Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.05.1974, Blaðsíða 24
 1 SÍS-FÓDUR SUNDAHÖFN i m . (.\jm 1 GEÐI fyrir góöan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS FRAMBOÐSLISTAR í NORÐURLANDS- KJÖRDÆMUM EYSTRA OG VESTRA Framboðslisti Framsóknar- flokksins i Norðurlandskjördæmi eystra var ákveðinn á fjölmennu aukakjördæmisþingi, sem haldið var þann 19. mai, og er listinn þannig skipaður: 1. Ingvar Gislason, Akureyri. 2. Stefán Valgeirsson, Auðbrekku. 3. Ingi Tryggvason, Kárhóli. 4. Kristján Armannsson, Kópaskeri. 5. Hilmar Danielsson, Dalvik. 6. Heimir Hannesson, Reykjavik. 7. Grimur Jónsson, Ærlækjarseli. 8. Valgerður Sverrisdóttir, Lómatjörn. 9. Þorsteinn Björnsson, Ólafsfirði. 10. Guðmundur Bjarnason, Húsavik. 11. Björn Hólmsteinsson. Raufarhöfn. 12. Jónas Jónsson, Reykjavik. Framboðslisti Framsóknar- flokksins i Norðurlandskjördæmi vestra var ákveðinn á kjördæmis- þingi, er haldið var þann 23. mai, og er listinn þannig skipaður: 1. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. 2. Páll Pétursson, Höllustöðum. 3. Guðrún Benediktsdóttir, Grundarási. 4. Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði. 5. Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki. 6. Gunnar Oddsson, Flatartungu. 7. Magnús ólafsson, Sveinsstöðum. 8. Helga Kristjánsdóttir Silfrastöðum. 9. Jón Jónsson, Skagaströnd. 10. Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði. Gsal-Rvik. — Rétt fyrir klukkan niu á sunnudagskvöld var Slökkvilið Reykjavikur kallað að gömlu timburhúsi við Hverfis- götu. Eldur var laus I forstofu, sem er byggð við húsið, og þegar slö kkviliðiö kom á vettvang, var mikill reykur á neöri hæö og i kjallara. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og skemmdir urðu litlar. Talið er, að um Ikveikju hafi verið að ræða. Tímamynd: Róbert. Árekstur í Öxnadal Gsal-Rvik. — Um klukkan 14 á föstudaginn varð allharður árekstur I óxnadal, sunnan við bæinn Engimýri. Þar skullu saman af miklu afli vörubill og jeppabifreið. Vörubill hentist á hliöina við áreksturinn, en jeppinn snerist i hálfhring og lenti út af veginum. ökumaður vörubflsins slasaðist nokkuð og er m.a. illa kjálkabort- inn. Hann liggur enn á sjúkra- húsinu á Akureyri. Aðrir farþegar i vörubilnum sluppu nokkuð vel. ökumaður jeppa- bifreiðarinnar og farþegar hans meiddust allir við áreksturinn, en eru á góðum batavegi og hafa fengið að fara heim. Seyðisfjörður og Sauðdrkrókur: Hafna breyt- ingum í áfengis- málum Gsal-Reykjavik — í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum á sunnudaginn var einnig kosiö um j áfengisútsölur. á tveimur stööum ' á landinu. Á Seyðisfirði var kosið um það, hvort áfengisútsalan i bænum ætti að halda áfram að selja varning sinn ellegar loka og hætta allri áfengissölu. 1 Sauðárkrók varkosiöum það, hvortsetja ætti á stofn áfengisútsölu eða ekki. A Seyöisfirði voru 306 kjósendur andvigir lokun áfengis- útsölunnar, en 86 kjósendur þvi meömæltir. 12 seðlar voru auöir. Á Sauðarkróki vildu 438 kjósendur ekki að áfengisútsala yröi sett á laggirnar, en 341 kjósandi var þvi fylgjandi. HRAUNHELLARNIR MIKLU í BORGARFIRÐI í HÆTTU Munni Surtshellis, sem er einn hellanna, sem eru I hættu. KOSNINGAÞÁTTTAKA í KAUPSTÖÐUM Á kjörskrá Atkv. greiddu % Reykjavlk 54,181 47,322 87,34% Kópavogur 5410 85,29% Hafnarfjörður 5604 89,06% Keflavík 3223 2685 89,0 % Grindavík 707 91,46% Seltjarnarnes 1236 90,22% Akranes 2165 86,0 % Bolungarvik 467 89,12% Isafjörður 1514 85,6 % Sauðárkrókur 946 90,78% Siglufjörður 1171 91,0 % Ólafsfjörður 591 93,36% Dalvik 656 579 88,3 % Akureyri 6650 5693 85,6 % Húsavik 1220 1054 86,39% Seyðisfjörður 465 92,1 % Neskaupstaður 966 936 97,0 % Eskifjörður 486 85,11% Vestmannaeyjar 2298 80,0 % 93,387 81,509 87,28% Nauðsynlegt að takmarka jeppa- akstur um hraunin, og ef til vill hugsanlegt að styrkja hellisþökin HRAUNHELLARNIR miklu i Borgarfirði, Surtshellir, Við- gelmir og Stefánshellir, eru i hættu. Það hrynur úr þaki þeirra og hveifingum, einkum af völdum vatns og frosta, auk þess sem fleira kemur til, og nú er svo komið, að I athugun er, hvort tiitækilegt muni vera að styrkja hellisþökin. — Ég hef margoft komið i Surtshelli siðan ég var tlu ára gamall, stundum jafnvel árlega, sagði Ásgeir Pétursson sýslu- maður, sem er formaður nýstofnaðra náttúruverndar- samtaka á Vesturlandi við Timann, og I hvert skipti hef ég séð grjóthauga, sem hrunið hafa úr þakinu frá þvi kom þar síðast. Frostið spennir sundur glufur I berginu á vetrum, og I járðskjálftunum eins og nú hafa verið, hrynur það, sem farið er að losna um. En þar að auki kemur nýtt til, hélt Asgeir áfram. Nú er fólk farið að þvælast um hraunið á jeppum, og það er ekið yfir hellis- þökin. Að þvi eru einkum brögð, að ekið sé yfir Surtshelli. Þetta veldur titringi á hraunlögunum, sem eykur hrunið, auk þess sem þetta getur verið stórhættulegt, þar sem hellisþakið er þunnt. Ég álít, að setja verði upp girðingu til þess að hindra þessar ökuferðir yfir hellana, en auk þess erum við að fá verkfróða menn til þess að leggja á ráðin um það, hvort kleift sé að styrkja hellisþökin, þar sem þau virðast veikust. Þá er helzt upp á teningnum að gera það ofan frá, enda væri þá hægt að hylja verksummerki. Borgfirðingar vilja eins og nærri má geta vernda hella sina eins og kostur er, sagði Ásgeir að lokum, enda eru þeir stórbrotin og merkileg náttúrufyrirbæri og þar að auki sú saga, sem tengd er Surtshelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.