Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 3 AAálaferlum VL-manna andmælt af 154 þjóð- kunnum Islendingum JH-Reykjavlk. — 1 gær var fjöl- miðlum sent ávarp, undirritað af 154 þjóðkunnum tslendingum úr öllum stjórnmálaflokkum, menntamönnum, rithöfundum, listamönnum og forystumönnum i félagsmálum, þar sem látin er i Ijós andúð á málaferlum þeim, sem tólf af forvigismönnum „Varins lands”, sem flestir eru háskóiakennarar, hafa hafið gegn fullum tug blaðamanna og rithöf- unda með kröfum um milljóna fé- bætur fyrir ummæli, sem þeim geðjast ekki aö. 1 ávarpinu segir: „Við undirrit- uð viljum benda á það alveg sér- staklega, hversu slik viðbrögð við andmælum og gagnrýni eru furðuleg af hálfu háskólamanna, sem öðrum fremur ættu að bera virðingu fyrir frjálsri rannsókn og rökræðu, svo og tjáningarfrelsi manna, jafnt andstæðinga sinna sem samherja”. Fyrr i ávarpinu er vikið að þvi, að forvigismenn „Varins lands” hafi „ugglaust gert sér ljóst, áður en þeir hófu fyrrnefnda undirskriftasöfnun, að athæfi þeirra hlyti að valda klofningi og deilum meðal þjóðarinnar á þessu þjóðhátiðarári, enda sættu þeir þegar i stað gagnrýni, sem harðnaöi svo um allan helming, þegar upp komst um tölvuvinnslu þeirra úr undirskriftagögnunum. i stað þess aö svara þessari gagn- rýni, hafa þeir þagað að mestu, neitað að taka þátt i umræðum um málefni sitt, haft að engu áskoranir um að rökræða það á fundum”. Að lokum segir: „Leyfum við okkur að skora á hvern þann, sem ber einlæglega fyrir brjósti sjálf- stæði okkar og menningararf að hugleiða af fyilstu siðferðilegri alvöru áthæfi forvigismanna „Varins lands””. Kristján Friðriksson: Til bílstjóra í Reykjavík Þið bilstjórar, sem annizt fólks- flutninga á eigin bifreiðum eða annizt sérleyfisferðir út um land- ið. Við ykkur vil ég segja þetta: Þið fyllið flokk smábænda þétt- býlisins. Þið eruð miðstéttar- menn. A sama hátt og Fram- sóknarflokkurinn hefur alltaf stutt bændur landsins i dreifbýl- inu, á Framsóknarflokkurinn að styðja ykkur og ykkar hagsmuni — og þið eigið að styðja hann. Þetta er ykkar flokkur, eðli máls- ins samkvæmt. Rökin fyrir þessu eru augljós: Ef Ihaldið fengi að ráða eitt, myndi það vafalaust styðja ein- hvern stórlax til þess að koma á fót stórrekstri I þessari grein. Það myndi styðja stórfyrirtæki, sem ætti hundruð bila Qg tæki ykkur i vinnu. Þaðer sem sé eitt af trúar- atriðum og grundvallar kenni- setningum ihaldsins, að allt eigi að vera i stórrekstri, þannig verði reksturinn ódýrastur þjóðhags- lega, sbr. þá úreltu hagfræði, sem enn er kennd hér i háskóla. Kommúnistar þjóðnýta alla svona starfsemi, hvar sem þeir komast til valda — til þess að passa upp á að þið arðrænið ekki lýðinn með ykkar einkaframtaki. Með öðrum orðum: Kommúnist- ar myndu þjóðnýta ykkur, en ihaldið drepa ykkur (sem einka- rekstrarmenn). Er þá ekki alveg augljóst fyrir ykkur, hverjum er hyggilegast að fylgja að málum: Auðvitað Framsóknarflokknum, sem vill vernda þetta svið fyrir framtak hinna sjálfstæðu einstaklinga. Vernda ykkur gegn auðvaldi og kommúnisma. Það er heldur ekki langt siðan — ef ég man rétt — að Fram- sóknarflokkurinn hafði frum- kvæði um að létta að nokkru toll- um af atvinnutækjum ykkar. Þetta frumkvæði var eðlilegt og i nákvæmu samræmi við fram- sóknarstefnu. Þetta sama gildir um smá flugfélög, verktakafyrir- tæki, skurðgröfu- og dráttarvéla- eigendur o.s.frv. Framsóknar- flokkurinn er rétti flokkurinn fyr- ir ykkur alla. Látið þvi aldrei hvanla að ykkur að styðja annan flokk en Fram- sóknarflokkinn. Annað væri glap- ræði. O Viðtal við Ólaf Jóhannesson þau beztu lifskjör, sem Islenzk þjóð hefur nokkru sinni búið við. Verðbólga og Vestmannaeyjagos — En verðbólgan hefur reynzt erfið viöfangs. — Það er rétt, að gliman við verðbólguna hefur verið rikis- stjórninni erfið. Verðbólgan hefur vissulega valdið okkur þungum á- hyggjum. Stjórnarandstæðingar skella skuldinni á rikisstjórnina. En það eru margs konar ástæður, sem ekki hefur verið I nokkru mannlegu valdi á íslandi að ráða við, sem hafa fléttað gildustu þættina i verðbólguþróunina. Gif- urlegar sviptingar hafa verið i gjaldeyrismálum heimsins und- anfarin ár, og þær hafa valdib erfiðleikum. Verðhækkanir á inn- fluttum vörum hafa orðið gifur- legar. Siðan 1970 hafa oliur og bensin fjórfaldazt I verði, steypu- styrktarjárn þrefaldazt i verði, timbur þrefaldazt, sykur meira en fjórfaldazt, fóðurvörur og til- búinn áburður meira en tvöfald- azt, og þannig mætti lengi telja. Þessar verðhækkanir erlendis gátum við auðvitað ekki ráðið við, og það hefði að sjálfsögðu engin rikisstjórn á íslandi getað. Þá verða menn að gera sér grein fyrir þvi, að áhrif Vest- mannaeyjagossins á afkomu þjóðarbúsins voru geysilega mik- il. Þær ráðstafanir, sem gerðar voru til að skapa Vestmannaey- ingum aðstöðu i landi og nauðsyn- legar voru og gera varð með skjótum hætti, komu auðvitað inn á framkvæmda og vinnuafls- markað og höfðu þar ærin þenslu- áhrif, einkum hér á suðvestur- horni landsins. Þensluáhrifin, og þar með verðbólguáhrifin af af- leiðingum Vestmannaeyjagoss- ins, voru og eru enn gifurleg. En hver vill segja nú, að það hafi verið viturlegra eða sanngjarn- ara að fara hægar I sakirnar þar til að stemma stigu við verð- bólguáhrifum af of skjótum að- geröum til að reyna að tryggja Vestmannaeyingum sem sæmi- legasta aðbúð i landi? Þá þýðir ekki að loka augunum fyrir þvi, að þeir kjarasamning- ar, sem gerðir voru i vetur, voru óheppilegir og veröbólguaukandi og fóru i öfuga átt við það, sem yf- irlýst hafði verið af verkalýðs- hreyfingu og vinnuveitendum, að ,'að skyldi stefnt. Þá hafa við- skiptakjörin versnað. Ólikt meiri verðbólga hjá ,, viðr eisnar’ ’-st jórninni Það var mikil verðbólga á við- reisnartimanum. Þá var ekki hægt að afsaka sig með stórfelld- um hækkunum á erlendum vör- um. Þær hækkuðu litið sem ekk- ert i erlendum gjaldeyri á við- reisnartimanum heldur lækkuðu sumar þeirra beinlinis i verði I er- lendum gjaldeyri. Þá voru engar sviptingar á gjaldeyrismörkuð- um, og gengi dollarans stöðugt. Þá var ekkert Vestmannaeyja- gos, en samt lækkaði islenzka krónan jafnt og þétt. Þegar þeir viðreisnarmenn tóku við, kostaði dollarinn 16 krónur. Þegar þeir fóru frá, kostaði hann 88 krónur. Hann hefur aðeins hækkað upp i 95 krónur, þrátt fyrir allt, sem yf- ir okkur hefur dunið, og i tið minnar stjórnar gerðist það nokkrum sinnum, sem ekki haföi gerzt i hálfa öld á islandi, að gengi islenzku krónunnar var hækkað. Voru menn þó farnir að trúa þvi, að það væri náttúrulög- mál, aö það skyldi stöðugt lækka. En þetta, sem ég hef rakið hér eru ástæðurnar fyrir þvi, að við efnahagsvanda er að etja. Sé ekki að gert, mun hann kippa stoðun- um undan rekstrargrundvelli at- vinnuveganna og leiða til sam- dráttar eða stöðvunar i atvinnu- greinunum, og þá er atvinnuleysi á næsta leyti. Tillögur okkar miða að atvinnuöryggi og framförum Efnahagstillögur okkar eru við það miöaðar að tryggja áfram- haldandi framfarir og velmegun, rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna og atvinnuöryggi. Með bráðabirgðalögunum, sem ég gaf út i mai, hefur verið komið i veg fyrir stöðvum atvinnuveganna. En þau gilda ekki nema til 30. ág- úst. Meö þeim hefur nýju Alþingi, sem kallað verður saman strax að loknum kosningum, verið veitt svigrúm til þess að takast á við þessi mál. Það verður það að gera. En þær aðgerðir, sem óhjá- kvæmilegar eru, ættu engum að verða ofraun, eins og þjóðin er nú i stakk búin, en Alþingi getur ekki skotið sér undan þessari skyldu eins og stjórnarandstaðan, og sá hluti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem gekk til liðs við han í vor, gerði. Það liggur i augum uppi, að það er ekki sama hverjir standa fyrir þessum að- geröum, þ.e. hvort aðgerðirnar verða miðaðar við það að fram- farir og uppbygging geti átt sér stað áfram, eða hvort gömlu við- reisnarúrræðunum, með sam- drætti og „hæfilegu atvinnuleysi” sem menn heyrðu formann Sjálf- stæðisflokksins tæpa á i sjónvarp- inu á miðvikudagskvöldið verður beitt. Áróðurinn um ,, umfram-atkvæðin’ ’. — Framsóknarflokkurinn á engin umframatkvæði. 011 at- kvæði honum greidd koma honum til góða og auka styrk hans, þvi styrkur flokks er ekki siöur kom- inn undir atkvæða magni en þing- mannatölu, enda er augljóst, að lokaö yröi fyrir vaxtarmöguleika flokks, ef menn tækju talið um „umframatkvæði” alvarlega. Geir stóð á gati Ekki þótti Geir Hallgrimsson standa sig vel I sjónvarpsumræðunum i fyrrakvöld, og eru Sjálfstæðismenn almennt óánægðir með það, að hann skyldi láta reka sig á gat hvað eftir annað. Hann kvaðst t.d. vera á móti erlendri skuldasöfnun. Þegar hann var hins vegar beðinn um að nefna eitt einasta dæmi um lán- töku núverandi stjórnar, sem ekki væri vegna atvinnuuppbyggingar eða virkjanafram- kvæmda, tók Geir þann kost að þegja. Sömuleiðis boðaði Geir niðurskurð ríkisút- gjalda, en fékkst alls ekki til að nefna eitt einasta dæmi um það, hvar ætti að skera niður. Einu skýru svörin, sem fengust frá formanni Sjálfstæðisflokksins, voru þau, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir samdrætti i framkvæmdum og gengisfellingu, ef hann fengi einhverju að ráöa eftir kosningar. Frantmistaða formanns Sjálfstæðisflokksins var með slíkum en- demum, að Sjálfstæðismenn fást varla til að tala um þennan sjón- varpsþátt, og er það ekki nema skiljanlegt. Gamansamir ritstj. Mbl. Ritstj. Mbl. eru óvenju fyndnir þessa dagana. Þannig beina þeir áskorunum til Framsóknarmanna um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, hve stefna Sjálfstæðisflokksins i varnarmálum sé ábyrg!! Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa fengið ótal tækifæri, bæði i útvarpi og sjónvarpi til að skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins i varnarmálunum, en aldrei tekizt. Allt og sumt, sem fengizt hefur upp úr þeim, er það, að þeir vilji óbreytta skipan mála. Engu má breyta. Helzt er á þeim að skilja, að hér eigi aö vera her um aldur og ævi. Og svo leyfa hinir gamansömu ritstj. Mbl. sér að blanda þessu rugli sinu saman við sjálfstæðismál þjóðarinnar. Kjdnaleg undirlægjustefna Framsóknarmenn frábiðja sér að vera bendlaðir við þessa óþjóðhollu stefnu. Tómas Karlsson, ritstjóri Timans, skrifaði mjög at- hyglsiverða grein um varnarmálin, þar sem hann lýsir m.a. stefnu Sjálfstæöisfiokksins: „Stefna Sjálfstæðisflokksins er óþjóðholl og nánast kjánaleg undirlægjustefna. Hún gerir ekki ráð fyrir neinni endurskoðun á varnar- samningnum, hcldur beinlinis, ef alvarlega væri tekin, að komið væri upp herstöðvum i öllum sýslum landsins. Engin ástæða er þó til að ætla, að Sjálfstæðismenn hafi slíkt i hyggju I alvöru. En þjóðin hlýtur að biða tjón af þvi, ef bandariskir rikis- borgarar verða fastur þáttur i islenzku þjóðlifi, eins og þeir hafa fengið aö koma sér fyrir á árum viðreisnarinnar. Þannig er fjöldi bandariskra ríkisborgara búsettur á við og dreif um Reykjanes, i Keflavik og i Ilafnarfirði. Þessir menn njóta allrar þjónustu, sem þessi bæjarfélög inna af hendi, en þeir greiða samt engin opinber gjöld eins og Islendingar til að halda bæjarfélögum þessum uppi. Allir heilskyggnir menn sjá, hversu háskaleg slik framvinda er. Og fái Sjálfstæðisflukkurinn að ráða þessum málum, mun hann koma endurskoöun 1 i amsóknarflokksins fyrir kattarnef. Þá mun banda- rikjamönnunum utan Keflavikurflugvallar fjölga smátt og smátt. Þarf ekki að leiða getum að þvi, hvert stefnir meö slikum sofanda- hætti lslendinga um þjóðerni sitt og sjálfsviröingu. Þetta vilja Framsóknarmenn lagfæra með endurskoðun varnarsamningsins. Og slíka cndurskoðunarstefnu skilja bandamenn okkar i Atlants- hafsbandalaginu”. tíi fyigis við Framsóknarflokkinn Það hefur vakið mikla athygli, að Þóra Einarsdóttir, einhver ötulasta baráttukona i röðum Alþýðufiokkskvenna i Reykjavik um margra áratuga skeið, hefur lýst þvi yfir, að hún muni styðja Framsóknarflokkinn i þessum kosningum. Hún segir m.a. í grein, sem birtist í Timanum i gær: ,,Nú þegar ég hef misst trú á getu Alþýðu- flokksins til að móta framtiðarstefnu sam- vinnu og sameiningar, var ekkert eðlilegia en að ég hyrfi i raðir Framsóknarmanna, sem I vitund minni voru raunar aldrei annað en skipuleg samtök, sem unnu að söinu verkefnum og Alþýðuflokk- urinn — að sameina fólkið i landinu til félagslegs átaks og menningarlegrar verkefna. Samvinnuhreyfing og verkalýöshreyfing, eru náskyldar, bæði hér og þó alveg sérstaklega erlendis, studdar af sama fólki og vinna hvor á sinn hátt að bættum hag þess. Enginn má skilja orði min svo, að ég hafi misst trú á stefnu og baráttu Alþýðuflokksins. Hitt hefur ekki verið mér sársaukalaust, að sjá hversu baráttumálin og hugsjónir hafa orðið að þoka fyrir valdabaráttu einstakra aðila og meginkjarni stefnu flokksins héfur orðið útundan i einskisvirðu dægurþrasi". a.þ. Ég vil sérstaklega vara . við þeim áróðri, sem Möðruvellingar reka. Þeir segjast vilja vinstri stjórn, en vilja fyrst og fremst reita atkvæði af Framsóknar- flokknum. En án þess að Fram- sóknarflokkurinn sé þungamiðjan og forystuaflið, verður slik stjórn ekki mynduð. Möðruvellingar segjast vilja vinstri stjórn, en ganga fram undir merki Karvels Pálmason- ar, sem var einn þeirra þing- manna, sem i raun felldu vinstri stjórn. Af framboðsfundum á Vest- fjöröum hafa þær fregnir borizt, að Karvel tali þar eins og stjórn- arandstæðingur, og á það ekki siöur viö um meðreiðarsvein hans Jón Baldvin. Þeir, sem kjósa „bræðralag” F-listans, vita þvi raunverulega ekkert, hvort þeir eru að kjósa stjórnarsinna eða stjórnarandstæðinga, auk þess sem óvist er með öllu, hvort þessi ósamstæði samtiningur fær nokk- urs staðar kjördæmakosinn þing- mann. Og þá er augljóst, aö öllum þeim atkvæðum, sem greidd eru F-lista, er stefnt i hættu og þau geta orðið með öllu áhrifalaus um framvindu stjórnmála á Islandi næsta kjörtfmabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.