Tíminn - 19.05.1974, Page 13

Tíminn - 19.05.1974, Page 13
Sunnudagur 19. mai 1974. TÍMINN Elliheimilið við Sólmundarhöfða rls hér af þessum grunni. Héðan er útsýni vltt og fagurt. lög ofan á fasta botninum, sem ekki var vitað um, að væru fyrir hendi áður, og gerir þetta strik i allar áætlanir um að lengja hafnargarðinn, fyrr en niðurstöð- ur liggja fyrir, sem verður seint á þessu ári. Þetta kemur okkur i hafnarnefnd og Akurnesingum svolitið á óvart, að þetta ástand skuli vera þarna, þvi að við viss- um ekki betur en þarna væri fast- ur botn. Hitt er annað mál, að það er hægt að finna einhverja úr- lausn, tæknilega, en það tekur tima og kostar kannski einhverja meiri peninga en annars hefði verið. Framkvæmdir hafa alltaf verið þó nokkrar i höfninni, núna siðast er lokið við að brjóta ofan af fremsta kerinu við bátabryggj- una og steypa plan yfir það. Við þetta lagaðist viðlegurýmið mikið og bátabryggjan var breikkuð. Nú hefur mönnum, vegna þess ástands, sem skapazt hefur vegna botnsins, dottið i hug, að til að fella ekki niður framkvæmdir, skuli nota féð, sem áætlað var til framkvæmda i höfninni til að byggja ferjubryggjuna. — En þá er komið að Reykja- vik. Þar er málið töluvert erfið- ara viðfangs. Mér skilst, að hafnarstjórn Reykjavikur sé ekk- ert sérlega vinsamleg i þessu máli. Hvort það stafar af fjár- hagsörðugleikum hennar skal ég ekki segja um, en gæti vel imynd- ab mér það. Nú hafa staðið yfir viðræður milli hafnarstjóra og fjármálaráðherra um lausn á þessu máli samhliða fram- kvæmdum, sem verið er að undir- búa fyrir Rikisskip i Reykja- vikurhöfn, uppfyllingar og fleira, og vonandi kemur eitthvað út úr þvi. Svo er ennfremur komið á döfina Vestmannaeyjaskip, sem þarf að hugsa fyrir aðstöðu, og aldrei að vita, nema Akraness- ferjan gæti hagnýtt þá aðstöðu lika. — Hérna á Akranesi er enginn vafi á þvi, að ferjubryggja, sem gerð yrði varanlega inni I höfn- inni, ætti að geta leyst fleiri vandamál en bara ferjunnar. Hún á jafnvel að geta skapað tveim til þrem bátum viðlegupláss, og við erum alltaf i þörf fyrir viðlegu- pláss, ekki aðeins fyrir bátaná. Nú er hafin hérna myndarleg út- gerð á togara og likur á stóraukn- ingúi jafnvel náinni framtið. Það liggur i hlutarins eðli, að aukinn skipakostur þrengir i’ höfnunum, en tilkoma togarans hefur siður en svo komið að sök. Þetta er óskaskip okkar Akurnesinga, sem hefur bætt verulega úr atvinnu- ástandinu hér, og það koma áreiðanlega fleiri togarar hingað. Nú, það er hjá mörgum átylla fyrir andróðri gegn ferjunni, að hún taki svo mikið pláss i höfn- inni. Eg hef nú aldrei heyrt það fyrr, að menn gætu ekki keypt hingaö hvaða skip, sem þeim hentaði án tillits til þess. — Um stækkunarmöguleikana er það að segja, að ég er nú búinn að vera i hafnarnefnd i 12 ár, og ég hef ekki fundið eða heyrt talað um, að stækkunarmöguleikar hafnarinnar hérna væru auðveld- ir, og öllum hefur heldur hrosið hugur við þvi, bæði fjárhagslega og vegna aðstæðna. Það er djúp- ið, sem er út með Flösinni, geysi- mikið, og svo hérna inn með eru aftur grynningar og sandur. Það hefur nú komið tillaga, mjög svo lausleg, upp á blað, frá verk- fræðistofunni hérna, sem gerir ráð fyrir stækkun inn með Se- mentsverksmiðjunni og inn með sandinum, — ég skal ekki segja, hvað hagkvæmast yrði. — Nú, innri höfnin hefur verið árum saman helzta áhugamál margra bæjarbúa, bæði að ljúka innréttingu hennar fyrir þá þjón- ustu, sem hún getur, rymisins vegna veitt sérstaklega smærri bátum. Þarna hafa verið gerðar rannsóknir, sem sýna, að það er tiltölulega auðvelt að dýpka þarna, mikið af efnum og leir, og ég held, að það sé stefnt að þvi að koma henni i gagnið eins fljótt og kostur er, og þá falla fram- kvæmdir við ferjubryggjuna væntanlega þar inn i. Ég tel, að það verði aldrei nógsamlega undirstrikað, að samgöngumálin eru afgerandi þáttur fyrir marg- háttaðan atvinnurekstur hér á Akranesi. Betri samgöngur við Reykjavik munu tvimælalaust auka og styrkja fyrirtækjarekst- ur hér á Akranesi. Hérna eru til dæmis nokkur meiri háttar bygg- ingafyrirtæki, sem framleiða töluvert fyrir Reykjavikur- markaðinn af innréttingum, auk annarra verka, sem þau taka að sér. Einnig er ég lika að láta mér detta i hug, að með tilkomu ferj- unnar verði jafnvel hægt að stunda vinnu héðan i Reykjavik. Að visu hefur ekki verið nein þörf á þvi núna siðustu tvö-þrjú árin. Ástandiðhefur gerbreytzt frá þvi, sem var, og má að ýmsu leyti þakka það bæjarstjórninni, sem tók upp þá stefnu að styðja og stuðla að atvinnurekstri, stofnaði framkvæmdasjóð, sem hún hefur reynt að veita úr til stuðnings og stofnunar fyrirtækja. Þetta er fyrir utan það, sem hún hefur stuðlað að með togarakaupunum, sem sérstakar vonir eru bundnar við. — Ég gaf ekki kost á mér til setu i bæjarstjórn af þvi að ég var alltof miklum störfum hlaðinn. Ég vil geta einbeitt mér að þvi, að ferjumálið verði leitt farsællega til lykta, og svo verð ég að hugsa um fyrirtækið mitt, sem ég keypti fyrir tveimur árum tæpum, Gler- slipun Akraness hf. Við vinnum þarna fjórir núna og húsnæðið leyfir ekki fleiri, svo að ég hafði hugsað mér að reyna að byggja yfir mig á þessu ári. Þess vegna hef ég nú dregið mig i hlé frá opinberum störfum. — Bæjarstjórnarmeirihlutinn siðasta kjörtimabil var myndað- ur af fjórum flokkum, og það var illa spáð fyrir þessum meirihluta i upphafi kjörtimabilsins. Oft á ári komu yfirlýsingar um það, að nú væri samstarfið að slitna. Ég man hins vegar ekki eftir neinu tilfelli i okkar samstarfi, sem skapaði hina minnstu hættu á, að ekki gengi allt vel. Og ég verð að segja það alveg eins og er, að það kom mér nokkuð á óvart, hvað samstarfið hefur gengið ljómandi vel. — Það er vissulega margs að minnast, en einna ánægjulegast er það, að flóttinn úr byggðarlag- inu skuli vera stöðvaður, bjart- sýni bæjarbúa vakin og trú á staðinn. Þetta sést bezt á þvi, að hér hefur aldrei verið byggt eins mikið og núna þrjú siðustu árin. Spá, sem gerð var i fyrra, gerir ráð fyrir byggingu 80-100 ibúða á ári. Ef það er öruggt áfram, þá er það ánægjulegt. — Af einstökum málum langar mig til að nefna dvalarheimili aldraðra. Það hefur verið áhuga- mál margra árum saman að byggja hér gott dvalarheimili fyrir aldraða, og hefur gengið á ýmsu. Það hafa verið skipaðar nefndir, og þær skiluðu áliti, og siðan hefur málið dofnað aftur, þangað til i byrjun þessa kjör- timabils, að ein af greinunum i málefnasamningi meirihlutans var sú að hrinda i framkvæmd á þessu kjörtimabili byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Það vil ég meina að hafi tekizt með þvi að teikna og byggja grunn að stofnun sem á að geta rúmað allt upp i 60 vistmenn. Hún er staðsett við Sólmundarhöfða, sem blasir beint við höfninni, hérna syðst i bæjarkjarnanum, syðst við Langasandinn. Fyrsti áfangi þessarar byggingar er vistálma fyrir40vistmenn, og var grunnin- um að þeirri álmu lokið á árinu 1972 og áætlað, að árunum 1973-74 yrðu tvær hæðir fokheldar. A ár- inu 1973 voru framkvæmdir hins vegar engar, bæði vegna þess, að fjárveitingin, sem til þessa var, nægði ekki til að ljúka við aðra hæðina, og ekki siður vegna þess lagafrumvarps, sem lá fyrir al- þingi, þess eðlis, að rikið tæki að sér þriðja hluta stofnkostnaðar dvalarheimilis fyrir aldraða. Nú, svo tók það sinn tima, að við fengjum viðurkenningu þeirra fyrir þátttöku, en hún er fengin, og við höfum fengið verktaka til að ljúka við þennan áfanga, qg hann á að skila þvi verki i lok þessa árs, og er við það að byrja á þvi að slá upp. Þetta er geysi þýðingarmikið atriði. Gamla fólkið, sem naumast treystir sér lengur til að búa hérna, hefur orð- ið að fara suður og reyna að hola sér niður einhvers staðar þar, við mikla erfiðleika og aðsókn, sem skiljanlega er þar, og við von- umst til, að þetta komist i notkun jafnvel i árslok 1976. — Það er ánægjulegt til þess að vita, að Akranesbær er ekki einn um þetta, heldur eiga hrepparnir utan Skarðshliðar sinn áttunda hluta að byggingunni. Hún er hugsuð þannig, að ein álman er hugsuð sem vistálma á 2 hæðum fyrir 60 manns, og svo þjónustu- álmur og vinnuaðstaða, sem kemur seinna. En svo verða reist þarna raðhús eða litil einbýlishús, hliðstætt þvi, sem er i Ási. Þetta er fyrsta nýbyggða dvalar- heimilið frá grunni, sem reist er i þessu formi, og hefur það hlotið einróma hrós allra, sem kynnt hafa sér málið, fyririr fyrirkomu- lag þess. Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa i umferðar- óhöppum: Chevrolet M-Carlo, árgerð 1972 Plymouth, árgerð 1970 Peugeot 404, árgerð 1967 Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðshöfða 17, á morgun (mánudag) frá kl. 13 til 18. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, tjónadeild, fyrir hádegi á þriðjudag 21. mai 1974. Tilboð óskast i Volvo G.L., árgerð 1972, I núverandi ástandi eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis i bifreiðaverkstæðinu Armi, Skeifunni 5, Reykjavfk, á morgun (mánudag) frá kl. 9-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Armúla 3, Reykjavik, fyrir hádegi á þriðjudag 21. mai 1974. Útboð Tilboð óskast i að gera fokheldan annan áfanga Gagnfræðaskólans á Selfossi. Útboðsgagna má vitja, gegn 10 þúsund, kr. skilatryggingu, i skrifstofu Selfoss- hrepps eða i Arkitektastofuna, s.f., Siðumúla 23, Reykjavik. Sýning á verkum nemenda IleyrnleysingjaskóJans verður sunnudaginn 19. mai i. Hey) nieysingja- skólanum, Leynimýri, Fpssvogi. Sýningin verður opin frá kl. 2-f; e.h Skoíastiori. Hafnfirðingar Þar sem áhrif mænuveikibólusetningar kunna að verða óvirk að liðnum 5 árum frá bólusetningu, er fólk eindregið hvatt til að láta bólusetja sig á ný, þannig að aldrei liði meira en 5 ár milli bólusetninga. Mænusóttarbólusetning fer fram á Heilsu- verndarstöðinni, Strandgötu 8-10, 4. hæð, þriðjudaginn 21. mai n.k. kl. 18-20. Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.