Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 28. júni 1974. Föstudagur 28. júní 1974 1 Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr) t dag dregur til úrslita i máli, sem þú hefur verið efins um, hvernig mundi fara. Hér verður um málamiðlum að ræða, og þú verður sennilega ekkert alltof hrifinn af úrslitunum, en það hefði getað farið verr. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er eitt, sem þú skalthafa hugfast umfram annað i dag, og það er þetta: Hver einasta til- raun, sem þú gerir i dag til þess að komast áfram kemur til með að bera árangur og verða þér lærdómsrik. Hrúturinn. (21. marz-19. april) t dag skaltu hafa það hugfast, að það er afskap- lega auðvelt að áfellast aðra og kenna þeim um allt. En málið er bara ekki svona einfalt, Þér bjóðast fleiri en eitt tækifæri til að gerast þátt- takandi i einhvers konar bralli.' Nautið: (20. apríl-20. mai) Það kann að renna upp fyrir þér ljós i dag... og þegar þú hefur gert þér staðreyndirnar ljósar, veiztu það ef til vill, að allir eru að vinna að sin- um málum, og þér ber að gera slikt hið sama. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Það gæti orðið einhver breyting á hjá þér i dag, og að öllum likindum stendur það i einhverju sambandi við gamlan kunningja. Þú er önnum kafinn, og það hindrar þig i að gera það, sem þig langar mest til að gera. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Verkefnin virðasthlaðast upp hjá þér, og það er þér fyrir beztu að reyna að vinna þau jafnóðum, ef þú vilt komast hjá að lenda i vandræðum með allt saman. Fjölskyldumálin eru undir góðum áhrifum þessa dagana. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Þú færð einhver skilaboð, sem að öllum likind- um valda breytingum á viðhorfum þinum til ein- hvers málefnis. Hitt er annað mál, að ef þú gætir ekki itrustu varfærni, er nokkur hætta á, að þér verði einhver skyssa á i starfinu. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sepU Það litur út fyrir, að einhver vinur þinn sé sér- lega langtniðri þessa dagana, og þú gerðir gott i þvi aö fórna einhverjum tima hans vegna. Það er eins og það riki einhver óvissa I sambandi við vinnustaðinn. Vogin: (23. sept-22. oktj Það er rétt eins og athyglin beinist skyndilega að þér, og þess vegna skaltu vera viss um, að ástæðan til þess sé af jákvæðum toga spunnin. Gremja kemur þér ekki að neinu liði, getur skemmt aðstöðu þina. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það, sem þú ert að aðhafast núna, orkar tvimæl- is. Þaö getur svo sem vel verið, að það eigi fullan rétt á sér, en þú ættir að gefa þessu svolitið fri og nota tækifærið til að reyna að hafa uppbyggjandi áhrif á aðra. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú skalt ekki vera of bjartsýnn. Það eru nefni- lega þó nokkrar likur á þvi, að þú hafir alls ekki rétt fyrir þér, og þetta getur valdið þér þó nokk- urri gremju. Það er eitthvað dularfullt, sem kemur I kjölfar nýs kunningja. Steingeitin: (22. des-19. jan). Það er fjölskyldan, sem máli skiptir i dag, og þú skalt kappkosta að leggja grundvöllinn að ýms- um umbótum i þágu heimilisins. ÞÚ skalt forð- ast fólk, sem fer I skapið á þér, alveg sérstak- lega i dag. t 14444 % \mm V 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN 29 Grafskrift Landfari góður! ÉG VAR að glugga I gamalt blaöadót hjá mér i vor og fann þá þetta, sem varð til vorið 1971: Grafskrift 1971 Viðreisnarstjórnin vesöl dó, veslaðist upp úr kaunum, von er sá gamli vilji þó vista hana niðri að launum. Holgrafin, helsjúk hékk hún við völd hroll, svo að almenning setti. Til almúgans krumlan var kramin og köld, þótt krásir að gæðingum rétti. G.J. Skammt er öfganna á milli Timarnir breytast, og mennirn- ir með. Það getur verið fróðlegt að lita um öxl, þó ekki sé farið nema 40 ár aftur I timann. Minn- ast allra þeirra framfara, sem átt hafa sér stað. Fyrstu árin var ekki lifað um efni fram, og ekki gerðar kröfur, nema til sin og sinna. Hver bóndi bjó við sitt. Fór þá efnahagurinn eftir dugnaði hvers og eins. Þá lágu menn ekki á liði sinu, og áttu heldur ekki von á styrkjum eða niðurgreiðslum. Þá var hálfri nóttinni bætt við daginn ef með þurfti. Það var heldur mikið álag á menn og skepnur og var þvi fagnaðarefni, þegar hægt var að breyta þvi. Bónda þekkti ég, sem fór á fæt- ur klukkan 5 á morgnana, með allt sitt fólk, um sláttinn, og hvilzt var ekki fyrr en kl. 10að kveldi. — Þetta mátti breytast, og gerði það. En það er of skammt öfganna á milli. Nú veit ungdómurinn ekki, hvað hann á af sér að gera utan skóla. Eyðir fristundunumi til- gangslaust ráp, og þá oft i miður góðum félagsskap. Enda svo komið, að það opinbera stendur straum af dýrum heimilisrekstri til að hafa ofan af fyrir helftinni af vorri bráðþroska æsku, — ásamtkennurum, og ööru tilheyr- andi. En þaðernú frekar litið brot af unglingunum, sem notfærir sér það. Hitt eyðir timanum, eins og þvi bezt hentar. Er hér við mikið vandamál að stríða, og liklegast má eldri kynslóð sér þar um kenna. Við vorum lengi fátæk og smá, en það er leitt til þess að vita, að á þessum siðustu timum, þegar öll- um heilbrigðum gæti liðið vel, ef jöfnuður og hagsýni rikti þá skuli liggja við strandi I þjóðar- búskapnum til að uppfylla óhófs- kröfur, sem margar hverjar eiga ekki rétt á sér. Það er erfitt að skilja, hvernig staðið er að samningamálum verkafólks, þar virðist vera gefið með annarri hendi, en tekið meö hinni. Hverju er fólkið bættara, þó hækki kaupið, sem tekið er aft- ur I hækkandi vöruverði. Þjóðina vantar ekki umhugsunarefni, á þessum umbrotatimum. Einar kosningar afstaðnar og aðrar i uppsiglingu. Allir vildu þeir auk- ið fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa farið með sigur af hólmi. En betur má, ef duga skal. Og enn munu þeir herða róður- inn til að hreppa hnossið I Alþingiskosningunum, sem fram- undan eru. Það hefur verið ötullega unnið að framfaramálum þjóðarinnar á þessum árum, sem núverandi stjórn hefur verið að völdum. Og ekki verið sparaðar kröfur, sem uppfylla ætti. Og eins hitt, að til þess, að koma þessu aftur i rétt horf, verður að gera hlé á fram- förum, og einnig verður þjóðin að þola auknar álögur um skeið. Það hefur mikið gengið á, út af þessu ófremdarástandi, sem þessi rikisstjórn á að hafa bakað þjóðinni. Bera þar hæst raddir sjálfstæðismanna. Og það á að vera eina viðreisnarvonin, að þeir fái hreinan meirihluta i kosning- unum. Ætli öllum landslýð séu ekki kunnar þeirra leiðir. Svo kunnar eru gengisfellingar þeirra. Það er óskiljanlegt, hvað þá langar að komast I ráðherra- stólana. Það litur út fyrir, að þeir kviði engu, að taka við sökkvandi þjóðarskútunni, bara ef umboðið fæst. En er ekki rétt að lofa vinstri öflunum að hafa frið til að rétta skútuna af. Auk þess sem þeim ber skyldan til þess. Það er fagnaðarefni, hvað fólki hefur oft verið gefinn kostur á að hlusta á málflutning þingmanna i sjónvarpi og útvarpi, nú undan- farið. Þaðer til fólk, sem les út úr svip manna heilindi málflutn- ings. Það eru fáir nú orðið, sem sýna eins blint flokksfylgi og karlinn sem kom i hús til að hlusta á eldhúsdagsumræður. Hann hlustaði aðeins á einn mann. Þá stóðhann upp og sagði: Nú er minn maður búinn að tala, og nú fer ég! En nú ætla ég að nota svipuð orð og Geir Hallgrimsson. Hann sagði: Kjós- ið Sjálfstæðisflokkinn! En ég segi: Fylkjum okkur um Framsóknarflokkinn! Ég óska honum bra u targengis . Framsóknarflokkurinn er flokkur hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita. Ein, sem man tvenna tima. VEIÐIMENN Hiá okkur fáið þið ailt í r-s*“--**— MESTA ÚRVAL PÓSTSENDUM Kjörfundur vegna Alþingiskosninga ! Reykjavik sunnudaginn 30. júni n.k. hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 23.00. Kjörstaðir verða sem hér segir: Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austur- bæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholts- skóli, Fellaskóli, Langholtsskóli, Laugar- nesskóii, Melaskóii, Miðbæjarskóli, Sjó- mannaskóli. Auk þess verða kjördeildir i Elliheimilinu Grund og Hrafnistu. Skiptingu i kjörhverfi og kjördeildir verð- ur hagað með sama hætti og var i borgar- stjórnarkosningunum 26. maí s.l. Yfirkjörstjórn munákjördegi hafa aðetur i Austurbæjarskólanum, og þar hefst taln- ing atkvæða.þegar að kjörfundi loknum. Yfirkjörstjórnin vekur athygli kjósenda á eftirfarandi ákvæði laga nr. 6/1966: ,,Áður en kjósandi fær afhentan kjörseðil, skal hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann er, með þvi að framvisa nafn- skirteini eða á annan fullnægjandi hátt.” Yfirkjörstjórnin i Reykjavik, 26. júni 1974. Páll Lindal Hjörtur Torfason Jón A. Ólafsson Sigurður Baldursson Sigurður Guðgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.