Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 28. mai 1974. Þriðjudagur 28. mai 1974. TÍMINN 13 í MINNINGU GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR Guðmundur Böðvarsson hafði tvo um þritugt, þegar hann sendi frá sér sina fyrstu ljóðabók. Hún hét Kyssti mig sól, og kom út árið 1936. Ef einhverjum skyldi þykja hann hafa beðið lengi með að kveðja sér hljóðs, geta þeir hinir sömu glaðzt við þá tilhugsun, að það var fullveðja skáld, sem þar sté fæti á gólf i höll Braga. Ef menn vissu ekki betur, mynáu fáir trúa þvi að þessi ljóðabók sé frumsmið ungs manns. Þrem árum seinna kom önnur bók frá hendi Guðmundar (Hin hvitu skip 1939) og tveim árum siðar hin þriðja (Alfar kvöldsins 1941). Um þessa siðast nefndu bók skrifaði Magnús Asgeirsson rit- dóm I Helgafell árið 1942, og komst þá meðal annars svo að oröi: „Vafasamt er, hvort sú fáskipaða sveit, sem enn þá ann fögrum ljóðum hér á landi, hefur gert sér svo ljóst sem skyldi, hversu merkur atburður útkoma hinnar fyrstu ljóðabókar Guðmundar Böðvarssonar (1936) var i raun og veru: Einyrki i af- skekktri sveit, óskólagenginn og fáförull, sendir frá sér fyrstu ljóðabók sina, þar sem hvert kvæði er með ótviræðum menn- ingarbrag, og nokkur þeirra (Kyssti mig sól — Það uxu tvö tré, ,,Ok velkti þá lengi i hafi”) meðal þess sem bezt hefur verið kveðið á Islenzku...” „Einyrki í afskekktri sveit......” Það hefur mikið vatn runnið til sjávar siðan Magnús Asgeirsson skrifaði ofangreind orð, til þeirra hefur iðulega verið vitnað, og sakar ekki, þótt það sé enn gert hér, enda standa þau enn i gildi sinu. Hitt þurfti engum á óvart að koma, þótt höfundur þessara list- rænu kvæða væri „einyrki i af- skekktri sveit, óskólagenginn og fáförull”, eins og Magnús komst að orði. Það eru islenzkar sveitir með þeim tiltölulega fábreyttu lifnaðarháttum, sem þær höfðu upp á að bjóða og nærri kyrr- stæðri verkmenningu öldum saman, sem fóstrað hafa skáld okkar og andans menn, allt frá Snorra Sturlusyni og Hallgrimi Péturssyni tl Stephans G. og Halldórs Laxness, svo aðeins séu nefnd fjögur nöfn úr þeirri breiðu fylkingu, sem islenzk bókmenn- ing á reisn sina að þakka. — Um hitt atriðið, að Guðmundur Böðvarsson hafi verið óskóla- genginn og fáförull” þarf ekki að fara mörgum orðum. Það vita allir sem vita vilja, að tslendingar voru búnir að skapa sinar gullaldarbókmenntir, geyma þær og ávaxta, löngu áður en það varð almenn trú á tslandi að nauðsynlegt væri að pina hvern einasta ungling á skóla- bekk, öll hans glöðustu æskuár, — hvort sem hann hefur getu og löngun til sliks eða ekki. Sér þess og hvergi stað i ljóðum Guð- mundar Böðvarssonar, að hann hefði orðið meira eða betra skáld, þótt hann hefði verið látinn sitja lon og don í menntaskóla og siðan i háskóla. Að sönnu þarf enginn að efast um, að hann hefði staðið i fremstu röð sinna skólasystkina, ef sú hefði orðið braut hans, en hitt má draga i efa, að slikt hefði orðið honum drýgra til andlegs þroska en daglangt og árlangt samnéyti við sveit sina, vorgróð- ur hennar og vetrarriki — unað og erfiði islenzks sveitalifs. Við hverfisteininn En þótt skáldiÓ á Kirkjubóli væri alla ævi góður sonur æsku- stöðva sinna og trúr hlutverki sinu sem bóndi, má nærri geta, hvort ekki hafa stundum sótt að honum efasemdir: Er alveg vist, aðhannséá réttri leið? Svo spyr jafnan hinn vitri maður. Um þetta vitna meðal annars Vis- urnar við hverfisteininn árið 1936, stórbrotið kvæði, sem ort er af svo magnaðri snilld, að það mun áreiðanlega ekki gleymast þeim, sem einhvern tima hefur lesið það með sæmilega opnum huga. Upphafslinur kvæðisins eru þannig: Ég sem steininn stig er þreyttur maður, stari I leiðslu á hans hverfiflug. Ungur hóf ég verk mitt vinnuglaður, var mér enginn grunur þá ihug. Enginn spurði, hvi ég ekki hætti, hvað mér lægi á. — Enginn spurði, hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá. I næstu visu kemur þessi hrein- skilna játning: Sjálfur spurði ég seinna, hvi mér hefðu sorgleg örlög haslað þvilikt svið... En örlögin eru miskunnarlaus: ::Sjá, hér er þinn staður, sigðarinnar þræll um dag og nátt. Að lokum skulum við lita á niðurlagserindi þessa töfrum slungna ljóðs: Brýnsluguðir, vel er verk mittunnið, vendilega þynnti ég eggjar blár. — Vatnið fossar. Hjól mitt hefur runnið hringi sina meir en þúsund ár. — Grasið stendur þroskað. Blómleg byggðin brosir móti þér, ó, hel. Brýnsluguðir, bitur ekki sigðin bráðum nógu vel. — Hvað á skáldið við? Er það að gefa I skyn, að sjálfur sé hann á góðri leið með að „moka sig i hel”, að með linnulausu striti bóndans sé hann að drepa skáldið I sér? Ef til vill, svona i og með, en þó er margt i kvæðinu, sem til þess bendir, að hugur bóndans leiti hærra, að sjón hans dragi lengra en yfir nánasta umhverfi hans. Hvernig stendur á þvi að hann bindur ártalið 1936 i fyrir- sögn kvæðisins? Það var einmitt það sumar, sem borgara- styrjöldin á Spáni brauzt út, og þar þóttust ýmsir framsýnustu menn veraldarinnar sjá fyrirboða siðustu heimsstyrjaldar. Það er hafið yfir allan efa, að ungi bóndinn i Borgarfirði skildi lika, hvað i vændum var, — að i iskrandi sveifum hverfisteinsins heyrði hann hina miklu dómsupp- kvaðningu yfir þjóðum Evrópu. A Spáni barðist alþýðan vonlausri baráttu við siðlausan fasisma, i Þýzkalandi hafði Hitler komizt til valda örfáum árum fyrr. OG borgfirzki bóndinn finnur til með sekt og þjáningum veraldarinnar og vikur sér ekki undan ábyrgðinni. Er hann ekki samsekur á sinn hátt? Er hann ekki — að visu gegn vilja sínum — einmitt i þjónustu syðingaraflanna? Það skyldi þó aldrei vera? Vatnið grætur annarlegum ómi yfir steinsins hrjúfu brá, hjólsins ásar iskra hásum rómi ömurlega spá. Ef sá kliður við þig varað gæti, væri raun min létt. En hann svæfir. Syngja undir fæti sveifar, jafnt og þétt. Hér er eitthvað meira á ferðinni en áhyggja einstaklingsins um stöðuval sitt. Þetta er feigðarspá. Grunur um hörmungarnar, sem framundan voru. En hafi Guðmundi Böðvarssyni i upphafi fundizt sem erfitt myndi verða að samræma skáldskap og búskap, er ekki annað sýnna en að hann hafi mjög snemma á skáldferli sinum vaxið frá þeirri hugsun. Ég minnist þess að minnsta kosti ekki að hann kvarti undan hlutskipti sinu, utan það, sem ráða má af Visunum við hverfisteininn árið 1936 — að svo miklu leyti sem þar er yfirleitt um að ræða áhyggjur af eigin framtið: en eins og drepiö var á her að framan, bendir flest til þess, að þær séu ekki annað en ivaf, meginhugsunin i kvæðinu sé almennara eðlis.og bendi lengra. Hvernig mátti lika annaö vera, en að Guðmundur yrði hamingju- samur maður að mega vera bæði bóndi og skáld? Hann var alla stund góður bóndi, listasmiður, svo að orð fór af, en auk þess stór- skáld og andlegur höfðingi héraðs sins. Og það hefur að visu margur unað hlut sinum sæmilega,. þótt ekki næði hann slikum árangri. „í stormum sinna tiða...” Guðmundur Böðvarsson var ekki einn þeirra manna, sem skriða i skjól og láta eitthvert til- búið hlutleysi skýla sér i hret- viðrum lifsbaráttunnar. Kveðja til hlutlauss vinar er mögnuð skil- greining á viðhorfi hans til sam- tiðarinnar, vanda og vegsemd þess að vera þátttakandi i lifs- striði mannkynsins. Hann hefur ekki miklar mætur á hlutleysi vinar sins Þér átti að lærast að fara i felur og finna þér afdrep og hlíf við feiknum þess leiks þar sem fylkingar berjast um framtið og mannlegt lff. Enda hræddist þú skuggann og skelkaðurhímdir i skotinu, ábyrgðarlaus. Þú lézt bjóða þér hlutskipti blauðasta þrælsins að byrgist þinn dýrmæti haus. En það eru ekki allir á þeim buxunum að hlaupa i felur, þegar hætta steðjar að. Kvæðið er bersýnilega ort á þeim örlaga- þrungnu dögum, þegar veröldin stóð á öndinni yfir þvi, hvort tækist að stöðva framrás þýzku herjanna við Stalingrad i siðustu heimsstyrjöld: Og þeim hefði fundizt þin lifshætta litil og lagt á þig kýmilegt mat, sem börðust i Transvaal, sem vörðust hjá Verdun og verja nú Stalingrad. Og það gæti líka verið dálitið fróðlegt að hafa tal af þeim, sem barðist á Noregs fönnugu fjöllum og féll þar við bróður sins hlið. En Guðmundur er nógu sann- gjarn til þess að lofa þeim hlut- lausa að malda i mótinn: Jú, þú átt þér eitt svar: Þar sem orustur heyjast til úrslita, þar eða hér, þá velta þau litið á vesaling einum. — Og þó velta þau alltaf á þér. Já, þú sjálfur. Þú verður sjálfur að bera ábyrgð á lifi þinu, það geta ekki aðrir gert fyrir þig. Það er engin von til þess að veröldin sé betri en einstaklingarnir sem i henni búa. Og bresti þig mann- dóm til þess að skilja þetta og viðurkenna og lifa lifinu sam- kvæmt þvi ...þá mun hugleysið verða þin gröf, og þá tapast þér framtið og tilveruréttur, þá tapast þér lönd þin og höf. Kvæðið i Bifröst gengur i lika átt og kveðja til hlutlauss vinar. Þar brýnir skáldið islenzka æsku og eggjar hana lögeggjan að duga landi sinu og verða ekki verr- feðrungar. Og hann endar kvæðið með þessum eftirminnilegu orðum: Ef æskan bregst þeirri ættjörð sem henni var gefin er ekkert i heiminum til sem bjargarþvilandi. Kvæðið I Bifröst er i eðli sinu prédikun, þar sem höfundurinn fer á kostum mælsku sinnar. En þau ljóð Guðmundar sem þannig eru gerð eru ekki ein um að birta viðhorf hans til vandamála heims og samtiðar. Jafnvel I hinum ljúfu og þýðu kvæðum rekumst við á hið sama: ábyrgðartil- finninguna, samvizkusemina. Litum til dæmis á eftirfarandi linur úr hinu hugljúfa kvæði Fylgd: Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, — stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svika sættir, svo sem löngum ber við I heimi hér, þá er ei þörf að velja: Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Frá þessu viðhorfi hvikaði Guðmundur Böðvarsson aldrei. Hann var of heill og sannur maður til þess að geta verið eitt i dag og annað á morgun. Glettni og alvara 1 flestum hinum fyrri ljóða- bókum Guðmundari Böðvarssonar er alvarlegur tónn . yfirgnæfandi. Og meira en það. Það er einmitt þessi ljúfsári tregi sem á einna drýgstan þátt I að veita kvæðum hans það undar- lega sterka seiðmagn sem þau Grein þessi var skrifuð fá- um dögum eftir andlát Guð- mundar Böðvarssonar, en vegna prentaraverkfalls og siðan mikilla þrengsla i blað- inu, birtist hún ekki fyrr en nú. búa yíir. Það mun þvi hafa verið orðið talsvert útbreidd skoðun meðal aðdáenda hans, fyrir svo sem hálfum öðrum áratug, að ekki væri mikillar gamansemi að vænta frá honum. En svo gerðist það allt i einu, og ókunnugum að óvörum árið 1962, að skáldið kvað alla slika hleypi- dóma niður, vel og rækilega. Þá kom út fyrra bindi bókar hans, Saltkorn i mold, og þar kvað heldur betur við nýjan tón, sem litt hafði látið á sér kræla i þeim ljóðabókum Guðmundar, sem á undan voru farnar. Þessi nýi þáttur var fyndni, svo hnitmiðuð og leiftrandi, að annars eins má lengi leita i Islenzkum bók- menntum, og yrðu þau skáldverk þó sjálfsagt fljóttalin, sem byggju yfir svo tærri og einlægri gaman- semi. Höfundurinn hefur þann hátt á, að hann gengur i huganum um kirkjugarð sveitar sinnar og rifjar upp „gamlar afdalasögur” um leið og hann reikar á milli leiðanna. Hér sefur Salómon Jónsson, svarthærður, úfinn, grimmur, afrenndur maður að afli, orðfár, rómurinn dimmur. Það gekk vist á ýmsu fyrir þeim karli á meðan hann dvaldist hérna megin grafarinnar, að minnsta kosti átti hann I si- felldum útistöðum við Hóls- Manga, bróður sinn, sem var „...fól, svo sem frægt er orðið...” og er tilfærð harla krassandi saga af viðskiptum þeirra bræðranna. í siðara bindi Saltkornanna er meðal annars sagt frá faktor einum, sem var „danskastur allra manna...”, en er nú „orðinn að islenzkri mold.” (Meira lagðist nú ekki fyrir kappann). Þá var vist ekki litið bramboltið i honum, á meðan hann var og hét, þótt aldrei gæti hann lært islenzku svo I lagi væri. Þegar hann bað stórbóndadótturinnar við Kross- eyrarkirkju, þá gerði hann það með svofelldum orðum: — Ég trúi ég tekur hana, ■ ég trúi ég elskar henni, já, mikinn, tað er nú tað. Og vist gaf bóndi honum dóttur sina, þótt hjónabandið yrði fakt- ornum til litilla heilla, en það er önnur saga, sem oflangt yrði að rekja hér. En Saltkorn i mold eru miklu meira en leiftrandi fyndni, þótt vissulega sé hún allra þakka verð, út af fyrir sig. Guðmundi Böðvarssyni tókst að lyfta þessari bók sinni upp i það að vera breið og trúverðug þjóðlifslýsing, þótt mörgum hafi að vonum fyrst og fremst orðið starsýnt á hinn gamansama þátt hennar. Nafn bókarinnar segir strax nokkuð um það, hvert höfundur stefnir verki sinu: Saltkorn i mold. „Þér eruð salt jarðar”, sagði Jesús Kristur. Já, vist voru þessir gömlu karlar og kerlingar trúir og traustir þegnar þessa litla samfélags, hér norður á hjara veraldar, hver á sinum afmark- aða bletti. Og þjóðin komst ódrepin I gegnum allt harðréttið og hörmungarnar, meðal annars fyrir þeirra tilverknað. Vist voru þeir „salt jarðar”, þótt sitthvað skringilegt kunni að hafa gerzt i sambandi við þá — eins og okkur öll. Við staðnæmdumst stuttan tima á ströndinni frægu við hafið, þar grétum við eða glöddumst, ýmist van eða of.... Á þessum orðum hefst for- málinn að fyrra bindi. Og skáldið lýkur formálanum þannig: Þau sigldu á hafið og siðan, — já, siðan veit enginn neitt! Margir hafa spurt þeirrar spurningar, hvort Guðmundur Böðvarsson hafi ekki stuðzt við raunverulega atburði og menn sem sannanlega höfðu verið til i Saltkornunum. Sliku er erfitt að svara. Þegar skáldskapur hefur mjög almennt gildi, er venjulega auðvelt að benda á hliðstæður hans, og nægir þar að nefna Bjart I Sumarhúsum, sem sagt er að hafi þekkzt i öllum sýslum og flestum sveitum Islands. — Allir töldu sig hafa þekkt einhvern karl, sem liktist Bjarti i ein- hverju. Eins er þetta með Salt- korn i mold, eftir Guðmund Böðvarsson. Þegar ég, sem þessar linur hripa, las þá bók fyrst, fannst mér ég þekkja þar fólk, sem ég þó vissi, að Guðmundur Böðvarsson hafði aldrei séð eða heyrt og ekki haft af þvi neinar spurnir. Sömu sögu geta áreiðanlega margir sagt. Það er þó ljóst, að höfundur er við þvi búinn, að einhverjir telji sig þekkja fólk eða atburði i Salt- kornum i mold, og jafnvel að menn fyrtist við. í lok eftirmálans viö siðara bindi bókarinnar er komizt svo að orði: Og þið sem að ennþá eigið óslitna og nýja skóna, ef gangið þið seinna um garðinn hjá gröf minni eitthvert sinn, segiö þá kankvisa sögu af sveitaskáldinu gamla, i rósemd við rústina gróna og rifjið upp hnittna bögu, meö brosi um brá og kinn. Það gæti ekki gert mér annað en gott inn i blundinn minn. Hér fer Guðmundur þess á leit, að honum verði seinna gerð sömu skil og hann hefur gert öðrum. Og hann lætur ekki þar við sitja, heldur slær botninn i eftirmálann með þvi að miðla okkur hinum tærasta skáldskap. En það skiptir I raun og sann- leika ekki neinu máli, hvort menn telja sig þekkja eða vita um ein- hverjar fyrirmyndir i þessari bók Guðmundar Böðvarssonar. Hitt stendur eftir, að þarna tókst skáldinu að leiða horfna kynslóð fram á sviðið, iklædda holdi og blóði á nýjan leik — svo ljós- lifandi, að okkur finnst við ekki aðeins hafa verið áhorfendur, heldur lika þátttakendur i lifs- striði hennar. ísland alls staðar nálægt Hér að framan hefur litið eitt verið drepið á tregann i ljóðum Guðmundar Böðvarssonar. Það hefur lika verið rætt um gaman- semi þeirra og markvissa fyndni: enn fremur, hversu skyggn Guð-. mundur var á vandamál hins stóra heims og hvernig hann snerist við þeim. En list hans var ofin úr enn fleiri þáttum, og eru vist þvi miður litil tök á að gera þeim öllum skil i einni blaðagrein. Þessir þættir láta misjafnlega mikið á sér bera i ljóðunum, en einn þeirra er þó svo fyrirferðar- mikill og áleitinn, að ekki verður komizt hjá þvi að geta hans sér- staklega. Við getum til hægðar- auka kallað hann þjóðlega tóninn iljóðum Guðmundar. Island, ekki sizt heiðar þess og óbyggðir, voru Guðmundi helgur dómur. Hann lét eina af ljóðabókum sinum heita Landsvisur, enda má segja, að efni hennar fjalli allt um Island og islenzka náttúru, eða þá einstaka staði, sem tengdir eru atburðum eða einstaklingum úr þjóðarsögunni. (Svartsminni, Bræðravigi). Fyrta kvæðið i bókinni heitir Vorið góða (og mætti að skaðlausu koma á þeirri venju að lesa það i útvarp á morgni fyrsta sumardags). Það byrjar svona: Það man ég fyrst sem mina barnatrú er myrkar hriðar léku um fenntan bæ, að land mitt risi aftur, eins og nú, úr Is og snæ. úr Is og vetrarsnæ. t Landsvisum eru sum fegurstu kvæði Guðmundar, eins og til dæmis Stekkjarmói og Hvitur hestur. Ógleymanlegt er kvæðið Verið, sem bersýnilega er ort um Alftaver i Vestur-Skaftafells- sýslu. Hvi þegir Skálm? Hvi sefur Katla enn?... Höfundur lýkur kvæði sinu með þessum orðum: „Brýnsluguðir, vel er vek mitt unnið....” Skáidið brýnir ljá sinn, en hann kunni einnig vel aö hvessa önnur vopn, sem ekki eru af stáli gjör, og þar sem eggin endist drjúgum lengur en I ljánum. En þessu vopni — hinum bitra brandi Ijóðanna — beitti Guðmundur Böðvarsson aldrei öðru visi en af fullum drengskap hins vitra og viðsýna manns, og þvi mun það einungis verða góðar hugsanir, sem fylgja hon- um, þegar hann nú hefur farið I sina siðustu göngu og siegið hinztu ljáför sin í Hvitársíðunni. Þvi sá er beztur blettur til á jörð og bindur fastast þann er stendur vörð, sem vonlaust er að verja ef illa fer. Þetta getur i fljótu bragði virzt fjarstæða, en þó er i þvi fólginn mikill sannleikur, — sannleikur, sem fólk i harðbýlu landi ætti ekki að vera i vandræðum með að skilja. Þótt Landsvisur séu svo þrungnar af ættjarðarást og þjóðlegum metnaði sem raun ber vitni, þá fer þvi viðs fjarri, að þar sé þjóðrækni Guð- mundar Böðvarssonar, öll saman komin. Hitt er sönnu nær, að varla sé hægt að opna ljóðabók eftir hann, án þess að rekast þar á ísland, sögu þess eða nátturu. Hér að framan var komizt svo að orði, að heiðar og óbyggðir Islands hefðu verið meðal þess sem Guðmundi varð heilagt. Þar hefur varla verið öf fast að orði kveðið, en hringinn er hægt að þrengja enn meira. Náfrændi Guðmundar og mikill vinur hans hefur látið svo um mælt við höfund þessara llna, að svo mjög sem Guðmundur unni landi sinu ölíu, þá muni borgfirzkar heiðar hafa veirð honum kærastar. íslenzkir gagnamenn hafa kannski ekki verið mikil skáld, svona yfirleitt, enda mun ekki neinn þeirra hafa ort eins vel um heiðina sina og Guðmundur Böðvarsson gerir i Tvidægra- visum: Marglynd er heiðin min gamla, hún grætur og hlær, golan og stormurinn kveða þar ólikan brag.... Séð hef ég snjóskýin hylja haustföla sól, heyrði ég i sölnaðri störinni golunnar risl. Skóþvengur slitinn var hnýttur við Staðarhól, hugað að gjörðum og beizli við Langavatnskvisl. Fjölmarga göngu um fjöllin, stundum i snjó, fór ég þrjátiu haust. Einhver mun verða hin allra siðasta þó — eflaust. A Tvidægru eru Dofinsfjöll. Á siðustu öld varð þar úti piltur frá Sveðjustöðum i Miðfirði, hann hafði villzt frá gangnamönnum og borið þar beinin: fundust þau þar mörgum árum seinna. Um þennan atburð hefur Guðmundur Böðvarsson ort eitt af sinum snilldarkvæðum. Það heitir Dofinsfjöll. Norður i Dofinsfjöllum er fátækleg finnungi vaxin brekka á móti sól. Norðlenzkur drengur, villur um langan veg, valdi sér þar undir barðinu siðasta skjól. Helgöngu þeirra, sem villast á öræfum, er lýst með mikilli nær- færni: t leirflögum rekast þeir aftur og aftur á spor, eins manns i fyrstu en loks eftir þrjá eða fimm, þegar hinn villti er búinn að ganga nógu oft sama hringinn. Kvæðinu lýkur svo með þessum oröum: Hér fundust löngu seinna hans blásnu bein. — Brekkan er svolitið grænust á einum stað. Hér er sagt frá einfaldri stað- reynd með þeim hætti, sem snill- ingum einum er gefinn. Og þrátt fyrir hugarflug og listræn tök á efninu heldur skáldið sig við stað- reyndir og fer rétt með örnefni. Langavatnskvisl, þar sem hugað var að gjörðum og beizli, er einmitt við norð-austurendia Dofinsfjalla, en heitir reyndar Kjarrá eða Kjarrará, þegar neðar dregur. Þar áðu gangna- menn jafnan, og þvi var hugað þar að reiðverum og búnaði, en hins vegar þurfti ekki að herða þar gjarðir, áður en lagt var út i vatnsfallið, eins og ókunnugir gætu haldið, þvi að Langavatns- kvisl er ekki nein torfæra. Sögur og sagnir A efstu árum Guðmundar Böðvarssonar hóf Hörpuútgáfan á Akranesi að gefa út ritsafn hans i óbundnu máli. Var þar jöfnum höndum um skáldskap að ræða og þjóðlegan fróðleik, sem hann hafði safnað. Þetta verk ber heitið Linur upp og niður, en annars hefur hver bók sitt sjálf- stæða nafn. Fyrsta bindið heitir Atreifur og aðrir fuglar, og kom það út haustið 1971 Næsta bindi heitir Konan sem lá úti og kom út 1972, og siðasta bindið heitir ,,— og fjaðrirnar fjórar.” Það kom út núna siðast liðið haust. Þessar bækur eru enn ekki búnar að vinna sér jafnmikla hylli og ljóð Guðmundar, sem ekki er heldur von, þar sem aðeins eru örfá ár siðan þær komu fyrir almennings sjónir, en þó er enginn efi á að þær eiga vaxandi vinsældir fyrir höndum á komandi árum. Þeir menn voru að visu til, sem sögðu að hið óbundna mál Guðmundar stæðist engan samanburð við ljóð hans, og vafalaust hafa þeir mikið til sins máls. Þegar skáld hefur sýnt mikla yfirburði i meðferð einhvers tiltekins forms bókmennta, hættir mönnum við að krefjast hins sama i hvert skipti sem það stingur niður penna. Þetta er mikil fásinna. Hver vegna skyldu menn ekki mega þreifa fyrir sér og glima við hin ólikustu svið tungunnar? Og það er endilega sjálfsagt, að menn skrifi alltaf jafn vel— — Þessi orð eru ekki skrifuð til þess að gera litið úr þvi sem Guðmundur Böðvarsson skrifaði i óbundnu máli, eða afsaka það á nokkurn hátt. öðru nær. Það sem hann gerði bezt á þvi sviði, sýndi, að þar hefði hann náð langt, ef hann hefði lagt á það verulega stund, þót't sjálfsagt hafi honum verið Ijóðformið tiltækara. Það eiga lika áreiðanlega margir eftir að lesa frásöguþætti hans og sög- ur sér til óblandinnar ánægju. Og þau eiga sammerkt við ljóð hans að þvi leyti, að þar er Island, is- lenzkir menn og örlög þeirra, alls staðar nálægt. Akveðið mun, að Hörpuútgáfan gefi út ljóðasafn Guðmundar Böðvarssonar i beinu framhaldi af útgáfu hins óbundna máls. Fyrsta bindið er væntanlegt á hausti komanda og munu verða i þvi ljóð, sem ekki hafa áður birzt i bókum, en alls er gert ráð fyrir að ljóðasafnið verði fjögur bindi og verða þær bækur eins að útliti og ritsafnið Linur upp og niöur. Fáein æviatriði Guðmundur Böðvarsson fæddist á Kirkjubóli á Hvitársiðu iBorgarfirði 1. sept. 1904, og hefði þvi orðið sjötugur næsta haust, ef Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.