Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 7
7 Sunhtidágiir')Í9? TítölNN STEFNUSKRÁ Framsóknarmanna í Reykjavíkvið borgarstjórnarkosningarnar í vor Málefni aldraðra Framsóknarflokkurinn telur, að enn sé allt of litið gert af opinberri hálfu öldruðu fólki i borginni til hagsbóta. Félagsleg aðstoð og þar með bætt starfsaðstaða þess er enn mjög ófullnægjandi, enda þótt nokkuð hafi þokazt áfram sið- ustu ár. . Það hlýtur að vekja nokkra furðu, að Reykjavikurborg hef- ur aldrei fram á þennan dag reist né rekið elliheimili og hef- ur þó þörfin á þvi sviði verið mjög mikil. Borgin hefur heldur ekki i teljandi mæli mætt þeirri knýj- andi nauðsyn, sem er á hjúkrunarheimilum fyrir sjúkt og aldrað fólk. 1. að reist verði dvalarheimili fyrir aldraða, sem hafa fóta- vist. 2. að komið verði á fót dag- vistunarstofnunum aldraðra, sem að öðru leyti dvelja i heimahúsum. 3. að bætt verði úr húsnæðisþörf fyrir þann hóp aldraðra, sem óskar að búa i eigin ibúð og getur það heilsunnar vegna. 4. að félagsleg aðstoð við aldrað fólk verði aukin og aðstaða þess til starfs við hæfi verði bætt. Varðandi framkvæmdir á framangreindum tillögum legg- ur flokkurinn til eftirfarandi: 1. Gerð verði fjögurra ára áætl- un um framkvæmdirnar, sem við það miðist, að þeim verði lokiö á árinu 1978. Aætlunin liggi fyrir áður en gengið verður frá fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. 2. t fjárhagsáætlun borgarinnar næstu fjögur árin verði nægi- legt fjármagn áætlað til að- standa undir þeim fram- kvæmdum, sem ákveðnar verða samkvæmt fram- kvæmdaáætluninni. Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn legg- ur til, að gerð verði þriggja til fimm ára áætlun um ibúða- byggingar. Aætlunin miðist við, að byggðar séu árlega um 100- 150ibúðirá vegum borgarinnar. Miðað verði við, að byggingar- framkvæmdir geti hafizt á árinu 1975. A. Bygging leiguíbúða 1. Byggðar verði litlar tveggja og þriggja herbergja ibúðir, sem eingöngu verði leigðar ungu fólki, sem er aö stofna heimili. Leigutimi verði afmarkaður. 2. Byggðar verði tveggja, þriggja og fjögurra herbergja ibúðir, sem leigðar verði efnalitlu fólki, sem er i húsnæðisvandræðum. 3. Leitað verði samvinnu við verkalýðshreyfinguna um byggingu leiguibúða sérstak- lega ætluðum efnalitlum meðlimum verkalýðsfélaga. 4. Aætlanir verði gerðar um byggingu ibúða fyrir aldraða, auk þess sem hraðað verði byggingu þeirra ibúða, sem þegar hafa veriö ákveðnar við Furugerði. Ibúðirsamkvæmt töluliðum 1, 2og 4 verði eign Byggingarsjóðs Reykjavikurborgar, en ibúðir samkvæmt tölulið 3 eftir sam- komulagi aðila. B. Aörar íbúöir 1. Byggðar verði ibúðir sérstak- lega ætlaðar öldruðum og öryrkjum. íbúðir þessar verði sérstaklega ætlaðar þvi fólki, sem nú býr i eigin húsnæði, sem hentar þvi ekki lengur. Reykjavikurborg hafi for- kaupsrétt að ibúðunum við endursölu. 2. Byggingasjóður borgarinnar veiti árlega eigi færri en 100 lán út á ibúðarhúsnæði með sömu kjörum og tiðkast hefur að undanförnu. Lán þessi verði að upphæð kr. 200 þús- und og eingöngu veitt út á ibúðir, sem falla undir lána- reglur Byggingasjóðs rikis- ins. Þá leggur Framsóknarflokk- urinn áherzlu á, að efla bygg- ingu verkamannabústaða, m.a. með þvi að hafa jafnan fyrir- liggjandi með nægum fyrirvara hentugar lóðir. Dagvistunarstofnanir Stefna ber að þvi, að svo myndarlega verði tekið á i byggingum dagvistunarstofn- ana, svo og fyrirgreiðslu við fóstrun á einkaheimilum, að unnt verði innan fárra ára að fullnægja þörfinni fyrir dagvist- un barna. Framsóknarflokkurinn telur, að stefna beri að þvi, að á ári hverju meðan þörf krefur, verði stofnuð i Reykjavik dagheimili fyrir 200-250 börn innan skóla- aldurs og á skólaaldri og leik- skólar fyrir 300-350 börn. Einnig verði unnið að þvi að koma upp skóladagheimilum i öllum hverfum borgarinnar. Tekin skal upp tvenns konar greiðsla fyrir dagvistun á stofn- unum Reykjavikurborgar og i heimahúsum, þannig að niður- greiðsla borgarinnar miðist við hina efnaminni. Borgin beiti sér fyrir þvi, að gerðar verði ráðstafanir til þess að fá fleira sérmenntað fólk við dagvistunarstofnanir en nú er völ á, með bættum launakjörum og sérstökum námsstyrkjum. Hei Isugæzlustöövar Vegna erfiðleika á að halda uppi fullnægjandi heimilis- læknaþjónustu i borginni telur borgarstjórn óhjákvæmilegLað bæta starfsaðstöðu heimilis- lækna með þvi að gefaþeim kost á að starfa með aðstoðarfólki á heilsugæzlustöðvum. Þar sem gagnger breyting á skipulagi læknisþjónustu utan sjúkrahúsa mun taka alilangan tima, skal fyrst um sinn miða viö, að hver stöð þjóni ákveðnum fjölda samlagsmanna fremur en fast- ákveðnu svæði, og að samlags- menn geti áfram verið skráðir hjá ákveðnum lækni, þótt hann taki við störfum á heilsugæzlu- stöð. Vinna ber að þvi að koma hið fyrsta upp deild fyrir þjónustu heimilislækna i tengslum við gæzlustöð borgarinnar. Kanna ber, hvort tiltækt væri að fá leigt húsnæði i Domus Medica i þessu skyni. Stjórn Sjúkrasamlags Reykjavikur gangist fyrir þvi, að teknar verði upp viöræður við lækna um störf á heilsu- gæzlustöðvum i samræmi við 24. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. Borgarspítali og Heilsuverndarstöð Framsóknarflokkurinn legg- ur áherzlu á, að sem fyrst verði hafizt handa um byggingu B- álmu Borgarspitalans, en með tilkomu hennar mundi bætt úr mjög brýnni þörf langlegusjúkl- inga. Þá telur flokkurinn að auka þurfi almenna heilsugæzlu og Heilsuverndarstöðina eigi ein- göngu að nota til þeirrar starf- semi, sem henni i upphafi var ætlað að sinna, þ.e. fyrirbyggj- andi starf. Æskulýðsmál Æskulýðsstarf er þýðingar- mikill þáttur i borgarlifinu. Nauðsynlegt er, að þess verði jafnan gætt, að æskulýðsstarf- semi sé i öllum hverfum borgar- innar, annað hvort á vegum Reykjavikurborgar sjálfrar eða félagasamtaka. Framsóknarflokkurinn lýsir yrir stuðningi sinum við alla þá aðila, sem unnið hafa jákvætt æskulýðsstarf i borginni, og vill i þvi sambandi nefna iþrótta- félögin, skátahreyfinguna, tafl- félög, bindindisfélög, KFUM og fleiri, er unnið hafa ómetanlegt starf á sviði æskulýðsmála. Jafnframt leggur hann áherzlu á að byggja upp æsku- lýðsstarfsemi, sem miðar að þvi, að allir unglingar eigi þess kost að stunda heilbrigða tóm- stundaiöju við sitt hæfi og telur nauðsynlegt, að þess sé jafnan gætt við skipulagningu nýrra hverfa, að gert sé ráð fyrir að- stöðu til æskulýðsstarfsemi og ekki þurfi að koma til þess aö gripa þurfi til kostnaðarsamra bráöabirgðaráöstafana. Einnig verði kannaðir möguleikar á húsakaupum i eldri ibúðahverf- um fyrir æskulýðsstarfsemi. Þá telur Framsóknarflokkur- inn nauðsynlegt að reykviskum unglingum verði gefinn kostur á að kynna sér helztu atvinnuvegi þjóðarinnar til sjávar og sveitar með kynnisferöum og þátttöku i atvinnulifinu. Ekki við eina leiksviðsfjölina felldir Friteatern: Fordæður og fyrirmenn leikrit eftir Frances Vestin í samvinnu við Friteatern Leikstjórn: Martha Vestin Leiktjöid, búningar, leikmunir og Ijós: Friteatern með aðstoð Sænska ríkisleikhússins t leikskrá segir m.a.: ,,A ■ árunum 1618-1648 var háð 30 ára striðið i Evrópu ...... Sænskir fyrirmenn ráku heimsvalda- stefnu, auðæfunum var rænt frá vinnandi stéttum bæði i Sviþjóð og annarsstaðar ...... Almúginn átti að veita aðalsmönnum skemmtun og beina, þegar þá bar að garði. Hann varð einnig að greiða háa skatta af fram- leiðslu og neyzlu, en eignir aðalsins voru skattfrjálsar .. Sænsku galdraofsóknirnar áttu sér stað á árunum 1668-1677 .. Við brennum ekki galdranornir á báli lengur. En það eru ennþá fyrir hendi andstæður milli hinna ýmsu þjóðfélagsstétta, og þess vegna höfum við sams kon- ar vandamál við að etja og uppi voru á 17. öld. Við þörfnumst flótta frá raunveruleikanum. Hvers vegna? Hvernig flýjum við og hvert? Hverjum er það i hag? Við leitum að blórabögglum. Þeir verða að þola þá reiði, sem hefði átt að beinast að (svo) öðr- um. Hverjir eru þeir nú um stundir? Eru til fleiri dæmi úr veruleik okkar sjálfra?” Auðsætt er, að höfundar For- dæðna og fyrirmanna, og er þar Frances Vestin aðalheilinn, beina skeytum sinum til heims- veldissinna og auðvaldsaðals, sem gerir ekki aðeins að arð- ræna „vinnandi stéttir” heldur ástundar jafnframt purkunar- lausa skoðanakúgun og skatt- píningu. Fríðindi auðstéttar eða yfirstéttar og sérréttindi má ekki fyrir nokkurn mun skerða. Auðfundið er, að höfundunum er það mikið kappsmál, að ,,and- stæðurnar milli hinna ýmsu þjóöfélagsstétta” hverfi sem fyrst. Þessar lifseigu andstæð- ur hljóta að vera tveimur mestu stórveldum á vorum dögum gjörkunnugar af eigin reynslu heima fyrir. 1 Ráðstjórnar- rikjunum er voldug yfirstétt, sem beitir lægri stéttir járnaga, kúgar og arðrænir eftir nýrri en rangtúlkaðri forskrift úr riti um þúsundára velferðarriki hér á jörðu. Enda þótt sumum þyki þetta ef til vill æði kynleg þver- sögn eða strembinn biti, þá blasa samt þessi sannindi við hverjum þeim, sem óblindaður er af öfgum og stjórnmálalegri hjátrú og bábilju. Hver á að standa straum af styrjaldar- rekstri Bandarlkjamanna i Vietnam eða fjármagna innrás- ir Ráðstjórnarmanna inn i lepp- rlki sin, ef ekki kjarni hvorrar þjóðar þ.e.a.s. alþýðan? Þótt krökt sé af minnisstæð- um blórabögglum á siðum mannkynssögu, hefur hnifur tuttugustu aldar manna senni- lega aldrei komizt i jafnfeitt eins og þegar hann var rekinn i Sovétmanninn Solschenitzyn, enda stendur hann enn i kúnni. A sama hátt og ótal fleiri starfs- bræður hans og landar hefur hann orðið að: „þola þá reiði, sem hefði átt að beinast að öðrum”. Og þá helzt gegn hverj- um? Nú, stjórnarherrum yfir- stéttarinnar vitanlega. Efni leiksins er sótt i gamalt sænskt dómasafn og er hann þá einkum reistur á dómskjölum úr norður-sænsku réttarhöldun- um svo og Stokkhólms-réttar- höldunum svonefndu Úrvinnsl- an er svo prýðisvel af hendi leyst, að sérhver maður með óskerta sjón, heyrn og sinni hlýtur að fylgjast með viðfangs- efninu af vaxandi athygli og áhuga, forvitni og hrifningu. Þegar svo við þetta bætist, að leikendurnir eru engir aukvisar á virkum vettvangi listar sinnar virðist allt vera þar með full- komnað. Leikur þeirra er heflaður i krók og kring. Hér eru á ferð óblauðir hel-ðrofar, sem láta ekki aðeins gamalgróin leikbrögð og kæki atvinnu- leikara af eldri skólanum lönd og leið heldur gefa lika frá- lifunarkenningum (Verfremdungseffekt) Bertolts Brechts jafnlangt nef og konan hans. Helene Weigel, gerði i Courage gömlu á sinum tíma. Þeir lifa sig með öðrum orðum svo sterkt og alhuga inn i hlut- verk sin, að ekki er ofmælt, aö innlifunin nái alveg fram i fingurgóma. Að baki slikum túlkunartöfr- um býr langur undirbúningur og erfið þjálfun i ströngum skóla. Allri meðalmennsku og handa- hófi er miskunnarlaust hafnað, enda viröist sérhver hönd vera hafin yfir vettlingatök og linku. Arangurinn af náminu er m.a. fólginn i réttum brigðum raddar og svips svo og ótrúlega miklu valdi yfir hverjum vöðva og taug I búk og limum. Tiðum er talað uni hrausta sál i hraustum likama. Hér væri ef til vill nær að nefna þjálfaða sál i þjálfuð- um likama, enda nær innlifunin frá hvirfli til ilja, ef svo gapa- lega má að orði kveða. Það þykir þeim mun meiri furðu sæta hversu jafnprýðileg sýningin er sem sérhverjum leikanda eru falin fleiri hlutverk og er það enn ein sönnun þess, að Friteaternflokkurinn er ekki við eina fjölina felldur i listgrein sinni. 1 leikskránni kemst forstöðu- maður Norræna hússins svo að orði: ,,..og við vonum, að þessi heimsókn verði til upp- örvunar og ánægju bæði áhorf- endum og leikurum á Islandi”. Ég þykist vita, að vonir for- stöðumannsins hafi rætzt, er þá fyrrnefndu varðar. Um þá siðarnefndu veit ég naumast hvað skal segja. Mig grunar þó, að sumir þeirra telji sig vera nógu fullkomna fyrir og þar af leiðandi ekki uppörvunar þurfi. Aðeins einn þeirra var meðal áhorfenda á fjögur-sýningu leikflokksins i Norræna húsinu þ. 7. april. Reykjavik 9. april Ilalldór Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.