Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Afsalsbréf innfærð 22/4 — 26/4— 1974: Bjarni Bjarnason selur Andrési Kristinss. hluta i Fellsmúla 2. Breiðholt h.f. selur Erling Jónss. og Sigrúnu Sigurðard. hluta i Æsufelli 2. Ölafur Jónsson selur Jakobinu Pálmad. hluta i Grettisg. 71. Þorgerður Guðmundsd. selur Gunnlaugi Hallgrimss. hli;ta i Brávallag. 16. Guðmundur H. Oddsson selur Finnbirni Hjartarsyni húseignina Norðúrbrún 32. Karl Steingrimsson selur Sighvati Bjarnasyni hluta i Brekkustig 6A. Þorgeir Lúðviksson selur Alfhildi Runólfsd. hluta i Gnoðar- vogi 72. Hermann Danielsson selur Sveini Jónssyni hluta i Háaleitis- braut 101. Jón Bjarni Kristinsson selur Friðrik Bertelsen húseignina Einimel 17. Arnar Sigurðsson selur Guðrúnu Jónsd. hluta i Álftamýri 4. Slysavarnafélag Islands selur Karli Karlssyni hluta i Snorra- braut 81. Breiðholt h.f. selur Ragnheiði Agústsdóttur hluta i Æsufelli 6. Paul R. Smith og Iris Guðnad. selja Páli Sigurðss. hluta i Dvergabakka 24. Guttormur Þormar selur Ormari Þór Guðmundss. raðhús- ið Skeiðarvog 45. Afsalsbréf innfærð 29/4 — 3/5 — 1974: Jón Eyjólfsson selur Jóhannesi Jónssyni hluta i Bræðraborgar- stig 15. Sveinn Freyr Rögnvaldsson, selur Höskuldi Guðmundssyni hluta i Gaukshólum 2. Valdimar Jónsson selur Margréti Bárðardóttur hluta i Gautlandi 21. Jón Pálsson selur Benedikt Arnasyni hluta i Meistaravöllum 15. Svava E. Mathiesen selur As- geiri Leifssyni hluta i Miklubraut 5. Haukur Pétursson h.f. selur Brynhildi Pétursd. hluta i Dúfna- hólum 2. Haukur Pétursson h.f. selur Þórdisi K. Guðmundsd. hluta i Dúfnahólum 2. Henrik C.J. Biering selur Hen- rik P. Biering fasteignina Lauga- veg 6. Einar Jónsson selur Bjarna Helgasyni hluta i Jörfabakka 8. Angantýr Eliasson selur Ara Jónssyni hluta i Nökkvavogi 28. Helga Magnúsdóttir selur Arn- birni Ólafss. fasteignina Skipa- sund 41. Eyvindur Jónasson selur Agli Jónassyni húseignina Brúnaland 6. Búland s.f. selur Sigurði Guð- mundssyni hluta i Suðurhólum 8. Þorvarður Eliasson selur Ast- hildi Gislad. Mixa hluta I Grænu- hlíð 13. Jón Þórisson selur Þóri Stephensen hluta i Bólst. 68. Jón S. Magnússon selur Herði Guðmundss. hluta i Hrisateig 18. Guðmundur Gislason selur Asgeiri Theodórss. og Björgu Kristmundsd. hluta i Hraunbæ 134. Baldur Jónsson selur Steindóri Hjartarsyni hluta i Stóragerði 22. Birgir Eydal selur Stefáni Má Ingólfss. hluta i Kaplaskjólsv. 27. Kristján Péturss. selur Sigrúnu Sigurgeirsd. hluta i Blikahólum 10. Jón Erlendsson selur Eddu Björnsdóttur hluta i Smáragötu 9. Afsalsbréf innfærð 6/5 — 10/5 1974: Hilmar Thorarensen selur Árna Þórðarsyni hluta i Langholtsvegi 126. Baldur Baldursson selur Sveini Ingvarss. húseignina Sogaveg 129. Skapti Jónsson selur Friðrik Erl. Ölafss. hluta i Holtsg. 22. Þorsteinn Þorgeirss. og Róbert E. Þórðarson selja Kristjáni Sigurjónss. gamla húsið að Framnesv. 11. Jónas Þórðarson selur Pétri Sigurðssyni hluta i Safamýri 21. Agúst Karlsson selur Guðrúnu Eggertsd. og Karli Agústss. hluta i Brekkulæk 6. Ólafur Péturss. selur Ara Garð- ari Georgss. hluta i Eyjabakka 12. Páll Stefánss. selur Sigtryggi Inga Jóhannss. hluta i Kleppsvegi 128. Halldór Hákonarson selur Einari Þorsteinss. hluta i Kalpa- skjólsv. 53. Einar Þorsteinss. selur Guðlaugu Kristófersd. hluta i Kaplaskjólsvegi 53. Haukur Halldórss. selur Vilmundi Jósefss. og Þórhildi Lárusd. hluta i Sörlaskjóli 58. Jóhanna G. Daviðsd. selur Heiðbjörtu Pétursd. hluta i Fells- múla 22. Jóhann Löve selur Ólafi Sigurðss. hluta i Skipasundi 22. Stefán Jónsson selur Hrafnhildi Jónsd. hluta i Hraunbæ 42. Kristján Jónasson selur Guðlaugi og Sigurlaugu Rósin- kranz hluta i Hvassal. 28. Guðlaugur og Sigurlaug Rósin- kranz selja Kristjáni Jónassyni hluta i Asvallagötu 58. Ragna Sigþr. Ingimundard. o.fl. selja Jóni Armanni Jakobss. hluta i Mávahlið 48. Eysteinn Þorvaldss selur Sigurjóni Friðbjarnarsyni hluta i Hvassaleiti 10. Helga Jónsd. o.fl. selja Dýr- finnu Tómasd. hluta i Skeggja- götu 2. Kristinn Sigtryggss. selur Astu Einarsd. hluta i Skaftahlið 6. Miðás s.f. selur Sighvati Björg- vinss. hluta i Jörfabakka 12. Unnur Knudsen selur Sigurjóni Ingvarss. hluta i Þórsg. 21. Alexander Guðjónss. selur Skúla Magnúss. hluta i Laugar- nesv. 83. Guðný Berndsen o.fl. selja borgarsjóði Rvikur hluta i hús- eign A-götu 35, v/Hamrahl. Guðlaug Jónsd. og Þórdis Sigurðard. selja Reykjavikur- borg fasteignina Heiði v/Selás- blett 7. Jónas Jónsson selur borgar- sjóði Rvikur húsið Lækjarbug v/Breiðholtsveg. Bjarni Bergsson selur Heimi Svanssyni hluta i Lindarg. 42A. Guðmundur Þengilsson selur Grétari Haraldss. hluta i Vestur- bergi 78. Asdis Vilhelmsd. selur Erling Óskarss. o.fl. hluta i Mávahlið 21. Arnljótur Guðmundsson selur Sölva Arnarsyni hluta i Leiru- bakka 14. Klara Bramm selur Auði Kristinu Jónsd. hluta i Skólavegi 21. Afsalsbréf innfærð 13/5 — 17/5 — 1974: Pétur Árnason, selur Sigtryggi Helgasyni hluta i Vatnsholti 10. Óskar & Bragi s.f. selur Jóni Guðnasyni hluta i Eyjabakka 5. Ardis Jónsd. ofl.seljaÞorsteini Guðbjörnssyni hluta i Bólst. 5. Guðrún Lilja Ingvadóttir selur Gunnari Laxdal hluta i Dverga- bakka 2. Jóna Jónsd. selur Hólmari Viði Gunnarss. hluta i Hverfisg. 100. Bústaður s.f. selur Jóni Eirikss. hluta i Hagamel 50. Erlingur Reyndal selur Soffiu Sigurðard. hluta i Nönnug. 16. Helgi Hákon Jónsson selur Leifi Eirikss. húseignina Einarsnes 48. Stefán Sigurðsson selur Stellu Jóhannsd. hluta i Skipasundi 31. Karl Harry Sigurðss. selur Þor- steini Má Baldvinss. hluta i Mariubakka 12. Björn Traustason selur Eggert Þorfinnss. hluta i Marklandi 14. Ingólfur Finnbogason selur Edvald Sæmundss. o.fl. hluta i Mávahlið 4. Erla Tryggvad. o.fl. selja Rauðakross Islands hluta i Skip- holti 21. Björg Guðmundsd. og Rúnar Jóhannss. selja Sigurði Sigurðss. hluta i Eskihlið 22. Svavar Markússon selur Bjarna Friðfinnss. hluta i Dala- landi 10. Friðrik Jónsson selur Jóhönnu Sigurjónsd.og Smára Jónss. hluta I Hraunbæ 14. Sigurður Gunnarss. selur Jóhannesi Gislasyni hluta i Njálsg. 80. Eirikur Ólafss. selur Lárusi Þórarinss. hluta i Glaðheimum 14. Arni Þórðarson selur Guðmundi óskarss. hluta i Vest- urbergi 78. Breiðholt h.f. selur Einari Möll- er hluta i Kriuhólum 2. Hjörtur Benediktss. selur Helgu Berndsen og Gunnlaugi Árnasyni hluta i Safamýri 49. Sigurður Guðmundsson selur Guðmundi Kristjánss. hluta i Njálsg. 50. Hafsteinn Björnss. og Þórdis Helgad. selja Þórdisi Jóelsd. hluta i Háaleitisbraut 51. Cecil Haraldss. selur Sigrid Toft hluta i Irabakka 18. Höskuldur Guðmundss. selur Birni Arnfinnss. hluta I Hraunbæ 160. Islenzki verðlistinn selur Guðm. Björgvinss. og Björgvin Guðmundss. hluta i Laugarnes vegi 76. Magnús Stefánsson o.fl. selja Svövu Þórðard. hluta i Leifsg. 14 og Hjálmholti 8. Lóa S. Kristjánsd. selur Svein- birni Tryggvasyni hluta i Hjarðarhaga 19. Kristján Júliusson og Bjarnfr. Pálsd. selja Sæmundi Alfreðss. hluta i Hrisateig 13. Friðrik Stefánsson selur Sonju Egilsd. hluta i Meistarv. 35. Þórshamar h.f. selur Fiskiðj- unni s.f. Hafnarv. v/s Hörpu RE. 342. Friðjón Ástráðsson selur öldu Björnsd. hluta i Meistarav. 9. Sigurður B. Björnsson selur Ingibjörgu Stefánsd. hluta i Ljósheimum 20. Ólafur óskarsson selur Grétu Önundard. og önundi Asgeirss. hluta i Kleppsv. 26. Sigrún Inga Sigurgeirsd. selur Sigurgeiri Jónssyni hluta I Blika- hólum 10. Andrés Valberg selur Einari Erlendss. eignina Ásbyrgi, Blesu- gróf. Jónas Jónsson selur Kristjáni F. Guðjónss. og Ester' Adolfsd. hluta i Silfurteig 1, Bændur Viö seljum dráttar- vélat; búvélar og allar tegundir vörubila BILASALAN Bræöraborgarstig 22 Simi 26797. ______ Þriðjudagur 28. maí 1974. MÁL AÐ VAKNA IIROGNKELSAVEIÐI var löng- um talin til hiunninda, og svo er enn við siðasta jarðamat. Stjórn- endur lifeyrissjóðs bænda virðast einnig þeirrar skoðunar. Þeir inn- heimta skatt af hlunnindum i sjóðinn, þar á meðal af hrogn- kelsaveiði, en ekki af fiskafia. Þó er það staðreynd, að jarðirnar hafa misst þessi fornu hlunnindi sin, — hægt og hljóðalaust, — fyr- ir breytta veiðitækni og vitaverð- an sofandahátt bænda og forráða- manna þeirra. Sú landhelgi, sem á að varð- veita þessi gömlu hlunnindí, er aðeins 60 faðmar út frá yztu skerjum um stærstu fjöru, og mun sú löggjöf jafngömul Jóns- bók. Allt fram á fjórða tug þessarar aldar veitti þessi landhelgi nægi- lega vörn gegn ágangi óviðkom- andi manna i þessi hlunnindi. Fram til þess tima voru öll hrogn- kelsanet, — tognæturnar fyrst, baðmullarnæturnar siðar, — kljáð niður með steinum. Þess vegna var alls ekki hægt að leggja þau nema á grunnsævi við landið, þvi að á dýpra vatni fóru kljárnar upp i bolinn og heftu hann saman. Þá var hrognkelsið lika aðeins veitt til heimilisþarfa, og áttu þvi fáir meira en 2-3 net i sjó, og ekki venja að leggja net framan við land annarra, nema að fengnu leyfi þeirra. Á siðari helmingi fjórða ára- tugs þessarar aldar verða á þess- um veiðiskap, sem trúlega hefur haldizt óbreyttur allt frá land- námsöld, stórfelldar breytingar. Þá fyrst hefst söltun grásleppu- hrogna til útflutnings, og sóknin i þennan fiskistofn margfaldast á fáum árum. Samtimis hugkvæmdist mönn- um að setja blý neðan i næturnar i stað kljáa áður. Eftir þá breytingu var hægt að leggja næturnar á hvaða dýpi sem menn kusu, og gerði þeim kleift að hirða um lítt takmarkaðan fjölda nóta, ef þær voru lagðar framan við all- an þaragróður. Fyrstu árin, eftir að grásleppu- veiðarnar hófust vegna hrogn- anna, var verð þeirra mjög mikil tekjulind ýmsum bændum, þvi að aflinn var óhemjumikill vegna tilkomu nælonnetanna, og eigi siður hins, að lengi vel stunduðu fremur fáir bátar veiðarnar — og einungis smáir. En með hækkandi hrognaverði sneru fleiri og fleiri sér að þessari útgerð, ekki aðeins á opnum bát- um, heldur einnig á stórum dekk- bátum — jafnvel skipum. Hin stórfellda breyting á gerð nótanna, sem greint var frá hér að framan, og margfölduð sókn i hrognkelsastofninn, hefur i reynd þurrkað út þau ævafornu hlunn- indi jarðanna, sem þessar veiðar voru áður. Og hún hefur gert fleira, sem vert er að gefa gaum. Veiði i hverja nót er orðin hér, — þar sem ég þekki til, — aðeins litið brot þess, sem áður var, enda eru margfaldar netagirðingar með öllu landi og fram á fiskimið, svo að mjög fáar grásleppur komast upp á grunnsævi til að hrygna. Enginn veit hvað stofninn þolir mikla sókn. Hitt blasir við öllum: Veiðarfærum, bátum og vinnu fjölda manna er sóað að óþörfu, vegna þess, að þvi aflamagni, sem markaðurinn tekur við, er auðvelt að ná að landi með miklu minni útgerð. Þessi markaður fyrir grá- sleppuhrognin hefur alltaf verið nokkuð takmarkaður og allmikl- ar verðsveiflur á þessari útflutn- ingsvöru. Háu markaðsverði eitt árið hefur jafnan fylgt verðfall hið næsta ár. Orsök þess er sú, að þegar hrognaverðið er hátt, fara dekkbátarnir á þessar veiðar og markaðurinn yfirfyllist. Af- leiðingin verður svo verðfall á hrognunum. Þá hefur það ætið komið i hlut smábátaeigenda að veiða upp I gerða samninga og bjarga okkur frá þvi að tapa dýr- mætum mörkuðum. Fyrir mörgum árum flutti full- trúi okkar Þingeyinga á búnaðar- þingi tillögu þess efnis, að land- helgi jarða skyldi færð út, svo að þessi ævafornu hlunnindi þeirra héldust að nokkru. Þrátt fyrir breytta veiðitækni. Erindi þessu var vel tekið á þinginu, og fól það stjórn B-l- að vinna að framgangi málsins. Þáverandi stjórn Búnaðar- félagsins virðist hafa stungið þessu erindi okkar Þingeyinga undir koddann sinn. Um það hef- ur siðan rikt grafarþögn. Tæpast þarf á það að minna, að ibúar ýmissa útkjálkahéraða hafa nú verulegan hluta tekna sinna af grásleppuveiðinni. Margar þessara sveita myndu fljótlega leggjast i eyði, ef þess- arar atvinnugreinar nyti ekki lengur við. Það er þvi þjóðhags- lega nauðsynlegt að vernda forn- an rétt landeigenda til hrogn- kelsaveiðanna gegn aðkomuflot- um. Veiðarnar verður að skipu- leggja eins og rækju- og skelfisk- veiðar með forgangsrétti heima- manna. Það er hrein fásinna að leyfa meiri sókn i stofninn ár hvert en þörf er fyrir markaðs vegna og hagkvæmast er fyrir þjóðarbúið I heild. Einungis opnum bátum ætti að veita leyfi til þessara veiða. I eigu landsmanna er fjöldi trillubáta, sem gerður er út á handfæraveið- ar að sumrinu. Útgerðartimi er stuttur. Hann þarf að lengja með grásleppuveiði yfir vormánuðina. Engin útgerð skilar eins miklu verðmæti i þjóðarbúið sem hand- færaveiðarnar, miðað við rekstrarkostnað og það fjár- magn, sem i þeim er bundið. Eng- in útgerð skilar fiskvinnslu- stöðvunum jafngóðu hráefni, og engin veldur minni spjöllum á fiskstofninum. Þessir litlu bátar eru að nokkru mannaðir drengjum og ungling- um, sem eru við handfærið full- gildir menn. Handfæraveiðarnar hafa seiðmagnað aðdráttarafl á drengina. Þar er að verki sami frumstæði krafturinn, sem knýr virðulega borgara, jafnvel „æðstu menn” þjóða, I sprett- hlaup um sleipar flúðir og grýtta árbakka, þegar sá „stóri” hefur gripið fluguna. Þannig bindast fjölmargir unglingar sjómanns- starfinu til lifstiðar, og læra til verka, rikinu að kostnaðarlausu. An þessa „forskóla” drengj- anna á trillubátunum, verða stóru skipin i veiðiflotanum aldrei mönnuð. Það yrði þungur róður að sækja liðsaflann á þau inn i skrifstofustólana, — i ylinn og hægðina þar. Vegna þessa alls er alveg nauð- synlegt að hlynna að útgerð opnu smábátanna með stefnuföstum aðgerðum, jafnhliða þvi, að hinni dreifðu byggð útkjálkahérað- anna, sem nú berst sums staðar fyrir tilveru sinni, verði með að- stoð löggjafans skilað aftur þeim hlunnindum, sem hún hafði áður — alll frá landnámsöld. Jóhannes Björnsson Ytri-Tungu á Tjörnesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.