Tíminn - 14.05.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. mai 1974.
TÍMINN
3
FLUGFERÐ í
VOLKSWAGEN
Eldsvoði á
Rauðasandi
SJ—Patreksfirði. — S.l. sunnudag
varð bruni á bænum Lanibavatni
á Rauðasandi. Þar brann gamall
bær og vélageymsla.
Eldurinn kom upp i véla-
geymslunni um hádegið og varð
hún þegar alelda, en eldurinn
barst siðan i gamla bæinn, en i
honum var ekki lengur búið.
Austan stormur var, þegar eldur-
inn kom upp, og mjög erfitt um
slökkvistarf. Húsin gjörónýttust i
eldinum, og um tima var hætta á
að eldurinn læsti sig i aðrar bygg-
ingar á jörðinni, en með aðstoð
slökkviliðsins frá Patreksfirði,
sem kom á vettvang, tókst að
verja þær. Helzt er talið, að
kviknað hafi i út frá diselrafstöð
sem var i vélageymslunni.
Sortur
í stað föður
FYRIR skömmu varð átjándi
maðurinn á framboðslista Fram-
sóknarflokksins i Keflavik Her-
mann Eiriksson skólastjóri, bráð-
kvaddur.
Nú hefur svo ráðizt, að sonur
hans, Karl Eiriksson rafvirki,
tekur sæti hans á listanum.
-hs-Rvik. Kappreiðar hesta-
mannafélagsins Fáks voru
haldnar sunnudaginn 12. mai s.I.
Talsvert fjölmenni var á kapp-
reiðunum, sem hófust kl. 15,
nokkuð gott veður og ágætir
timar hjá hestunum.
Helztu úrslit urðu þessi:
Skeið, 250 metrar:
Fyrstur var Snerrir, eigandi
Einar Þorsteinsson, Keflavik.
Hann rann skeiðið á 23,8 sek.
Annar varð óðinn, i eign Þorgeirs
Jónssonar i GUfunesi. Hann fékk
timann 24,1 sek. Hest númer þrjú
áttu Sigurður og Aðalsteinn Sæ-
mundssynir, Alfsnesi. Hann fór
sprettinn á 24,7 sekúndum.
Unghrossahlaup (250 m. stökk)
Fyrstur var Sörli á 18,8 sek.,
eigandi Tamning s/f, Sigmundar-
stöðum i Borgarfirði. Annar varð
Gulltoppur, eigandi Pétur
Ingólfsson, á 19,6 sek. Þriðji var
—hs—Rvik. — Þrjú skip seldu sild
i Danmörku i gærmorgun, og þar
á meðal var Guðmundur, sem
seldi þá I þriðja sinn á þessu vor.i.
Skipin, sem seldu I gær voru
Guðmundur RE i Hirtshals, með
85.4 tonn fyrir tæpar 2.5 milljónir,
meðalverð 29.14, Helga II seldi
60.8 tonn fyrir 1.9 milljónir rúm-
Veiðifélag
Borgar-
fjarðar
stofnað
HHJ—Reykjavik.— S.l. föstudag
var að Brún i Bæjarsveit haldinn
fundur fulltrúa allra veiðifélaga á
Hvitársvæðinu. Þar var formlega
stofnað Veiðifélag Borgarfjarðar,
sem er samband allra veiðifélaga
á þessum slóðum.
Formaður þess var kjörinn
Þórður Kristjánsson á Hreða-
vatni, en með honum i stjórn eru
Jón Blöndal, Laugarholti og
Kristján Fjeldsted, Ferjukoti.
Frá vorkappreiðum Fáks á
sunnudaginn. Efri ntyndin:
Kommi úr Borgarnesi, sem varð
fyrstur i kerruakstri, ekiliinn
Einar Karelsson. Neðri myndin:
Úr unghrossakeppninni, þar sem
Perla Guðrúnar Fjeldsteð frá
Ferjukoti sigraði.
—Ljósmynd: G.T.K.
Sólfari, eigandi Jónas Hermanns-
son.
Stökk, 350 metrar:
Fyrstur varð Dreki, eigandi
Trausti Guðmundsson, Reykja-
vik, sem hljóp á 25,7 sekúndum,
sem er mjög góður timi. Annar
varð Blakkur, eigandi Orn
Einarsson, sem hljóp á 26
sekúndum. Þriðji varð Blesa, eig-
andi Petrún Magnúsdóttir, sem
hljóp á 26,3 sekúndum.
Stökk, 800 metrar: Fyrstur varö
Glæsir, eigandi Hörður G. Al-
bertsson, á 66,9 sekúndum.
Annar varð Trantur, eigandi
Unnsteinn Tómasson, á 68,2 sek.
Þriðji varð Fákur, eigandi Sigur-
þór Jóhannesson, á 68,2 sek.
Kerruaksturskeppni:
Fyrstur varð Kommi, eigandi
Kommafélagið i Borgarnesi, á 3
min. 33,5 sek. Annar varð Elding,
eigandi Ólafur Guðmundsson,
Reykjavik, á 4 min. 38,8 sek.
ar, meðalverð 31.48 og auk þess
litið eitt af bræðslusild. Þriðja
skipið var svo Börkur NK, sem
seldi i Skagen 80.3 tonn fyrir tæp-
ar 2.5 milljónir, meðalverð 30.39
kr. Börkur mun ennfremur selja
200 kassa i dag.
Siðasta laugardag seldu Guð-
mundur og Helga II i Hirtshals og
Skagen, Guðmundur seldi i Skag-
en 173 tonn fyrir tæpar 3.9 millj-
ónir, meðalverð kr. 22.57, auk
þess bræðslusild fyrir rúmar 100
þúsundir. Helga II seldi i Hirts-
hals, og fór allur aflinn i bræðslu,
134 tonn sem seldist fyrir tæpa
eina milljón, meðalverðið 7.45.
Sinfóníutónleik-
ar á Selfossi
NÆSTU tónleikar Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar verða haldnir á
vegum Tónlistarélags Árnessýslu
i Selfossbiói fimmtudaginn 16.
mai klukkan 21. Stjórnandi er
Karsten Andersen og einsöngvari
Guðrún Á. Simonar. Flutt verða
verk eftir Mozart, Grieg, Saint-
Saéns og Verdi.
AÐFARANÓTT sunnudags var
Volkswagenbíl ekið með ofsa-
hraða eftir Vesturlandsvegi. A
móts við Korpúlfsstaðaá missti
ökumaðurinn vald á bilnum, sem
hentist út af veginum og tók
þrisvar niðri á fluginu, áður en
hann stöðvaðist.
Þrir ungir menn voru i bilnum,
og meiddust þeir allir, en þó
minna en ætla mætti miðað við
flugið, lendingarnar og útlitið á
bilnum, sem er gjörónýtur.
300 þúsund
gönguseið-
um sleppt
í sumar
HHJ—Rvik —Nú fer laxvciðitim-
inn senn að hefjast. Eftir 20. maí
er heimilt að hefja veiði I Borgar-
fjarðarám, en 1. júní eða siðar
annars staðar á iandinu.
Vorið hefur verið gott eins og
allir vita, og þess gætir i
veiðimálum eins og á öðrum svið-
um, þannig aö byrjað er fyrr en
ella að sleppa seiðum i árnar.
Samkvæmt upplýsingum Þórs
Guðjónssonar veiðimálastjóra
verður um 300 þúsund
gönguseiðum sleppt i sumar, en
það er svipaður fjöldi og i fyrra.
Búast má við stóraukinni fram-
leiðslu á gönguseiðum á næst-
unni, þvi að tvær nýjar og stórar
eldisstöðvar tóku fyrir skömmu
til starfa, önnur á Laxamýri, en
hin að öxnalæk.
1 gærmorgun lentu tveir Volks-
wagenbilar i árekstri á mótum
Grensásvegar og Fellsmúla.
Þrjár stúlkur, sem i bilunum
voru, voru fluttar á slysadeild, en
engin þeirra var alvarlega slös-
uð. Annar billinn er mjög mikið
skemmdur og hinn ónýtur.
Fleiri árekstrar og óhöpp urðu i
umferðinni um helgina, en önnur
slys, en þau sem hér eru talin,
urðu ekki á fólki.
Aðalfundur
starfsmanna-
félags ríkis-
stofnana
9. mai s.l. var haldinn aöalfundur
Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Kjörin var stjórn félagsins og er
hún þannig skipuð:
Einar ólafsson, ÁTVR, for-
maður. Aðalstjórn: Ágúst
Guðmundsson, Landmælingar ís-
lands, Einar Stefánsson, Vita- og
hafnarmálaskrifstofan,
Guðmundur Sigurþórsson, Inn-
kaupastofnun rikisins, Guðbjörg
Sveinsdóttir, Landspitalinn,
Ólafur Jóhannesson, Veðurstofa
fslands, og Sigurður Ó. Helgason,
Tollstjó^askrifstofan.
Varastjórn: Eyvindur Jónasson,
Vegagerð rikisins, Sverrir Július-
son, f jármálaráðuneytið, og
Þórólfur Jónsson, Rafmagns-
veitur rikisins.
1 félaginu eru nú um 2800
félagsmenn og er þar um 40% '
aukningu að ræða frá siðasta
aðalfundi.
Þeir rufu
vinstri stjórn
Nýr stjórnmálaflokkur,
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, vann mikinn
kosn ingasigur í siðustu
kosningum undir forystu
Hannibals Valdimarssonar.
Ilinn nýi flokkur boðaði rót-
tæka vinstri stcfnu og kvaðst
myndu vinna að samciningu
vinstri aflanna, fengi hann til
þess bolmagn að kosningum
loknum.
Eftir þvi sem Bjarni Guðna-
son, sem var formaður
Reykjavikurdeildar hins nýja
flokks, hefur siðar upplýst,
ætluðust þeir Hannibal Val-
dimarsson og Björn Jónsson
aldrei til þess, og áttu atls ekki
von á þvi, að kosningasigurinn
yrði svo stór. Hann koin þeim
á óvart og kom þcim i bobba,
þvi að hann ruglaði hin raun-
verulegu áform þeirra. Þeirra
hugmynd var að ná oddaað-
stöðu i nýrri viðreisnarstjórn
og sameinast Alþýðuflokknum
i sliku stjórnarsamstarfi.
Þeim datt aldrei I hug sá
möguleiki, að þeir, sem boð-
uöu útfærslu landhelginnar i
50 milur svo fljótt sem við yrði
komið, fengju hreinan meiri-
hluta á Alþingi. Þurfti það þó
ekki að koma þeim félögum á
óvart, svo skelegglega, sem
þeir töluðu i kosningabarátt-
unni fyrir máli málanna.
Landhelgismálið
En vegna þessa stórmáls,
útfærslu landhelginnar, gátu
fóstbræður ekki skorizt úr
leik, þótt hugur stæði til þátt-
töku i annars konar stjórnar-
samstarfi. Bjarni Guðnason
dregiir heldur ekkert úr þvi,
að þar hafi hann knúið fast á
og fóstbræðurnir hefðu ekki
getað hlaupizt á brott frá
vinstra samstarfi nema með
þvi aö kljúfa nýja flokkinn að
endilöngu, beint ofan i hinn
mikla kosningasigur.
Bjarni Guðnason heldur þvi
fram, að þeir Hannibai og
Björn hafi jafnan verið tregir
bandamenn i vinstri stjórn-
inni.
Hvað sem um það má segja,
er hitt vist, að oft stóðu þeir
fast og drengilega með stjórn-
inni i stærstu málum, og réðu
beinlinis úrslitum i þvi máli,
sem hafði algeran forgang i
rikisstjórninni, landhelgis-
málinu og samningsramma
þeim, sem Ólafur Jóhannes-
son gerði við Heath, þáverandi
forsætisráðherra Breta.
Bjarni Guðnason snerist hins
vegar öndverður gegn, og
Alþýðubandalagið var beinlín-
is neytt til þess að vera með,
þótt nugur þess stæði til ann-
ars. Nú er komið i ljós, að
þetta samkomulag hefur orðið
þjóðinni mjög farsælt og mun
verða skráð sem mikill per-
sónulegur sigur ólafs
Jóhannessonar forsætisráð-
herra á spjöld sögunnar. Hann
sótti með harðdrægni en
lempni hagstætt samkomulag
fyrir islendinga í skjóli þeirr-
ar aðstöðu, sem hann hafði
byggt upp með hótuninni um
slit á stjórnmálasambandi við
Breta.
Þrýstingur Nato-þjóða ýni-
issa á Breta varð Ölafi þar
einnig aö liði.
Ástandiö á miðunum við is-
land hefur aldrei verið hag-
stæðara islendingum en nú, og
brezkir togarar aldrei færri
við veiðar á miðunum hér en
nú. Fjórir brezkir togarar,
sem höföu hér vciðileyfi skv.
samkomulaginu viö Breta,
hafa nú verið strikaöir alger-
lega út af skrá. Brezkir út-
gerðarmenn hafa séð. að is-
iendingar töluðu máli skyn-
semi og höfðu mikinn meiri-
hluta þjóða heims að baki sér.
Framhald á bls. 18
Velheppnaðar
kappreiðar Fáks
Síldveiðarnar í Norðursjónum:
3 skip seldu
í gærmorgun