Tíminn - 19.05.1974, Síða 19
TÍMINN
19
Sunnudagur 19. mai 1974.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas
Karisson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar
18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- _
greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523.
Biaðaprenth.f.
Mál er að linni
Þvi er haldið fram, að langvarandi völdum
sama aðila fylgi jafnan það fyrirbæri, sem kallað
er spilling, og þekkja vafalaust allir, hvað við er
átt með þvi orði. Dæmi, sem sanna þetta, eru mý-
mörg.
Stjórnendur Reykjavikurborgar eru engin
undantekning i þessum efnum. Eitt einkenni spill-
ingar er t.d., að starfsfólk sé valið með tilliti- til
stjórnmálaskoðana og starfsmannafjöldi sé óeðli-
lega mikill vegna þess, að mörgum gæðingum þarf
að koma á jötuna.
Tvö dæmi skulu nefnd þessu til skýringar:
1. Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar fyrir 1974 eiga um 2500 milljónir króna af
um 3900 milljón króna tekjum að fara til að standa
undir rekstrargjöldum. Stjórnkerfi Reykjavikur-
borgar er þvi ekki einasta mikið að vöxtum,
heldur einnig óheyrilega dýrt i rekstri, eins og
framangreindar tölur bera með sér. Ástæðurnar
fyrir þessu eru fleiri en ein.
Sú veigamesta er þó tvimælalaust þau nánu
tengsl, sem áratugum saman hafa verið á milli
stjórnenda borgarinnar og Sjálfstæðisflokksins. í
þeim samskiptum hefur borgin orðið að lúta dutt-
lungum og hagsmunum flokksins, en Reyk-
vikingar mátt greiða kostnaðinn i hækkuðum út-
svörum og öðrum gjöldum. Sem dæmi um algjöra
pólitiska einokun Sjálfstæðisflokksins i stjórnkerfi
borgarinnar skal nefnt, að af 37 embættismönnum,
sem skipa hæstlaunuðustu stöðurnar i kerfinu eru
allir utan einn eða tveir yfirlýstir stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins.
Það pólitiska siðleysi, sem þetta ber vott um, og
misnotkun á valdaaðstöðu er sem betur fer eins-
dæmi hér á landi.
Nú finna forystumenn Sjálfstæðisflokksins, að
augu Reykvikinga eru að opnast fyrir þessari
stjórnmálaspillingu. Þess vegna láta þeir nú sam-
þykkja á siðasta fundi i borgarstjórn á þessu kjör-
timabili tillögur, sem þeir kalla sinar tillögur um
að dregið verði úr „áhrifum embættismanna i
borgarkerfinu”. Auðvitað hafa andstöðuflokkarnir
i borgarstjórn Reykjavikur flutt margar tillögur
um þetta efni á undanförnum árum, en þeim hefur
öllum verið komið fyrir kattarnef með einhverjum
hætti af meirihluta Sjálfstæðisflokksins. En i til-
löguflutningi og samþykkt Sjálfstæðisflokksins
felst það, að flokkurinn veit á sig sökina. Skýrari
játningu var vart hugsanlegt að fá.
Þrátt fyrir þessa samþykkt verður stjórnkerfi
borgarinnar áfram hluti af Sjálfstæðisflokknum
meðan hann heldur meirihlutanum og þjónar
undir hann i einu og öllu. Þetta kann að vera
harður dómur. Hann byggist hins vegar á sam-
eiginlegri niðurstöðu borgarfulltrúa úr fjórum
flokkum, sem hafa með starfi i borgarstjórn
kynnzt þessum málum af eigin raun.
2. Annað einkenni á stjórnkerfi Reykjavikur-
borgar er gifurlegur fjöldi starfsmanna og mikil
aukning frá ári til árs. Á vegum borgarsjóðs voru
árið 1972 um 1700 mánaðarkaupsmenn. Siðustu
árin hefur mánaðarkaupsfólki hjá borgarsjóði
fjölgað um 80 árlega að meðaltali. Þannig hefur
árleg aukning numið 4,7%. Á sama tima hefur
ibúaf jöldinn i borginni aðeins vaxið um 1% árlega.
Til viðbótar 1700 mánaðarkaupsmönnum hjá
borgarsjóði 1972 voru milli 600 og 900, sem tóku
laun vikulega. Hjá fyrirtækjum borgarinnar voru
þetta ár á launaskrá milli 1100 og 1200 manns.
Samtals voru þvi hjá borgarsjóði og fyrirtækjum
borgarinnar árið 1972 um 3600 starfsmenn.
Er ekki mælirinn fullur og timi til breytinga
runninn upp? —TK
Jens Qvist, Kristeligt Dagblad:
Geisel fær við
vanda að glíma
Stjórn hershöfðingjanna er þó traust í sessi
EINRÆÐISSTJORN hers-
ins i Brasiliu átti tiu ára af-
mæli 31. marz, og full ástæða
virðist til að ætla, að hers-
höfðingjar fari einnig með
stjórn i landinu næsta áratug.
Athafnasöm lögregla sér um
að gæta laga og reglu, og með
10-11% hagvexti hefur hers-
höfðingjunum tekizt að koma
Brasiliu fram úr öðrum
vanþróuðum þjóðum.
Ernesto Geisel hershöfðingi
tók við embætti forseta 15.
marz, og við slik hátiðahöld er
venja að halda hástemmdar
ræður um endurreisn lýðræðis
i landinu. En úr þvi getur ekki
orðið fyrr en að brasiliska
þjóðin hefir öðlazt þroska til
þess að stjórna sinum eigin
málum, eins og
hershöfðingjarnir komast
venjulega að orði. Þeir ákveða
raunar sjálfir, hvenær af þvi
verður.
Hernaðareinræðið hefir
staðið i tiu ár, eins og áður
sagði, og má heita, að búið sé
að kveða niður alla andstöðu.
Framfarir i atvinnu- og efna-
hagsmálum eiga sinn þátt i
þvi, að flestir venjulegir
þegnar eru að mestu búnir að
gleyma kúgun og blóðsút-
hellingum. Þess vegna er
jafn kyrrt i landinu og raun
ber vitni. Blómgunin hefur
gert marga nýrika, og allt
gengur þeim i hag, sem hafa
komið sér rétt fyrir. Allir eru
sannfærðir um glæsta framtið
Brasiliu, og þó að eitthvað
misheppnist nú, muni það
lánast fyrr en varir.
LÝSINGIN hér á undan á að
sjálfsögðu við afstöðu þeirra,
sem tekizt hefir að eignast
aðild að ört vaxandi iðnaði og
verzlun i landinu. Það á að
visu aðeins við um tæpan
þriðjung þjóðarinnar, en
aukning þjóðarfram-
leiðslunnar er þeirra verk, og
þeir njóta þeirrar velmegunar
aukningar, sem blómgunin
veitir möguleika á.
Lögregluþjónar annast á
eigin spýtur refsingu og af-
tökur minni háttar afbrota-
manna og stjórnarand-
stæðinga utan vinnutima. En
að öðru leyti rikir ró og kyrrð i
landinu, og hver nennir að
hugsa um 30 milljo'nir svelt-
andi Brasiliumanna i norð-
austur-héruðum landsins,
þegar hátið stendur yfir i Rio
de Janeiro? Vitaskuld eru á
sveimi nokkrar
„óbrasiliskar” sálir, sem ekki
telja allt eins gott og bezt
verður á kosið, en lýsi þeir
þeim óviðeigandi skoðunum i
heyranda hljóði, geta þeir
verið öruggir um húsaskjól i
rúmgóðum fangelsum
hernaðarstjórnarinnar.
Enginn veit með vissu, hve
margir menn eru i haldi i
Brasiliu af stjórnmálaástæð-
um. Þeir munu vera margir,
enda er þar um að ræða þær
fórnir, sem landsmenn verða
að færa á altari efnahags-
framfara og laga og reglu.
SIÐUR hefur verið hin
siöari ár að tala um „efna-
hagskraftaverk” i Brasiliu.
Þar er ekki einungis átt við
hinn mikla hagvöxt. Út-
flutningurinn hefur rúmlega
tvöfaldazt á föstu verðlagi
siðan hershöfðingjastjórnin
tók við völdum, en þó er sagan
aðeins hálfsögð. Upp úr 1960
nam kaffisalan rúmlega
helmingi af útflutningstekjum
landsmanna, en nú nemur
hún minna en þriðjungi
þeirra. Brasiliumenn eiga þvi
ekki eins mikið og áður undir
heimsmarkaðsverði á kaffi.
Útflutningur fullunninna
iðnaðarvara hefur á sama
tima aukizt úr einum i tuttugu
hundraðshluta heildarút-
flutningsins. Nú flytja
Brasiliumenn klukkur til Sviss
og margbreytt og flókin raf-
magnstæki til Bandarikjanna.
Fjölbreytni framleiðslunnar
er orðin það mikil, að efna
hagslifið er orðið með allt
öðrum hætti en venjulegt er
hjá vanþróuðm rikjum.
DELFIM Netto efnahags-
málaráðherra á uppskriftina
að „efnahagskraftaverkinu”.
Höfuðþættir hennar eru járn-
agi á vinnumarkaðinum,
skattaivilnanir erlendra fjár-
festingaraðila og hægfara
gengisfelling gjaldmiðils
landsins. Við stjo'rnarskiptin
um miðjan marz, var Netto
leystur af hólmi sem efna-
hagsmálaráðherra, og við tók
Henrique Simonsen. Hann
hefur þegar gefið til kynna, að
hann ætli að halda áfram á
sömu braut og Netto.
Tvennt mun þó valda
Simonsen verulegum erfið-
leikum. Iðnverkamenn eru
komnir á þá skoðun, sem
raunar er rétt, að þeir fái ekki
þann hlut, sem þeim ber af
blómgun atvinnulifsins, og
þeir eru farnir að fylgja kröf-
um sinum eftir með verkföll-
um. Veruleg ókyrrð var á
vinnumarkaðinum i Sao Paulo
og þar i kring i nóvember i
vetur, en lögreglan greip ekki
fram i eins og hún hefir tiðast
gert. Verkföllin urðu um-
fangsmeiri en nokkru sinni
siðan 1968, en sennilega eru
þau aðeins upphaf að öðru
meira.
Verkamennirnir, sem gerðu
verkfall i nóvember, hafa
hærri laun en flestir aðrir. At-
vinnurekendur gera ráð fyrir,
að óánægjan breiðist út á
þessu ári. Rikisstjórnin hefur
að visu sett ákveðnar reglur
um lágmarkslaun, en i kring-
um þær má fara, ef atvinnu-
rekandinn getur skjallega
sannað taprekstur (og
Glistrup hefur sýnt fram á, að
það veltur einungis á tækni i
bókhaldi), og auk þess eru
lágmarkslaunaákvæðin langt
á eftir verðbólgunni.
Ókyrrð meðal verkamanna
kann aðvalda rikisstjórninni
verulegum vanda. Stöðugleiki
og traustur agi á vinnu-
markaðinum er skilyrði þess,
að gróskan haldi áfram. Hers-
höfðingjarnir vilja hins vegar
komast hjá beinum, alvarleg-
um ágreiningi við verkamenn
enda gæti það valdið mjög
viðtækum árekstrum. Rikis-
stjórn Medici fyrrverandi for-
seta reyndi að fara afar gæti-
lega I skiptum sinum við
verkamenn, og á þvi leikur
heldur enginn efi, að Ernesto
Geisel mun ganga eins langt
og hann telur mögulegt til þess
að forðast alvarlega árekstra.
ört hækkandi oliuverð mun
einnig valda efnahagsmála-
ráðherranum erfiðleikum.
Brasiliumenn vinna að visu
sjálfir um það bil helming
þeirrar oliu, sem þeir nota, en
sivaxandi iðnað er ærið erfitt
að metta. Hið háa verð á oliu
hefur i för með sér að Brasiliu
menn munu þurfa að verja
sem svarar 280 milljörðum
islenzkra króna til oliukaupa á
þessu ári, og slikur baggi get-
ur valdið „efnahagskrafta-
verkinu” alvarlegum Vand-
kvæðum.
MEDICI forseti tilnefndi
Ernesto Geisel sem eftirmann
sinn, og engin ástæða er til
að ætla, að hann hyggi á veru-
legar breytingar, hvorki á
sviði innanrikis- né utanrikis-
mála. Hann tilnefndi Azeredo
da Silveira sem utanrikisráð-
herra, og það gæti bent til
þess, að hann óski eftir
ákveðnari stefnu en áður
gagnvart öðrum Suður-
Amerikurikjum — og gagn-
vart Bandarikjunum einnig.
Að öðru leyti gefur ráðherra-
listinn ekki til kynna veruleg-
ar breytingar.
Geisel er yfirleitt talinn til-
tölulega frjálslyndur, og hann
mun áreiðanlega gera sér far
um að bæta sambúð rikis-
stjórnarinnar og kirkjunnar,
en þar er nú að finna þá einu
andstöðu, sem verulegum
vandkvæðum veldur. Þess er
einnig vænzt, að Geisel taki
meira tillit til þingsins en
fyrirrennari hans gerði.
Ekkert bendir þó til þess, að
Brasiliustjórn standi nær
endurreisn lýðræðis i landinu
en hún gerði eftir hers-
höfðingjabyltinguna fyrir tiu
árum.