Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Föstudagur 28. júni 1974. Athugasemd frá Knapp Til ritstjóra Timans! Vegna greinar um Tony Knapp þ. 26. júni, 1974. Eftir að hafa lesið umrædda grein eftir iþróttafréttaritara yðar S.O.S., álit ég hana skrifaða á mjög smekklausan hátt og ósanngjarna gagnvart aðilum þeim, sem um ræðir, vegna þess að um gjörsam- lega staðhæfulausa grein er að ræða. Vegna Björns Arnasonar. Þegar ég þurfti að fara til Englands á þjálfaranámskeið i júni leitaði ég að manni, sem myndi vera fær um að fram- kvæma þjálfunaraðferðir minar meðan ég væri i burtu. Þetta þurfti að vera maður, sem ég mæti mikils og trevsti Björn Arnason er slikur maður. Hann stóð sig mjög vel, og ég myndi ekki hika við aö leita til hans aftur ef með þyrfti. Vegna leiks K.R. og Vals. Min fyrstu viðbrögð þegar ég lenti á Reykjavikur-flug- velli, voru að spyrja um úrslit leiks K.R. og Vals og ér mér var sagt að úrslitin hefðu orðið jafntefli, var ég mjög ánægður yfir þvi. Engin þjálf- ari vill vera i burtu frá liði sinu, og ég hafði því áhyggjur af þessum leik vegna þess að ég var fjarverandi. Ég var mjög ánægður leikmannanna vegna, og það sannaði að án tillits til þess, hvort þjálfarin er góður eða ekki, þá byggist árangurinn á leikmönnunum sjálfum fyrst og fremst. Að lokum vil ég þakka yður fyrir að fá að koma sjónar- miðum minum á framfæri vegna þessarar ósmekklegu fréttar. TonyKnapp Athugasemd frá KR I Timanum siðastliðinn mið- vikudag birtist frétt um nýjan aðstoðarmann með Tony Knapp þjálfara hjá meistara- flokki K.R. Frétt þessi er uppspunni með öllu nema segja má að aðalfyrirsögn hennar sé rétt þ.e. að Tony Knapp hafi fengið nýjan aðstoðarmann, Guðmund Pétursson. Efni fréttarinnar um að Tony Knapp hafi orðið fokreiður vegna úrslita leiks K.R. og Vals og rekið Björn Arnason, er slikur uppspuni, að vér teljum að hér sé um atvinnu- róg að ræða og vftum eins harðlega og unnt er slik skrif. Þegar Tony Knapp var ráðinn þjálfari á siðastliðnum vetri, þá var þegar ákveðið að Guð- mundur Pétursson yrði að- stoðarmaður hans á keppnis- timabilinu, en þar sem Guð- mundur var að taka próf frá Háskólanum á þessu vori, þá gat hann ekki byrjað fyrr en að þvi loknu, um miðjan júni. Fram að þeim tima var enginn aðstoðarmaður. Þegar Tony Knapp fór til Englands i byrjun júni, þurftum við að leita á náðir einhvers til þess að sjá um liðið, og I samráði við Tony Knapp báðum við Björn Arnason að sjá um það á meðan, — og þar með i leik K.R. og Vals. Björn hefur æft og leikið með meistarflokki i sumar, og er þvi vel kunnugur leikaðferð liðsins, auk þess sem Björn hefur reynzt mjög góður þjálfari hjá 5. flokki félagsins. Björn sinnti þessu starfi með stakri prýði og á þakkir okkar skilið, og þykir oss þvi mjög leitt að þessi til- hæfulausa frétt sé samin vegna þessa atburðar. Undirritaður tók sjálfur á móti Tony Knapp á flugvell- inum er hann kom frá Eng- landi, og tjáði honum fyrstur úrslit leiks K.R. og Vals og urðu viðbrögð hans við úr- slitunum á allt annan veg en áðurnefnd frétt segir frá. Tony Knapp hafði óttazt að fjarvera hans myndi hafa þau áhrif að strákarnir leggðu sig ekki að sama skapi fram eins og ef hann væri til staðar, og var hann þvi ánægður með leiks- lokin. Að lokum viljum við geta þess að bæði við og leik- mennirnir erum mjög ánægðir með störf Tony Knapp hjá okkur, og þar af leiðandi viljum við ekki láta utanað- komandi áhrif, eins og nefnda frétt, eyðileggja þann góða anda, sem hjá okkur rikir. Förum við þvi þess á leit við blaðamann þann, sem grein- ina ritaði, að hann biðji Tony knapp og Björn Arnason af- sökunar á slikum mistökum sem birting þessarar fréttar voru. f.h. Stjórnar Knattspyrnu- deildar K.R. Gunnar Felixson • Nokkur orð frá íþrótta- síðunni tÞRÓTTASÍÐUNNI þykja það gleðileg tiðindi, að andi friðarins skuli rlkja yfir vötnunum I KR-herbúðunum, og þykir leitt, aö nafn Björns Arnasonar, skuli hafa verið bendlað við fréttina með þeim hætti, sem gert var. Heimildir blaðanna eru misvandaðar, eins og gengur og gerist, og ekki alltaf gott að henda reiður á sannleiksgildi þeirra. 1 þessu til- felli vannst þvi miöur ekki tlmi tii að fá fréttina staöfesta frá öruggum aðilum. Hitt er svo annað mál, að fréttin var rétt að þvi leyti, að Guðmundur Pétursson hefur tekið við starfi Björns Arna- sonar. tþróttasiðan telur, að hinn nýi þjálfari KR hafi náð umtalsverðum árangri á þeim stutta tlma, sem hefur verið hér, og væntir þess að eiga gott samstarf viðhann eins ogaðra þjálfara 1. deildar liðanna. NM74 fréttir GERD MULLER og BECKENBAUER... stærstu stjörnur V-Þjóðverja. WORLDCUP Gerd Miiller hefur skorað 66 mörk í 59 landsleikium — Beckenbauer hefur sett landsleikjamet í V-Þýzkalandi SÁ leikmaður V-Þjóðverja, sem leikið hefur flesta landsleiki er fyrirliði þeirra, Beckenbauer, sem nú hefur leikið 82 lands- leiki. Næstur kemur Wolf- gang Overath, sem leikið hefur 78 landsleiki. Eru þessir tveir nú komnir nokkuð upp fyrir Uwe Seeler, sem lengi átti landsleikjametið, með 72 landsleiki, en í þeim skoraði hann 43 mörk. Það þarf vist ekki, að taka það fram, hver er efstur á lista hjá Þjóðverjum í markaskorun, Gerd Muller, en hann hefur skorað 66 mörk i aðeins 59 landsleikjum, eða að jafn- aði rúmlega mark í leik. Seeler er svo i öðru sæti með sín 43 mörk, og enginn sjáanlegur, sem getur velt honum úr þeim sessi, þar sem næsti maður, sem keppir núna er með 15 mörk. Það má einnig geta þess, að í þessum 59 leikjum sem Gerd Muller hefur keppt í hefur hann skorað nákvæmlega jafn mörg mörk, og allir með- spilarar hans til samans, eða 66. Núverandi þýzkir meistarar og Evrópumeistarar, Bayern Munchen hafa I gegnum árin lagt til flesta leikmenn I þýzka lands- liðið, eða 32. Næstir koma spil- arar frá FC Köln samtals 23. Ó.O WORLD CUP[0] I/NIM74 „Haiti-kötturinn" til 1860 Míinchen FLESTIR 'muna eftir frábærri markvörzlu Iiaitimarkmannsins Francillon I leiknum á móti ttallu, þar sem hann varði hvað eftir annað ótrúlega vel, og varð fyrir vikið valinn bezti mark- vörður fyrstu umferðar forkeppn- innar. Francillon þessi var mjög eftirsóttur af beztu liðum Evrópu, en það lið, sem hreppti hnossið var þýzka annarrardeildar-Iiðið 1860 Munchen. Francillon hefur skrifað undir samning við það lið, sem varð Þýzkalandsmeistari fyrir nokkrum árum, þegar betur gekk. Haitiliðið keppti alla slna leiki á Olympiuvellinum I Munchen en hann er einmitt heimavöllur 1860 Munchen. Ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.