Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. mai 1974. TtMINN 3 iordes den förste eaterdekoration ved ^.^[ochums matthias i eS, fdK^asvínn :&3sir. mffBi íslenzk leikmynda sýning í Álaborg UM ÞESSAK mundir er haldin i Alaborg sýning á verkum leik- myndateiknara á Norðurlöndum. Sýning þessi er i tengslum við Norræna leiklistarþingið, sem haldið er i Álaborg á sama tima. Að þessu sinni taka 10 islenzkir leikmyndateiknarar þátt i sýningunni, og er það i fyrsta sinn sem þeir sýna verk sin erlendis. Hér er um að ræða alla starfandi leikmyndateiknara hérlendis, auk Sigfúsar Halldórssonar, sem var sérstaklega boðin þátttaka. Þeir sýna um 100 ljósmyndir úr 35 verkum, frá leikhúsum og sjónvarpi, frá timabilinu 1960 — 1974. Þeir, sem taka þátt i sýning- unni, eru: Lárus Ingólfsson, Sigfús Halldórsson, Magnús Páls- son, Gunnar Bjarnason, Steinþór Sigurðsson, Björn Björnsson, Jón Þórisson, Birgir Engilberts, Snorri Sveinn Friðriksson og Sigurjón Jóhannsson. 1 sýningu islenzku leikmynda- teiknaranna er þess minnzt, að liðin eru 100 ár frá dauða Sigurðar Guðmundssonar málara, en hann teiknaði fyrstu leiktjöld, sem vitað er um hérlendis, en það var árið 1862. Þá léku skólapiltar latinuskólans Útilegumenn Matthiasar Jochumssonar i fyrsta skipti — með karlmenn i öllum hlutverkum. Tjöld úr þeirri sýningu eru nú varðveitt á Þjóðminjasafni. Leikmy ndateiknarar eru meðlimir i Félagi islenzkra leikara, ásamt leikstjórum og óperusöngvurum, auk leikara, og nú standa yfir samningar milli FIL og leikhúsanna um kjör laus- ráðinna leikmyndateiknara.Slikir samningar hafa ekki verið gerðir áður, en það hefur færzt i vöxt, að leikmyndateiknarar ,,færi sig milli leikhúsa”, taki að sér verk- efni hjá fleiri aðilum en einum, og þaðerálit FIL, að slikt sé leikhús- lifinu mjög til góða, og beri að auka. Leikmyndateiknarar hafa fullan hug á að gefa islenzkum áhorfendum kost á að sjá sýningu þessa, þegar aðstæður leyfa, ef til Vill á komandi hausti. Björn segir sig úr Samtökunum A myndinni sjást sjö af þeim tlu leikmyndateiknurum, sem sýna I Álaborg. Ákvæði um meðferð búfjár við rekstur og flutning — orðsending frd stjórn Sambands dýraverndunarfélags íslands Að gefnu tilefni viljum við benda þeim aðilum, sem flytja þurfa hesta og annan búpening á bifreiðum á 4. gr. reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum, skipum og flugvélum. 4. gr. Þegar stórgripir eru fluttir með bifreiðum, skal leitast við að nota til þess yfirbyggðar eða yfir- tjaldaðar bifreiðar, sem veiti gripunum skjól og birgi þeim út- sýn, en jafnframt skal þess gætt, að loftræsting sé nægileg. Nautgripi og tamin hross, skal binda tryggilega með múlbandi meðan á flutningi stendur. Til þess að draga úr hálku skal ávallt strá flutningspall sandi, heyi eða tréspónum. Meðan á flutningi stendur skal sérstakur gæzlu- maður hafa eftirlit með gripun- um. Ef um einstaka gripi er að ræða, má flytja þá i traustum köSsum eða básum. Hliðar slikra flutningsbása skulu sléttar og þétt klæddar, hæð eigi minni en l,20cm.,nema fyrir ungviði, eða séu hliðar þá jafnan svo háar, að skepan geti staðið eðlilega án þess að ná upp fyrir þær. Meðan á flutningi stendur skal skýla grip- unum, með seglum og ábreiðum. Þegar margir gripir éru fluttir i einu, má flytja þá i stium og skal velja saman i stiu gripi af svip- aðri stærð og aldri. Að vetrarlagi skal ávallt flytja gripi i yfirbyggðum eða yfirtjöld- uðum bifreiðum. Hrossum skal eigi ætla skemmri hvild en einn sólarhring að loknum flutningi með bifreið eða skipi. Hryssur og kýr, sem komnar eru að burði, má ekki flytja með skipum eða bifreiðum. Björn Jónsson, fyrrum ráð- herra og forystumaður i Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, hefur með opinberri yfir- lýsingu, er lesin var i útvarpið i gærkvöldi, sagt sig formlega úr samtökunum.. Sendir Björn i yfirlýsingu sinni fyrrverandi félögum sinum i Samtökunum kaldar kveðjur og sakar þá um hvers konar yfirgang sér auð- sýnda, svo að leiðir hljóti nú að skilja. Segir Björn jafnframt i yfirlýsingunni, að hann hafi sótt um inngöngu i Alþýðuflokkinn — en þess er ekki getið, hvernig honum hafi verið tekið þar. JON HELGASON SEXTUGUR Jón Helgason fæddist á Akranesi 27. mai 1914, sonur hjónanna Helga Jónssonar, bónda i Stóra-Botni i Botnsdal, Borgarf., og konu hans, Oddnýjar Sigurðardóttur. Jón nam allan barnalærdóm i heimahúsum, en fór síðan i alþýðuskólann á Laugum, og stundaði einnig nám I Samvinnuskólanum. Hann var blaðamaður við Nýja dag- blaðið 1937-1938 og við Timann frá 1938-1953. Ritstjóri Dvalar var hann 1942 og ritstjóri Frjálsrar þjóðar frá 1953 til ársbyrjunar 1960. Ritstjóri Timans var hann 1961 og ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans frá stofnun þess 1962 til vordaga 1972. Hann er nú einn af ristjórum Timans, eins og kunnugt er. Frá hendi Jóns Helgasonar hafa komið margar bækur, og má þar nefna Islenzkt mann- lif, sem kom út i mörgum bindum, Vér Islands börn (3 bindit, ,,alda”bækurnar svo- nefndu (öldin átjánda, öldin sautjánda), Arbók Ferða- félags Islands, 1950, Trykja- ránið, Orð skulu standa, Þréttán rifur ofan I hvatt og Maðkar i mysunni. Þessi siðast talda bók hefur inni að halda frumsamdar smásögur. Auk hinna frumsömdu rita, — sem ekki hafa verið öll talin hér, — hefur Jón Helgason þýtt margar bækur, meðal annars eftir A.J. Cronin, Peter Freuchen, Thor Heyerdahl og Vilhelm Moberg. Kona Jóns Helgasonar er Guðrún Margrét Pétursdóttir frá Lækjarbakka i Höfða- kaupstað, og eiga þau þrjá uppkomna sonu. Fimmtudaginn 23. mai s.l. útskrifaðuist 201 stúdent frá Menntaskólanum I Reykjavik. Þar af voru 72 I máladeildum (31 I latinudeild og 41 I nýmáladeild), 72 I eðlisfræðideild og 57 I náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir hlutu Eilinborg Jóhannesdóttir, eölisfræðideild, 9,05, og Bera Nordal, latinudeild, 8.72. Meðfylgjandi mynd tók Gunnar, Ijósmyndari Timans, af hópnum. Sigur Sjdlfstæðis- flokksins Þvi er ekki að leyna, að Framsóknarmenn urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með úrslit bæjar- og svcitar- sljórnarkosninganna. En þótt Framsóknarflokkurinn hafi viða tapað nokkru fyigi, er hann enn næst stærsti stjórn- málaflokkurinn i kaupstöðum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur i Reykjavík, og i heild fékk flokkurinn umtals- verða fylgisaukningu. Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði hins vegar einu tryggasta vigi sinu i kosningunum. Sjálfstæðis- menn misstu meirihlutann á Ólafsfirði. Kosningabandalag þeira Hannibals og Gyifa beið hið mesta afhroð i þessum kosningum. Þar sem Samtökin og Aiþýðuflokkurinn buðu fram sameiginlega, hrundi fylgið. Þar sem Alþýðuflokkurinn bauð fram einn, hélt hann velii, og bætti stórlega fylgi sitt i Vest- mannaeyjum. Hverjar eru skýringarnar? Spakir menn voru i gær ao reyna að finna skýringar á þessu fyrirbæri kosninganna. Kom m.a. fram sú titgata, að varnarinálin hefðu haft veru- leg áhrif á afstöðu manna i kosningunum, þótt að formi til væri verið að kjósa um sveitarstjórnarmálefni. Hið trygga fylgi Alþýðuflokksins hefði horfið frá ftokknum og yfir á Sjálfstæðisflokkinn, þar sem Alþýðuflokkurinn bauð fram sameiginlega með Sam tökunum, en á þeim framboðslistum, og yfirleitt i bará11usætum , voru herstöðvaandstæðingar úr röðum SFV. \fegna afstöðunnar i varnarmálum hefðu kjóscndur Alþýðu- flokksins á þeim stöðum, sem þannig var staðið að framboði flokksins, neitað að kjósa herstöðvaandstæðinga og kosið lista Sjáifstæðis- flokksins. Fimm lögðu saman — en fylgið hrundi Her er auðvitað um tilgátur einar að ræða um orsakir fyrir fylgisbreytingu flokkanna. Hroðalegar ófarir J-iistans i Reykjavik virðast þó styðja þessa tilgátu. Að þeim lista stóðu þó ekki færri en 5 stjórn- málasamtök, eða flokksbrot, þ.e. Alþýðuflokkurinn, Hanni- balsarmur Samtakanna, Magnúsar Torfa-armurinn i Samtökunum, Möðruvalla- hrey fingin og Samtök jafnaðarmanna. Hin þrjú siðast nefndu gáfu út áskorun til fylgismanna sinna fyrir kjördag um að kjósa J-listann. Þar var i baráttusæti Steinunn Finnbogadóttir, yfirlýstur herstöðvaandstæðingur. Framámenn i þessum flokks- brotum eru meðal þeirra, sem hæst hafa látið I samlökum herstöðvaandstæðinga. Alþýðuflokksfólk, sem fylgir flokkslinunni i varnarmálum og vill þar fara að með íyllstu gát hefur talið, að sér væru boðnir slæmir kostir á samkrullslistum Alþýðu- flokksins og Samtakanna, og þvi fór sem fór — að þvi að sumir telja. Byr Sjdlfstæðis- flokksins Hinn mikli sigur Sjálf- stæðisflokksins er vissulega ckki unninn vegna eigin verð- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.