Tíminn - 19.05.1974, Side 11

Tíminn - 19.05.1974, Side 11
Sunnudagur 19. mai 1974. TÍMINN 11 menn að hafi verið þar i staðinn fyrir stofuna? Það var skáli, og það voru meira að segja rúm i honum fram um 1890. Hérna á Kjalarnesinu voru rúm i skálum alveg fram um 1820. Þróun baðstofunnar hefur verið ákaflega hægfara. 1 upphafi er hún bað-stofa = stofa, þar sem menn taka sér bað. Þá hefur hún áreiðanlega verið litið hús. Þegar við litum á fornar bæjarrústir, til dæmis á Stöng i Þjórsárdal, þá sjáum við, að þar er eldstæði i hverju þvi herbergi, þar sem menn hafast við. Það hefur verið hægt að kynda þau upp, það eru engar likur til annars, en að þau hafi verið hlý og notaleg. Siðan minnkar eldiviður landsmanna, en það gerist ekki á einum degi. Og hann minnkar misjafnlega mikið og misjafnlega hratt i hin- um ýmsu landshlutum og héruð- um. Þegar ekki var lengur hægt að kynda upp hin stóru hús, skálana, brugðu menn á það ráð, sem nær- tækast var: Þeir fluttu sig i annað hús, sem var minna og þar af leiðandi auðveldara að halda þvi hlýju. 1 baðstofunni var ofn, sem hægt var að kynda upp, og þangað flúði fólkið. Þvi hefur jafnvel ver- ið haldið fram (Arnheiður Sigurðardóttir), að menn hafi ef til vill notað baðgufuna til upp- hitunar. Þetta er engan veginn óliklegt. Gufan dreifir hitanum út um húsið, sem vitanlega er með þykkum torfveggjum og þar af leiðandi ágætlega einangrað. Ónstofa og ónstofueldur Þegar verulega er farið að kreppa að með öflun eldiviðar, er bersýnilegt, að menn kynda ekki baðstofurnar nema i hörkum. Ofninn er snemma tekinn og lát- inn i sérstakt hús, svokallað óns- hús. Þaðer enn eitt dæmi um það, hversu þjóð getur verið fljót að gleyma, og hversu valt getur ver- ið að treysta minninu, að nú virð- ast ónshúsin vera gleymd, og ég hef hvergi nokkurs staðar séð á þau minnzt i þjóðsögum og ekki heldur i þeim alþýðlegum fræði- ritum, sem ég hef lesið. Þó voru þau notuð i Borgarfirði allt fram um 1810. Björn i Sauðlauksdal ráðleggur ungum bónda i Atla að hafa ónshús á bæ sinum, um leið og hann varar hann við ónstofu- eldi. Það kemur upp úr kafinu, þegar farið er að lesa annálana vandlega, að bæjarbruna suma má rekja til þessara ofna. Hvann- eyri i Borgarfirði brennur út frá ónstofueldi nálægt miðri sey- tjándu öld, ef ég man rétt. t Sléttuhlið i Skagafirði er ón- stofa á öðrum hverjum bæ árið 1742, þegar Skúli fógeti er ráðs- maður Hólastaðar og tekur út all- ar stólsjarðir. Þegar Brynjólfur Sveinsson er að hamast við að kaupa jarðir i Vopnafirði nálægt miðri seytjándu öld, þá er þar ón- stofa á hverjum bæ. Þetta geta menn sannfært sig um, einfald- lega með þvi að lesa það, sem um jörðina er sagt, þegar hún er tek- in út i hendur biskups. Þessar út- tektir eru enn til og þær segja sina sögu. Þegar svo ekki er einu sinni lengur hægt að kveikja upp i ofn- inum i þessum ónstofum, þá hóp- ast menn saman i baðstofunum til þess að hafa ylinn hver af öðrum. Það er siðasta úrræði þrautpindr- ar þjóðar, sem er að þvi komin að deyja út i sinu eigin landi. Bað- stofan okkar, i þeirri mynd, sem við þekkjum hana, er ekki nema svo sem tveggja alda gömul. Fjósbaðstofan — Og svo er það nú fjósbaðstof- an... — Já, þú segir nokkuð. Fyrst þú minntist á hana, langar mig að benda á dálitið, sem fólk hefur vafalaust ekki tekið eftir. Á Suð- Austurlandi, þar sem meðalhiti er talsvert hærri en annars staðar á landinu, hafa menn farið nokk- uð aðra leið i húsagerð en annars staðar tiðkaðist. Það er enginn efi á þvi, að Austur-Skaftfellingar notuðu baðstofur rn.iklu minna en almennt gerðist. Þeir fóru upp á fjósloftin til þess að vinna á dag- inn, en þeir sváfu i skálum langt fram á nitjándu öld, og það hét að „fara heim”, þegar farið var af fjósloftinu i skála til þess að sofa. Eitt slikt fjósloft er enn til, það er á Hnausum i Meðallandi Vestur- Skaftafellssýslu. Skaftfellska fjósbaðstofan verður ekki til fyrr en undir siðustu aldamót. Hún lit- ur alveg eins út og systir hennar, sú hin norðlenzka, en forsendurn- ar fyrir þeim eru ekki hinar sömu, þvi að Skaftfellingar fara upp á fjósloftin til þess að vinna, en Norðlendingar taka skepnurn- ar undir baðstofupallinn til þess að auka hitann, Enn fremur er eftirtektarvert, að það er yfirleitt fátækasta fólkið, sem hefur skepnur undir palli, en hinum, sem efnaðri voru, þótti hálfgerð niöurlæging að sliku. — Eru baðstofurnar okkar sér- islenzkt fyrirbæri, eða eru dæmi um hliðstæð hús i nálægum lönd- um? — Áður en ég svara þessu beint, vil ég taka það fram, að það er engan veginn islenzk uppfinning að hafa skepnur inni i mannahi- býlum. 1 Suður-Frakklandi hélzt sá siður við til skamms tima. Hús, sem grafin hafa verið upp á Vesturströnd Noregs, votta, að þar hafa menn og skepnur verið undir sama þaki. Þessi hús eru siðan fyrir vikingaöld. Þetta, að búa svona saman i einu húsi, samanber baðstofurnar okkar, matast þar, vinna, sofa og jafnvel skemmta sér, — það er siður,sem tiðkazthefur út um all- an heim og er viða i fullu gildi enn þann dag i dag. En það sem tengir þetta saman, er vitanlega ekki nema nafnið eitt, þvi að sinn er siður i landi hverju. Baðstofan okkar er byggð úr sérstöku efni, verður til við sérstakar aðstæður, er i nánum tengslum við menn- ingarlif þjóðarinnar og gegnir þar ákveðnu hlutverki. Það er þvi i rauninni hægt að svara þvi bæði játandi og neitandi, þegar spurt er, hvort hliðstæður hennar sé að finna i öðrum löndum. Svar við aðstæðum Þegar rætt er um sögu islenzkr- ar húsagerðarlistar, er ekki úr vegi að geta þess, að það er margt fleira en torfbærinn, sem huga þarf að. Eins og ég gat um i fyrri hluta þessa spjalls, þá vil ég leggja áherzlu á hið órofa sam- hengi listar og menningar. Torf- bærinn er aðeins einn liðurinn i þeirri viðleitni mannsins að móta sér hibýli eftir aðstæðum sem fyrir hendi eru á hverjum stað og tima. Næsta stigið i þróuninni eru timburhúsin. Aðdragandi þeirra er sá, eins og við vitum, að dansk- ir kaupmenn taka að byggja hér, enda eru dönsk áhrif þar bersýni- leg. En Islendingar svara þeim samt á sinn hátt. Þá þarf ekki að efast um norsku áhrifin, þegar menn taka að flytja inn norsk timburhús. Þau verða einskonar forsögn um þaö, hvernig við byggjum siðan bárujárnshúsin. Við höfðum ekki, fremur en fyrri daginn, efni á þvi að byggja úr timbri einvörðungu, eins og ná- grannar okkar, og þvi svörum við með þeim einfalda hætti að nota bárujárnið. Vist hafa mörg óvin- samleg orð hrotið um „báru- járnskumbaldana”, sem við svo köllum, en ég held, að þeir séu engu ómerkara svar við aðstæð- um en torfbærinn var á sinum tima. Ég þekki hvergi nokkurs staðar dæmi um byggð, hliðstæða þvi sem er hérna i Þingholtunum og kringum Tjörnina. Bárujárns- húsin á þessum stöðum eru alger- lega islenzkt svar við aðstæðum þess tima, þegar þau voru byggð. Steinhleðsluhúsin stóðu mjög sutt við hér á landi. Öld stein- steypunnar tók fljótt við, hún stendur enn, og við erum enn ekki búnir að átta okkur á steinsteyp- unni. Lifandi menning Við tslendingar megum ekki umgangast byggingararfleifð okkar með þvi hugarfari, sem virðist vera rikjandi hjá sumu fólki gagnvart Þjóðminjasafninu: Að þarna séu einhverjir skrýtnir hlutir, sem teknir hafa verið til geymslu. Þetta er lifandi hluti af órofa menningararfleifð, þvi meiri áhuga sem við höfum á henni, þeim mun betur skiljum við nútimalist og okkur sjálf. Og þeir, sem hafa áhuga á nútima- list, hljóta lika aö huga að þvi, sem gert hefur verið áður. Þannig á samspilið á milli fortiðar og nú- tiðar alltaf að vera. Teikningar þessar eru gerðar eftir úttektarlýsingum af skála og stofu, eins og þau tiðkuðust á mynderlegu prestsetri á 17. og fyrri hluta 18. aldar. Um grindarlag og trésmiði er höfð hliðsjón af skálanum á Keld- um á Rangárvöllum. Moldum hefur veriö svipt burt nema viö einn stafn. A skálamyndinni sjást lokrekkjur innst, siöan stafnrekkjur og loks vanalegar rekkjur. Moldargólf er I skálanum, en skarir fyrir rúm- um. A stofumyndinni sést hápallurinn með hápallsborð fyrir endanum, samanber máltækið: Að ciga ekki upp á pallborðið hjá einhvcrjum. Teikning H.A. Allar myndirnar eru teknar úr riti Harðar Agústssonar, Hér stóö bær. Likan af þjóðveldisbæ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.