Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 5 Rúgbrauð er vítamínauðug fæða, en þó einkum af B-vítamíni. Regiubundin neysla þess er talin veita oss öðru fremur hrausta og mjúka húð, styrkja taugakerfið og bæta meltinguna. Rúgbrauð er nauðsyn unglingum í uppvexti og fullorðnum stöðug heilsubót. BORÐUM ÖLL MEIRA RÚGBRAUÐ Kæru á fjárreiður Dags brúnar vísað frá Demparar í flestar gerðir bíla. Kristinn Guðnason hf. SuOurlandsbraut 20 Sími 8-66-33. Menntamalaráðuneytið, 25. júni 1974. Laus staða Lektorsstaða i efnafræði við verkfræði- og raunvis- indadeild Háskóia Islands er laus til umsóknar. Fyrirhugaðar kennslugreinar eru einkum efnagrein- ing og efnagreiningartækni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um lektorsstöðu þessa, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. júli n.k. Menntamálaráðuneytið. 25. júni 1974. Laus staoa Lektorsstaða i dönsku i heimspekideild Háskóla ts- iands er laus til umsóknar. Um er að ræða timabundna stöðu, og er gert ráð fyrir, að hún verði veitt til 4-5 ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsókniar ásamt ýtarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6 Reykjavik, fyrir 30. júli n.k. Studningur vio færeyska stúdenta STJÓRN Sambands islenzkra kennaranema samþykkti á fundi sinum 21. júni eftirfarandi álykt- un: „SÍKN lýsir yfir fullum stuðn- ingi við þá baráttu kennara og nemenda Stúdentaskólans i Fær- eyjum, sem miðar að þvi, að nemendur fái að taka próf á móðurmáli sinu. Við litum svo á, að þessi barátta sé liður i baráttu þjóðar fyrir tilverurétti sinum, og þvi sé framkoma danskra yfirvalda i þessu máli i algerri andstöðu við lýðræðishugmyndir manna á 20. öld.” Timinn hefur verið beðinn að birta eftirfarandi kæru Böðvars Indriðasonar á reikningshaldi og fjárreiðum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar til Sakadóms Reykjavikur. Saksóknari rikisins lagði til, að kærunni yrði visað frá og fylgir bréf hans hér með einnig. „Sakadómur Reykjavikur, Reykjavik. Ég undirritaður leyfi mér hér með að fara þess á leit við yður að þér látið fram fara opinbera rannsókn á fjárreiðum og reikningsfærslum Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar i Reykjavik, þar sem ég er félags- maður Ég gerði á aðalfundi félagsins i april 1973 fyrirspurnir hjálagðar um reikn., félagsins 1972 en ég fékk ekki viðhlitandi svör við spurningum minum. Þar, sem ég tel sérstaklega vera rannsóknar þörf i þessu sam- bandi, er eftirtalið: Reksturs- reikingur 1972, kostnaður við fundi, kosningar og ASÍ þing er ósundurliðað, kr. 173.142,20 kostn- aður við kaffistofu kr. 52.242,30, minnisbækur fyrir trúnaðarráðs- menn kr. 40.000.00 og bifreiða- styrkur er ótilgreindur, kr. 60.000.00. Lindarbær og Lindargata 9. Eigendaskiptin að Lindargötu 9 hafa ekki verið borin undir al- mennan fund i félaginu. Er hér átt við, að ég stóð i þeirri meiningu, að félagssjóður Dags- brúnar hafi keypt húsið fyrir starfsemi félagsins, en i reikn- ingnum er Styrktarsjóður talinn eigandi húseignarinnar. Ritari húsnefndar, Kristján Jóhanns- Menntamálaráðuneytið, 25. júni 1974. Við Menntaskólann við Hamrahlið eru lausar kennara- stöður i efnafræði, stærðfræði og leikfimi (1/2 staða). Æskilegt er, að umsækjendur geti tekið að sér kennslu i fleiri greinum en einni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24. júli n.k. Umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. son, hefur ekki verið boðaður á fundi nefndarinnar siðustu árin. Enginn rekstursreikningur er yfir húseignina Lindargötu 9 og engar húsaleigutekjur þvi taldar, en i húsinu eru leigjendur. Þá þarfnast eftirtaldir liðir sér- staklega rannsóknar: Kostnaður við Bókasafn Dagsbrúnar, húsa leiga, ljós, hiti og ræsting. kr. 60.912.00. Hvert fer húsleigan? Athugasemd hins löggilta endurskoðanda um bankainni- stæðurog verðbréfaeign, þar sem segir „Aðrar sparisjóðsbækur og veröbréf voru geymd i geymslu- hólfi félagsins i útvegsbanka íslands. Lyklarnir að hólfinu voru I vörzlu Péturs Lárussonar, gjaldkera, og Andrésar Guð- brandssonar, fjármálaritara”. Endurskoðandinn hefur eftir þessu ekki gengið úr skugga um, að verðmætin hafi verið til staðar, sem þar áttu að vera geymd. Styrktarsjóður Dagsbrúnar: Ótilgreindur kostnaður, kr 930.505.00 Tap á rekstri Lindar götu 9 og Lindarbæjar kr. 132.435.40 án þess reikningar liggi fyrir sbr, hér að framan. Óinn- heimt iðgjöld kr. 4.887.458.00 Athuga, að i reglugerð Styrktar- sjóðs 14. gr. er tekið fram: Innheimtu gjaldsins annast skrif- stofa sjóðsins, en allt starfsfólk félagsins og þar með sjóðsins fær laun greidd úr félagssjóði. Efna- hagsreikningurinn er eini reikn- ingurinn sem er undirritaður af formanni, en þar eru ekki nöfn endurskoðenda. Engar ákvarð- anir húsnefndar eru bornar fram á almennum fundi i félaginu. Þá er þess óskað, að reksturs- kostnaður bifr. R-3870 fyrir árin 1970-71-72 og 1973 verði athugaður. Benzinnótur verði lagðar fram, sem sýni, hvar og hvenær benzin var keypt til bif- reiðarinnar. Þá er bráðnauðsynlegt, að upp- lýst verði um rekstur Lifeyris- sjóðs Dagsbrúnar, en þar hefur mér vitanlega aldrei verið kosin stjórn, boðaður aðalfundur né lagðir fram reikningar Virðingarfyllst, Böðvar Indriðason” (sign) Saksóknari Rikisins Reykjavik 29. marz 1974 „Með bréfi, dags. 25. þ.m., framsenduð þér hr. yfirsakadóm- ari, til saksóknara rikisins bréf Böðvars Indriðasonar, Asvalla- götu 16, hér i borg, dags., 23. s.m., þar sem hann fer fram á opinbera rannsókn af hálfu sakadóms Reykjavikur á fjárreiðum og reikningsfærslum Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Bréfi Böðvars fylgja 3 fylgiskjöl og þar á meðal ljósrit af ársreikningum nefnds félags árið 1972 ásamt endurskoðunarskýrslu undir- ritaðri af Sigurði Stefánssyni, löggiltum endurskoðanda. Framangreind skjöl þykja eigi vekja grun um refsiverða með- ferð fjármuna fyrrnefnds félags og refsiverðar reikningsfærslur og eru þvi eigi rök til þess að af ákæruvaldsins hálfu verði gerð krafa um að fram fari opinber rannsókn á fjárreiðum og reikn- ingsfærslum félagsins. Þórður Björnsson” (sign) / ' BtlSatís sláttuþyrlan er örugg og einföld í notkun. ;:.:::::Hae8arstilling hnífs frá jörð er nákvæm, og þyrlan fylgir ifffBíshæðum landslags mjög vel. |p||Í3óð: varahlutaþjónusta. l'/ Bjóðum tvaer breiddir Busatis sláttuþyrla, 135 og 165 sm. ■«, Tilbúnar til afgreiðsiu strax. UDUÓIANOSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SiMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.