Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 21

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 28. mai 1974 TÍMINN 21 p. SSIiÍillllP x - ,y\'í-' * s. .j,?t'Jts* , '; i •. ’ í-j ÞORVALDL’H IIöHSKVLDS.SON..spyrnir knettiilum frá KR-markinu. Keflvikihgarnir Einar Gunnarstion miðvörður og Grétar Magnússon voru þarna komnir í fremstu vfglínu, enda var ailt reynt til að skora hjá KR-liðinu. , (Tímamynd JIM) ' 1 Gullaldarhugur í Skagamönnum Kirby hefur kveikt neista hjá Skagamönnum. Þeir léku stórgóða knattspyrnu gegn Akureyringum, og allt bendir til þess, að þeir séu komnir í sigurham AKURNESINGAR eru heldur betur komnir á skriö — þeir léku sér að Akureyringum uppi á Skaga á laugardaginn og unnu stórsigur 4:0 Skaga- menn þurfa engu að kvíða, ef þeir leika knattspyrnu, eins og þeir léku gegn Akureyringum í sumar. Það er greinilegt, að George Kirby hefur tekizt að kveikja neista hjá Skagamönnum, sem leika nú með alla sina beztu menn. Eyleifur Hafsteins son er nú kominn í sitt gamla góða form: sívinn- andi fyrir liðið og lætur boltann ganga kantanna á milli. Þaö er greinilegt, að Matthías Hallgrímsson og Teitur Þórðarson kunna að meta það, að hafa Eyleif nú aftur fyrir aftan sig. Þeir skoruðu sín tvö mörkin hvor í laugar- daginn. Teitur opnaði markareikning Skagamanna með góðu marki'af löngu færi, og siðan bætti Matthias við marki með skalla, og var staðan þvi 2:0 i hálfleik. 1 siðari hálfleik skoraði Teitur þriðja mark Skagamanna, með TONY KNAPP...þjálfari KR-liðsins var greinilega ánægðasti maðurinn á Laugardalsvellinum á laugar- daginn. Hann faðmaði og kyssti leikmenn slna og lék á alls oddi. Ja, það er stutt á milli gleði og sorgar. Þegar KR-Iiðið tapaði óvænt fyrir Akureyringum I 1. umferð 1. deildarkeppninnar, hélt Knapp þrumandi skammar- ræðu yfir KR-liðinu — á laugardaginn réöi hann sér ekki fyrir kæti, hreinlega dansaði i kringum leikmenn KR-liðsins. Já, svona er llfið. KNAPP......fagnar KR-sigri. þvi að binda enda á góða sókn. Þá skoraði Matthias fjórða og siðasta mark leiksins, þegar hann notfærði sér varnarmistök, eins og hann er svo oft búinn að gera undanfarin ár. Það er gleðilegt, að Skagamenn eru nú aftur komnir i sinn gamla ham — þeir leika stórgóða knatt- spyrnu, þegar þeim tekst upp, knattspyrnu sem ekkert annað lið i 1. deild getur leikið. Þegar leiknum á Skaganum lauk á laugardaginn, mátti sjá mörg brosandi andlit — það mátti sjá, að það er kominn ,, Gullaldar- hugur” i knattspyrnuáhugamenn á Skaganum. B.R. Réði sér ekki fyrir kæti... Urðu neðstir islenzka Unglingalands- liðinu i knattspyrnu gekk ekki eins vel I 16-Iiöa úrslitakeppni unglingalandsliða Evrópu og fróðir menn höfðu vonað. Liðið varð i neðsta sæti i sinum riðli, hlaut aðeins eitt stig. Úrslit leikja liðsins urðu þessi Skotland—Island Rúmenia—Island Finnland—Island 1:1 1:0 1:0 Skotar komust i undan- úrslitin, mæta þar Búlgörum. Þá mætast Grikkland og Júgóslavia i hinum undanúrslitaleiknum. Friðfinnur rak smiðs höggið ó leikinn Hann skoraði sigurmark Eyjamanna gegn Val, þegar aðeins rúm mín. var til leiksloka FRIÐFINNUR FINN- BOGASON... tryggði Eyja- mönnum dýrmæt stig á laugardaginn í 1. deildar- keppninni, þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Val. Þá var aðeins rúm miiiúta. til leiksloka, sem fór fram á grasvellinum í Eyjum. Friðfinnur skoraði markiö, eftir að hafa fengið góða sendingu inn í vitateig Vals — uppúr aukaspyrnu. Þar með rak hann smiðshöggið á daufan leik. Eyjamenn byrja þvi 1. deildar- keppnina i ár mjög vel og eru þeir til alls liklegir i sumar. Valsliðið lék i Eyjum eins og höfuðlaus her. — Fjarvera Hermanns Gunnars- sonar á örugglega eftir að koma illa við Valsliðið, þvi að i fljótu bragði virðist enginn leikmaður i liðinu liklegur til að fylla upp i það skarð, sem Hermann hefur skilið eftir. Það er ekki nema von aðgamlir Valsmenn segi : Hver á nú að skora mörkin? Valsliðið er eina liðið i 1. deild, sem hefur ekki tekizt að skora mark i tveimur fyrstu umferðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.