Tíminn - 19.05.1974, Síða 9

Tíminn - 19.05.1974, Síða 9
Sunnudagur 19. mal 1974. TÍMINN 9 Agústa Hauksdóttir og nemandi hennar, Þorbjörg Jónsdottir spila saman á píanóið. Tímamyndir: Róbert. hef ekki trú á, að þessi þróun gangi öllu lengur, en vonandi lag- ast þetta smátt og smátt. - Sagði Jónas, að börnin i skólan- um væru i miklu námi og þvi teldi hann það eðlilegast, að námið i Tónlistarskólanum væri tekið inn i einkunnagjöf hins almenna skóla. Einnig mætti færa val- greinafyrirkomulagið niður i gagnfræðaskólana. — Einn höfuðgalli þessa rekstrarfyrirkomulags er sá, að ekkert sveitarfélag gegnir for- ystuhlutverki, segir Jónas, þau visa hvert á annað og fela sig i skjóli hinna. Það væri vissulega þægilegra að eiga við eitt sveitar- félag. Ég vil þó taka það skýrt fram, að skilningur sveitarfélag- anna er góður og margt verið vel gert, sem ekki ber að lasta. Sagði Jónas, að skólinn hefði alls staðar fengið beztu viðtökur, sem völ væri á... — ...og eiginlega þær ákjósan- legustu aðstæður, sem mögulegar eru á þessum stöðum, bætti hann við. — Með tilkomu þessa húsnæðis gjörbreyttust bæði aðstæður og viðhorf — nú er meira um samspil nemenda og allt skólastarfið er heillegra og jákvæðara. Tónlistarskólinn gengst fyrir nemendatónleikum á vetrum og hljómsveit er starfandi við skól- ann. Nokkuð er um, að nemendur ferðist á milli deilda og spili hver fyrir annan. Að sögn Jónasar, hefur kennslufyrirkomulagið, — þ.e. að kenna i sveitunum og alls á niu stöðum i sýslunni, — gefizt nokk- uð vel. Sagði Jónas, að það yki fjölbreytni i skólastarfinu og kennaraliðið nýttist betur. — Hver er önnur tónlistarstarf- semi hér á Selfossi? — Hér höfum við samkór Sel- foss, auk kirkju og karlakóra. Samkórinn söng með Glúmi Gylfasyni um jólin og Selfoss- kirkja þrifylltist, — lætur nærri að um sex til sjö hundruð manns hafi hlýtt á þeirra söng. Hlutfalls- lega þykir þessi aðsókn mjög góð. Ennfremur flutti samkórinn jóla- dagskrána viðar við góðar undir- tektir. Tónlistarfélagið stendur nokkuð oft fyrir tónleikahaldi og oft koma kórar til bæjarins og syngja. Sinfóniuhljómsveitin kemur árlega og svona mætti áfram telja. Það eina sem er at- hugavert við þessi mál er skipu- lagningin, sem þvi miður er nán- ast engin. Stundum fáum við fyrirspurnir frá allt að tiu aðilum um tónleikahald hér i bæ, i sama mánuðinum, en kannski berst næsta hálfa árið jafnvel engin fyrirspurn. Við verðum að lita á þá staðreynd, að það er yfirleitt sama fólkið, sem sækir þessa tón- leika, — og við megum hvorki of- bjóða né vanrækja þetta ágæta fólk. Áður en við Jónas ljúkum okkar spjalli, segir hann mér, að þess séu dæmi i skólanum, að fullorðið fólk setjist á skólabekk. Sumir hafa kannski á unga aldri lært litillega og aðrir hafa kannski eignazt hljóðfæri, og enn aðrir fylgja börnunum sinum og læra með þeim. — Eðlilega er árangurinn mis- jafn, segir Jónas, en þetta er ánægjulegur þáttur i skólastarf- inu. Þegar ég lit inn i stærri kennslustofuna aftur hafa nem- endur farið og aðrir hafa tekið þeirra sæti. Mig langar til að stela nokkrum minútum af tima Lofts S. Loftssonar, kennara, en hann er að sögn Jónasar hornsteinn skólans og það er fyrir tilverknað Lofts, að skólinn starfar i þeirri mynd sem raun er á. Loftur býr í Gnúpverjahreppi og kennir þar i sveit, auk þess sér hann um kennslu á Skeiðum, i Hrunamannahreppi og að nokkru leyti i Biskupstungum, en þar er i fyrsta sinn kennt i vetur. Þessi héruð, sem að ofan eru talin, kynnu að valda skólayfirvöldum Tónlistarskólans heilabrotum, þar sem erfiðlega myndi ganga að fá kennara i þessar sveitir. Loftur S. Loftsson er fatlaður maður og er i hjólastól. Lenti hann i slysi fyrir nokkrum árum, en dreif sig þá i söngkennaradeild Tóniistarskólans i Reykjavik og lauk þaðan prófi. — Kennslan i sveitunum fer að mestu fram i barnaskólum og félagsheimilum, segir Loftur. Hljóðfæraleikur er aðal kennslu- efnið og tónfræði er nokkur. Af minni reynslu hef ég séð, að það er mikil þörf fyrir tónlistar- kennslu. Hvarvetna hefur fólk notað tækifærin, þegar þau hafa skapazt. Þegar ég hef kvatt þessa ágætu menn geng ég út úr kennslustof- unni og sé hvar nokkrar ungar stúlkur sitja flötum beinum á gólfinu, þær hafa tekið upp flauturnar sinar og nótnabækur, — og biða þess nú að lærimeistar- inn ljúki upp fyrir þeim, svo þær fái meira lært. —Gsal f Fimmtudaginn 25. april (Sumardaginn fyrsta), var tekin fyrsta skófiustunga nýs dansskóla, sem Dans- skóli Heiðars Ástvaldssonar er að byggja að Drafnarfelli 2-4 i Breiðholti. i skólanum verður rúmlega 100 ferm salur auk eldhúsaðstöðu, snyrtingar og þess háttar. Aætlað er, að kennsla geti hafizt I hinu nýja húsnæði næsta vetur eða veturinn 1975-1976. Jp-V mLl wsx .* . S'g.i KYNNUAA NÝJA tjaldhijsvagninn CHAAAP-LET 500 að Suðurlandsbraut 10 LÚKASVERKSTÆÐIÐ Sími 8-13-20 SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðiö Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúöin, Kópavogi, sími 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. ^/arahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, sími 1158. Alifugla- eða svínarækt Til leigu á Suðurnesjum rúmgott og heppi- legt húsnæði til alifugla- eða svinaræktar, eða hvoru tveggja. Stórt ibúðarhúsnæði getur fylgt. Til greina kæmi einnig samstarf við aðila, er lagt gæti fram fjármagn til slikrar starfsemi. Lysthafendur sendi blaðinu tilboð, merkt Alifugla- eða svinarækt 1803, fyrir 27. þ.m. >|j Frá Sjálfsbjörg LÆskulýðsmót Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum verður haldið á Flúðum, Hruna- mannahreppi, dagana 6. til 14. júni n.k. Nánari upplýsingar um mótið eru veittar á skrifstofu Sjálfsbjargar, Laugavegi 120, simi 2-53-88. Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.