Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 28. júnl 1974. Stórfelld upp- bygging atvinnu lífs, sem veldur aldahvörfum austan lands FRÉTTAM,AÐUR Tim- ans hitti Tómas Árnason að máli og spurði hann frétta af uppbyggingu atvinnulifs og fleira á Austurlandi. Tómas Árnason er fram- kvæmdastjóri i Fram- kvæmdastofnun rikisins og skipar 2. sætið á framboðslista Fram- sóknarf lokksins i Austurlandskjördæmi. — Varðandi togarana hefur rlkisstjórnin samþykkt rlkis- ábyrgð i hverju tilfelli. Fisk- veiöasjóður lánar sem svarar 67% af kaupverði. En segja má, að hinn nýi byggðasjóður hafi i mörgum tilfellum tryggt skut- togarakaupin úti um landið. Hann hefur I öllum tilfellum lánað 5% af kaupverði og á fjölmörgum veikum stöðum lánað viðbót til að gera kaupin möguleg. Byggðasjóður hefur einnig lán- að til innlendrar fiskiskipasmíði og til bátakaupa, en það hefur mikla þýðingu fyrir líflegt at- vinnulíf við sjóinn. Atvinnuleysistryggingasjóður H'óhmatindur frá Eskifiröi. — Rlkisstjórnin hefur beitt sér fyrir uppbyggingu skuttogara- flotans. Hvernig standa þau rhál eystra? — Keyptur hefur verið skuttog- ari til Vopnafjarðar, Seyðisfjarð- ar, tveir til Neskaupstaðar, einn á Eskifjörð og annar sameiginlega fyrir Eskifjörð og Reyðarfjörð og einn sameiginlega fyrir Stöðvar- fjörð og Breiðdalsvlk. Seyð- firöingar eiga annan skuttogara I smlðum, og mun hann koma snemma á næsta ári. Þeir á Djúpavogi og Hornafirði hafa mikinn áhuga á að eignast sinn skuttogarann hvor. Kaup skuttogaranna hafa glfurlega þýðingu fyrir útgerðar- bæina. Þeir veita sjómönnum meiri möguleika til góðs aflahlut- ar og betri vinnuskilyrði. Þá tryggja þeir nokkurn veginn öruggt hráefni til fiskvinnslunnar I landi. En það þýðir samfelldari vinnu I frystihúsunum og meira atvinnuöryggi. Ennfremur trygg- ir stöðugt hráefni betri afkomu húsanna. CJtgerðin og fiskvinnsl- an styður hvað annað. —- Eiga fiskiskip framtíðarinn- ar þá nær eingöngu að vera skut- togarar? — Nei, þvi fer viðs f jarri. Það er bráönauðsynlegt, að fiskiflotinn sé blandaður skipum af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þorsk- veiöanna eru humar- og rækju- veiðar, loðna, sild, grálúöa og margt fleira. Nú eru menn mjög áhugasamir um smiði fiskiskipa, sem eru jafnvlg á tog- og nóta- veiði. — Hvað hefur verið gert til að byggja upp fiskiskipaflotann? hefur einnig lánað til þessarar uppbyggingar. — Hvað segirðu um frystihúsin og fiskiðnaðinn? — Framkvæmdastofnun rlkis- ins hefur gert áætlun um upp- byggingu hraðfrystihúsanna I landinu, svo sem sagt var frá i blaðinu I gær. Þessi áætlun spannar I aðalatriðum yfir tima- bilið 1972-1976. Hún gerir ráð fyrir vélvæðingu, endurbyggingu og nýbyggingu um 100 fiskiðjuvera I landinu. Aætlunin mun kosta 6-7 milljaröa króna, miðað við verð- lag fyrri hluta árs 1974. Á Austurlandi er þessi áætlun mjög myndarleg. Verið er aö byggja nýtlzku hraðfrystihús á Hornafiröi, Djúpavogi, Fáskrúðs- firði og Vopnafirði. Nánast nýtt hús á Breiðdalsvik og miklar endurbætur á öllum öðrum frysti- húsum hér eystra. Þessi uppbygging mun kosta allt að 1100 milljónum króna og I mörgum tilfellum kosta fram- kvæmdir frá 50-100 milljónir króna. Þessi uppbygging fiskiflotans og frystihúsanna táknar byltingu við sjávarsíðuna og leggur grund- völl að nýtizku fiskvinnslu. Hrá- efnið er nýtt til hins Itrasta. Vinnuaðstaða fólksins á að gjör- breytast, þannig að fiskiðjuverin verði aölaðandi vinnustaður. Fiskveiðasjóður lánar til þess- arar uppbyggingar. En byggða- sjóður hefur einnig komið við sögu. Þá hefur atvinnuleysis- tryggingasjóður lánað nokkuð I samráði við byggðasjóð. Þessi uppbygging mun I fram- tlöinni treysta mjög byggðirnar og efla. Ennfremur framleiða verðmæta vöru til útflutnings og styrkja þannig efnahagsllf þjóðarinnar I bráð og lengd. — Hvaö segir þú um loðnu- veiðarnar? — Loðnuveiðarnar eru orönar snar þáttur I atvinnullfi hér eystra. Frá Vopnafirði allar götur til Hafnar I Hornafirði er loðna unnin til útflutnings, bæði brædd og fryst. Rikisstjórnin hefur haft forgöngu um að dreifa loðnunni til ýmissa vinnustaða. Ætla má, að útflutningsverðmæti sjávaraf- urða nemi á þessu ári 22-23 mill- jöröum króna yfir landið. Loðnu- afurðir eru milli 15-20% þessa út- flutnings. Það er nú af sem áður var að kalla uppbyggingu frystihúsa og slldarverksmiðju pólitlska fjár- festingu eins og gert var á árum „viöreisnarinnar”. Það kostaði nokkurt fé að gera verksmiðjurn- ar vinnsluhæfar á nýjan leik. Loðnuvinnslan hefur stórbætt af- komu þessara fyrirtækja og orðið veruleg lyftistöng I atvinnullfi margra byggðarlaga. — Hvað viltu segja um land- búnað á Austurlandi? — Landbúnaður er og hefur jafnan verið einn helzti atvinnu- vegur eystra. Nú eru menn lausir við kalið I túnunum og grasið grær I stað eyðingar áður. Verðlagning landbúnaðarvara hefur verið hagstæð og hagur bænda farið batnandi. Búnaðar- samband Austurlands hefur haft forgöngu um ýmis framfaramál. Nefna má sæðingu nautgripa, menntun bænda með þvl að halda námskeið I sauðfjárrækt, með- ferö véla og fleira. Byggingarframkvæmdir I sveitum hafa verið miklar og ræktun aukizt jafnt og þétt. Sömu sögu er að segja af starfs- svæði Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga. Stórfelld ræktun sandanna hefur gjörbreytt bú- skapnum. Þar sem áður voru Rætt við Tómas Árnason, 2. mann ó B-listanum á Austurlandi eyðisandar eru nú grænar grund- ir. Nálgast það ævintýri. Þá er I undirbúningi bygging grasmjöl- verksmiðju I landi Flateyjar á Mýrum. — En hvað viltu segja um iðnaðinn? — Iönaðurinn er tiltölulega ný atvinnugrein hér eystra. Báta- smlði hefur verið talsverð á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði. Einnig á Norðfirði og smábáta- smiöi á Borgarfirði. Vélsmiðja Seyðisfj. hefur smiðað marga stálbáta og hefur forystu I þess- um efnum hér um slóðir. Aðstaða hennar er nú mjög að batna, þar sem stór skemma er að rlsa á Seyðisfirði, svo unnt verður að vinna að smlðinni inni. Þá er nýr iðnaður á Egilsstöðum, skóverk- smiöja og prjóna- og saumastofa. Þar er einnig byggingarfélagið Brúná, sem sifellt hefur verið að eflast. Þá má nefna margháttaðan þjónustuiðnað hér á Austurlandi, svo sem véla-, viðgerða og bila- verkstæði og margt fleira. Byggðasjóður hefur stutt upp- byggingu margra fyrirtækja og einnig haft samráð og samvinnu við fleiri fjárfestingarsjóði um uppbyggingu. — Er fólk bjartsýnt á framtíð- ina? — Hin öfluga framfara- og byggðastefna hefur breytt hugsunarhætti fólks þannig, að það hefur meiri trú á framtlð og þróun byggðanna. Það, sem stað- festir þetta öðru fremur, eru miklu meiri Ibúðarhúsabygging- ar en áður hefur verið. Þetta sýn- ir, að unga fólkið vill I vaxandi mæli setjast að I heimabyggð sinni. Þessa framfaraöldu má ekki stöðva, heldur halda þannig áfram til að treysta enn framtíð og styrk byggðar á Austurlandi. — Og hringvegurinn? — Já, lokum vildi ég minnast á hringveginn. Það er mikil breyt- ing, að hægt skuli vera að aka til Austurlands sunnan fyrir land. Fyrir allan suðurhluta fjórðungs- ins og raunar f jórðunginn allan er hér um aö ræða mikla framför. Brúun hinna miklu fallvatna, bæði á Skeiðarársandi og alla leið austur til Jökulsár I Lóni er mikið afrek, unnið á tiltölulega stuttum tlma. Landið hefur þannig gjör- breytzt og batnað til búsetu. Aldaeinangrun hefur verið rofin og opnaðar nýjar leiðir til búsetu og betri tíma. Frá Hornafiröi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.