Tíminn - 19.05.1974, Síða 1

Tíminn - 19.05.1974, Síða 1
Auqlýsinqadeildj TÍAAANS Aðalstræti 7 L J ÁVARP EINARS ÁGÚSTSSONAR, UTANRÍKISRÁÐHERRA TIL REYKVÍKINGA: Kjósum Guðmund G. Þór- arinsson og fellum Sjálf- stæðismeirihlutann Einar Ágústsson utanrlkisráðherra — Tlmammynd: GE EINS og margir Heykvíkingar muna kannski enn, var ég i siðustu borgarstjórnar- kosningum kjörinn einn af borgarfulltrúum Framsóknarflokksins hér i höfuðstaðnum. En þegar ég tók við núverandi starfi, var mér ókleift að halda áfram sem borgarfulltrúi af ástæð- um, sem allir munu skilja. Ég kvaddi borgarstjórnina með nokkrum söknuði, þvi að ég hafði átt þar sæti um 9 ára skeið, kynnzt málefnum borg- arinnar allnáið, þar eð ég hafði á timabili einnig átt sæti i borgarráði og fannst alla tið að þar væru mikil verk og gagnleg verk að vinna. Siðast en ekki sizt hafði ég kynnzt mörgu ágætu fólki, sem mér var bæði ávinningur og ánægja að þekkja og giidir þetta bæði um þá er skipuðu meirihlutann sem hina, er voru með mér i minnihlutan- um. Svo sem að likum lætur voru þó kynni min af borgarfulltrú- um Framsóknarflokksins nánust og má heita að sam- band mitt við þá væri órofið allan þann tima, er ég sat i borgarstjórn. Það var mér þvi mikil ánægja að vita að mál- efni Framsóknarflokksins i borgarstjórn voru i góðum höndum þegar ég hætti og gerði það viðskilnaðinn auð- vitað léttari þar eð mér er svo farið sem flestum öðrum, að vilja skilja sómasamlega við þau störf er ég hef að mér tek- Góðir fulltrúar, sem rækja störf sfn vel Nú hafa mál svp skipast, að fjórir þeirra fulltrúa, sem með mér störfuðu i borgarmála- ráði Framsóknarflokksins sið- asta árið mitt þar, hafa valizt til framboðs i næstkomandi kosningum en það eru þau Kristján Benediktsson, Alfreð Þorsteinsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Gerður Steinþórsdóttir. Þau skipa fjögur efstu sæti B-listans i Reykjavik. Ég tel mig þvi hafa góða ástæðu til þess að segja það, að þarna eiga Reykvikingar kost á góðum borgarfulltrúum, sem munu rækja störf sin vel á komandi kjörtimabili, og ég tel mig ráða Reykvikingum heilt, er ég hvet þá til að kjósa þetta fólk i kosningunum á sunnu- daginn kemur. AAálefnaleg samstaða hefur komizt á Eftir siðustu borgarstjórn- arkosningar gerðist það að Framsóknarflokkurinn varð stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn i Reykjavik og hef- ur verið það allt það kjörtima- bil, sem nú er að enda. Undir forystu borgarfulltrúa flokks- ins hefur samstarf minni- hlutaflokkanna mjög breytzt til hins betra, og má raunar segja, að flokkurinn hafi tryggt málefnalega samstöðu andstöðuflokka Sjálfstæðis- meirihlutans i nær öllum veigamestu málefnum höfuð- borgarinnar. Þannig hefur hinni margnefndu og nota- drjúgu glundroðakenningu verið spillt svo fyrir Sjálf- stæðisflokknum að hæpið er, að hún nýtist honum framar, og er það eitt út af fyrir sig ekki litið afrek. Hitt er þó sýnu afdrifarik- ara, að með þessu samstarfi sinu hafa borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna fært Reykvikingum heim sanninn um það, að þeir eiga kost á starfhæfum meirihluta, þótt Sjálfstæðisflokkurinn falli, og ætti það þvi ekki að þurfa að koma fyrir aftur, að meirihluti kjósenda búi við einræðisvald þess flokks, sem minnihluti borgarbúa styður, en sú varð einmitt raunin á hér i Reykjavik á siðasta kjörtima- bili. Langt valdaskeið viðsjárvert Það er viðurkennt af öllum1'- hér á landi sem erlendis, að mjög löng seta eins flokks i valdastólum getur leitt til spillingar og vafasamra stjórnarhátta. Sú hætta er vissulega fyrir hendi i borgar- stjórn Reykjavikur, ekki siður en annars staðar, enda er það störeynd, að stjórnendur borgarinnar eru orðnir makráðir og værukærir, svo ekki sé nú meira sagt. Það skiptir þvi verulegu máli fyrir andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins að hnekkja meiri- hluta hans nú i næstu kosning- um og atkvæðamagniö til þess er fyrir hendi aðeins, ef það tekst að nýta þaö og koma i veg fyrir of mikla dreifingu þess eins og gerðist i siðustu kosningum. Spurningin er þá, hverja þarf að kjósa til að tryggja fall meirihlutans. Allar likur benda til þess, að Alþýðu- bandalagið sé öruggt með þrjá borgarfulltrúa að þessu sinni og liklegt þykir mér að sam- bræðslulisti Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna haldi þeim tveim borgarfulltrúum, er þeir hafa nú.Mestar likur til að tryggja þessum flokkum meirihluta á næsta kjörtima- bili eru þvi að sjá svo um, að Framsóknarflokkurinn haldi sinum þremur mönnum. Til þess þurfa Framsóknarmenn að vinna vel, þvi að óneitan- lega réði hagstæð atkvæða- skipting því siðast, að þriðji maðurinn náði kosningu. Þess vegna ber okkur öllum að BH-Reykjavik — Fyrir nokkrum dögum var gengið frá sölu á Akraborginni, og mun hún verða afhent hinum nýju eigendum i næsta mánuði, þegar nýja ferjan, sem ganga á milli Reykjavikur og Akraness hefur tekið til starfa, en hún mun eiga að bera nafn Akra- borgar. Að þvi er við bezt vitum eru hinir nýju eigendur Akra- borgar brezkir og mun söluverð hafa verið um 16 milljónir króna. Akraborgin hefur verið hið mesta happaskip allan þann tima, sem hún hefur verið i ferðum á þessari fjölförnu leið. Hún kom til landsins i marz árið standa fast að baki Guðmund- ar G. Þórarinssonar og tryggja kosningu hans,enda til mikils að vinna fyrir kjósend- ur Framsóknarflokksins, þar sem er fall Sjálfstæðisflokks- ins og kosning glæsilegs full- trúa. 1956, að þvi er Friðrik Þorvalds- son, afgreiðslumaður, tjáði okkur, hún hefur að visu þurft að fara i sina árlegu hreingerningu, en ekki misst úr eina einustu ferð af öðrum sökum. Akraborgin var á sinum tima byggð i Danmörku fyrir Skallagrim hf., og var það Christensen Værft i Marsdal, sem vann það verk af mikilli prýði, svo sem raun hefur borið vitni. Föstum samgöngum á sjó hefur verið haldið uppi milli Akraness og Reykjavikur siðan árið 1891, og hefur aðeins eitt ár fallið úr, 1896. Forveri Akraborgar var Laxfoss, sem margir muna eftir Landsmálin og Borgarstjórnar- kosningin Um kosningabaráttuna aö öðru leyti vil ég segja, að svo sem að likum lætur, blandast landsmálabaráttan nokkuð saman við sveitastjórnarmál- in, þar sem svo stutt er á milli kosninganna. Ég er þeirrar skoðunar, að staða Fram sók narflokksins sé sterk, einnig á landsmálasvið- inu. Flokkurinn hefur nú i nærri þrjú ár veitt forystu rlkisstjórn, sem vissulega hef- ur komið mörgu i verk og starfað vel fyrir alla og ekki sizt fyrir þá, sem minna mega sin i þjóðfélaginu. Hún hefur komið mörgu góðu til leiðar á tiltölulega stuttum tima og verka hennar sér viða staöi. Ég hygg og, að samdóma alit manna sé, að mikil velmegun riki i þjóðfélaginu — of mikil, segja sumir, og atvinnu- ástandið hafi aldrei verið betra, ekki sizt á höfuðborgar- svæðinu. Engu að siður verður þvi eigi neitað, að ýmsar blik- ur eru á lofti i efnahagsmálum þjóðarinnar. Stafa þeir erfið- leikar að sjálfsögðu af verð- bólguaukningu, bæði af er- lendri rót og einnig heima- tilbúinni. Framsóknarflokkurinn hef- ur auðvitað eins og aðrir kom- iö auga á þennan vanda og enga tilraun gert til að leyna þjóðina honum. Þvert á móti Íagði forsætisráðherra fram i rfkisstjórninni fyrir tveim mánuðum uppkast af frum-\ varpi um viðnám gegn verð- bólgu, þar sem gert var ráð fyrir róttækum ráðstöfunum til niðurfærslu verðlags. Þvi miður gat ekki orðið sam- komulag um þetta frumvarp, þar eð einn ráðherra og þrir þingmenn töldu sig ekki geta Frh. á bls. 15 ennþá. Hann strandaði árið 1944, en náðist út og var endurbyggður hérlendis, lengdur og vélin endur- byggð svo, að hún „gekk eins og klukka” eftir það, unz Laxfoss bar beinin uppi á Kjalarnesi i óveðri árið 1952. Meðan verið var að hanna og byggja Akraborgina var Eldborgin i ferðum, linu- veiðari, 280 lestir, ágætis sjóskip, nema fyrir alls óvana, sem færðu hafinu óspart fórnir af hennar völdum á leiðinni. Akraborginni fylgja margar hlýjar minningar og kveðjur, þegar hún kveður landið og heldur á fjarlægar slóðir. Akraborgin seld úr landi Nýja ferjan mun bera nafn hennar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.