjarni
Guðnason hefur látið sér um
munn fara um rikisstjórn
ólafs Jóhannessonar siðustu
misserin. — TK.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800