Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. mai 1974. TÍMINN 17 Síðara bréf til Tómasar Helgasonar Um námshrokans nauma o.fl. geð Kæri Tómas. E.t.v. hef ég gengið of langt með þvi að skrifa þér opið bréf, en úr þessu verður ekki aftur snúið. Þeim lesendum sem byrja hér, skal á það bent að fyrra bréfið fjallaði annars vegar um mat T.H. á sérfræðiritgerð undir- ritaðs, hins vegar var tekin til umræðu valdaaðstaða lækna- stéttarinnar og áhrif hennar á geðheilbrigðismál i landinu. Siðara atriðinu verða gerð nánari skil i þessari grein. Við búum i lýðræðisþjóðfélagi, með jafnrétti allra þegna eftir þvi sem mannlegur máttur fær við komið á hverjum tima. Margir eru ánægðir með lýðræði okkar hér á íslandi, telja hvergi i heiminum betri möguleika á að hver einstaklingur komi skoðun sinni og vilja á framfæri. Sumir eru meira að segja svo bjartsýn- ir, að halda að raunverulegt ákvörðunarvald liggi hjá fólkinu og þingræðið tryggi öllum þegn- um velferðarrikisins jafnan rétt til að hafa áhrif á gang þýðingar- mestu mála þjóðarinnar. Við skulum ekki eyða fleiri orðum að þessu en snúa okkur beint að einni af skuggahliðum okkar eigin þjóðfélags. Almenningsálitið býr yfir geysiöflugum og lifsseigum for- dómum gegn öllu þvi sem flokk- ast undir geðræn vandamál. Fólk með geðkvilla og geðsjúkdóma lendir umvörpum enn þann dag i dag i miklum erfiðleikum af þess- um sökum. Jafnvel á heilbrigðis- stofnunum sjálfum rikja for- dómar, samanber andófið gegn geðdeildinni á Landspitalalóð- inni. Þessu veldur að miklu leyti hræðsla og ótti almennings við hið óþekkta, fólk veit nokkurn veginn liffæraskipan likamans og kann einhver deili á algengustu likam- legu sjúkdómunum, en geðsjúk- dómar eiga engan fastan sama- stað i likamanum, voru lengur taldir yfirnáttúrulegir en aðrir sjúkdómar og að sumu leyti má lita á fordómana sem skiljanlega, þar sem geðsjúkdómar eru minnst þekktu og kannski lika minnst rannsökuðu sjúkdómar mannskepnunnar. A siðustu tim- um er enn fremur byrjað að ve- fengja réttmæti læknastéttarinn- ar til að einoka aðstöðu sina til að fást við þessa sjúkdóma, margir telja sjálfsagt að hleypa sál- fræðingum, félagsráðgjöfum, geðhjúkrunarkonum og fleiri að, meir að segja viða talið rétt að læknir sé ekki endilega i fremstu viglinu eða valdamestu stjórnunaraðstöðu á stofnunum þeim, er veita geðheilbrigðis- þjónustu. Þessi nýjung á þó furðulega erfitt uppdráttar m.a. hér hjá okkur á Islandi, vegna þess, að fólk hefur tamið sér og orðið rótgróið i þeim hugsunar- hætti, að til læknis sé leitað og hann einneigi að ráða bót á sjúk- dómi eða leysa vandamál, engir aðrir hjálparkokkar geti komið þar neitt við sögu. t mörgum til- vikum er þetta fyllilega réttmæt grundvallarkrafa þeirra, sem leita sér læknishjálpar, en i öðr- um tilvikum er þetta hins vegar beinlinis hindrun gegn þvi, að raunveruleg bót eða lækning geti átt sér stað. Oft er samvinna læknis, sjúklings og annarra æskilegri og árangursrikari en einkasamtal læknis og sjúklings. Báðar þessar aðferðir eru þó margfalt betri en að tala ekki við sjúklinginn, loka hann bak við lás og slá og láta gæta hans, fyrir- skipa þvingunarráðstafanir, skv. valdboði læknis, án þess að hann hafi sett sig vandlega inn i mál- efni sjúklingsins og aðstæður hans. Þvi miður gerist það nú á okkar dögum að geðlæknir ákveð- ur að sjúkling séu gefin lyf i rif- legum skömmtum til að skapa ró á sjúkradeild i stað þess að reyna að nálgast sjúklinginn eftir öðr- um leiðum og ráða i það hvað veldur óróleikanum. Og hér er ég kominn að þvi, sem ég kallaði i siðasta bréfi „óhugnanlega hæg- fara þröur.: gcðheilbrigðismálum hérlendis”. Aðstandendur sjúk- linga hafa bent á margt, sem bet- ur mætti fara á geðheilbrigðis- stofnunum, en þeim er ekki alltaf anzað. Geðlækninum finnst ábending e.t.v. óréttmæt og þess vegna gerist ekkert. Geðlæknir- inn er nefnilega sá sem ræður. Hver er svo skýringin á þessari hægfara þróun? Mitt álit er, að skýringarinnar sé að leita i göml- um, stirðnuðum formum. Stétta- skipting, mannamunur og for- dómar eru enn við lýði inni á sjúkrastofnunum, „Iæknirinn á að ákveða”, er notað eins og algilt viðlag eða motto á flestöllum sjúkrahúsum, —motto, sem virð- ist jafn sjálfsagt á skurðstofum eins og það er fjarstæðukennt á vissum geðdeildum. t lækninga- samfélögum eins og við erum nú að prófa hér fyrir norðan er geng- ið eins langt og óhætt þykir i að dreifa ákvörðunarvaldinu á alla einstaklinga, bæði lærða og leika, hvort heldur þeir eru starfsmenn eða vistmenn á deildinni. Kostir þessa fyrirkomulags eru of marg- ir og augljósir til að fara nánar út I þá að þessu sinni. Nauðsynlegt er samt að gera opinberlega skil þegar þar að kemur, þvi heil- brigðismál varða almenning ekki siður en verkföll, utanrikismál og landhelgisdeilur. Svo langar mig til að gerast for- hertur og gefa þér, sjálfum mér og öðrum ónafngreindum stéttar- bræðrum okkar heilræði: Við skulum gera örstutt hlé á lifs- þægindakapphlaupinu, stanza og kasta mæðinni um stund og hugsa málin. Er það rétt að við læknar séum einum of uppteknir við að varðveita einhverskonar forrétt- indi okkar i þjóðfélaginu? Erum við of duglegir við að potast eftir framabrautum, og linir við að hugsa um hag sjúklinga? Fælum við marga góða einstaklinga frá þvi að vinna i þágu geðheil- brigðismála vegna þess, sem nefnt hefur verið stærilæti lækna- stéttarinnar? Einblinum við um of á bóknám og háskólapróf, ger- umst fastheldnir á völd og valda- aðstöðu, hættir okkur til að tútna út af sérþekkingu og bókvizku á kostnað heilbrigðrar skynsemi og mannlegrar hlýju? Ef svörin eru játandi, hljótum við að vera komnir með þann kvilla sem Ein- ar Benediktsson nefndi i einu kvæði „námhrokans nauma geð” (Messan á Mosfelli.) Ég vil leyfa mér að halda þvi fram, að það sé þýðingarmeira fyrir geðheil- brigðismál okkar i dag, að læknar stigi niður af stallinum og fari að tala við samstarfsfólk sitt á jafn- réttisgrundvelli fremuren að þeir keppist við að sannfæra hvern annan um nauðsyn þess að hafa lagt að velli hin eða þessi pappirs- tigrisdýr. Með öðrum orðum : Ég lit á það sem skyldu okkar geðlækna að eiga næsta leik i baráttunni gegn fordómum, og það gerum við bezt með þvi að hefja opinskáa um- ræðu bæði á okkar vinnustöðum og i fjölmiðlum. Þar með fá leik- menn, t.d. aðstandendur sjúk- linga betri innsýn i vandamálin, almenn þekking vex, fordómar minnka, tengslin milli fagfólks og áhugafólks aukast, betri sam- starfsgrundvöllur skapast pg með eðlilegri þróun geta vandamenn sjúklinga beitt sér á markvissari hátt fyrir þvi, að geðveikum verði tryggt jafnrétti á við annað veikt fólk i landinu. Astæðan til að ég espaðist svona upp við þig á dögunum var ekki bara sú að mér fannst ég órétti beittur varðandi umsókn mina um sérfræðiviðurkenningu. Við þetta bættist, að mér fannst þú og þin afstaða vera nokkuð táknræn fyrir þau öfl i manns- huganum, sem að minum dómi ýta undir óeðlilega þróun i geð- heilbrigðismálum. Þar að auki vildi ég gera mitt til að vekja fólk til umhugsunar og helzt vitundar um vaxandi almætti skrifstofu- veldisins á Seltjarnarnesi. Svo komu nokkur gullkorn frá Háskólanum og fylltu mælinn svo út úr flóði, og varð mér þá á að biðja um orðið i ofdirfsku minni. Sumir vina minna og starfs- bræðra telja, að ég hefði betur látið þetta ógert, og má vera að svo sé, en þrátt fyrir vandlega umhugsun finnst mér ekki ástæða til að taka neitt aftur af þvi sem ég hef sagt. t byrjun einmánaðar 1974. Brynjólfur Ingvarsson. Rekstur Ferða skrifstofu ríkisins Svar við ádeilum Sigurðar AAagnússonar forstjóra Hálf-önnur smálest í einum vöndli KJÖT OG MJÓLK fær fólk ekki á matborð sitt, án þess að gripirnir hafi beiti- land. Viða um lönd þarf einnig að heyja handa skepnunum, svo að þær bresti ekki vetrarfóður. Vélar eru smiðaðar til þess að ræktun og hey- skapur geti gengið greitt og örugglega. Eins og allir vita er það löngu liðin tið, er helztu am- boðin við heyskapinn voru orf. ljár og hrifa. Og stöðugt er verið að smiöa nýjar vélar og vélasamstæður til þess að létta heyskapinn og gera hann fljótlegri. Nú hefur International Har- vester I Chicago framleitt nýtt tæki, sem er ætlað til þess að tengja dráttarvél. Vefur það grasið eða heyið saman i afar- stóra vöndla, sem geta verið langt til tveir metrar i þver- mál og vegið hála aðra smá- lest. Þetta hefðu þótt myndarleg- irbaggar á þeim árum, þegar allt hey var bundið með reip- um, og liklega hefði sjálfur Ormur Stórólfsson kiknað undir slikri byrði, þótt stór væri klegginn, sem hann snar- aði á herðar sér i Hvolhreppn- um, að þvi er sögur herma. ÞAÐ ER sem betur fer sjaldgæft, að ráðuneyti þurfi að standa i blaðaskrifum vegna ummæla og árása forstjóra þeirra stofnana, sem undir það heyra. Hjá þvi verður þó ekki komizt, að sam- gönguráðuneytið geri nokkrar at- hugasemdir vegna ummæla Sigurðar Magnússonar, fráfar- andi forstjóra Ferðaskrifstofu rikisins, sem birt hafa verið i nokkrum dagblaðanna 14. og 15. þ.m., svo og athugasemdir við bréf það, sem Sigurður skrifaði samgönguráðherra 19. marz sl. og birtist i Morgunblaðinu 15. þ.m. 1 þessum blaðaskrifum gætir ekki einungis mistúlkunar, heldur er sums staðar beinlinis um ranghermi að ræða. Mun ráðuneytið ekki elta ólar við smáatriði i viðtölum við Sigurð, en aðeins gera athuga- semdir við eftirtalin aðalatriði: 1. Það er ekki rétt, sem haft er eftir Sigurði i Visi 14. þ.m., en hann segir þar m.a. svo: „Ég hef frá þvi i október farið þess á leit að fá fé til greiðslna á gömlum skuldum og rekstrarfé til þess, að unnt yrði að halda áfram rekstri skrifstofunnar. Þetta fé hef ég ekki fengið”. Sannleikurinn er sá, að Sigurður hefur fengið veruleg fjárframlög, sem notuð hafa verið til skuldagreiðslna og reksturs. Þessi framlög eru sem hér greinir: 1. Framlag á fjárlögum 1974 (en slikt framlag hefur F.R. ekki fengið i allmörg ár fyrr en nú) gr. 8. jan. ’74 5.0 millj. kr. 2. Fjárveiting utan fjárlaga, gr. 28. des. ’73 5.0 millj. kr. 3. Fjárveiting utan fjárlaga, gr. 20. marz ’74 5.0 millj. kr. 4. Fjárveitingar utan fjárlaga 1974 til launagreiðslna 1.8 millj. kr. 5. Lán úr Ferðamálasjóði v/fjárfestingaframkv. F.R. undanfarin ár. Lánið er veitt 1973 5.0 millj. kr. Þetta gera samtals 21.8 millj. kr. Til viðbótar þessu hefur verið i athugun öflun frekari yfirdráttar- heimildar eða bráðabirgðalflns frá banka, eða a.m.k. hefur ráðu- neytið falið Sigurði að leita eftir sliku láni. Loks skal þess getið, að þessar fjárveitingar til F.R. hafa allar verið byggðar á áætlunum um af- komu siðasta árs, sem að visu hafa i aðalatriðum reynzt réttar, en reikningur F.R. fyrir árið 1973 var ekki sendur ráðuneytinu fyrr en i byrjun þessa mánaðar. 2. I áðurgreindu bréfi til ráð- herra kveðst Sigurður mjög and- vigur þvi, að tsland hætti aðild að landkynningarskrifstofu Norður- landanna i New York. Ákvörðun ráðuneytisins um að hætta aðild var þó tekin fyrst og fremst á grundvelli álits þriggja manna nefndar, sem Sigurður átti aðild að og skipuð var til að kanna nú- verandi fjárhags- og rekstrar- grundvöll Ferðaskrifstofu rikis- ins. 1 áliti nefndarinnar um þetta mál, dags. 27. nóv. f.á., segir m.a. svo: „Ýmislegt hefur á þeim stutta tima, sém liðinn er siðan þetta samstarf hófst, komið fram, sem gerir það vafasamt, að þátttakan sé eins eðlileg og sjálfsögð og hún virtist i upphafi.” Er siðan vikið að þvi, að kostnaður við þátttök- una hafi af orsökum, sem ekki hafa fengizt skýringar á, farið langt fram úr áætlun, ekki hafi orðið jafnmikið gagn að þessu samstarfi fyrir islenzka land- kynningu og taliö var i fyrstu, og að sameining islenzku flugfélag- anna hafi einnig veruleg áhrif i þá átt að draga úr gildi þessarar samvinnu. Allir nefndarmenn, þ.á.m. Sigurður Magnússon, voru sam- mála um framangreint atriði. Ráðuneytið fær ekki séð, að neitt það hafi siðar komið fram, sem breyti þessu áliti, nema þá til að styrkja það. en horfur eru á,að kostnaðaraukinn verði miklu meiri en álitið var i nóvember. 3. 1 áminnztum blaðagreinum, svo og bréfi Sigurðar, er gefið i skyn, að seinagangur hafi verið i viðkomandi ráðuneytum á af- greiðslu fjárhagsmála F.R. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að nefnd sú, sem skipuð var til að kanna starfsemi og rekstur F.R. 16. nóv. s.l., skilaði áliti og til- lögum strax. 5. des., og á grund- velli þeirra tók ráðuneytið sina ákvörðun daginn eftir, 6. des., og sendi með bréfi til Sigurðar Magnússonar. Eins og kemur fram i lið 1) hefur F.R. allt frá þvi i fyrrahaust verið að fá sérstaka fjárhagslega fyrirgreiðslu. Hitt er svo annað mál, að enginn for- stjóri rikisstofnunar getur búizt við að stofnunin fái nema mjög takmarkað fjármagn til ráðstöf- unar utan fjárlaga. Þar hafa við- komandi ráðuneyti skyldum að gegna um aðgæzlu og aðhald, auk þess sem fjárveitingavaldið er i höndum Alþingis. 4. Að þvi er vikið i blaðaskrifun- um, að lagaákvæðin um Ferða- skrifstofu rikisins séu orðin „dauður bókstafur.” Það er alveg rétt, að þau eru að nokkru leyti úrelt. Ráðuneytið vill þvi minna á, að fyrir Alþingi hefur legið tvö undanfarin þing frumvarp um Ferðamálastofnun Islands, sem ekki hefur hlotið afgreiðslu Ráðuneytið vill ennfremur minna á, að.Sigurður Magnússon hefur i Ferðamálaráði beitt sér gegn samþykkt þessa frumvarps, án þess þó að ljóst liggi fyrir, hvað hann vill fá i staðinn. Að lokum vill ráðuneytið taka fram, að það fær ekki betur séð en það sé gagnstætt hagsmunum islenzkra ferðamála, að starf- scmi Ferðaskrifstofu rikisins sé gerð tortryggileg i augum inn- lendra og erlendra viðskipta- aðila, en skrif fráfarandi for- stjóra hennar gætu vissulega ver- ið til þess fallin. Mál þetta er hér með útrætt af ráðunevtisins hálfu. Samgönguráðuneytið, 16. mai 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.