Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 9 SIGLT FRÁ NOREGI TIL ÍSLANDS Á OPN UM BÁTUM GB—Reykjavik — Mánudaginn 1. júli, halda til Noregs fjórir ungir íslendingar, sem taka munu þátt i heldur óvenjulegri siglingu Þeir ætla að sigla á tveim norskum einæringum til íslands, en bátarnir eru smiðaðir i Afjörd i Noregi, og var það Magnar, Glide, sem sá um smiði þeirra. Báta þessa kalla Norðmenn „femböringer”. Teinæringarnir eru Ilikingu við þá báta, sem for- feður okkar notuðu til íslandssigl- inga og til Lofotveiða, hér áður fyrr. Teinæringarnir eru tólf metrar á lengd, og eru opnir, nema að SINE mót mælir iSVOLÁTANDI fréttatilkynning hefur blaðinu borizt frá SÍNE: ' „Stjórn Sambands Islenzkra námsmanna erlendis, SINE, for- dæmir harðlega þær réttarofsókn og málshöfðanir, sem „aðstand- enur Varins lands” hafa hafið gegn tjáningarfrelsi andstæðinga hersetu á íslandi. Þessar viða- miklu meiðyrðastefnur, sem blaðamenn Þjóðviljans, ritstjóri Stúdentablaðsins, rithöfundur o.fl. hafa orðið fyrir, afhjúpa hægra ofstæki og peningahyggju þeirra hrokafullu embættis- manna, er stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni I vetur. Þessum undirskriftum er nú beitt i þágu öflugs stjórnmálaflokks, er leitar eftir meirihlutafylgi við ævar- andi hersetu. SÍNE hvetur alla landsmenn til að mótmæla þessum árásum á tjáningar- og prentfrelsi I land- inu. SÍNE vekur athygli á þvi, að vinnubrögð þau, sem nU eru við- höfð, eru einsdæmi hér á landi en algeng I ýmsum öðrum NATO-rikjum, sem lýsa sér með- al annars I ofsóknum gegn vinstri sinnuðum stUdentum. Málshöfð- unin gegn StUdentablaðinu, þar sem „ærumeiddir” prófessorar beita dómstólum á málsvara stU- denta, hefur vakið ugg meðal stU- denta og mun verða svarað kröft- uglega af samtökum náms- manna.” smá yfirbygging er I skutnum fyrir bátsverja. Enginn vél er um borð I bátnum, en þeir eru UtbUnir góðum seglum. Talstöð mun þó sennilega vera um borð, og að sjálfsögðu öll nauðsynleg björg- unartæki. Áhafnir bátanna Ahafnir bátanna eru sextán manns, þar af áðurnefndir fjórir Islendingar, sem eru Kjartan Mogensen og Hilmar Hauksson frá Reykjavik, Haraldur Asgeirs- son og Stefán Sigtryggsson frá Akureyri. Allter þetta þrautreynt siglingafólk, en I hópi Norðmanna er ein stUlka. Fyrst munu áhafn- irnar vera við æfingasiglingar i Áfjörd, en þaðan munu þeir svo sigla til Fjaler, en sU sigling tekur um tiu til ellefu daga og ættu áhafnirnar þá að vera orðnar vel sjóaðar fyrir aðalsiglinguna til Islands. En það var einmitt frá Fjaler, sem Ingólfur Arnarsson lagði upp I siglmgu sina til Islands. Koman til íslands. Frá Fjaler sigla teinæringarnir þann 18. jUli og er áætlað að þeir komi til Reykjavikur á hádegi, 4 ágUst. Þann 3. ágUst er samt bUizt við að þeir komi við I Kefla- vik, þar sem borgarstjóri Osló- borgar, Brynjólf Bull, mun stiga um borð en hann mun afhenda annan bátinn að gjöf til Reykja- vikurborgar. Gjöf frá Norðmönnum. Einn af aðalhvatamönnum þessarar Islandssiglingar, er Sig- mund Kvalöy, lektor við Oslóar- háskóla. Ætla Norðmenn að færa Islendingum báða teinæringana að gjöf. Osló, Bergen og Þránd- heimur, munu færa Reykjavikur- borg annan bátinn að gjöf og mun borgarstjóri Oslóborgar afhenda hann við komuna til Reykjavikur 4. ágUst. Ekki hefur enn verið ákveðið hverjum á að gefa hinn bátinn, en komið hefur til tals að hann fari til Akureyrar. Það eru Æskulýössamtökin i Noregi, sem unnu gegn aðild Noregs að Efna- hagsbandalaginu, sem gefa munu þann bát. Æskulýðssamtökin studdu Islendinga dyggilega I landhelgisdeildunni við Breta, og hugsa gefendur sér að þetta verði táknræn gjöf til tslendinga frá Norðmönnum vegna þorska- striðsins, og eins til eflingar islenzkrar æsku i siglingum. Eins óska gefendur þess, að litið verði á bátagjafirnar sem nokkurs konar tákn um verndun Norður- Atlandshafsins. Norskir sérfræð- ingar bjóða að- stoð við olíuleit SIÐSUMARS 1973 tilkynntu vísindamenn frá Sovétríkjunum á blaðamannafundi hér i Reykjavik að þeir hefðu orðið varir við djúp setlög norðaustur af tslandi. Töldu þeir sig hafa fundið vott af oliu og gasi á þessu svæði, sem liggur alliangt austur af Langa- nesi. Eftir að þetta varð kunnugt viða um lönd hafa ráðuneytinu borist margar umsóknir frá ýmsum löndum um leyfi til að leita að oliu I kringum ísland. Ráðuneytið hefur fram til þessa svarað þvi svo að það væri ekki Inga Jóhannesdóttir I Grimsey — myndin tekin I afmælissamkvæminu á dögunum, er hún varö hundrað ára. Ljósmynd: G.J. Hundrað ára enn timabært að veita slikt leyfi og hefði Islenzka rikisstjórnin ekki mótað stefnu slna i þessu máli. Svo sem öllum er kunnugt hafa farið fram við Noreg sunnan 62. breiddargráðu miklar boranir eftir oliu og gasi, sem hafa borið mjög mikinn árangur. Þessi svæði voru könnuð af ýmsum fyrirtækjum og ollufélögum i samvinnu við norsk fyrirtæki að einhverju leyti. NU hafa hins vegar Norðmenn hafizt handa um það sjálfir að rannsaka svæðið norðan 62. breiddargráðu og telja að einnig • þar sé um mikla ollugeyma að ræða. Það var þvi ekki óeðlilegt að þetta kæmi til umræðu á fundi iðnaöarráðherra Islands og Noregs I Stokkhólmi i október s.l. Var þá fulltrUum tslands og Noregs Ur svonefndri embættis- mannanefnd falið að athuga málin nánar. Þetta leiddi til þess að norska iðnaðarráðuneytið bauðst til að senda hingað til lands tvo sér- fræðinga á þessu sviði. Þessir menn komu hingað hinn 6. jUni sl. . og áttu fundi með fulltrUum frá iðnaðarráðuneytinu og öðrum þeim sem um málið fjalla. Þessir menn voru Frederik Hageman, forstjóri fyrir oliuskrifstofunni I Stafangri, sem er jarðfræðingur og hefur áður komið hingað til Islands, svo og Karl E. Manshaus, deildarstjóri i norska iðnabarráðuneytinu. Þessir menn kynntu sér málið mjög náið og gáfu Islensku fulltrUunum ýmis góð ráð og upplýstu þá um hvernig Norðmenn hefðu og mundu standa að sinni oliuleit i framtiðinni. Þessar viðræður svo og samtal viö norska iðnaðarráðherrann i Helsingfors nU fyrir skemmstu hafa leitt til þess að Norðmenn hafa látið I ljós vilja á þvi að að- stoða íslendinga eftir þörfum við þeirra leit á islenzka landgrunn- inu að ollu og gasi, og látið að þvi liggja að norskir opinberir aðilar kynnu að geta átt þar hlut að máli Verður þessu máli nU nánari gaumur gefinn. Norðlenzkar konur á aðalfundinum á Hrafnagili. Samband norðlenzkra kvenna: Ríkisf jölmiðlarnir séu menningartæki SAMBAND norðlenzkra kvenna hélt aðalfund sinn I Hrafnagils- skóla dagana 10.-11. júni sl. I boði Kvennasambands Akureyrar. Sambandið var stofnað 1914 á Akureyri og á þvi 60 ára afmæli á þessu ári. Stofnandi þess og for- maður um áraraðir var Halldóra Bjarnadóttir, sem nú dvelst á Elliheimilinu á Blönduósi. Aðalbaráttumál sambandsins hafa verið, og eru enn, uppeldis- mál, heimilisiðnaður, garðyrkja og hvers konar mannúðar- og menningarstarfsemi á félags- svæðinu, jafnframt þvl sem það hefur verið tengiliður kvenfélaga á Norðurlandi. Það hefur stutt ýmsar liknarstofnanir, s.s. Krist- neshæli og Sólborg á Akureyri. A vegum sambandsins hefur veriö haldinn fjöldi námskeiða i margs konar greinum. Þá hafði sambandið sameiginlegt hUs- mæðraorlof fyrir allt Noröurland I HUsmæbraskólanum á Lauga- landi á slðastliðnu sumri, og er ákveöið að halda þeirri starfsemi áfram. A fundi á Hrafnagili, þar sem mættir voru fulltrUar frá öllum kvenfélagasamböndum frá A- HUn. til N-Þing., voru til umræðu mörg málefni, og voru samþykkt- ar margar ályktanir og tillögur, m.a. eftirfarandi: 1. Aðalfundur S.N.K. hvetur konur til að standa sterkán vörð um islenzka þjóðbúninginn og varast allar breytingar og eftir- llkingar. 2. Aðalfundur S.N.K. beinir þeim eindregnu tilmælum til rlkisfjölmiðlanna, að þar verði i rlkari mæli nýttir möguleikar til aö gefa fólki kost á heimanámi I tungumálum, heimilisfræðum, tónlist og fleira. Þá vildi fundur- inn eindregið kvenfél. á Norðurlandi til að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma á hjá sér leshringastarfsemi. 3. Samþykkt var svohljóðandi ályktun frá garðyrkjunefnd: Nefndin samþykkir að S.N.K. haldi áfram að styrkja unglinga á Norðurlandi á námskeið I garð- yrkjuskólanum I Hveragerði. Einnig leggur nefndin til að stjórn S.N.K. beiti sér fyrir þvi að konur verði styrktar á sams kon- ar námskeið. Margir aðilar hafa heiðrað S.N.K. i tilefni af afmæli þess með heillaóskum og rausnarlegum gjöfum, og Kaupfélag Eyfirðinga hélt fundarkonum veglegt kvöld- verðarhóf að Hótel K.E.A. I sambandi við fundinn var sett upp allumfangsmikil heimilisiðn- aöarsýning I Hrafnagilsskóla, þar sem fjöldi fallegra muna af öllu Norðurlandi voru til sýnis. Stjórn sambandsins skipa Emma Hansen á Hólum, formað- ur, Elin Aradóttir á BrUn, ritari og Guöbjörg Bjarnadóttir á Akureyri, gjaldkeri. Stórmyndarleg þjóðhótíð Rangæinga: Fimm þúsund manns og hvorki vín né óhöpp ÞJÓÐHÁTÍÐ Rangæinga var haldin á grænum grundum við Merkjaá i landi Hliöarendakots i Fljótshlið á sunnudaginn i hinu mesta bliðskaparveðri og tuttugu og tveggja stiga hita. Sóttu hana um fimm þúsund manns, að talið er. Engin óhöpp urðu i sambandi við hátiðina, og ekki sá þar vln á nokkrum manni, þrátt fyrir allt fjölmennið Timinn átti I gær tal við Jón R. Hjálmarsson skólastjóra, sem var formaður þjóðhátlðarnefndar Rangæinga og bar hitann og þungann af undirbUningsstarfinu. — Hátíðin hófst með þvi, að lUðrasveit frá Selfossi lék, sagði Jón, og slðan fór fram hylling þjóðhátiðarfánans okkar. Þessu næst var þjóðhátiðin sett, og siðan flutti prófastur héraðsins, séra Sváfnir Sveinbjarnarson, hátiða- messu með aðstoð presta sinna, en þjóðhátiðakór Rangæinga, sem skipaður var nær hundrað manns Ur kirkjukórum héraðsins, söng. Stjórnuðu honum þau hjón- in Friðrik Guðni Þorleifsson og Sigriður Sigurðardóttir. Að lokinni messu flutti Björn Fr. Björnsson sýslumaður hátlbarræðu, og fjallkonan kom fram og flutti hátlðaljóð eftir GuðrUnu Auðunsdóttur i Stóru- Mörk. Fjallkona var Dagný Her- mannsdóttir á Hvolsvelli. For- maöur Rangæingafélagsins i Reykjavik, Jón Sigurðsson, flutti ávarp og heillaóskir. Þessu næst var leiksýning ör Njálu, sem ég hafði tekið saman og nefndi Björn að baki Kára. Var Þórður Tómasson safnvörur sögumaður, en leikendur undan Austur-Eyja- f jöllum. Þá var sérstakur barnatimi. Þar kom fram telpnakór Ur gagn- fræðaskólanum á Hvolsvelli, barnakór tónlistarskólans og hljóðfæraleikarar Ur honum. Drengir Ur barnaskóla Austur- Eyfellinga sýndu þætti Ur Skugga-Sveini og nemendur Ur Skógaskóla fimleika, sem Snorri Jónsson Iþróttakennari stjórnaði. Þá var þjóðdansasýning, sem Lóa Jónsdóttir frá Arbæ stýrði. Einnig var keppt I frjálsum Iþróttum, kórinn söng og lUðra- sveitin lék. Loks voru svo hátlðarlok og þjóðhátíðarfáninn dreginn niður, en hann verður varðveittur, sem helgur gripur I safninu á Skógum. — Við lögðum áherzlu á, að Rangæingar sjálfir önnuðust sem allra mest af þvi, sem flutt var, sagði Jón að lokum. Þess má geta, að um kvöldið var dansað um tvær klukku- stundir við harmónikuundirleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.