Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 28. mai 1974. Brasilíu- menn komnir til Evrópu HEIMSMEISTAR- ARNIR frá Brasiliu eru komnir til Evrópu, en þeir munu dveljast i Vestur- Þýzkalandi fram að heimsmeistarakeppn- inni. Brasiliumenn léku æfingaleik gegn Ludwigshafen um helgina. 40 þús. áhorf- endur komu til að sjá snillingana leika gegn Ludwigshafen, sem er lið í 2. deildinni þýzku. Ileimsmeistararnir fóru sér að engu óðs- lega i leiknum og unnu 3:2 sigur. Það ( voru þeir Rivelino (2) * og Valdomiro, sem skoruðu mörkin. Það er greinilegt, að Brasi- liumenn ætla sér að verja heimsmeistaratitilinn. Liðið mun dveljast i æfingabúðum i Frankfurt fram að HM-keppn- inni, sem hefst 13. júni. Leik- menn Brasiliuliðsins munu leika nokkra æfingaleiki, og verða mótherjar þeirra ýmis félagslið. Keflavíkurliðið fallið í öldudal — liðið náði sér aldrei á strik gegn KR-liðinu, sem stöðvaði sigurgöngu Keflvíkinga í 1. deild. — Dómari leiksins hélt flautukonsert, sem eyðilagði leikinn KR-INGAR stöðvuðu sigurgöngu Keflavikur- liðsins i 1. deild á laug- ardaginn. Keflavikurlið- ið hafði fyrir leikinn leikiö 16 leiki i 1. deild án taps, eða siðan 31. ágúst 1972, en þá töpuðu Kefl- vikingar óvænt fyrir Breiöabliki á heimavelli 3:4. Keflavikurliðið lék sinn fyrsta leik gegn Fram i 1. deildinni i ár, og þá vann liðið sætan Árs- þing KKI Arsþing KKÍ verður haldið að Ilótel Esju 15. júní nk., cn ’ekki að Hótel Loftleiðum, cins og sagt var i fundarboði. Víða- vangshlaup Víðavangshlaup Kópavogs fer fram fimmtudaginn 3(). maí. Hlaupið verður frá Fifuhvamms- velli, og hefst hlaupið kl. 20.0«. Lofa góðu — Hollendingar burstuðu Argentínumenn HOLLENDINGAR unnu stórsigur yfir Argentinumönnum i landsleik i knatt- spyrnu á sunnu- daginn. Leikurinn sem fór fram i Amsterdam endaði 4:1. Með þessum sigri bendir allt til þess, að lið Hollands komist i 8-liða úrslitin i HM i sumar, en liðið leikur i riðli með Uruguay, Sviþjóð og Búlgariu. Það voru þeir Neeskens (vttaspyrna á 30. mín.), Rensebrink (31), Strik (75) og Haan (77), sem skoruðu mörkin fyrir Holland, Wolff skoraði markið fyrir HM-lið Argentfnu. 15. þús. áhorfendur sáu leikinn. : .. 'S GRÉTAR MAGNÚSSON...sésthér (nr. 8) skalla að marki KR. Ottó Guðmundsson (3) tókst að bjarga á llnu. Chile sigur HM-lið Chile sigraði argentinska félagsliðið River Plate, 2:1, i vin- áttuleik i Santiago á sunnu- daginn. 23 þúsund áhorfendur voru ckki of hrifnir i hálfleik, en þá höfðu Argentinumenn skor'að eitt mark gegn engu. Það. var Morette scm skoraði markið á 29. min. En i siðari hálfleik varð mikil hrifning á áhorfendapöll- unum, þvi að þá skoraði Carlos Caszelly tvö mörk fyrir Chile- m en n. sigur og setti markið — 16 leiki án taps. Framliðið átti fyrra metið — 15 leiki án taps, sem það setti 1972-71. KEFLAVÍKURliðið verður nú fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Eins og við sögðum frá hér á síð- unni á laugardaginn, þá hefur Guðni Kjartansson, fyrirliði liðs- ins, verið lagður inn á spitala, þar sem liann hefurverið skorinn upp vegna siitinna liðabanda I oln- boga. A laugardaginn slasaðist hinn miðvörður liðsins og lands- liðsins, Einar Gunnarsson. Einar og Jóhann Torfason, KR, skullu saman, en Jóhann er oft of ákafur i leik. Einar verður að öllum lik- indum frá keppni um tíma, þar sem hann tognaði illa á hné. Þetta kemur sér illa fyrir Keflavikur- liöiö, þvi aö Guðni og Einar hafa verið burðarásar liðsins undan- farin' ár. FRIÐRIK RAGNARSSON i Kefla vikurliðinu varð fyrir óvæntri reynslu á laugardaginn, en þá var liann bókaður um leið og hann kom inn á gcgn KR. Frið- rik, sem kom inn á sem vara- maður, beið ekki eftir leyfi frá dómara leiksins, Grétari Norð- fjörð, til að fá að koma inn á, þegar hann skipti við Ólaf Július- son i siðari hálfleik. Þetta kostaði það, aö hann l’ékk gula spjaldið. MARKABRÆDURNIR AF SKAGANUM, þeir Matthias Hall- grimsson og Teitur Þórðarson, voru heldur betur á skotskónum uppi á Skaga á laugardaginn, þegar Akureyringar koinu i heimsókn. Þeir skoruðu sin tvö mörkin livor, þegar Akranesliðið tók forustuna i 1. deild, með sæt- um sigri yfir Norðanmönnum, 4:0. Þar með hefndu þeir fyrir óvænt tap sl. keppnistimabil — þá sigruðu Akureyringar 0:2 á Skag- anum. MATTHÍAS HALLGRÍMSSON komst upp I annað sætið yfir markhæstu leikmenn kcppnis- timabilsins með sínum átta mörkum. Þrjú efstu sætin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum: Steinar Jóhannsson, ÍBK 9 Matthias Hallgrimsson, ÍA 8 Rúnar Gislason, Fram 7 EYJAMENN ERU KOMNIR HEIM. — Þeir héldu upp á það á laugardaginn, með þvi að sigra Valsmenn 1:0 I fyrsta 1. deildar- leiknum, sem leikinn hefur verið i Eyjum siðan 2. september 1972, en þá voru það einmitt Valsmenn, sem léku þar. Valsmcnn léku þvi siöasta og fyrsta 1. deildar leik- inn, fyrir og eftir gosið. GUÐMUNDUR ÞÓRDARSON, miðherjinn snjalli i Breiðabliki, er nú aftur kominn á skotskóna. Guðmundur, sem skoraði aðeins 4 mörk á siöasta keppnistimabili (1 i Litlu-bikarkeppninni og 3 i 1. deild), hefur nú skorað 5 mörk á keppnistimabilinu. Hann skoraði þrjú mörk, ,,Hat-trick”, gegn Selfossi i 2. dcild, og er þvi mark- hæstur með 4 mörk i deildinni. Guðmundur, sem hefur verið einn mesti markaskorari landsins undanfarin ár, inun örugglega reyna að slá út markametið i 2. deild i sumar. Markametið cr 22 mörk, en það setti Hafliði Péturs- son, Vikingi, árið 1971,— SOS. Flautukonsert HANN VAR MAÐUR LEIKSINS...Grétar Norðfjörð þurfti ekki annað en að stinga flautunni upp i sig, þá stöðvaðist boltinn. Ilann hélt flautukonsert fyrir leikmenn og áhorfendur á laugardaginn. ( Tlmamynd Jim)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.