Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 28. júni 1974. TÍMINN 19 Jón Helgason og tryggja fiskimiðin. Við höfum þó ekki verið settir hjá, stórfram- kvæmdir eru um allt land núna. Vil ég þar sérstaklega benda á St jórnarandstaðan: mæta til funda fullir bölsýni. Athugandi er að þessir dapurlega hugsandi menn, sem nú vilja taka við stjórn, minnast ekki á það hvernig þeir ætla að leysa vandann. hringveginn. Min heimabyggð, sem verið hefur i hópi afskekktra byggða þessa lands, tengist nú i einu vetfangi við ný lönd, og nýtt fólk á Austurlandi. Vegurinn yfir Skeiðarársand er stærsta átak, sem gert hefur verið i vegamál- um á íslandi og er þá engin önnur vegaframkvæmd undanskilin. Framkvæmdum þar er nú að ljúka eftir aðeins tveggja ára vinnu. — Þessi vegagerð gjörbreytir aðstöðunni á austurhluta Suður- lands, tengir Austurland við þessa byggð, Skaftafellssýslur og mun hafa mikil áhrif á allt i Suðurlandskjördæmi, að ekki sé nú minnzt á Austurland og suður- hluta Austfjarða, sem nú eiga greiðari samgöngur við önnur héröð. Það var Framsóknar- flokkurinn, sem beitti sér fyrir þessari vegagerð og það er vinstri stjórnin, sem réðst i þessa stór- framkvæmd með þjóðina að baH. Tel ég hringveginn vera eitt bezta verk rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar. Dapurleg stjórnarandstaða — Hvernig ber stjórnarand- staðan sig á framboðsfundunum? — Stjórnarandstaðan og hennar fulltrúar mæta til funda fullir böl- sýni á öllum sviðum. Ég vil þvi nota tækifærið til þess að vara menn sérstaklega við þvi að leggja trúnað á þeirra málflutn- ing. Við skulum gera okkur grein fyrir ýmsum staðreyndum máls- ins. Það eru aðeins liðnir 3/4 hlut- ar þess kjörtimabils, er áætlað var, þegar rikisstjórnin var knúin til kosninga. Ef kosið hefði verið siðar, hefði staðan verið önnur. Togarar eru enn að koma til landsins og ný atvinnutæki, sem aflað hefur verið, eru naumast enn komin i gagnið. Afraksturinn er aðeins að byrja að skila sér. Það er t.d. táknrænt, að þorskafli togaranna á fyrstu fimm mánuð- um þessa árs hefur tvöfaldazt og svona er það á ýmsum sviðum. Framleiðslan er að byrja að auk- ast og hún mun margfaldast á þessu ári og hinu næsta. Ólafur lagði fram tillögur sem leystu vandann i efnahagsmálum Ólafur Jóhannesson lagði fram Itarlegar tillögur i efnahagsmál- um, þar sem efnahagsvandinn var leystur, en þessir sömu menn fengust ekki til þess að hlusta og þvi er gengið til kosninga nú. A heilu kjörtimabili hefði staðan verið miklu betri en hún er núna og ráðin hefði verið bót á efna- hagsvandanum, sem er smávægi- legur miðað við annað, sem við er að etja. — Það er lika athugandi, að þessir dapurlega hugsandi menn, sem vilja nú taka við stjórn, minnast ekki á það hvernig þeir ætla sér að leysa þennan mikla vanda, sem þeir tala um. — öllum hlýtur að vera það ljóst, að þegar stórkostlegar framkvæmdir og sókn I atvinnu- málum hefst eftir atvinnuleysi og framkvæmdaleysi, sem ein- kenndi stjórnartimabil Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, eða „viðreisnina”, þá hlaut verðbólga að fylgja i kjölfarið. Næg atvinna var handa öllum og þjóðin hafði fullar hendur fjár, sem hún hafði unnið fyrir. Verð- bólgan hlaut að koma, og það voru lagðar fram tillögur um lausn vandans og þær munu koma til framkvæmda, ef stjórnin held- ur velli. « Að bregðast, — Ég efast um að menn vildu skipta, og ég vara alla kjósendur við úrtölumönnum og bölsýnis- mönnum, að fá þeim völd i þjóð- málum. Það verður ekki búið á íslandi, ef menn nærast á bölsýni. Varar við úrtölu- mönnum og bölsýni — Það hefur aldrei þótt vænlegt að fela þeim forystu, sem ekkert sjá annað en ófarir framundan. — Framsóknarmenn eru bjartsýnir á fylgis- aukningu I Suðurlands- kjördæmi og byggjum þá bjartsýni á þeim áhuga, sem fólk hefur sýnt á að auka fylgi flokksins og erum við nú vongóðir um að Guð- mundur G. Þórarinsson, verkfræðingur nái kjöri. Tel ég að það væri af þvi mikill ávinningur fyrir Sunnlendinga, sagði Jón Helgason, bóndi á Segl- búðum að lokum. JG. Afhending prófskír- teina og doktorskjör AFHENDING prófskirteina til kandidata fer fram við athöfn I Háskólabiói laugardaginn 29. júni 1974 kl. 14. Rektor Háskóla tslands, pró- fessor Guðlaugur Þorvaldsson, flytur ávarp, en siðan afhenda deildarforsetar prófskirteini. Þá verður lýst doktorskjöri og afhent doktorsbréf. Forseti heim- spekideildar, prófessor Sigurjón Björnsson, lýsir kjöri Gunnars Gunnarssonar, Peters Hallberg og Þórbergs Þórðarsonar, sem sæmdir voru heiðursdoktorsnafn- bót fyrr á þessu ári. Forseti verk- fræði- og raunvisindadeildar, prófessor Guðmundur Björnsson, lýsir doktorskjöri Steingrims Jónssonar, fyrrverandi raf- magnsstjóra, er sæmdur var heiðursdoktorsnafnbót hinn 18. þ.m. Tónlist verður flutt undir stjórn Þorvaldar Steingrimssonar. Ollum er heimill aðgangur. skyldi t bæjarstjórnarkosningunum 26. mai sl. sýndi Framsóknar- flokkurinn, hversu sterkur hann er á ströngum stundum. Nokkru fyrir kosningarnar hafði hópur manna, sem kallaði sig vinztri framsóknarmenn skorað opin- berlega á flokksmenn að kjósa aðra flokka. Samt sem áður hafði þetta tilræði við flokkinn engin sýniheg áhrif. Tiltæki svokallaðra Möðru- vellinga, sem nú bjóða fram sér- staklega gegn Framsóknar- flokknum er mikið undrunarefni. Hvers vegna sögðu þeir skilið við flokkinn einmitt nú eftir að Framsóknarflokkurinn hefur um þriggja ára skeið haft á hendi forystu I vinstri stjórn, em svo miklu góðu hefur komið til léiðar. Umskiptin, sem orðið hafa á hag dreifbýlisins og byggðinni i kringum landið eru réttilega nefnd bylting. Þar sem áður hafði verið áratuga kyrrstaða, er nú & skammri stund allt orðið iðandi af bjartsýni og athafnagleði. í varnarmálunum hefur öll rikis- stjórnin einnig staðið á bak við Einar Agústsson og stefnu hans til lausnar þeim, enda hefur stefna hans miklu meiri breyt- ingu i sér fólgna en stefna gömlu vinstri stjórnarinnar. Ef rökbundið mat á málefnum réði afstöðu svokallaðra Möðru- vellinga, hefðu þeir eftir þriggja ára farsælt starf rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar átt að standa dyggilegar en nokkru sinni á bak við forystu flokksins. En eins og kunnug má vera, er öðru að heilsa. Þessir menn velja óskiljanlega stund til að rjúfa samstöðuna með fyrri félögum. Og fram á málefnaágreining hefur þeim ekki tekizt að sýna. Það er vitað af langri reynslu, að öll klofningsstarfsemi hlýtur að veikja málstað þann, sem vinstri menn berjast fyrir. En engin skynsamleg rök né talandi verkin um farsælt starf forystu Fram- sóknarflokksins hafa megnað að halda aftur af þessum mönnum. Ef dýpra er skyggnzt verður bert, að þessir menn hafa ekki skilið við flokkinn af málefna- legum ástæðum heldur af annar- legum hvötum, og kom frama- girni þeirra þar fyrst og fremst til í Framsóknarflokknum sóttust þeir eftir trúnaðarstörfum af meiri ákefð en aðrir menn, og varð nokkuð ágengt. Þegar þeir komust ekki lengra, reyndu þeir að berja vilja sinn I gegn með persónulegum árásum á þá menn sem þeir töldu vera fyrir sér. Og siðast tóku þeir leynt og ljóst að beita stofnunum flokksins fyrir sig, með það fyrir augum að kljúfa flokkinn. Af þessum rótum var runnin hin mikla ákefð þessara manna i að ná völdum i Félagi ungra framsóknarmanna i Reykjavik á liðnu hausti, en það mistókst, eins og kunnugt er. Eftir ósigurinn báru þeir þvi við, að þeir hefðu beðið ósigur af þvi einu, að meiri- hlutinn hefði beitt ólögum. Jafnan hafa þeir og hrópað um lögleysur, þegar þeir hafa ekki haft vilja sinn fram. Þess má þó geta, að þessir sömu menn Elias Jónsson, og Ólafur Ragnar Grimsson og nokkrir aðrir, hafa haft á hendi stjórn SUF með þvi að brjóta lög SUF. Samkvæmt 5. gr. laga SUF, eins og þau voru samþykkt á næstsiðasta þingi SUF skyldu þeir einir geta orðið félagar I félögum ungra framsóknar- manna, sem eru á aldrinum 15- 30. ára, og skyldu ákvæði þetta taka gildi á siðasta þingi SUF. Af ótta við að lenda I minnihluta á ' þinginu gerðu þeir ólafur Ragnar Grimsson og fylgifiskar hans þó ekkert til að framkvæma ákvæðið, heldur mættu á þinginu fulltrúar allt að 36 ára að aldri. Var slðan ákvæðum laga SUF aftur breytt i skyndi, — að visu ólöglega — og hin nýja stjórn SUF kosin með Elias Jónsson sem for- mann. Það var þegjandi samkomulag framsóknarmanna, á meðan þessir menn voru innan flokksins, að forðast eftir megni opinberar deilur við þá, sem aðeins hlutu að verða óvinafagnaður. En nú ber hs-Rvik. Að mati manna, sem voru á útifundi Sjálfstæðisflokks- ins I Lækjargötu i gær, munu milli 1500-2000 manns hafa hlýtt á hvatningarorð Gunnars, Geirs og Birgis. Þessar fáu manneskjur stóðu á vlð og dreif um torgið, I alveg einstöku bliðviðri, og voru undirtektir þeirra eindæma fá- legar. Þessi hópur hefði fyllt sæti Há- er sízt nauðsyn til að vekja athygli á fá- einum vinnubrögðum þeirra, er þeir hafa sagt skilið við fiokkinn. Það eru meinleg örlög manna, sem telja sig vera að berjast fyrir málstað vinstri stefnu, að verða andstæðingunum að liði með þvi að taka að beina spjótunum að fyrrverandi samherjum. Einna ömurlegast er þó hlutskipti Frið- geirs Björnssonar, fulltrúa Borgardómara i Reykjavlk, að lenda I þvi að ráðast gegn ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra, manninum, sem borið hefur hita og þunga samstarfsins og þess farsæla árangurs, sem náðst hefur I vinstri stjórninni. Friðgeir á jörðina Presthvamm við Laxá i Aðaldal. 1 Laxár- deilunni frægu var hann einn af mögum landeigendum við ána, sem skrifuðu undir mótmæla- skjal gegn virkjunarfram- kvæmdum Laxárvikrjunar. 1 skjalinu segir, að landeigendur hafi „bundizt órofa samtökum einn fyrir alla og allir fyrir einn um að verja rétt vorn og fram- tlðarvelferð laxár”, og enn fremur sagði, að yrðu „fram- kvæmdir hafnar i andstöðu við oss, munum vér beita okkur til- tækum ráðum til að hindra þær”. Ekki liðu þó nema nokkrar vikur þar til Friðgeir hafði gert samn- ing við Laxárvirkjun um sölu á sandi og möl til virkjunarfram- kvæmdanna. Þótti mörgum Frið- geir hafast einkennilega að og i anzi miklu ósamræmi við heit- strengingar sinar. Raunar þótti hann bregðast, er verst gengdi og sizt skyldi sýslungum sinum. Nú bregzt Friðgeir, enn einu sinni þeim, er hann hafði bundizt flokksböndum með, og enn sem fyrr, þegar minnst var ástæðan og sizt skyldi. —TK skólabiós, en ótti Sjálfstæðis- manna við að fjöldinn kæmist ekki inn I Laugardalshöll, hefur með öllu verið ástæðulaus. Ungar stúlkur gengu þarna milli manna með bauka, ef vera skyldi að ein- hver vildi gefa i kosningasjóðinn, en menn virtust taka þeim jafn fálega og orðum forkólfanna. Piltur óskast í sveit 14-15 ára piltur óskast í sveit strax. — Upp- lýsingar í síma 3-52-49. 'FERÐAFÓUv Munið Hótel ÞÓRISTÚN Eina gistihúsið á < SELFOSSI > Reglumaður óskar eftir herbergi sírax. Er á götunni — Upplýsingar í síma 13223 kl. 21-22. Guðmundur Kristjánsson Veiting héraðslæknisembættis í Eyrarbakkahéraði Athugasemd við greinargerð Heilbrigöis- og tryggingamála- ráöuneytisins viö veitingu héraöslæknisembættis i Eyrar- bakkahéraöi 1 greinargerð frá ráöuneytinu dags. 12. þ.m., sem birzt hefur a.m.k. I dagblaðinu Timanum, lýsir ráðuneytið yfir þvi, að hlut- verk stöðunefndar skv. 33. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973, sé ekki að raða um- sækjendum um læknastöður eftir hæfni, heldu einungis, að dæma um, hvort þeir séu hæfir eða ekki hæfir. 1 33. gr. laganna segir: „Ráðherra skipar 3 lækna I nefnd, er metur hæfni um- sækjenda um stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna og lækna heilsu- gæzlustöðva. Nefndin skal þannig skipuð: 1 tilnefndur af Lækna- félagi Islands, 1. tilnefndur af læknadeild Háskóla Islands og landlæknir, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar”. Og enn- fremur „Þegar um er að ræða stöður yfirlækna og sérfræðinga, hefur nefndin heimild til að kveðja 2 sérfræðinga sér til ráðu- neytis”. Nefndinni er vitaskuld fullljós réttur ráðherra til að skipa I em- bætti hvern þann umsækjanda, sem hæfur er talinn. Hins vegar er nefndin ósammála túlkun ráöuneytisins á hlutverki hennar og telur, að sú túlkun geti ekki verið I samræmi við vilja lög- gjafans. Fyrir þessu eru eftirtalin rök. Lækningaleyfi gerir alla lækna faglega hæfa til þess að gegna hverri þeirri læknisstöðu, sem ekki krefst sérfræðingsviður- kenningar, svo sem til þess að vera heilsugæzlulæknar eða héraöslæknar skv. eldri lögum, en engu að siður gætu þeir verið mjög mishæfir. Sérfræðingsviðurkenning gerir alla sérfræðinga að auki faglega hæfa til þess að gegn öllum sér- fræðingsstörfum i sérgrein við- komandi læknis, svo sem til þess að vera yfirlæknir eða sér- fræðingar á sjúkrahúsum, en um sérfræðinga gegnir vitanlega sama máli og um almenna lækna, og þeir gætu verið mjög mishæfir. 1 reynd er það svo, að læknar sækja varla um ofannefndar stöður, nema ofangreindum skilyrðum sé fullnægt. Við teljum ótvlrætt, að með skipun þessarar nefndar, sem þar að auki hefur heimild til að kveöja 2 sérfróða menn til ráðu- neytis, við mat á hæfni um- sækjenda, hafi löggjafinn ætlað nefndarmönnum að velja á milli umsækjenda þ.e. raða þeim niður eftir faglegri hæfni, ef unnt reynist. Guðmundur Jóhannesson læknir, fulltrúi Læknafélags Islands. Þorvaldur V. Guðmundsson, læknir, fulltrúi Læknadeildar Há- skóla Islands. Ólafur Ólafsson landlæknir Sýning í Gallerí SÚM gb Rvik. — Miövikudaginn 26. júni var opnuð sýning á verkum Hreins Friöfinnssonar I Galleri SÚM viö Vatnsstig. Sýningin stendur til 10. júli. Hreinn Friðfinnsson er fæddur 1943 að Bæ i Dölum. Hann hefur verið búsettir i Amsterdam i Hol- landi siðan 1971. Fimm einkasýn- ingar hefur Hreinn haldið I Hol- landi, og tekið þátt i ýmsum samsýningum hér á landi og i Danmörku, Hollandi, Frakklandi og viðar. Fyrsta samsýningin, sem Hreinn tók þátt i, var SOM I. I Asmunardal árið 1965. Hreinn Friðriksson við eitt verka sinna. FÁMENNI í FÁ- DÆMA BLÍÐVIÐRI — á útifundi Sjólfstæðismanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.