Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. mai 1974. TÍMINN tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Blaðaprenth.f. v--- Firrur stjórnar- andstöðunnar Málgögn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins reyna nú eftir megni að draga athygli frá þeirri meginstaðreynd, að flokkar þeirra voru alls ófúsir til að gera nokkrar tillögur eða að standa að einhver jum aðgerðum i efnahags- málum fyrir kosningar. Þeir vildu ekki neina ábyrgð taka i þeim efnum, heldur hótuðu ásamt Hannibalistum að fella efnahagsmála- frumvarp rikisstjórnarinnar strax við fyrstu umræðu, án þess að benda á nokkur úrræði sjálfir. Forsætisráðherra gat því ekki annað en lagt málið I hendur þjóðarinnar með þingrofi og kosningum. Til þess að dreifa athyglinni frá þessari höfuðstaðreynd halda framangreindir aðilar uppi alls konar órökstuddum árásum á for- sætisráðherra. Hér skal i stuttu máli vikið að nokkrum þeirra. 1. Ólafur Jóhannesson hafi átt að fara að eins og Hermann Jónasson 1959 og segja af sér. Ástæðan til þess að Hermann sagði af sér, var sú, að hann hafði ekki þingrofsvald. Sam- starfsflokkar hans neituðu að fallast á þingrof. Það gerðu samstarfsflokkar ólafs Jóhannes- sonar ekki eftir að Hannibalistar snerust gegn stjórninni. Þannig sköpuðu Hannibalistar möguleika til þingrofsins. Slikan möguleika fékk Hermann Jónasson ekki. 2. ólafur Jóhannesson hafi vitað, að hægt hefði verið að mynda starfhæfa stjórn, ef hann segði af sér. Þetta er algerlega ósatt. Þvert á móti var augljóst, að þeir flokkar, sem stóðu að vantraustinu, gátu ekki myndað starfhæfa stjórn, þar sem þeir höfðu ekki meirihluta i efri deild. 3. Minnihlutastjórn geti ekki rofið þing. Þetta er algerlega rangt. í Danmörku er ekki ve- fengt, að minnihlutastjórn Hartlings geti rofið þing, og i Bretlandi er ekki vefengt, að minni- hlutastjórn Wilsons geti rofið þing. Sama gildir um minnihlutastjórn Palmes i Sviþjóð. 4. Það sé einsdæmi að rjúfa þing frá útgáfu- degi þingrofsbréfs. Þetta hefur þó verið gert hér þrivegis áður, eða 1908,1931 og 1937 og ekki verið gagnrýnt þá. Gagnrýnin, sem var i sam- bandi við þingrofið 1931, stafaði af þvi einu, að þá var ekki búið að afgreiða fjárlög.. Þannig má rekja áfram firrurnar, sem mál- gögn stjórnarandstöðunnar blása upp i sam- bandi við þingrofið, svo að ekki sé minnzt á þau fjarstæðukenndustu, eins og t.d., að hér sé komið einræði og ekki vanti annað en byssu- stingina! Allur er þessi rakalausi og bjálfalegi mál- flutningur sprottinn af þvi, að stjórnarandstað- an finnur, að ólafur Jóhannesson hefur með einbeittri framkomu sinni unnið sér traust þjóðarinnar. Þjóðin vill, að flokkarnir þori að gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrir kosningar, þótt deila megi um vinsældir þeirra, eða leggi fram ákveðnar tillögur, sem hægt sé að dæma um. Þetta hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn eða Hannibalistar ekki þorað að gera. Þvi óttast þeir, að ábyrgðarleysi og loddaramennska þeirra dyljist ekki þjóðinni, og þeir hljóti sinn dóm i samræmi við það i kosningunum. Þ.Þ. n ERLENT YFIRLIT Tryggir Margaret Trudeau sigurinn? Tvísýnar þingkosningar í Kanada 8. júlí SAMA daginn og Alþingi var rofið, var kanadiska þing- ið einnig rofið og boðað til kosninga 8. júli næstkomandi. Búizt er við þvi, að kosninga- baráttan verði óvenjulega hörð. Kosningar fóru síðast fram i Kanada i október 1972. Frjáls lyndi flokkurinn, sem hafði fengið hreinan meirihluta i þingkosningunum 1968 undir forustu Trudeaus, missti þá meirihlutann. Hann fékk þá 109 þingsæti af 263 þingsætum alls, en íhaldsflokkurinn fékk 107 þingsæti. Flokkur jafnaðarmanna eða nýdemó- krata fékk þá 31 þingsæti, en sósíalkredistar 15. Eftir kosningarnar myndaði Trudeau mirnihlutastjórn Frjálslynda flokksins með óbeinum stuðningi nýdemó- krata. 1 sambandi við fjár- lagaafgreiðsluna nú snerust nýdemókratar gegn stjórninni og samþykktu vantrauststil- lögu með Ihaldsflokknum. Iiins vegar fylgdu sósiai- kredistar stjórninni að mál- um. Niðurstaðan varð sú, að vantrauststillagan var sam- þykkt með 137 atkvæðum gegn 123. Trudeau rauf þá þingið og efndi til kosninga, eins og áður segir. Það er annars meira venja en undantekningar, að minni- hlutastjórnir fari með völd i Kanada. Lester Pearson, sem var foringi Frjálslynda flokksins á undan Trudeau, var forsætisráðherra á árun- um 1963-’68, án þess að hafa meirihiuta þings að baki sér. John Diefenbaker, þáverandi foringi Ihaldsflokksins, sem var forsætisráðherra á undan Pearson, hafði ekki heldur haft meirihluta að baki sér. TRUDEAU hefur á undan- förnu 1 1/2 ári, sem minni- hlutastjórn hans hefur farið með völd, reynt að hafa sem nánast samstarf við nýdemó- krata og þvi komið fram ýms- um umbótum á sviði félags- mála. Stóraukin verðbólga hefur hins vegar gert honum erfitt fyrir og skapað honum ýmsar óvinsældir. Verðbólgan hefur lika vafalaust átt mest- an þátt i þvi, að nýdemókratar hafa ákveðið að snúa baki við honum og ganga nú til kosn- inga með enn róttækari stefnu en áður. Bersýnilegt er, að Trudeau óttast verulega sam- keppnina við þá og hefur hann markað Frjálslynda flokknum að ýmsu leyti róttækari stefnu en hingað til. lhaldsflokkurinn gerir sér vonir um, að barátt- an milli Frjálslynda flokksins og nýdemókrata, verði vatn á myllu hans, en liklegt þykir þó ekki að hann fái hreinan meirihluta. Hins vegar gæti honum tekizt að fá fleiri þing- sæti en Frjálslynda flokknum og myndi það að likindum tryggja honum forustu i minnihlutastjórn. TRUDEAU hefur heitið liðs- mönnum sinum þvi, að hann muni heyja kosningabarátt- una af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Trudeau vann mjög frækilegan sigur i þing- ksoningunum 1968, en hann hafði þá nýlega tekið við for- mennsku i Frjálslynda flokkn- um og forsætisráðherradómi af Pearson. Sú mikla aðdáun og tiltrú, sem hann hafði vakið i kosningunum 1968, kom hon- um að vissu leyti i koll i kosningunum 1972, þvi aö Trudeau-hjónin og Chou En-lai. hann hafði ekki nema að litlu leyti getað fullnægt þeim von- um, sem hann hafði vakið 1968. Margt virðist benda til, að siðan 1972 hafi heldur hallað undan færi hjá Trudeau og á verðbólgan sinn þátt i þvi, eins og áður segir. Ýmsir blaðamenn, sem hafa skrifað um kanadisk stjórn- mál að undanförnu, telja hann nú eiga einna mestan styrk i konu sinni. Trudeau var piparsveinn, þegar gengið var til kosninganna 1968. Nokkru fyrir kosningarnar 1972 festi hann ráð sitt og kvæntist stúlku, sem var 29 árum yngri en hann. Hann er nú 54 ára, en hún 25 ára. Kona hans, Margaret, er dóttir eins af leiðtogum Frjálslynda flokks- ins i Vancouver, James Sinclair, sem var um skeið sjávarútvegsráðherra i stjórninni þar. Hún hafði ný- lega unnið i fegurðarkeppni i Vancouver, þegar Trudeau kynntist henni fyrst, en þá var hún 19 ára og háskólanemi. Þau felldu fljótt hugi saman og giftust i marz 1971. Þau KEPPINAUTAR Trudeaus geta ekki teflt fram fjöiskyld- um á sama hátt og hann og eru ekki heldur jafnokar hans i glæsileik. Robert Stanfield. leiðtogi thaldsflokksins, hefur hvorki glæsileika eða mikla ræðumennsku til að bera. en styrkur hans felst i þvi, að hann þykir traustur og heiðar- legur. Hann hefur nú beðið lægra hiut fyrir Trudeau i tveimur kosningum og takist honum ekki að sigra nú, mun hann vafalitið láta af flokks- forustunni. Stanfield verður sextugur á þessu ári. David Lewis, leiðtogi nýdemókrata. er 64 ára að aldri, pólskur að ætt og lögfræðingur að mennt- un. Hann tók við forustu flokksins nokkru fyrir kosningarnar 1972 og þótt'i þá reynast allvel. Leiðtogi Sósial- kredista er Real Caoutte, sem er 56 ára gamall og íranskur að ætt. F'lokkur hans á mest fylgi meðal frönskumælandi manna i Qucbec, það verða þessir fjórir menn. sem munu setja mestan svip á kosninga- baráttuna nú, eins og lika i kosningunum 1972. Þ.Þ. Trudeau-hjónin á leið I opinbera veiziu, ásamt yngri syninum (i körfunni). hafa siðan eignazt tvo syni og er ekki önnur fjölskylda i Kan- ada meira eftirlæti ljósmynd- ara. Margaret þótti i fyrstu hlédræg og feimin, en hefur mjög sótt sig og mætir nú viða með manni sínum á meirihátt- ar fundum og samkomum. Einna frægast er það, að hún fór með manni sinum i opin- bera heimsókn til Kina á siðasl. hausti, en þá var hún komin sex mánuði á leið. Talið er vist, að hún muni taka mik- inn þátt með manni sinum i kosningabaráttunni nú og muni það hjálpa til að draga athyglina að honum. Sumir blaðamenn komast nú svo að orði, að Margaret geti orðið einna bezta tromp Trudeaus a.m.k. hvað hylii ljósmyndara snertir og það getur haft sitt að segja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.