Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 28. mai 1974. Hvað segja þeir um kosningarnar? Timinn leitaði i gær til formanna stjórnmála- flokkanna og Magnúsar T o ri a Ó1 a f s s o n a r menntamálaráðherra, og bað þá að segja álit sitt á úrslitum bæjar- og sveitarstjórnakosn- inganna og lýsa viðhorfi sinum til komandi al- þingiskosninga. Urðu þeir allir við þeim til- mælum nema Hannibal Valdimarsson, for- maður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Bjartsýnn um úrslit í alþingis- kosningunum Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, sagði: — Það er staðreynd, að Sjálf- Ólafur Jóhannesson stæðisflokkurinn fer með stóra vinninginn i þessu. Að þvi er varðar Framsóknarflokkinn hefði ég væntzt betri kosningaúrslita miðað við málefnastöðu. Ég held samt, að við höldum i horfi, og getum þess vegna verið sæmilega ánægðir. Að sjálfsögðu hafa þessi kosn- ingaúrslit viss áhrif á alþingis- kosningarnar. Það er t.d. augljóst mál, að Frjálslyndi flokkurinn þurrkast út. Miðað við þessar kosningatölur þá er alveg óráðin gáta hvað verður um Alþýðu- flokkinn og Samtökin. Að öðru leyti held, ég, að það komi svo mjög sérstök atriði til greina i sveitarstjórna kosningum að ég vil ekki draga of sterkar álykt- anir af niðurstöðum þeirra. Þannig að ég er þrátt fyrir allt bjarsýnn um framtið Fram- sóknarflokksins í alþingiskosn- ingunum. Fengum ekki hljómgrunn Bjarni Guönason formaður Frjálslyndá flokksins sagði: — tlrslit bæjar- og sveitarstjórna- kosninganna sýna, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur unnið mikið og Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn hafa nokkurn veginn haldið sfnu. Engu að siður er heildarmyndin sú af kosn- ingunum, að þær eru áfall fyrir félagshyggjufólk i landinu. Ég vil reyna að skýra þetta á þá lund, að þarna fléttast saman annars vegar sá glundroði sem rikt hefur á vinstri væng stjórnmálanna og hefur ýtt undir fylgi til Sjálf stæöismanna. f öðru lagi tel, ég að stjórn efnahagsmálanna hafi veriðmeðþeim hætti að þaðhafi verið eðlilegt, að einhver mótbyr kæmi gagnvart stjórnarflokk- unum. Frjálslyndi flokkurinn beið mikið afhroð. Hann bauð að visu aðeins fram í Reykjavik, en engu að siður er bersýnilegt, að hann fékk ekki hljómgrunn fyrir mál- flutning sinn. Ein ástæða þess er náttúrlega, sú, að þingrofið or- sakaði mjög skarpar linur i islenzkum stjórnmálum, og það var mjög erfitt fyrir smáflokk að mynda sérstöðu i stjórnmálum eins og sakir stóðu. Við erum félagshyggjuflokkur, en gagn- rýndum efnahagsstefnu rikis- stjórnarinnar. Þetta leiddi eigin- lega til þess, að við urðum hálf- partinn á milli st'óru fylk- inganna, þ.e.a.s. við sögðum hvorki já né nei, heldur vildum við nýja félagshyggjustjórn með betri stjórn á fjármálunum, en við höfum ekki haft styrk til að láta þá rödd heyrast nægilega mikið, eða kjósendur hafa ekki viljað hlýða á þá rödd. Það er bersýnilegt, að vinstri menn í landinu þurfa að þjappa sérbetur saman og horfast í augu við staðreyndir, og þeir þurfa líka að læra að stjórna fjármálum. Það er ekki nóg að heita bara vinstri menn og kannski stjórna eins og hægri menn i fjármálun- um. Frjálslyndi flokkurinn var til- raun til að veita kjósendum nýjan valkost, og hann hefur i raun og veru gert skyldu sina að þessu leyti. Aðalatriðið er það, að kosn- ingarnar nú um helgina verði þjóðinni til heilla. Flokksstjórn Frjálslynda flokksins verður kölluð saman til að taka afstöðu til þess, hvort flokkurinn stendur að framboði i alþingiskosningunum eða ekki. Við munum ræða viðhorfin eins og þau eru núna. Það liggur alveg ljóst fyrir, að Frjálslyndi flokk- urinn hefur ekki fengið hljóm- grunn hjá kjósendum fyrir mál- flutning sinn, og við munum að sjálfsögðu vega þetta og meta. En eitt er ljóst, að vinstri menn þurfa að fara að standa saman og reynda að vinna bug á þeirri óein- ingu, sem verið hefur meðal þeirra. — Telur þú að Sjálfstæðismenn vinni einnig á i alþingiskosn- ingunum 30. júni? — Mér sýnist það á öllu. Þetta er svo mikil fylgisaukning, að Bjarni Guðnason jafnvel þótt eitthvað fari frá þeim aftur þá held ég að hann vinni á einnig þá. Þetta er svo stutt til kosninga. Einnig viröast þeir hafa unnið á herferöinni Variö land. Þeir hafa getað notaö það i varnarmálunum. Vísbending um meðbyr í alþingis- kosningunum Gcir Hallgrimsson formanni Sjálfstæðisflokksins fórust orð á þessa leið: — Það leikur ekki vafi á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið stórsigur nú i sveitarstjórnakosn- ingunum. Árangurinn i Reykjavik varð betri en nokkru sinni áður, við fengum 57,8% atkvæða. Þessi sókn lýsir sér einnig i kosningaúrslitum um allt land. Við höfum nú 50,5% atkvæða á öllu landinu. Og við teljum okkur hafa ástæðu til að ætla, að þetta sé visbending um Geir llallgrimsson meðbyr i alþingiskosningunum, og við erum þvi bjarsýnir á að ná miklum og góðum árangri i þeim. — Áliturðu að Varið land hafi eflt Sjálfstæðisflokkinn? — Ég tel, að það séu ýmsar ástæður til þessa sigurs, Auk sterkar aðstöðu i sveitar- stjórnarmálum sé hér um að ræða viðhorfið til landsmála, og þá ekki sizt efnahags og varnar- mála,semhafi aukið fylgi okkar. Ég vona að baráttugleði Sjálf- stæðismanna aukist við þessa velgengni, og hún auki okkur kraft i starfinu fyrir alþingis- kosningarnar. Kosningasamstarfið misheppnaðist gersamlega Gylfi Þ. Gíslason formaður Alþýðuflokksins sagði eftir- farandi: — Ég tel heildarniðurstöðu þessara kosninga ekki vera vis- bendingu um það, hvernig úrslit muni verða i alþingiskosningum. Það er greinilegt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hagnazt á and- stöðu sinni við rikisstjórnina, og er sigurvegari kosninganna fyrst og fremst sem stjórnarandstöðu- flokkur. Ástæða þess, að Alþýðu- flokkurinn hefur ekki notið stjórnarandstöðu sinnar, er að minu viti sú upplausn og sú sundrung, sem verið hefur að myndast i islenzkum stjórn- málum á undanförnum vikum og dögum, og sú staðreynd, að kosn- ingasamstarfið við Samtök frjálslyndra og vinstri menn hefur misheppnazt gersamlega. Þess vegna er nú enginn vafi á þvi, að Alþýðuflokkurinn mun i alþingiskosningunum bjóða einn fram i öllum kjördæmum. Hann hélt velli þar sem hann gerði það i kosningunum á sunnudaginn var. t alþingiskosningabaráttunni mun hann leggja megináherzlu á að jafnaðarstefna verði áfram að Gylfi Þ. Gislason vera traust og ábyrgt afl i islenzkum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn er eini flokk- urinn, sem hefur haldið merki islenzkrar jafnaðarstefnu á lofti, og við munum i kosningunum heita á alla þá, sem sjá og skilja, að það merki má ekki falla, að ganga til liðs við Aiþýðuflokkinn. — Verður þú í framboði i Reykjavik? — Ákvörðun um það verður tekin á fundi fulltrúaráðs flokks- ins i kvöld. Úrslitin ekki dfall fyrir stjórnarflokkana Ragnar Arnalds: formaður Alþýðubandalagsins tók svo til orða: — Stóra breytingin i þessum kosningum er fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins, en það er sérstaklega eftirtektar- vert, að hún er fyrst og fremst á kostnað hinna sameiginlegu lista Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem biðu mjög stórfellt fylgis- hrun, miðað við atkvæðamagn þessara flokka i siðustu kosn- ingum. Fylgisaukning Sjálf- Ragnar Arnalds stæðisflokksins i Reykjavik og á Akureyri nemur nokkurn veginn alveg sama hlutfalli og tap eða hrun þessara aðila. Ég tel alveg fráleitt að tala um, að þessi úrslit séu áfall fyrir nú- verandi stjórnarflokka. For- maður Sjálfstæðisflokksins hefur reynt ab halda þvi fram, og sjálf- sagt reyna þeir Sjálfstæðismenn að halda áfram að segja, að þetta sé áfall fyrir rikisstjórnina, en ég endurtek fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins er greiniiega fyrst og fremst fenginn hjá Alþýðuflokknum og Hanni- balistum, en hún kemur ekki frá núverandi stjórnarflokkum. Framsóknarflokkurinn hefur að visu heldur tapað fylgi, en at- kvæðaaukning Alþýðubandalags- ins gerir talsvert betur en að bæta tap samstarfsflokksins upp. Útkoman hjá Alþýðubandalaginu er viðast hvar góð, og sums staðar með miklum ágætum. t fjórum stærstu kaupstöðum er um fylgisaukningu að ræða, og á þessum stöðum hefur Alþ.bl. fengið 3 ný sæti. Útkoman er að visu heldur lakari á örfáum stöðum, en þar hafa úrslitin löngum verið mjög tvisýn, og til dæmis á Siglufirði unnum við siðast með fárra atkvæða mun þann mann, sem við töpuðum núna. 1 Neskaupstað eru úrslitin hins vegar sérlega glæsileg fyrir Alþ.bandal., og viða annars staðar er um ágæta sigra að ræða. Útkoman hjá flokki Bjarna Guðnasonar er einmitt ljós vottur þess, að kjósendur eru mjög tor- tryggnir á allt þetta smaflokka- moð, sem verið hefur i óvenju- legri gerjun nú seinustu vikurnar. Bæjarstjórnarkosningarnar i Reykjavik eru að visu alltaf nokkuð sérstaks eðlis. Sjálf- stæðisflokkurinn lagði á það megináherzlu að hagnýta sér glundroðakenninguna marg- frægu, og varð sérstaklega vel ágengt i þetta sinn, ekki sizt vegna atburða siðustu vikna. En við þessar aðstæður var þetta sem sagt mjög gott i Reykjavik hjá Alþ.bandal., að halda sinu og vel það. Varöandi fylgishrun jafnaðarmannalistanna, þá er það alveg sérlega athyglisvert, þegar það er haft i huga, að það var ekki aðeins Alþýðuflokkurinn og stuðningsmenn Hannibals, sem stóðu að þessum lista. Bæði Möbruvallahreyfingin og stuðn- ingsmenn Magnúsar Torfa hvöttu kjósendur til þess að kjósa J- listann, en hann fékk þó ekki nema 3034 atkvæði i Reykjavik, eða innan við 7% af atkvæðunum, þegar allt þetta lið leggur saman krafta sina sameiginlega. Hvað verður þá þegar þessi öfl bjóða fram að minnsta kosti i tvennu lagi i alþingiskosningunum? Ef við skiptum þessu atkvæðamagni jafnt, eins og jafnaðarmönnum sæmir, koma aðeins rétt um 1.500 atkvæði i hlut hvors aðila, en til þess að koma að mönnum i þing- kosningum, verða flokkar að fá einhvers staðar menn kjörna, og Reykjavik hefur hingað til þótt öruggasti staðurinn til þess að flyta móðurskipinu að, en til þess þarf nú næstum 4 þúsund atkvæði. Eftir þessum úrslitum að dæma gæti svo farið — ég er ekki að segja að það verði — en það gæti svo farið að eftir næstu alþingis kosningar verði hér aðeins þrir flokkar: Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið. — Hvað heldurðu um úrslit al- þingiskoninganna I júni? — Fyrir hönd Alþýðubanda- "lagsins er ég ótvirætt bjartsýnn. Ég held lika, að af úrslitunum nú geti kjósendur dregið þann lær dóm — hvilik nauðsyn er á þvi að vinstri menn'i landinu skipi sér ekki i marga smá flokka, heldur fylki sér um þá flokka, sem aug- ljóslega hafa mest traust meðal vinstra fólks i landinu. Linurnar hafa verið að skýrast óvenju- mikið siðustu mánuði og vikur. Það stendur núna yfir tvisýn barátta á milli hægri og vinstri i islenzkum stjórnmálum, og Ihaldsöflin fylkja sér þétt um Sjálfstæðisflokkinn. Þá mega vinstri menn ekki láta eitt einasta atkvæði fara til spillis, heldur verða þeir að einbeita sér að þvi að gera Alþýðubandalagið, forystuaflið á vinstri væng stjórn- málanna, sem allra sterkast. Magnús Torfi ólafsson Vonandikann borgarstjórnar- meirihlutinn í Reykjavík með sigurinn að fara Magnús Torfi ólafssonmennta- málaráðherra sagði: — Kosn- ingaúrslitin eru viðast hagstæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sér- staklega i Reykjavik, og er von- andi, að borgarstjórnarmeiri- hlutinn kunni vel með sigurinn að fara. Ófarir J-listans eru öllum sem hann studdu vonbrigði og sýna, að hugmyndin um sam- einingu Alþýðuflokksins og Sam- takanna verður ekki hespuð af i snarti, vegna þess eins að kosn ingar reki á eftir. Auðvitað halda Sjálfstæðismenn þvi fram, að úr- slit sveitarstjórnakosninganna boði svipaða niðurstöðu af al- þingiskosningum, en reynslan sýnir, að þar getur allt annað orðið uppi á teningnum. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.