Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 28. mai 1974. Guðmundur Jósafatsson: Ný snillyrði Fyrir 46 árum skrifaði dr. Guðmundur Finnbogason, grein, sem hann nefndi „Hreint mál”. Vakti hún mjög mikla athygli eins og fieira, sem frá honum kom. Mál sitt hóf hann á þessa leið: ,, ,,Það hafði Sæmundur prest- ur heyrt i fornum spám, að sér væri sálufélag ætlað með fjósa- manni á Hólum,” segir i þjóðsög- unum. Þessar fornu spár hafa rætzt og þær eru imynd þess, sem mest er úm vert i sögu vorri að fornu og nyju. Hér á landi hefur sálufélag ekki verið bundið við stéttir né iandsfjórðunga, Norð- lendingur gat átt sálufélag við Sunnlending, hæsti höfuðklerkur við fátækan fjósamann. Það eig- um vér islenzkunni að þakka, og enn hitt, að vér gátum átt sálufé- lag við hvern þann tslending, sem einhver orð lifa eftir. Að islenzk- an hefur mátt heita söm við sig frá þvi að saga vor hófst og um land allt hefur verið lán vort og 4 SKIPAUTGCRB RÍKtSINS M.s. Baldur ferfrá Reykjavík mið- vikudaginn 29. þ.m. til Breiðaf jarðarhaf na. Vörumóttaka: þriðjudag og miðviku- dag. SKIPAUTGCRB RÍKISINS AA.s. Esja fer frá Reykjavík sunnudaginn 2. júni austur um land í hring- ferð. Vörumóttaka: þriðjudag og miðviku- dag til Austfjarða - hafna, Þórshafnar, ; Raufarhafnar, Húsa- víkur og Akureyrar. lifsskilyrði, þvi fyrir þá sök eig- um vér enn vora elztu fjársjóði með sama andans eignarrétti og þá, sem aflað var i fyrra. Siungar raddir framliðinna hafa jafnan verið oss nokkur uppbót þess, hve fámenn hver kynslóð var”. Siðan segir hann: „íslenzkan lyftir öllum börnum sinum á sama sjónarhól og gefur hverjum, sem kann að þiggja allt það mannvit, sem i hana hefur verið lagt á liðnum öldum. Hún gefur svo gott skyggni yfir aldirn- ar af þvi að hún er svo hrein”. Guömundur spyr svo: „Er það ekki ofmælt, að islenzkan sé hrein?” Hann svarar þvi þannig að sýna lesandanum „myndarlegt heimili hérna i Reykjavik” og lýsir þvi, sem þar ber fyrir eyru á hinu „argvitugasta hrognamáli”, sem þá barst að eyrum alþýðumanna, og mun hann ekki hafa ofmælt, þótt trúlegt sé, að hann hafi þar gert flónskunni hærra undir höfði, en hún hafði unnið til almennt. Guðmundur bendir á að islenzk nöfn eru á mörgu þessu i „Orð úr viðskiptamáli” eftir orðanefnd Verkfræðingafélagsins” sem þá var nýtt af nálinni. Þvi má og bæta við að á ýmsu þvi, sem þar er talið eru til gömul og jafnvel forn heiti. Sjálfsagt hefur þetta breytzt mjög til bóta, siðan hann skráði þessa hugvekju. Svo mjög er nú kostað kapps um að mennta þjóð ina, — kenna yngri kynslóðinni tunguna. En vel væri það athug- unar vert, hvort reykviskt heim- ilismál sé til muna hreinna nú en það var þá. Tæplega hefur hrein- læti götumálsins farið stórum fram á þessu skeiði, ef byggja má á þeim röddum, sem þaðan heyr- ast stundum i fjölmiðlum. En þá er það skólamálið. Óhætt virðist að slá þvi föstu, að þar sé allt i góðu lagi. Þó skiptir það fáum ár- um siðan ég hlustaði á skólastjóra við fjölmennan skóla flytja ræðu, sem engan mun gerði á orðinu „dóttir”, þótt það skipti um föll i ræðu hans. Þetta kann að vera einstætt fyrirbæri og litt til þess fallið að vera forsenda fyrir heildarúrskurði. En framhjá þvi má ekki ganga, að verndun is- lenzks tungutaks hlýtur að hrífa að mjög verulegu leyti á skólunum og ekki aðeins skóla- kennslunni, heldur og á því mál- GENGISSKRÁNING Nr. 95 - 23. maí 1974. SkrátS frá Eining Kl. 12.00 Kaup Sala 17/5 1974 1 Bandaríkjadollar 92, 80 93, 20 24/5 - 1 SterlingBpund 223, 35 224, 55 * - - 1 Kanadadollar 96, 55 97, 05 * - - 100 Danskar krónur 1591,90 1600,50 « 22/5 - 100 Norskar krónur 1740, 95 1750, 35 24/5 - 100 Seenskar kronur 2174, 05 2185, 75 * 22/5 - 100 Finnsk mörk 2519, 70 2533, 30 2.4/5 - 100 Franskir frankar 1927,25 1937,65 * - - 100 Belg. frankar 247,85 249, 15 * - - 100 Svissn. frankar 3203,80 322 1, 05 - - 100 Gyllini 3574, 15 3593, 15 * - - 100 V. -Þýzk mörk 3772, 30 3792,60 22/5 - 100 Lírur 14, 68 14, 76 24/5 - 100 Austurr. Sch. 521, 80 524, 60 % - - 100 Escudoe 381, 70 383, 70 * 17/5 - 100 Peactar 161,85 162, 75 24/5 100 Yen 33, 21 33, 38 * 15/2 1973 100 Reikningskronur- Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14 17/5 1974 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 92, 80 93, 20 * Breyting frá síöustu skránlngu. fari, sem iðkað er mnan skóla- veggjanna. Vér höfum til skamms tima talaö um móður- mál og vissulega með réttu. Þjóð- in lærði málið við móðurknén. Þar voru fyrstu orðmyndirnar mótaðar, fyrstu setningarnar tengdar saman, fyrstu beyging- arnar sveigðar að svipbrigðum málsins. Nú eru það vöggustofan, dagheimilin, gatan, sjónvarpið og útvarpið sem búa barnið undir skólann. Enginn þessara aðila er liklegur til fjölbreytni i málfari, hvorki um myndauðgi né beyg- ingar. Um tvo hina siðasttöldu verður það að játast, að þótt þeir geri ýmislegt vel, — jafnvel stór- vel, — mun fæst af þvi vænlegt til mótunar á málfari barna. Kemur þar margt til. Börn i frum- bernsku, — og þarf ekki frum- bernsku til, — sitja ekki við sjón- varp til þess, að hlusta heldur til að sjá.Auk þess er margt af þvi, sem þar er borið fram fyrir þau, einkum þegar þau eldast, — flutt á erlendum tungum. Þeim er þvi tungutakið lokaður heimur. Þótt texti myndarinnar sé islenzkað- ur, — sem stundum tekst ekki meira en vel, — fylgist ekkert barn með honum fyrr, en það er orðið fluglæst. Til þess dugir ekki að verða stautfær á bók. Allar lik- ur benda þvi til þess, að barna- kennsla i islenzku máli verði ekki sótt að neinu ráði til fjölmiðlartna, eins og þeir horfa við i dag. Það virðast þvi fyrst og fremst vera dagheimilin og gatan, sem búa málfar barnanna undir skóla alls þéttbýlis hér á landi i sjáanlegri framtið. Þéttbylið er þegar orðið svo rikur þáttur i þjóðarheildinni, að áhrif alls strjálbýlis á uppeldi þjóðarinnar hverfur, enda þegar horfið að mestu leyti. Ekki virðist óliklega tilgetið, að þegar til kasta skólanna kemur, velti engu minna á þvi málfari, sem ræður innan skólanna, en málakennslu skólabekkjanna, þegar um mál- fegurð og málrækt er að ræða. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 1911 heyrðust ýmsar fagnaðarraddir i hans garð. Ég hlustaði á eina slika og man enn þessar setningar: „Þjóðin treyst- ir þvi af heilum hug, að jafnframt þvi að ala upp og mennta em- bættismenn hennar verði Háskóli íslands um allar aldir höfuðvigi islenzkrar tungu”. Það virðist ó- maksins vert að athuga, hversu þær varnir eru ræktar þar á heimilinu. Guðmundur Finnbogason segir i hugvekju þeirri, er ég nefndi i upphafi máls mins, en þá hafði Háskólinn aðeins starfað i 17 ár: „1 þeim greinum öllum, sem kenndar eru i Háskólanum, mun vera lögð stund á hreina islenzku, nema i læknisfræði, þar virðist málið vera heldur mislitt svo sem sjá má af Læknablaðinu”.... Hann tekur svo þessa klausu sem sýnishorn: „Berklaveiki er sá af öllum Infectionssjúkdómum, þar sem jarðvegurinn, sem hann vex i hef- ur mesta þýðingu. Rationel með- ferð ef hún á að gefa nokkra von um árangur, er þvi eingöngu sú, sem fyrst og fremst leggur á- herzlu á að endurbæta og reparera jarðveginn (likamann) og veita honum það þrek og lifs- afl, sem hann hefur misst. — Methodisk Heliothe'rapi, samfara fjallalofti (Höhenkur) virðist Rollier fullnægja þessum kröfum einna bezt. Sem „Allgemeinbe- handlung” er sólbaðið, þ.e. áhrif sólarljóss og lofts á allan likam- ann, sjálfsagt það, sem örvar og styrkir hann mest og bezt. Sem „Lokal-behandlung” verður Helio-The-rapien að álitast að vera „Methode der Wahl”, þvi nú er hin reducerandi og verkjaeyð- andi áhrif sólgeislanna, og einnig þeirra gerladrepandi og skleros- erandi eiginleikar fullsannaðir. Sól og fjallaloft veitir einnig sjúkl. aftur bæði andlega og lik- amlega þá lifslöngun (Lebens- energie), sem þeir höfðu misst. 1 sliku sól og loftbaði er húðin aftur komin i sitt eðlilega Milieu, sem hún hefur um aldir orðið án að vera... Séreinkenni geislalækninganna telur hann þessar: 1. Húðin lifnar við og styrkist, hún pigmenterast. Pigmentation- in er nálega ætið merki mótstöðu- aflsins (lifsaflsins) og proportion- al við það. 2. Vöðvar, ligament og bein styrkjast. 3. Liðamót verða aftur spontant mobil. 4. Spontan resorption kaldra abscessa. 5. Spontan elimination a sequestrum. 6. Fistlar lokast. 7. Sárin gróa fljótt. 8. Eymsli og verkir hverfa. 9. ödematösar og fungösar degenerationir regenerast. 10. Fullkominn afturbati. Það vekur enga furðu, þótt slik- an sælkera á fagurt mál, sem Guðmundur Finnbogason var, hafi kligjað við slikri framreiðslu og þá ekki sizt það, að rekja hana svo milliliðalaust til „höfuðvigis islenzkrar tungu”. Þá var orðin þekkt sú gagnmerka tilraun Guðmundar Hannessonar prófessors, að kenna liffærafræði á islenzku. Trúlega hefur hann kennt þeim er þetta sýnishorn skráði, þótt lærisveinninn þekkti ekki nafnorðin sin. Þegar Guðmundur Finnboga- son reit sina grein, hafði háskól- inn starfað i 17 ár eins og áður segir. Nú hefur hann starfað i 63 ár og vaxið mjög að ytri sýn. Nokkurt forvitniefni væri það þeim, er islenzku tungutaki unna, að sjá hversu nú horfir þar. Ég skal játa, að ég hefi heyrt þaðan fagra islenzku, jafnvel svo fagra, að unun er á að hlýða. En þaðan hefur lika borizt annar ymur. Mér barst nýlega i hendur Kirkjuritið með grein eftir hinn þekkta kirkjuhöfðingja Natan Söderblom erkibiskup i þýðingu prófessors i guðfræði við háskól- ann. Tvennt vakti forvitni mina er ritið barst: Hið fyrra að ég hafði þá hugmynd um höfundinn, að hann hefði verið meðal þekkt- ustu kirkjuhöfðingja Norður- landa, meðan hans naut við. Hið siðara var afmæli siðbótarinnar. Þess var lika minnzt hér 1917 og á virðulegan hátt, og mér var sumt af þvi minnisstætt, sem þá barst til eyrna alþýðu manna i tilefni þess. Ég hóf þvi lesturinn með nokkurri tilhlökkun, þótt það særði mig, að heiti erindisins væri ekki nema að 2/3 á islenzku. Gat þýðandinn ekki fært orðið mystik i islenzkan búning? En ég hafði ekki lesið nema skamma hrið, þegar mér fór likt og þekktum smalamanni: Ég undraðist.... Ég ætla að sýna hér fáeinar myndir af islenzkunni, sem þar blasir við augum: „Hvort sem samvizkuspurn- ingin um rétt og rangt snýst um tabúreglur og helgiform og sið- rænar kröfur — eða spurt er á há- leitari sviðum um sannleika, kær- leika eða réttlæti i hjarta og hegð- un, þá virðist grundvallarsetn- ingin skiljanleg út frá sjálfri sér”. „Heilbrigður móralismi, sem heldur góðri samvizku, en fellur ekki niður i sjálfsréttlætingu, heldur sinum rétti innan sinna endimarka”. „....litur á sig sem dyggð og er þvi i reynd móral- ismi, sem hefur þrengt sér inn i sjálfa frelsunartrúna”. ,,En móralisminn fullnægir ekki hinni djúpu trúárlegu þörf”. „Móralisminn kreistist i sundur til dauða milli réttlætis Fjallræð- unnar og trúarinnar á himneskan Föður Jesú Krists. Innileiki sið- ferðiskröfunnar neðan frá og há tignarleiki guðstrúarinnar ofan frá hafa orðið hættuleg öryggi móralismans”. „Mystikin var komin fram úr lögmálstrúarbrögðunum og hafði flutt sig inn i helgidóm hins innra lifs”. „...þeir tónar eru frá kross- guðfræði mystikurinnar”. „Það orð, sem táknar lifslist mystikurinnar, „gelassenheit”, hina ósnertu rósemd....” „En mystikin var Lúther ekki nóg. Sái hans var of heil og þrung- in tilfinningu”. „Hefði Lúther látið staðar numið i hugleiðslu mystikurinn- ar, hefði hann laðað að sér marga sem nú hneykslast á honum og skilja hann ekki.,..” „Spurning samvizkunnar um sekt og fyrirgefningu ásamt grimmúðlegri neyð iifsins, sem hjá Lúther drógst saman i mögn- uðu þunglyndi, gerði honum ó- kleift að halda sér við skipulega guðs upplifun i mystikinni”. „Frelsisþrá Lúthers og hrein- skilni gat ekki látið sér lynda tjáningarmáta mystikurinnar varðandi manneskju og sálarlif”. „Þar lifði hann hreinni sælu en i hrifningarkenndum hrolli og ölv- un mystikurinnar. Hann komst ekki upp til himins eftir svimháum stiga mystikur- innar — heldur sá trúin himininn opnast beint fyrir ofan sig”. „Trúarbrögðin voru þá, eins og endranær, mjög saman sett úr mörgum þáttum: Sakramentum, hierarkiu, klaustraiifi, pilagrims- ferðum, helgisiðum, talnabönd- um, von, kærleika og i öllu þessu miðju var einnig trú, það er, játn- ing á formuðu efni trúargrein- anna”. „Lúther sniðgekk ekki para- doxalt orðalag fremur en Jesús”. „Þvi sola fide endurspeglar þann Guð, sem sýndi að hann var allt of lifandi, heilagur og nær- göngull til að Lúther gæti staðist með verðleika og verka kenningu eða meditation og mystiska ein- ingu við guðdóminn”. „Öttann við máttarvöldin i á- trúnaðinum hefur mystikin reynt að sigra”. „I augum þeirra, sem hafa orð- ið fyrir þvi, að hin gamla heims- mynd hefur verið sprengd, er ým- islegt i hinum gamla kenningar- máta, sem tjáir sig sem myþólógi og skólaspeki...” Hér skal staðnæmst og mun þó trauðla fulltalið. Þó ætla ég að þetta nægi til að sanna að þrifnað- urinn i umgengninni við islenzk- una, er ekki hin sterka hlið þýð- andans. Ég hygg að fáir lesi þetta sér til sálubótar. Trúlegt er að það, sem þar er flutt, sé nógu tor- skilið alþýðu manna þó það væri flutt á skiljanlegri islenzku. Kirkjuritið er eina málgagnið, sem hin islenzka kirkja gefur nú út til þess að túlka boð sin og boð- orð. Mætti þvi að óreyndu ætla, að hún teldi það nokkurs um vert, að boðskapur hennar næði lika til þeirra, sem leikir eru. En hið furðulegasta við þessa meðferð tungunnar, er það virð- ingarleysi, er blasir nú i meðferð þeirrar tungu, sem þarna er verið að troða inn i islenzkuna þannig, að hin erlendu orð eru látin dingla islenzkri rófu frammi fyrir les- andanum, án alls tiilits til þess, hversu hún færi þeim á þvi máli, sem þau eiga sinn uppruna i. Þar blasir þvi við sama virðingar- leysið i meðferð beggja tungn- anna. Liklegt er ekki að það þætti prýða ensku eða sænsku, svo telj- andi væri, að troða þar inn is- lenzkum orðum, þótt þau kæmu þar fram með enskan eða sænsk- an dindil, jafnvel þótt honum væri að öllu dinglað eftir hreyfingar- reglum enskrar eða sænskrar tungu, sbr. mystik, mystikin, mystikurinnar, hierarkia t.d. i fleirtölu með islenzkum greini og öðru, sem þar fylgir, mórallinn i öllum sinum beygingum að is- lenzkri siðvenju. Mætti þannig lengi telja. Er þó enn leitað á vit lláskóla tslands en nú er það ekki einn af lærisveinum heldur einn af lærifeðrunum. Enn skal ég vitna til Guðmund- ar Finnbogasonar i margnefndri hugvekju hans, þegar hann hefur lýst andúð sinni á þessari mis- þyrmingu islenzkrar tungu held- ur hann áfram: „...ef vér gætum að, þá er or- sökin ein og söm til alls þessa. Hún er sú, að höfundurinn sparar sér að hugsa. Hann ritar islenzku orðin meðan þau koma af sjálfu sér i hugann, fyrirhafnarlaust og eins og þau koma, en jafnskjótt og honum dettur ekki islenzkt orð i hug, gripur hann hið útlenda, vegna þess að hann hefur verið að lesa uin' efnið á útlendu máli... Útlendu orðin eru hægindi hugs- unarletinnar”. Þær myndir, sem hér hefur verið brugðið upp af meðferð is- lenzkrar tungu, virðast eiga ræt- ur i Háskóla Islands, „höfuðvigi islenzkrar tungu” svo rifjaðar séu upp þær vonir, sem þjóðin ól þegar hún fylgdi honum úr hlaði 1911. Ekki er liklegt að það vigi verði alltáf torsótt, ef margir slikir standa þar i vigskörðunum. Þvi vaknar spurningin: Er þetta það, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.