Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Þriðjudagur 28. mai 1974.
Þriðjudagur 28. maí 1974
4
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þú skalt alveg búa þig undir það, að i dag um-
gangist þú marga, og að það verði þér til mikill-
ar ánægju. Það má lika alveg búast við þvi, að
rómantikin eigi sinn rika þátt i dag.
Fiskarnir: (19. febr-20. rnarz)
Það litur út fyrir, að þetta verði þér ósköp þægi-
legur og skemmtilegur dagur, þar sem eðlilegt
viðmót þitt og framkoma ávinnur þér verðugan
sess og skapar þér ef til vill ný sambönd.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þú hefur stofnað til nýrra kynna upp á siðkastið,
og einhver þessi kynni þróast á furöulegasta hátt
og koma þér mjög á óvart. Þó er ekki þar með
sagt, að þér misliki það að öllu- leyti.
Nautið: (20. april-20. mai)
Það er rétt eins og þér finnist einhvern veginn,
að samstarfið og samvinnan sé ekki sem allra
bezt um þessar mundir, og það er algjörlega út i
hött að fara aö kenna öðrum en sjálfum þér um
það.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Það litur út fyrir, að samband þitt við þina nán-
ustu sé ekki sem allra bezt um þessar mundir.
Þú skalt skoða hug þinn, þvi að þér hættir til að
vera of einþykkur, og það kemur þér I koll.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Þú hefur núna alltof lengi sýnt tilhneigingu I þá
átt að treysta þvi rétt eins og I blindni, að fólk
geti blátt áfram lesið hugsanir þinar. Komdu til
móts við það, og þá gengur allt betur.
Ljónið: (23. júli-23. ágúst)
Það er rétt eins og þú sért eitthvað bældur þessa
dagana, og það er afleitt. ÞÚ þarft að hrista af
þér sleniö og reyna að lyfta þér upp, þvi að þú
kemst ekki hjá þvi, að eftir þér verði tekið.
Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept)
Þú hefur verið I vafa um, hvort þú ættir að koma
fram með það, sem þér býr I brjósti. Það er al-
veg ástæðulaust að vera að lúra á þvi. Þér liður
lika illa, ef þú léttir ekki af hjarta þinu.
Vogin: (23. sept-22. oktj
Þetta litur út fyrir að ætla að verða ágætis dagur
hjá þér. Lifið brosir við þér, og þég ætti að vera
óhættað taka þér fyrir hendur það, sem þú hefur
lengi ætlað þér, nú gengur það!
Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Mikilvægt og umfangsmikið endurbótastarf á
einhverju sviði er nú afstaðið, og það hefurðu
leyst alveg sérstaklega vel af hendi, svo að nú
gefst þér smátimi til að kasta mæðinni.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þér gefst næði til að sinna fjölskyldunni meira i
dag en þú hefur haft um langt skeið. Þú skalt
notfæra þér það, þvi að ekki veitir af, samveru-
stundirnar eru sannarlega ekki of margar.
|Steingeitin: (22. des.-19. janj.
Þessa stundina ert þú alveg á kafi i einhverju
nýju verkefni, sem kemur til meö að kosta þig
talsverða peninga, eða að minnsta kosti gera
alvarlegt strik i fjárhaginn.
1„ 11111
Vandið ykkur!
SA ÓSÓMI hefur gerzt æ
algengari á þessum siðustu og
verstu timum, að menn vitni i
skáldskap án þess að hafa fyrir
framan sig það sem vitna skal til,
en treysta i staðinn reikulu minni
sinu. I dag, 21. mai má lesa á 13.
siðu Morgunblaðsins eftirfarandi
fyrirsögn: Að fortið skal hyggja
er framtið skal byggja. Hér er svo
nærri farið linum úr Aldamótum
Einars Benediktssonar, að varla
getur leikið vafi á að það séu þær,
sem höfundur fyrirsagnarinnar
hefur verið með i huga, en sá er
galli á, að Einar sagði þetta ékki
svona. Ég hélt nú satt að segja, að
allt — eða að minnsta kosti flest —
fullorðið fólk kynni eftirfarandi
Ifnur úr aldamótaljóðum Einars,
— þetta, sem vitnað hefur verið til
si og æ siðustu þrjátiu ár eða
meira:
Að fortíð skal hyggja, ef
frumlegt skal byggja, án fræðslu
þess lfðna sést ei, livað er nýtt.
Það er óneitanlega nokkur
munur á þvi, hvort sagt er ,,ef
frumlegt...” eða ,,er framtið....”
En auk merkingarinnar er á
þessu tvennu sá munur, að annað
er rétt eftir höfundi lfnanna haft,
en hitt rangt.
En það er fjarri þvi, að
Morgunblaðsgreinin sé neitt
einsdæmi. Við setningu Búnaðar-
þings á siðast liðnum vetri voru
þessi orð höfð að yfirskrift á
stórri ræðu — nákvæmlega
jafnröng og þau eru prentuð i
Morgunblaðinu I dag, 21. mai.
Þessi búnaðarþingsræða var
prentuð hér I Timanum i vetur, og
þar flaut fyrirsögnin i gegn,
meira að segja innan gæsalappa!
Ég læt hér útrætt um þetta, en
égskora hér með á alla, sem nota
tilvitnanir i skáldskap i ræðu eða
riti, að gera sér það ómak að hafa
fyrir framan sig, það sem þeir
ætla að nota, orðum sinum til
áherzlu, eða aukinnar prýði, og
ég áskil mér rétt til þess að halda
áfram að taka menn i karphúsið
fyrir óvandvirkni af þessu tagi,
þegar slik tilefni gefast. _vs
Bændur!
13 ára drengur óskar
eftir sumardvöl í sveit,
er dálítið vanur. Uppi. í
síma 81461.
Heilsurækt Atlas,
æfingatimi 10-15 min. á dag.
Árangurinn sýnir sig eftir
viku tima.
Likamsrækt Jowetts heims-
frægt þjálfunarkerfi sem
þarfnast engra áhalda eftir
George F. Jowett heims-
meistara i lyftingum og
glimu. Bækurnar kosta 300
kr. hvor. Vinsamlegast send-
ið gjaldið i ábyrgðarbréfi.
Likamsrækt, pósthólf 1115,
Reykjavik.
brigði
Kosturinn viö Sadolin máln-
ingu er m. a. hin nákvæma
litablöndun, sem þér eigið
völ á aö fá í 1130 litbrigðum.
Sadolin er einasta máln-
ingin, sem býöur yður
þessa þjónustu í olíulakki
og vatnsmálningu.
Komiö meö litaprufu og
látiö okkur blanda fyrir
Málningarverzlun Péturs Hjalte-
sted, Suðurlandsbraut 12,
Reykjavik.
Verzlunin Málmur, Strandgata
Strandgata 11, Hafnarfjöröur.
Dropinn, Hafnargata 80,
Keflavík.
Neshúsgögn, Borgarnesi.
Hafliði Jónsson, hf., Húsavík.
m
Kennarar
Eftirtaldar kennarastöður við skólana á
Isafirði eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 10. júni n.k.
Barnaskóli ísafjarðar:
Þrjár kennarastöður. Æskilegt er, að einn
umsækjandi hafi reynslu i kennslu 6 ára
barna.
Upplýsingar gefur Björgvin Sighvatsson,
skólastjóri, simi (94)3064.
Gagnfræðaskóli ísafjarðar:
Nokkrar kennarastöður i bóklegum grein-
um.
Upplýsingar gefur Jón Ben Ásmundsson,
skólastjóri, simi (94)3565.
Fræðsluráð ísafjarðar.
Orðsending frá
B.S.A.B.
Höfum lausar nokkrar 3-4 herb. ibúðir i
fjölbýlishúsi i smiðum í Breiðholti II.
Einnig raðhús á sama stað.
Teikningar og allar upplýsingar á skrif-
stofu B.S.A.B,., Siðumúla 34, simi 33-6-99.
Stjórn B.S.A.B.
Bridgefólk
Firmakeppni Bridgesambands íslands
verður haldin 28. og 29. mai i DOMUS
MEDICA.
Allt bridgefólk er velkomið að spila.
Engin þátttökugjöld. Væntanlegir þátt-
takendur vinsamlegast mætið kl. 19.45,
Vesturbæingar
Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að
kaupa einbýlishús i Vesturbænum til
reksturs dagheimilis þar i stað Vestur-
borgar.
Til greina gætu komið kaup á góðri hæð á
hentungum stað. Upplýsingar á skrifstofu
Sumargjafar, simi 2-72-77.
Barnavinafélagið Sumargjöf.