Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 28. mai 1974. kom allt af sjálf u sér — ég vissi, aö einu sinni þótti þér vænt um hana, nú, ekki tók ég fram fyrir hendurnar á þér, ég kom ekki nærri þessu, en svo kom að því, að ég varð fyrir þessu líka. Látum nú ekki þetta verða okkur að skilnaði. - Slepptu mér, sagði Jónas. Ég verð að velta þessu fyrir mér. Þetta er mér mikið áf all, og nú vil ég ekki tala við neinn. Hann gekk út. Fyrir utan nam hann staðar, því að hann vissi ekki, hvert hann átti að f ara, en svo hélt hann niður að sjónum. Jónasi var líkt fariðog skorkvikindi, sem er skorið svo snilldarlega í sundur, að framhlutinn er sprellifandi, en botnar ekkert í, hvað hefur komið fyrir afturhlutann. í rauninni hafði hann gef ið upp alla von um Svölu kvöldið, sem hann hafði borðað heima hjá þeim, já, jafnvel allt frá þeirri stundu, er hann stóð á þilfari Botníu og upp- götvaði, að Svala, sem hann þekkti áður, var orðin allt önnur manneskja. En honum var ógjörningur að hugsa sér einhvern annan helga sér þær veiðilendur, sem hann átti ekkert tilkall til, fremur en hluta Stefáns af ánni. ímyndunarafl hans hafði aldrei beinzt að Ólafi Guð- mundssyni, heldur hafði hann alltaf í huganum háð heiftarlegar sennur við Eirik. Og nú, þegar þetta sam- band, sem hann hafði óttazt hvað mest, var orðið að veruleika, hafði hjarta hans ekkert um málið að segja. Hann fann ekki einu sinni til reiði. Jónas gekk að stórum steini í f jörunni og settist á hann meðan hann horfði út á fjörðinn. Svo kveikti hann í pípunni sinni og reykti meðan hann hugsaði málið. Nei, hann ætlaði ekki að láta undan. Hann ætlaði að fara í burtu frá Skarðsstöð. Hann gat ekki komið i veg fyrir, að Eiríkur kvæntist Svölu, en hann ætlaði ekki að horfa upp á það. Hann reyndi að finna fullnægju í þeirri hugsun, að brottför hans myndi koma illa við Eirík, en hann fann ekki til neinnar gleði við það. Hann sat lengi og reykti og starði út á sjóinn. Þá fór það að renna upp fyrir honum, að hann fann ekki til neinnar reiði í hjarta sinu, og óljósttók hann að óra fyrir því, að núna, þegar þau Eirikur og Svala hefðu fundið hvort annað, hugsaði hann sér þau sem eitt — sérein- kenni þeirra, hvors f yrir sig, voru að dof na í vitund hans. ímyndunaraflið, þessi dásamlega náðargjöf hans, var aðvakna til lífsins á ný. Gat það verið mögulegt, að hann yrði skáldiðá þessu nýja heimili og syngi hjónabandinu og börnunum lof og dýrð — með tíðum afturhvörfum til athugasemda og annarra sannana fyrir afbrýðisemi? Skáldið í honum sá það dásamlega í sambandi þeirra, en sjóarinn var mállaus eða fýldur og þver og hætti til að rífa kjaft. Þegar hann kom heim, lá Eiríkur enn á fletinu og reykti, en Helga var búin að taka af borðinu. Jónas kom inn, og virtist vera feiknarlega upptekinn af sökku, sem hann þurfti að festa á eina linuna, sem leggja átti daginn eftir. Án þess að mæla orð frá vörum dröslaði hann veiðar- færunum að lampanum, og meðan hann sýslaði við þetta, beit hann svo fast í pípumunnstykkið, að kjálka- vöðvarnir hnykluðust beggja megin. Þá braut Eirikur ísinn: — Gekk ekki vel i dag? spurði hann. Það rumdi samþykkjandi í Jónasi. — Já, það varengin skreytni, sagði Eiríkur án þess að beina því beinlínis að Jónasi — að Breiðaf jörður er bezta veiðisvæðið á þessum hluta landsins. Faxaf lóinn er ekki meira virði en tala í buxum Breiðaf jarðar. Það rumdi aftur i Jónasi, en ógjörningur var að segja til um, hvort það var samþykki eða mótmæli. — Og svo er það áin, sagði Eiríkur. Milli árinnar og sjávar ætti Skarðsstöð einmitt að liggja og suða eins og aflstöð í gangi, og það kemur Skarðstöð líka til með að gera áður en ég hætti hérna. Ég segi þér eins og er: íslandi er þörf á að vakna, bæði hér og í Reyk javík, og nú skal ég segja þér, hvað þú færð að sjá hérna næstu árin. Þú færð að sjá hérna niðurlagningarverksmiðju með lax, þú skalt sjá, að fiskiflotinn verður skipulaður almenni- lega, þannig að menn séu ekki að sýsla við jarðabætur á þeim tíma, þegar þorskurinn gengur um Breiðaf jörð. Og þú skalt sjá til, að tvisvar í viku sendum við lúðu og annan nýjan f isk til Reykjavíkur með sérstökum báti, og loks skaltu sjá til, að Ólaf ur Guðmundsson kemur í félag við okkur. Nú kumraði í Jónasi þrisvar sinnum afar snöggt, rétt eins og þetta væri bráðfyndin hugmynd, sem hinn hefði komið fram með. — Ölaf ur verður að þoka til hliðar núna, þegar Stefán Gunnarsson er með okkur, hélt Eiríkur áf ram. En biddu bara við, hann kemur áreiðanlega með, þegar hann sér, hvernig málin þróast. Ég efast ekkert um, að til að byrja með verður hann beiskur, en þetta hefur verið jöfn orrusta. Það er ekkert athugavert við hann. Hann tekur áreiðanlega í krökuna þegar hann finnur, að hann er fastur við klærnar þrjár, og svo kemur hann með upp. Jónas sagði ekkert, en nú hafði hann ánetjast. Hann gat nöldrað og kvartað og kveinað, eins og hann vildi, en hann var samt sem áður kominn á band Eiríks alveg eins og hann hafði náð þeim Stefáni, Ólafi og Jóni Súrssyni, alveg eins og hann myndi ná allri Skarðsstöð, sem yrði hertekin, tamin og skipulögð af þessari snilldarhönd, þessum símamanni, sem hafði ekki órað fyrir því, áður en hann fékk peninga handa á milli, hvílíkum snilligáf- 111 ilii 1 I Þriðjudagur 28. mai 7.00 Morguuútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdcgissagan: „Vor á bilastæðinu” eftir Christi- ane Roehefort. Jóhanna Sveinsdóttir þýðir og les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: is- lensk tónlist.a. Pianósónata op. 3 eftir Árna Björnsson. Gisli Magnússon leikur. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Sigurveig Hjaltested syngur með pianóundirleik höfund- ar. c. Rapsódia fyrir hljóm- sveit op. 47 eftir Hallgrim Helgason. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.40 Sagan: „Fjölskylda min og önnur dýr” eftir Gcrald Durrell.Sigriður Thorlacius les þýðingu sina. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar 19.35 Bó'kaspjall Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.55 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.55 A vettvangi dómsmál- anna. Björn Helgason réttarritari talar. 21.20 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. Þar verður rætt við Friðrik Ólafsson og minnst Guð- mundar S. Guðmundssonar skákmeistara. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Eiginkona i álögum” eftir Alberto Moravia. Margrét Helga Jóhanns- dóttir les (6). 22.35 Harmonikulög. Myron Floren leikur 23.00 A hljóðbergi. „Spé og spádómar” — Tom Lehrer enn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 28. mai 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 20.40 Það eru komuir gestir. Ómar Valdimarsson tekur á móti þremur alþingismönn- um, Helga Seljan, Karvel Pálmasyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni, i sjónvarps- sal. Upptakan var gerð 7. mai s.l. 21.40 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Atökin á Norður-irlandi Fyrri hluti: Kaþólskir i Bel fast. Bresk fræðslumynd um baráttuna milli kaþólskra manna og mót- mælenda á Norður-lrlandi. 1 þessum hluta myndarinnar er fjallað um málið, eins og það horfir við frá sjónarhóli kaþólskra, en i siðari þætt- inum eru skoðunum mót- mælenda gerð sömu skil. Þýðandi og þuiur 'Óskar Ingimarsson. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.