Tíminn - 14.06.1974, Page 15

Tíminn - 14.06.1974, Page 15
Föstudagur 14. júni 1974 TÍMINN 15 Þessi mynd var tekin við komuna til Akureyrar, en á henni eru ritstjórar frá Isafirði og Akureyri, ásamt stöðvarstjórum Flugfélagsins á sömu stöðum, framkvæmdastjóra innanlandsflugs og blaðafulltrúa félagsins. BEINT FLUG MILLI AKUR- EYRAR OG ÍSAFJARÐAR SÍÐASTLIÐINN föstudag hóf Flugfélag islands áætlunarferðir milli Akureyrar og isafjarðar. Þessar ferðir verða framvegis farnar tvisvar i viku með Friend- ship skrúfuþotum, á mánudögum og föstudögum. Flugáætlun er þannig, að frá Reykjavik er farið kl. 8:00 að morgni og flogið til Akureyrar. Eftir stutta viðdvöl þar er flogið til Isafjarðar, þaðan aftur til Akureyrar og siðan til Reykjavik- ur. Gert er ráð fyrir að flug milli þessara staða haldi áfram allt ár- ið, en næsta sumar verði ferðum fjölgað. Auk farþegaflutninga er gert ráð fyrir verulegum vöru- flutningum á flugleiðinni milli ísafjarðar og Akureyrar. Fyrst um sinn munu þvi flugvélar á þessari flugleið verða með 32 sæt- um, og geta flugvélarnar þá tekið allt að 3000 kg af vörum i ferð. Fyrsta áætlunarílugferð með Fokker Friendship skrúfuþotu milli þessara staða var sem fyrr segir farin siðastliðinn föstudag. Af þvi tilefni bauð Flugfélag Is- lands ritstjórum blaða á Akureyri og Isafirði með i ferðina, og siðan til hádegisverðar. á hótel KEA á Akureyri. ^ Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra á Sauðárkróki er laust til umsóknar og hefur umsóknarfrestur verið ákveðinn til 1. júli n.k. Nánari upplýsingar veitir fráfarandi bæjarstjóri, Hákon Torfason, i sima 5133 og 5163 á venjulegum skrifstofutima (heimasimi á Sauðárkróki 5184 og i Reykjavik 8-57-34). Bæjarstjórn Sauðárkróks vili ennfremur ráða vanan bókhaldsmann sem getur unnið sjálfstætt og tekið að sér skrifstofustjórn og ábyrgð á innheimtu- störfum fyrir bæinn. Umsóknarfrestur um það starf er til 10. júli n.k. og verður ráðning i samráði við væntanlegan bæjarstjóra. Bæjarstjórn Sauðárkróks. MOSFELLSHREPPUR óskar að ráða tækni- eða verkfræðing með reynslu og sérþekkingu á bygginga- sviðum. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar á skrifstofunni og hjá sveitarstjóra Mosfellshrepps, Hlégarði. Hreppsnefnd Mosfellshrepps. FERÐAMENN Hjó okkur fóið þér flest er þér þarfnizt ó ferðalaginu — Hótel Valhöll býður yður gistingu og mat (opið allt órið) Verið velkomin ó félagssvæði okkar Kaupfélag Fóskrúðsfjarðar Fóskrúðsfirði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.