Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Laugardagur 22. júnl 1974
nðettur
í Val...
HERMANN . .. sést hér skora I leik gegn Vlking.
Hermann
— hann mun þjálfa og leika með Leikni
úr Breiðholti næsta keppnistímabil.
Fleiri þekktir knattspyrnumenn
ætla einnig að ganga í Leikni
HERMANN GUNNARSSON
hefur nú úkveöið aö gerast
þjálfari og leikmaöur hjá Leikni
úr Breiöholtshvcrfi, i handknatt-
leik. — Já, ég ákvaö aö skipta um
félag, þegar forráöamenn Leiknis
höföu samband viö mig og báöu
mig að gerast þjálfari hjá ný-
stofnaöri handknattleiksdeiíd
féiagsins, sagöi Hermann. Ég var
hvort sem var búinn aö ákveða að
hætta aö æfa handknattleik meö
Valsiiöinu.
Þegar viö spurðum Hermann
að þvi, hvort hann vissi um fleiri
leikmenn, sem hyggðust ganga i
hiö nýja félag, sagði hann. Já, það
eru miklar likur fyrir þvi að
nokkrir fyrrverandi hand-
knattleiksmenn gangi i félagið. —
Þaö eru leikmenn, sem eru aðal-
lega i knattspyrnu og hafa þess
vegna hætt að leika handknattleik
með 1. deildarliðum. Þessir
knattspyrnumenn hafa mikinn
hug á að æfa og leika með Leikni
yfir vetrartimann og undirbúa sig
þannig fyrir knattspyrnu-
vertiðina, eða réttara sagt að
halda sér i æfingu.
A þessu sést, að hið nýja
Reykjavikurfélag Leiknir á að
geta sent sterkt lið i 3. deildar-
keppnina næsta keppnistimabil
og ætti liðinu ekki að verða skota-
skuld úr þvi, að vinna sér 2.
deildarsæti eftir keppnistima-
bilið. -SOS.
Uppselt á
leik þýzku
liðanna...
— Forkeppni HM lýkur í dag
1 dag og á morgun verður leikin siöasta umferöin i forkeppni HM.
Verður þar meö úr þvi skoriö, hvaöa liö fylgja V-Þú/.kalandi og Pól-
landi i úrslitakeppnina, sem hefst n.k. miövikudag. í dag veröa fjórir
leikir i 1. og 2. riðli. í fyrsta riöli keppa Astraiia — Chile I Berlln kl. 3
og V-Þýzkaland — A-Þýzkaland I Hamborg kl. 6.30. Löngu uppselt er
á þann leik, fyrsta leik landanna, þar sem bæöi liöin nota sin beztu liö.
A-Þýzkaland veröur aö ná a.m.k. jafntefli til þess að komast áfram.
t öðrum riöli keppa Skotland — Júgóslavía i Frankfurt kl. 3 og Zaire
— Brasilia i Gelsenkirchen kl. 3. Ef Brasilfa vinnur Zaire 3-0 fara þeir
áfram, en Skotar þurfa að vinna Júgóslava til þess að komast áfram.
Á morgun verða svo leiknir fjórir leikir i 3. og 4. riðli. í þriðja riðli
keppa Búlgaria — Holland i Dortmund og Sviþjóð — Uruguay i
Dusseldorf. A úrslitum þessara leikja veltur, hvaða lið komast
áfram, en öll eiga þau enn möguleika.
1 fjórða riðli keppa Argentina — Haiti i Munchen og Pólland —
ttalia i Stuttgart. ttalia þarf að ná jafntefli á Pólland til þess að fylgja
þeim i úrslitakeppnina. Allir leikir sunnudagsins hefjast kl. 3.
ó.O.
„Áhugamenn fá ekki
greidda peninga"
//Áhugamannalið Pól-
lands í heimsmeistara-
keppninni fær auðvitað
ekki greitt í peningum
fyrir leikina"/ segir
þjálfari þeirra, Kazi-
mierz Gorski. „En ef
þeim gengur aftur á
móti vel/ þá verða þeir
verðlaunaðir með utan-
landsreisu með konum
sinum, aðkeppninni lok-
inni".
Þegar Pólland leikur á móti
Italiu i Stuttgart n.k. sunnu-
dag, má búast við að Neckar
Stadion verði nokkurs konar
heimavöllur ttala. 1 Stuttgart
búa um 50000 Italir, og er búizt
við að 30000 þeirra komi til að
sjá leikinn og hvetja sina
menn.
Ekki að
hugsa
um
knatt-
spyrnu
í trí-
stundum
- segir þjálfari
Póllands,
Kazimierz Gorski
öll sjónvörp, sem pólsku leik-
mennirnir höföu á herbergjum
sinum I æfingabúöum þeirra i
Þýzkaiandi hafa nú veriö tekin af
þeim. Er þetta gert til þess aö
þeir fái ekki of mikiö af fótbolta,
þeir eiga ekki að hugsa um fót-
bolta I fristundum sinum, þaö er
nóg aö hugsa um fótbolta, þegar
mikiivægir ieikir HM keppninnar
eru spilaöir.
Tók niður
þýzka
fánann
Fjórum klukkustundum fyrir
leik Skotlands og Brasiiiu kom
hópur áhangcnda Skota aö ráö-
húsinu i Frankfurt. Einn þeirra
klifraði upp fánastöng, sem var I
garðinum fyrir framan húsiö. Tók
hann niður þýzka fánann óg setti
þann brezka i staðinn. Gat hann
gert þetta óáreittur, og I nokkrar
minútur blakti enski fáninn fyrir
framan ráöhús Frankfurtbúa.
Flóð-
Ijósin
haldin
undar-
legri
nóttúru
Fióöljósin I Westfalen-Stadion i
Dortmund eru haldin undarlegri
náttúru. t þremur meiri háttar
leikjum, sem keppt hefur veriö i
þar, hefur ailtaf slokknað á þeim
milli 20.40 og 20.45. Fljótlega hef-
ur tekizt aö kveikja á þeim aftur,
en tæknimenn hafa ekki enn fund-
iö hvernig á þessu stendur. Teija
þeir sennilegt aö álag I bænum
verði það mikið á þessum tima,
að rekja megi orsakir þessa til
þess.
GIOTGIO CHINAGLIA.
„Alltaf er
ég tekinn
út af'...
— segir Chingaglia frá Lazio
Giorgio Chinaglia, framvörður I liöi ítalfu er argur út í þjálfar-
ann, vegna þess að hann var tekinn út af I leiknum á móti Haiti.
„Alltaf er ég tekinn út af, þótt aðrir spili miklu verr en ég. Þetta er
komið upp I vana, að taka mig út af þegar breytingu þarf að gera á
liðinu, mig, eina manninn í landsliði ttala frá meistaraliöinu Lazio”.
Ó.O.