Tíminn - 19.05.1974, Síða 5
■
Sunnudagur 19. mai 1974.
TÍMINN
5
sem ógrynni er til af. Einnig er
sérstök deild fyrir listmálun, og
sjáum við hér tvær myndir frá
henni.önnur eraf börnum, sem
sýnilega eru mjög áhugasöm
við iðju sina og hin er af tveim
barnamyndum, sem sendar
voru á sýningu. Efri myndin
heitir Hjarðmaðurinn með fjár-
hóp sinn og er eftir Sasha
Yeryomin, sem er 11 ára. Hin
heitir Gönguferðin og er eftir
Ira Akopova, sem er ekki nema
6 ára, og má búast við að hann
eigi eftir að gera margar
fallegar myndir ^iðar meir,
þar sem hann er þegar orðinn
svona duglegur I myndlistinni.
Hdmarkshraðinn
aukin
á ný
Stærsti
mdlmbræðsluofn
heims
Hámarksökuhraði á þjóðvegum
Frakklands var fræöur niður f
120 km á klukkustund, á albeztu
vegunum og 90 km á venjuleg-
um þjóðvegum, en hefur nú
verið aukinn á ný. Ekki er
hraðinn þó leyfilegur meiri en
140 km mest og 100 km þar sem
90 giltu áður. Áður en olíu-
skorturinn fór að gera vart við
sig voru engar hraðatak-
markanir á hraðbrautunum, og
110 km á öðrum þjóðvegum.
Yfirvöld hafa skýrt frá þvf, að
mikið hafi dregið úr slysum
eftir að hámarkshraðinn var
lækkaður. Auk þess mun hafa
sparazt 10% þess ollumagns,
sem áður var notað fyrstu tvo
mánuði þessa árs sem slysum
hefur fækkað er talið mjög lfk-
legt, að sá hámarkshraði, sem
áður gilti, verði ekki leyfður á
ný.
Flugvél,
sem veifar
vængjunum
Að sögn sovézkra flugvélasmiða
verður bráðlega hafin smiði
flugvéla með hreyfanlega
vængi, sem geta auðveldlega
borið menn. Leonardo da Vinci
og fleiri reyndu sem kunnugt er
á slnum tlma að smiða þvílik
tæki — ornitopter — en þau
ööluðust aldrei hagnýtt gildi.
Likan af sllkri flugvél, sem likir
eftir flugi fugla, hefur verið
smlðuð I Sovétrlkjunum, og
gefiö mjög góða raun I reynslu-
flugi. Það sýndi sig meöal
annars, að svona flugsliki með 1
ha vél getur lyft 20-30 kg. Það er
helmingi meiri lyftikraftur en
hjá venjulegri flugvél og sjö
sinnum meiri en hjá þyrlu.
Þetta sovézka flugsllki, sem á
rússnesku nefnist machiljot,
þarf ekki sérstakar flugbrautir
til að taka sig á loft eða lenda.
Þar geta
menn
„spdssérað"!
Laun hækka
í Frakklandi
í marz hækkuðu lágmarkslaun I
Frakklandi 15,5franka, eða sem
nánast eitt hundrað krónur.
Aður voru lágmarkslaunin 5.43
frankar. Lægstlaunuðu verka-
mennirnir I Frakklandi fá þvl á
mánuði um eitt þúsund franka,
eða um 18-19 þúsund krónur, en
vinnuvikan þar I landi er 43
klukkustundir.
★
Jakuxar
Karlmaður meðal
verst klæddu
kvenna heims
Þar kom að þvi: Karlmaður
hefur verið valinn I hópi 10 verst
klæddu kvenna I heimi. Sá, sem
hlaut þennan vafasama heiður,
er poppsöngvarinn David
Bowie, en hann er einn þeirra
söngvara, sem mála sig og
sminka áður en hann kemur
fram á skemmtunum. Það er
bandarlski hönnuðurinn
Blackwell, sem raðar Bowie I
tlunda sætið á lista slnum yfir 10
verst klæddu konur i heimi, en
sllka lista gefur hann út tvisvar
á ári. Bowie fær einkunina að
vera I klæðaburði sambland af
Joan Crawford og Marlene
Dietrich.
í öðru sæti á listanum er Anna
prinsessa og aðrar frægar
konur, sem þar eru meðtaldar
eru m.a. Liv Ullmann, Eaquel
Welch og Jacquelene Onassis.
Myndirnar eru af David Bowie
og önnur prinsessu.
1 Parls eru nú 70 göngugötur þar
sem bifreiðaumferð er bönnuð,
og fimm stórum götum I viðbót
var lokað fyrir bifreiðaumferð i
jólp-kauptlðinni, en þær voru
svo aftur opnaðar eftir ára-
mótin. Flestar göngugöturnar I
Párls eru I eldri hluta borgar
innar, — i Latinuhverfinu og á
vinstri bakka Signu. Þeir, sem
'búa við þessar götur og eiga
blla, fá samt að aka heim til sin
og leggja sínum bilum á stæði
við heimili sitt, en umferðar-
nefnd borgarinnar gefur út sér-
staka lím-merkimiða, sem
festir eru á framrúður þessara
bifreiða, og ef einhver leyfir sér
að aka þarna um, eða leggja bll
án þess að billinn sé merktur
með þannig miða, fær stórsekt.
fluttir norður
d bóginn
Sovézkir náttúruverndarmenn
eru þeirrar skoðunar, að jak-
uxar verðskuldi stærra út-
breiðslusvæði. Til þess aö svo
megi verða hafa 60 jakuxar
verið fluttir flugleiðis úr fjalla-
héruðunum I Gorno-Altaj syðst i
Slberiu til Jakútiu I Norð-
austur-Siberiu. Fyrsti hópurinn
var fluttur þangað fyrir tveimur
árum, og er fylgzt með, hvernig
honum tekst að semja sig að
lífskilyrðum þar norður frá.
Þeir hafa dafnað vel þarna og
aukið kyn sitt, svo að i hjörðinni
eru nú um 100 dýr.
I borginni Irkutsk I Austur-
Slberlu er sérstök verksmiðja,
sem framleiðir stórar vélar, og
smiðar nú I hlutum málm-
bræðsluofn, sem verður 5000
rúmmetrar að stærð. Málm-
bræðsluofninn er hinn stærsti i
heimi og verður hann settur upp
i járn- og stáliðjuverinu i Krivoj
Rog i Ukraniu. Er ráðgert að
hann verði tekinn i notkun I árs-
lok 1974.
★
Hafa aidrei
burstað
tennurnar
Tannlæknaþjónusta franska
hersins hefur skýrt frá þvi að
51% allra þeirra manna, sem
koma til herþjónustu hafi aldrei
burstað I sér tennurnar. Tann-
læknar hersins hafa einnig skýrt
frá því, að i Frakklandi séu
notaðir 20 milljón tannburstar
árlega, en ef þær 50 milljónir
manna, sem i landinu búa,
burstuðu tennurnar eins og
vera ber, segja tannlæknarnir,
að tannburstanotkunin ætti ekki
að vera undir eitt hundrað
milljónum tannbursta árlega.
★
Skattalögreglan
fær
liðsauka
Segja má, að með nýjum lögum
I Frakklandi hafi skattalögreglu
þess lands borizt liðsauki, og
hann ekki svo lítill. Frá og með
júnimánuði næstkomandi má
hver sem er fara á skattstofuna
i byggðarlagi slnu og fá þar að
Hta á framtöl hvers sem er I
sama byggðarlagi. Ekki mega
menn skýra frá þvl, sem þeir
sjá þarna, og eru viðurlögin
þung. Sektin getur orðið jafn há
og skattupphæð sú er, sem
maður sá verður að greiða, sem
ljóstrað hefur verið upp um. En
hvað geta menn svo gert við
þær upplýsingar, sem þeir
þarna fá, úr þvl ekki má tala um
þær? Taliö er, að fólk geti haft
margvislegt gagn af þessum
upplýsingum. Til dæmis geta
væntanlegir tengdaforeldrar
aflað sér upplýsinga um fjár-
hagsafkomu tilvonandi tengda-
sonar síns, og keppinautar á
viðskiptasviði geta einnig fengið
þarna miklar upplýsingar.
Þetta er þó ekki meginorsökin
fyrir þessum nýju lögum. Hún
mun vera, að skattyfirvöld
telja, að fólk geti frætt þau um
ýmislegt, sem viðkomandi
aðilar hafa dregið undan skatti,
og þannig geti yfirvöldin komið
þvi til leiðar að fólk fari að telja
réttar fram og þá um leið muni
skattarnir hækka og rlkið fá
meira I sinn hlut. Nú munu
skattframtölin sem sagt veröa
undir eftirliti alls almennings
framvegis.
★
Næturakstur
við Vin
Bifreiðastjórar, sem voru ný-
lega á ferð I nágrenni Vinar-
borgar um nótt, trúðu ekki sin-
um eigin augum, er þeir sáu
mann I náttserk, eins og notaður
er á sjúkrahúsum, standa við
veginn og veifa bilum. Rétt þar
hjá var sjúkrablll, en hann hafði
bilað og var ökumaðurinn að
reynaaðgera við hann. Sjúkra-
bifreiðin átti að flytja sjúkling á
milli sjúkrahúsa, en þegar öku-
maðurinn var önnum kafinn við 1
að reyna að koma vélinni I lag, I
þá fór sjúklingnum að leiðast |
biðin, svo aðhann snakaði sér út |
úr bllnum og reyndi að komast á I
áfangastaðinn ,,á þumalputtan- |
um”, eins og kallað er.