Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. mai 1974. TÍMINN 9 Umsagnir efstu manna listanna í Reykjavík um úrslitin —hs—Rvik. — Tíminn hafði i gær samband við efstu menn á listum i Reykjavik, og spurði þá álits á úrslitunum, og hver ástæðan hefði einkum verið fyrir þeim miklu breytingum, sem áttu sér stað. Fara svör þeirra hér á eftir. Ekki náðist samband við fyrsta mann á lista Frjálslynda flokks- ins, Ingvar Ásmundsson, né Steinunni Finnbogadóttur, fyrsta mann á lista SFV, en jafnframt annan á sameiginlegum lista SFV og Alþýðuflokksins. Kristján Benediktsson Framsóknarflokkur — Hvað myndir þú vilja segja um úrslitin, Kristján? — Ég vil byrja á þvi að flytja öllu okkar stuðningsfólki þakkir, bæði þeim, sem sýndu okkur það traust að greiða listanum okkar atkvæði, og eins hinum, sem unnu fyrir okkur i kosningunum. Ég vil benda á, að þrátt fyrir það, að við töpuðum einum borgarfulltrúa, sem ég tel mikinn skaða, bæði fyrir flokkinn og borgarstjórnina, þvi þar fór góður maður — höfum við aldrei fengið eins mörg atkvæði, hvorki I borgarstjórn né alþingiskosn- ingum, og við fengum núna. Við fengum nærri 1000 atkvæðum meira núna heldur en i siðustu kosningum, sem fram fóru i Reykjavik, alþingiskosningun- um. Mitt mat er þvi það, að flokk- urinn hér i Reykjavik standi ákaflega traustur, þrátt fyrir það, að við töpuðum þessum borgar- fulltrúa. — Hver heldur þú að sé aðal- ástæðan fyrir þvi, að úrslitin urðu þessi? — Það liggur alveg i augum uppi, að við fengum þriðja manninn siðast á hagstæðri skipt- ingu: urðum aðeins fyrir ofan Alþýðubandalagið þá, sem alltaf hefur verið stærri flokkur hér i Reykjavik. Þessi hagstæða skipting gerði það að verkum, að við fengum þrjá og þeir tvo. Nú urðu þeir aðeins fyrir ofan okkur, sem gerir það að verkum, að hlutföllin snúast. — Hvaðan fékk ihaldið þessa fylgisaukningu? Ástæðurnar eru nú nokkrar: hræringarnar hjá vinstri mönnum að undanförnu, allt þetta tal i fjölmiðlunum, útvarpi og sjónvarpi og blöðum, um klofning i flokkum, stofnun nýrra flokka — allt hefur þetta orbið til þess að þjappa hægri öflunum betur saman, og raunverulega draga úr þvi, að fólk treysti vinstri flokkunum til þess að mynda meirihluta i borgarsljórn- inni. Landsmálin spila þarna nokkuð inn i fjölmiðlarnir með þvi að blása ut og gera mikið úr alls konar smábrotum. Ef ein hverjum dettur i hug, eins og hér fyrir viku, að boða til fundar i Reykjavik og fá 20. manns á fundinn, þá eru þessu gerð allt upp i tiu minútna skil i rikisfjöl- miðlunum, og viðtal haft við foringjana. Þetta hefur allt saman mikil áhrif, þvi fólk veit raunar ekki, hvað raunverulega er að gerast. Ég tel, að úrslit þessara kosn- ing séu i algjöru ósamræmi við störf borgarfulltrúa vinstri flokk- anna siðastliðin fjögur ár, þvi að þeir hafa starfað mjög vel, sem minnihluti i borgarstjórninni og myndað með sér samstöðu sem engin ástæða hefur verið til að halda, að yrði ekki i bezta lagi. Svo er það náttúrlega þetta stóra atriði, að Alþýðuflokkurinn og Samtökin hrynja. Ef þes.sir flokkar hefðu haldið sinum hlut, eins og Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn, þá hefði þetta getað komizt á það stig að fara að vega salt. Ef allt hefði verið eðlilegt, hefðu þeir átt að fá svipað fylgi og við og Alþýðu- bandalagið 7-8 þúsund atkvæði, og þá hefðu tölurnar farið að vega salt. Það eru þessir flokkar, sem bresta algjörlega. Hrunið er svo gifurlegt, að liklega hefur annað eins aldrei gerzt, á lslandi áður. Einkum held ég þó að Samtökin séu tvistruð, séu ekki orðin neitt Þetta sést bæði á Akranesi, þar sem þeir voru i samstarfi við Alþýðbandalagið og i Kópavogi i samstarfi við Framsókn, — á báðum stöðum er kosningin slæm fyrir þessa aðila, en það er áreiðanlegt að framsóknarflokk- urinn stendur vel i Kópavogi. Ég vil að lokum itreka þakkir minar til kjósenda okkar og starfsliðs og óhætt er að treysta þvi að við munum ekki bregðast trausti þeirra. Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalag — Hvað myndir þú vilja segja um úrslitin- — Um úrslitin i heild vil ég segjaþað.að það er um tvimæla- lausan sigur Sjálfstæðisflokksins að ræða. Úrslitin benda greini- lega til þess, að baráttan á milli hægri og vinstri afla hefur verið ofarlega i hugum fólks. Það er mjög einkennandi, hvernig J- listinn fer út úr þessum kosn- ingum og minna má á, að þar eru tvinnaðir saman á einum lista Samtökin, Aiþýðuflokkur, Möðruvallarhreyfingin og Sam- tök jafnaðarmanna. Þessir aðilar lýstu atlir yfir stuðningi við J- listann, og það sýnir það, að ekki er nóg að foringjarnir taki höndum saman ef kjósendurnir fylgja þeim ekki. — Hvað um aukningu ykkar hér í Reykjavik? — Ég er sæmilega ánægður með hana, en ég hefði viljað fá meiri atkvæðaaukningu — er engan veginn sáttur við að fá ekki meira. — Af hverju stafar fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokksins? — Það er enginn vafi á þvi, að glundroðinn á vinstri vængnum i landsmálapólitikinni hefur hér mikið að segja. Þeir vilja nú sjálfsagt sjálfir túlka það svo, að hér sé um að ræða vantraust á rikisstjórnina, en þeir aðilar, sem fastast hafa staðið að rikis- stjórninni, standa fyrir sinu. Alþýðubandalagið stendur fylli- lega upprétt og Framsóknar- flokkurinn hefur tapað sáralitlu. Ef litið er á landið i heild, held ég. að Alþýðubandalagið hafi komið vel út úr kosningunum, þannig, að Alþýðubandalagið heldursinum hluta riflega. Ég hef heyrt, að fylgisaukning þess hafi veriðum 1%, án þess þóaðégviti það með vissu. Birgir ísleifur Gunnars- son Sjálfstæðisflokkur — Hvað segir þú um úrslitin? — Ég fagna að sjálfsögðu þessum sigri okkar Sjálfstæðis- manna. — Hverja telur þú svo vera ástæðuna fyrir fylgisaukn- ingunni? — Það er nu erfitt að gefa eina ákveðna ástæðu, en ég myndi segja, að um tvö eða briú atriði væri að ræða. í fyrsta lagi tel ég þetta vera traustsyfirlýsingu á störf okkar og stefnu i borgar- stjórn. I öðru lagi held ég að fólk hafi óttazt þennan mikla glund- roða, sem er á vinstri vængnum. t þriðja lagi — og þá tek ég nú mið af úrslitunum viða út um landið lika — að það tel ég að sé al mennur byr með Sjálfstæðis- flokknum, og landsmálin hafi spilað töluvert inn i þessar kosn- ingar. — Kom þetta þér á óvart, eða áttirðu von á þessu? — Ég átti nú ekki von á svona miklu. Ég var alltaf að berjast fyrir 8. mann. Ég vil gjarnan að það komi fram, að ég vænti góðs samstarfs við alla borgarbúa um borgarmálin. Björgvin Guðmundsson, Alþýðuflokkur. / SFV — Hver er ástæðan fyrir hinni slæmu útkomu J-listans, Alþýðu- flokksins og Samtakanna? — Ég tel að aðalástæðan fyrir þessari slæmu útkomu J-listan sé hin mikla sundrung, sem skapazt hefur á vinstri væng lands- málanna undanfarnar vikur — sú sundrung hafi veikt trú manna á sameiginlegu framboði Alþýðu- flokksins og SFV. Þess utan tel ég að landsmálin hafi á margvis- legan annan máta haft áhrif á borgarstjórnarkosningarnar yfir- lei.tt, m.a. vegna nálægðar væntanlegra þingkosninga. Sjálfstæðisflokkurinn lagði á það áherzlu, að láta kosningar- nar snúast um landsmál fremur en borgarmál, að þessar kosn- ingur yrðu einhvers konar upp- gjör við rikisstjórnina, og þetta hef ur þeim tekizt, Ég tel að i þessum kosningum hafi meira verið kosið um landsmál heldur en borgarmál. Sigur Sjálfstæðisflokksins á m.a. rætur sinar að rekja til óánægju með rikisstjórnina auk þess sem þessi þróun mála á vinstri væng stjórnmálanna — og þar hef ég náttúrulega lands- málin i huga — hefur auðveldað Sjálfstæðisflokknum mjög að beita hinni gamalkunnu glund- roðakenningu sinni. Eftir að þeir félagar Hannibal, B'jörn og Karvel ákváðu að hætta stuðningi við rikisstjórnina. en Magnús Torfi ákvað að verða kyrr i stjórninni, varT i rauninni orðin algjör klofningur i SFV, sem hefur áreiðanlega veikt stór- lega þetta framboð. — Er það þá einkum klofningur I SFV, sem veldur þessu? — Ég tel fyrst og fremst, að þessi almenna þróun mála á vinstri vængnum — þessi stofnun nýrra samtaka og sú staðreynd að ekki var unnt að koma á sam- starfi Samtakanna og Alþýðu- flokksins hefur valdið mestu hér um. Þessi þróun hefur fremur sýnt sundrungu en sameiningu og ég tel að mesta tilraun sam- einingar jafnaðarmanna i landinu hafi mistekizt. Ég held að fyrst og fremst hafi það verið hlutur SFV sem brast. Að vísu er það nokkuð ljóst, að fyrri kjósendur Alþýðuflokksins hafa farið yfir til Sjálfstæðis- flokksins , en það ber að hafa i huga, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf fengið méira fylgi i borgarstjórnarkosningunum heldur en i alþingiskosningunum. Margir kjósendur Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins kjósa Sjálfstæðisflokkinn i borgarstjórn, þótt raunin sé önnur þegar um landsmálin er að ræða. Akranes Verkamenn vantar nú þegar til hafnar- framkvæmdar, gatnagerðar og fleiri framkvæmda. Upplýsingar i sima 93-1211. Bæjarsjóður Akraness Akranes Okkur vantar nú þegar verkstjóra og tré- smiði til starfaviðhafnarframkvæmdir og fleira. Húsnæði til staðar sé samið strax. Upplýsingar veitir yfirverkstjóri, Pétur Baldursson, þessa viku I sima 93-1211, kl. 10-11 f.h. (heimasimi 93-2049). Bæjarsjóður Akraness. ORKUSTOFNUN óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppabif reiðar þar á meðal einn frambyggðan rússa jeppa. —Upplýsingar i sima 2-11-95, næstu daga. AUSTUR FERÐIR Laugarvatn — Geysi — Ilreppa — Um Grimsnes Gullfoss Um Selfoss — Skeiðaveg Gullfoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSÍ — Simi 2-23-00 — ólafur Ketilsson. Koparfittings EIRROR - RÖRSKERAR - FLANGSARAR rr ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.