Tíminn - 28.06.1974, Page 16

Tíminn - 28.06.1974, Page 16
16 TÍMINN Föstudagur 28. júni 1974. A. Conan Doyle: Eimlestin, sem hvarf L _____________ að einangra og útiloka allt hið óhugsanlega og ómögu- lega úr því máli, sem um er að ræða, þá hlýtur það, sem eftir stendur að vera sannleikurinn, hversu ótrúlegur, sem hann kann að virðast. Það er staðreynd, að lestin fór fram hjá Kenyon Junction. Það er einnig staðreynd að hún kom aldrei til Barton Moss sem er næsta stöð. Það er mjög ólíklegt en þó ekki ómögulegt að hún haf i sveigt út á eitt af hinum sjö hliðarsporum. Ljóst er, að járn- brautarlest getur ekki ekið annars staðar en eftir járn- brautarlínu. Hér koma því aðeins til greina hinar þrjár opnu línur: Carnstock járnnámulínan, Big-Ben línan og línan til Persevarance-námunnar. Er til nokkurt félag námumanna, nokkurt enskt glæpafélag, sem gæti eyði- lagt bæði lest og farþega og látið hvort tveggja hverfa? Það er ólíklegt, en ekki ómögulegt. Ég játa að ég get ekki hugsað mér aðra lausn. Ég mundi ráða járnbrautar- félaginu til að beina allri sinni orku til þess að rannsaka þessar línur, og athuga mennina, sem þar vinna. Nákvæm rannsókn á öllum veðlánarabúðum i þessari grennd gæti ef til vill leitt eitthvað jákvætt í I jós". Þessi grein hins þekkta og virta höfundar vakti bæði athygli og áköf mótmæli þeirra, sem fannst geta verið sneitt að sér með slíkum ummælum. Skorað var á höf und greinarinnar að finna orðum sínum stað, ellegar færa fram einhverja líklegri skýringu. Tvær greinar aðrar birfust í Times 7. og 9. júlí. ( hinni f yrri var á það bent, hvort lestin gæti ekki haf a runnið út af teinunum og steypzt niður í skurðinn milli Lancashire og Staffordshire, en sá skurður liggur samhliða járn- brautinni og allskammt f rá henni. — En þessi tilgáta gat auðsjáanlega ekki staðizt af þeim rökum að nefndur skurður er ekki svo djúpur, að hann gæti hulið svo stóra hluti. — I hinni greininni í Times var athygli vakin á skjalatöskunni, sem virtist vera eini farangur hinna ókunnu farþega í lestinni. Var þeirri spurningu varpað fram, hvort eigi mætti vera, að í þessum böggli hefði getað verið eitthvert óþekkt og eyðandisprengiefni sem hefði getað tortímt lestinni og farþegum hennar svo enginn urmull sæisteftir. Þessari tilgátu var þegar möt- mælt sem augljósri f jarstæðu. öhugsandi væri, að lestin hefði sprungið í loft upp og orðið að dufti án þess þó að nokkur merki sæjust á sjálfri járnbrautinni. Þetta lestarhvarf var því ennþá óleyst verkef ni og óráðin gáta, er nýr atburður gerðist alveg óvænt og kollvarpaði öll- um tilgátum og rökum, em áður höfðu komið f ram. Þeási atburður var sendibréf, sem frú Mc Pherson fékkfrá manni sinum, James McPherson, er hafði ver- ið varðmaður í lestinni, sem hvarf. Bréfið, er var dag- sett 5. júlí 1890 og sett í póst í New York, kom á ákvörðunarstað sinn 14. júlí. Nokkrir létu íljós efa um að bréfið væri ófalsað,en frúin var alveg örugg í því, að þetta væri rithönd manns sins. Sú staðreynd að í bréf inu voru 100 dalir í f imm dala seðium, eyddi öllum grun um að hér væri um fölsun að ræða. Ekki varð séð, að það væri póstmerkt í New York og var á þessa leið: „Kæra konan mín. Ég hef haft stórar áhyggjur vegna aðskilnaðar okkar og mér finnst mjög þungbært að vera án þín og hennar Betu. Ég hef reynt að sætta mig við þetta, en árangurslaust. Ég sendi þér dálítið af pening- um, sem jaf ngildir tuttugu enskum pundum. Það ætti að nægja fyrir fari ykkar Betu yf ir Atlantshaf ið, ef þú verð með Hamborgarskipi, sem hefur viðkomu í Southamp- ton. Þær ferðir eru ódýrari en f rá Liverpool. Ef þið kom- ið, þá nemið staðar hjá Johnston House, og þá reyni ég að ná sambandi við ykkur. Ýmsir erfiðleikar eru á vegin- um, en ég þjáist af því að vera án ykkar mæðgnanna. Nú skrifa ég ekki fleira, en er ávallt þinn elskandi eiginmaður James McPherson." I byrjuninni var það skoðun manna, að þetta bréf mundi leiða til þess, að upplýst yrði um hið dularfulla lestarhvarf. Það styrkti menn líka í trúnni um skýringu málsins, að sannað varð, að ferðamaður, sem var ná- kvæmlega líkur James McPherson hafði tekið far 7. júní með Hamborgarskipinu „Vistula". Frú McPherson gerði ferð sína ásamt dóttur sinni til New York, og dvöldu þær þrjár vikur í Johnston House án þess að heyra eða sjá eða fá nokkur skeyti frá hr. McPherson. Líklegt var, að einhver óskynsamleg ummæli blaðanna hefðu valdið því, að hann hafi búizt við, að lögreglan væri á hælum sér. Hvernig sem þessu var háttað, þá hef- ur aldrei neitt heyrzt um James McPherson síðan, og konurnar neyddust því til að hverfa aftur til Englands. Þannig var þá málunum háttað, og við það sat til árs- ins 1898. Þóttótrúlegt megi virðast, þá hafði ekkert kom- ið fram í átta ár, sem varpað gæti Ijósi yf ir þennan stór- furðulega atburð, hvarf eimleistarinnar, sem flutti þá Monsieur Caratal og förunaut hans. Nákvæmar fyrir- spurnir höfðu verið gerðar um þessa tvo ferðamenn, og var það staðfest með öruggri vissu, að M. Caratal hafði verið alþekktur f jármála- og stjórnmálamaður í Mið- Ameríku, og á sjóleiðinni til Evrópu virtist hann mjög ákafur um að komast sem allra fyrst til Parísar. Nafn félaga hans var eftir farþegaskránni Eduardo Gomez, og hann hafði orð á sér fyrir ofstopa, hreysti og svola- skap. Menn höfðu veitt því athygli, að hann var mjög auðsveipur við Caratal og lét sér annt um hann í hví- vetna, enda var Caratal lítill og væskilslegur, og föru- HVELLÍ G E I R I D R E K ... KALLIÐ DREKI... STAÐUR — ÞAR SÉM ' GÁMLIR STÉINAR // — ERU' • STAÐUR - ÞAR SEM - GÁMLIR 1 KALLIÐ DREiv>- STeinAR - ERU Föstudagur 28. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson lýkur lestri á sögunni „Krummunum” eftir Thög- er Birkeland (10). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05 Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: Karl-Heins Zöller og Wolfgang Meyer leika ásamt Filharmóniu- sveit Berlinar Konsert i e- moll fyrir flautu, sembal og strengjasveit eftir Johann Joachim Quanz/ Walter Gerwig leikur Svitu i e-moll fyrir lútu eftir Esaias Reusner/ Gerard Souzay syngur ariur eftir Monti- verdi, Handel og Gluck með Lamoureuxhljómsveitinni: Enska kammersveitin leik- ur Sinfónlu i B-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: Or end- urminningum Manner- heims. Sveinn Asgeirsson les þýðingu sina (6). 15.00 Miðdeg.istönleikar FIl- harmóniukvintettinn i Berlin leikur Klarinettu- kvintett i h-moll op. 115 eftir Johannes Brahms. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 í Norður-Ameriku austanverðri. Lok ferða- þátta eftir Þórodd Guð- mundsson skáld. Baldur Pálmason flytur (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað.Ragn- hildur Richter leitar svara við spurningum hlustenda. 2000Framboðsfundur I útvarps sal (Miðaður við öll kjör- dæmi landsins) Ræðutimi hvers framboðslista er 30 min. I þremur umferðum, 15, 10 og 5 minútur. Röð flokkanna: A-listi, Alþýðu- flokkur: D-listi, Sjálfstæðis- flokkur: G-listi, Alþýðu- bandalag: F-listi, Samtök frjálslyndra og vinstri manna: B-listi, Framsókn- arflokkur. 22.35 Veöurfregnir. Fréttir. 22.45 „Siðla kvölds” Helgi Pétursson kynnir létta tón- list. 23.30 Dagskrárlok. : Hagsæld í : heimabyggð x B Forðizt i voðann K U B B U R — varizt „viðreisn" M—— Tímlnner | penlngar | Auglýslcf : í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.