Tíminn - 28.06.1974, Síða 18

Tíminn - 28.06.1974, Síða 18
18 TÍMINN Föstudagur 28. júni 1974. Rætt við kosningastjóra Framsóknarflokksins: Atvinnuöryggi og uppbygging undir forystu Framsóknarflokksins — er efst í huga fólks — menn hafa ekki gleymt atvinnuleysi og landflótta ,,viðreisnar"-óranna Framsóknarflokkurinn sækir fram til sigurs i þessum kosning- um. Hvert sem litiö er, má sjá merki hinnar einöröu byggöa- stefnu flokksins. Atvinnuleysi „viöreisnar”-áranna hefur veriö útrýmt meö öllu og vörn snúiö i hraöfara sökn á öllum sviöum þjóölifsins i tfö rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar. Aldrei hefur rikt önnur eins hagsæld f landinu og gert hefur s.l. þrjú ár. Fóik vei t, aö þau umskipti, sem oröiö hafa i landinu, eru verk þeirrar rikis- stjórnar, sem nú situr viö völd, og þess vegna fylkja menn sér undir merki Framsóknarflokksins. A þessa leið voru svör nokkurra kosningastjóra Framsóknar- manna, þegar við leituðum til þeirra og spuröum hvernig kosn- ingabaráttan gengi og hverjar undirtektir fólks væru. „Hingað hefur ihaldið ekkert að sækja” — Kosningabaráttan á Vestur- landi gengur vel, sagöi Jóhanna Valdimarsdóttir kosningastjóri I Borgarnesi. Veröi undirtektir fólks I kjörklefunum svipaöar þvi sem gerist á framboösfundunum, þurfum viö engu að kviöa. Fundaráókn hefur llka veriö af- buröa góö, og áhugi manna á kosningunum er greinilega mikill, sem skiljanlegt er, þvi aö mikiö er I húfi. Sameiginlega eru núverandi stjórnarflokkar tví- mælalaust I meirihluta á Vestur- landi. Fólk gerir sér ljósa grein fyrir þvl, aö þaö atvinnuöryggi og sú almenna hagsæld, sem rlkt hefur s.l. þrjú ár, grundvallast á farsælli stjórnarstefnu undir for- ystu Framsóknarflokksins. — „Viöreisnar”-öflin með Morgunblaöiö I broddi fylkingar hafa aö undanförnu rekiö hat- ramman áróður gegn vinstri stjórninni, og þá ekki látið sér fyrir brjósti brenna að falsa staö- reyndir og fara rangt með. Hverjar undirtektir hefur mál- flutningur Morgunblaðsins og Ihaldsaflanna fengið meðal kjós- enda á Vesturlandi aö þinu mati, Jóhanna? — thaldiö hefur lítið til Vestur- lands aö sækja, og fólk trúir ekki áróöri Morgunblaösins, enda þurfa menn ekki annaö en aö lita I kringum sig til þess að sjá, hversu gífurleg breyting hefur oröið á s.l. þremur árum. Nú blómgast allt og dafnar og nóg at- vinna er, þar sem allt var I kalda- koli á ,,viðreisnar”-árunum. Hér vestanlands eru mikil land- búnaöarhéruð, og ekki þarf aö segja fólki til sveita neitt um það, hver breyting hefur orðið á stefn- unni i landbúnaðarmálum I tíö núverandi stjórnar. Sveitafólk veit sem er, aö kjör bænda hafa aldrei veriö betri, og það veit líka, aö þaö er Framsóknarflokknum aö þakka. Nei, Ihaldiö hefur ekkert hingaö aö sækja! „Framtíðatrú grundvölluð á byggðastefnu Framsóknarflokksins” — Viö erum bjartsýnir hér á Vestfjöröum, sagöi Eirfkur Sigurösson, kosningastjóri á ísa- 'firöi, og raunar meira en það — viö teljum miklar likur á þvi að viö fáum þrjá menn hér á Vest- fjöröum. Slöasti sameiginlegi framboös- fundurinn af þrettán hér vestra var á ísafirði á mánudagskvöld, og þar var allt troöfullt og undir- tektir manna ágætar. Þaö sem þyngst er á metunum hér vestra, og ég tel vlst að svo muni vera um land allt, er byggðastefna Framsóknarflokks- ins. Nú rtkir bjartsýni meðal al- mennings á Vestfjöröum, og það er vægast sagt meira en hægt var að segja á ,,viöreisnar”-árunum, þegar allt stóö 1 stað eöa hrak aöi jafnvel. Á s.l. ári fjölgaöi fólki á Vest- fjöröum I fyrsta sinn um langt skeiö. Þaö gefur skýra vlsbend- ingu um aö fólk hefur nú trú á lífs- þrótti og framtíö heimabyggöa sinna, og sú trú grundvallast á byggöastefnu Framsóknarflokks- ins. Ekki er of djúpt I árina tekiö, þótt sagt sé, að landsbyggðin hafi tekiö stakkaskiptum I tlö núver- andi stjórnar. Þetta sjá menn allt I kringum sig og jafnframt minn- ist fólk með óhug hinnar svoköll- uðu ,,viöreisnar”-ára, þegar mál- efnum landsbyggðarinnar var i engu sinnt og allt látiö reka á reiöanum meö þeim afleiöingum, aö menn gengu atvinnulausir I stórum stfl, eða neyddust til þess aö flýja land. Þaö er af mörgu að taka, ef nefna á þau framfaramál, sem fram hefur verið komiö I tiö nú- verandi stjórnar. Má þar minna á togarakaupin, fjárfestinguna á landsbyggöinni og lögin um bygg- ingu leiguibúöa og er þá fátt eitt nefnt. Ekki má heldur gleyma, að meö hinni nýju skattalöggjöf hafa sveitarfélögin fengiö stóraukiö fé til eigin framkvæmda. Aukinni bjartsýni og bættum efnahag almennings á s.l. árum hafa lika fylgt stórauknar fram- kvæmdir, og veitir ekki af, þvl aö vanrækslusyndir „viðreisnar”- herranna eru margar. Til marks um framkvæmdir má nefna, að hér á ísafiröi eru t.d. á lokastigi smlöi 20 Ibúöa samkvæmt hinum nýju lögum um verkamannabústaði. Þá má llka geta þess, að aldrei hafa jafnmargir sótt um bygg- ingarlóðir hér á ísafiröi og s.l. ár, en þá munu umsóknir hafa verið um sextlu. Fólk almennt lltur björtum augum til framtlðarinn- ar I þeirri von, að Framsóknar- menn veröi áfram viö stjórnvöl- inn. „Forðumst atvinnuleysi og uppgjöf ,, viðreisnar ’ ’-ár anna ’ ’ Annar af kosningastjórum Framsóknarflokksins i Noröur- landskjördæmi vestra er Magnús Ólafsson á Sveinsstööum. Hann sagöi það liggja alveg ljóst fyrir, aö þessar kosningar snerust um þaö, hvort menn vildu áframhaldandi uppbyggingu og umbótastjórn, svo sem verið hef- ur, eða hverfa aftur til atvinnu- leysis — og uppgjafaráranna fyrri. undir stjórn „viöreisnar”. — Þetta kjördæmi getur skipt sköpum um það, hvort vinstri stjórn veröi áfram eöa ekki, sagði Magnús, — þ.e. hvort Framsókn- armönnum tekst að ná inn þrem- ur mönnum og bæta upp tapið frá slöustu kosningum. Baráttan er mikil og erfiö, þvl að það getur oltiö á örfáum atkvæðum hvort þetta tekst eöa ekki. Hér eru menn, sem reka þann áróður, aö viö getum ekki náð inn þremur mönnum. Þessi áróður gæti haft þau áhrif, að viö misstum þau ör- fáu atkvæöi, sem annars nægöu okkur til þess aö ná þremur mönnum inn. Af þessum sökum kemur framboö F-listans sér ákaflega illa, þvl hann nær engan veginn inn manni hér og óvlst hvort atkvæðin komi yfirleitt að nokkru gagni. Aframhaldandi vinstri stjórn getur sem sagt farið algjörlega eftir því, hvort Fram- sóknarflokkurinn nær inn þremur mönnum I Norðurlandi vestra, eöa ekki. Annars stendur baráttan við okkar höfuðandstæöing, Sjálf- stæöisflokkinn, en eftir þeirra frammistööu á 12 ára valdaferli, er ákaflega hæpiö að kjósendur á Norðurlandi vestra ljái þeim atkvæöi sitt, þegar hliösjón er höfö af uppgangstlð vinstri stjórnarinnar. „Gagnger breyting til hins betra” — Þaö er mikill hugur I mönn- um hér nyrðra, sagöi Guömundur Magnússon á kosningaskrifstofu Framsóknarmanna á Akureyri, og miklu léttara aö vinna núna en var fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar. Fólk er líka miklu fúsara að vinna að kosningunum. Það kemur sér vel, því að mörgu þarf aö sinna, eins og alltaf fyrir kosn- ingar. Við höfum haldið fundi á mörg- um stöðum i kjördæminu, og fundarsókn hefur hvarvetna veriö hin ágætasta og undirtektir fólks fádæma góðar. — Hvaða mál ber hæst? — Uppbygginguna úti á landi ber hæst. Það hefur orðið sllk gjörbreyting á atvinnumálum landsbyggöarinnar á s.l. þremur árum að þess sér merki hvert sem litið er, og afkoma fólks hefur batnaö I samræmi við það Þaö eru blindir menn, sem ekki sjá það. Almenningur veit, að sú breyt- ing til batnaðar, sem orðið hefur I atvinnumálum hér á Norðurlandi eystra, og raunar á landinu öllu, er fyrst og fremst verk Fram- sóknarflokksins, og þess vegna flykkjast menn undir merki flokksins. Fólk ber auðvitað saman þá at- vinnuþróun og uppbyggingu, sem átt hefur sér stað á öllum sviðum s.l. þrjú ár, og atvinnuleysið og vonleysið og úrræðaleysi stjórn- valda á „viðreisnar”-árunum. Breytingin er svo gagnger, að engum dylst, sem á annað borö vill sjá. Af undirtektum almennings að dæma, kæmi mér ekki á óvart, þótt Framsóknarflokkurinn fengi fjóra menn hér á Norðurlandi eystra. — Hvernig standa Samtökin sig? — Já, ég verð nú bara að segja eins og er, að hér á Akureyri hef ég engan mann hitt, sem styður þau, þótt vera megi að þeir finnist annars staðar. — Aö lokum, Guðmundur? — Aö lokum bið ég menn að minnast þess, að þótt byrlega blási, megum við ekki sofna á veröinum, heldur vinna sem ötul- legast. Ég hvet menn til átaka, hvar sem er á landinu. „Austfirðingar vilja framhald á by ggðastefnunni” Kosningastjóri Framsóknar- flokksins á Egilsstöðum, Páll Lárusson, sagði I viðtali við Tlm- ann, aö þetta yröi geysilega hörð kosning I Austurlandskjördæmi. — Hvernig standa Framsókn- armenn sig svo i þessari baráttu, Páll? — Ég finn ekki annað en þeir standi sig vel. Sjálfur hef ég ekki veriö á nema einum framboðs- fundi, hér á Egilsstöðum, en hann er gott dæmi um þann glfurlega áhuga, sem fólk hefur á þessum kosningum, sem nú fara I hönd. Á þessum fundi var auk fólks héðan úr þorðinu og héraöinu I kring. Seyöfiröingar, Eskfirðingar, Reyöfiröingar og Breiödælingar. Alls hafa 13 sameiginlegir fundir veriö haldnir i kjördæminu, og allir mjög vel sóttir. — Hvernig viðtökur hefur mál- staður Framsóknarflokksins fengiö á þessum fundum? — Mér finnst blása mjög byr- lega fyrir flokkinn og góðar undirtektir veriö við málstað hans. Það er svo sem ekkert undarlegt, þvi Austfirðingar kunna vel að meta byggðastefnu vinstri stjórnarinnar og hina miklu hlutdeild Framsóknar- flokksins I henni. Við Austfiröing- ar viljum eindregið nýja vinstri stjórn undir forystu Framsóknar, svo framhald veröi á byggða- stefnunni, sem gjörbreytt hefur ástandinu hér út um land. Ég er mjög bjartsýnn á úrslitin, þvl að minnsta kosti 80% Austfirðinga vill sams konar stefnu I byggða- málum og verið hefur slðustu ár- in. „Áfram uppbyggingu eins og s.l. þrjú ár” Sverrir Aðalsteinsson, kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins á Höfn I Hornafirði sagði að þeir þar eystra væru vongóðir um að Framsóknarflokkurinn héldi áfram þrem mönnum. — Fólkið gerir sér grein fyrir þvi, aö kosningarnar snúast fyrst og fremst um það, hvort áfram- hald veröi á uppbyggingunni, sem verið hefur undanfarin ár I tíð vinstri stjórnar. Ennfremur erum viö I Austur Skaftafellssýslu að berjast fyrir þvl, að sýslan fái sinn þingmann. Mig langar til að geta þess hér, að ég held að Möðruvellingar og þeirra samherjar fái lltið fylgi hér fyrir austan. Arásir þeirra á samvinnuhreyfinguna og ýmsa aöra aðila falla Austfirðingum ekki I geð. ,, Undir tektir k jósenda með ágætum” Kosningastjóri Framsóknar- flokksins I Suðurlandskjördæmi, Guðni B. Guðnason á Selfossi, sagði i stuttu viðtali við Timann, aö Framsóknarmenn I Suður- lanaskjördæmi væru mjög baráttuglaðir fyrir Alþingis- kosningarnar, — og við erum staðráðnir I þvl, að vinna að þvi af alefli, að Guðmundur G. Þórarinsson nái kjöri, sagði hann. — öll sæti listans skipa nú ungt og glæsil. fólk, sem miklar vonir eru bundnar við. Margt af unga fólkinu, sem nú kýs i fyrsta sinn hefur heitið stuðningi við B-list- ann I þessum kosningum. Þaö má þvi segja, að bjart sé yfir og vor I hugum Framsóknarmanna I Suöurlandskjördæmi. — Hvaö með undirtektir kjós- enda á fundum? — Viö höfum haldið 5 almenna kjósendafundi, sem hafa allir veriö mjög vel sóttir og undirtekt- ir fólksins við ræður Framsókn- arframbjóðendanna með slíkum ágætum, að við teljum okkur vel hafa efni á þvi að vera bjartsýnir. „Mikill sóknarhugur” — Það er mikill sóknarhugur I okkur framsóknarmönnum hér i Reykjaneskjördæmi, sagði Krist- inn Danlvalsson, kosningastjóri flokksins I Keflavik, er Tíminn hafði tal af honum. Við stefnum að því ótrauðir, að Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri nái kosningu, en hann er maður, sem hefur áunnið sér mikið og gott traust I gegnum starf sitt á undanförnum árum, og er vel þess trausts verður. — Þið I Reykjaneskjördæmi hafið haldið marga sameiginlega framboðsfundi. Hvernig viðtökur hafa frambjóðendur Framsókn- arflokksins fengið á þessum fund- um? — Þeir hafa komið mjög vel út úr þessum sameiginlegu fundum, enda allt öndvegismenn, sem taka afstöðu til mála með skyn- semi öðru fremur. Það má kannski geta þess einnig, að s.l. laugardag hélt Framsóknar- flokkurinn skemmtun eða kosn- ingahátlð 1 Festi, sem heppnaðist ákaflega vel, enda troðfullt hús. „Stöndum vel iað vigi” Þegar við höfðum samband við kosningaskrifstofu B-listans I Hafnarfirði á þriðjudag, var mik- ið um að vera. Daginn áður höfðu menn verið að dreifa málgangi slnu, Ingólfi, annað blað var á döfinni, og svo var nýlokið fram- boösfundi I Hafnarfirði. Kosningastjórinn I Hafnarfirði, Ágúst Karlsson, var léttur I bragði, þegar við inntum hann eftir kosningaundirbúningnum og horfunum. — Okkar fólk stóð sig afbragðs vel á framboðsfundinum. Þau komu þar fram og töluðu ágæt- lega, Jón Skaftason, Gunnar Sveinsson og Ragnheiður Svein- björnsdóttir. Ég heyrði bara á mörgum, að þeim fyndist ræðu- tlminn dreifast um of á þessa 7 lista, sem bjóða fram, þeir fengju of langan ræðutima, þessir litlu, sem höfðu svo sem ekkert að segja. En við þegsu er ekkert að gera. — Er kosningahugurinn kon\- inn i Hafnfirðinga? — Það er mikill áhugi hérna á þessum kosningum, og við stönd- um vel að vlgi. Og minntu menn á að koma á skrifstofuna og hjálpa til við kosningaundirbúninginn. Það vantar alltaf menn til starfa, þegar svona mikið er um að vera. „Unga fólkið er okkar megin” — Við lltum björgum augum til þessara kosninga, sagði Helga Jónsdóttir, kosningastjóri I Kópa- vogi, ekki sízt vegna þess, hversu áhugasamt unga fólkið er. Við höfum opið hús hér á skrifstof- unni við Neðstutröð 4, og hingað kemur dag hvern fjöldi fólks til þess að ræða við okkur og bjóða hjálp sína i kosningabaráttunni, og það er áberandi hversu mikið kemur af ungu fólki. Framboðsfundir hafa verið mjög fjölmennir og undirtektir kjósenda góðar, þótt áróður and- stæðinganna sé hatrammur. Þeir halda þvi t.d. mjög á loft, að Framsóknarflokkurinn hafi I sið- ustu kosningum fengið fjölda um- framatkvæða i Reykjaneskjör- dæmi, sem ekki nýtist, en auðvit- að er það hin mesta firra, að nokkru einasta atkvæði, sem kemur I hlut Framsóknarflokks- ins, sé á glæ kastað. Þetta vita menn llka og skilja, eins og bezt má sjá af þeim mikla fjölda, sem hefur haft samband viö okkur hér á kosningaskrifstof- unni. Fólk ber auðvitað saman ann- ars vegar hagsældina og velmeg- unina, sem nú rikir, og hinar miklu framkvæmdir, sem ráðizt hefur verið I á þeim þremur ár- um, sem stjórnarforystan hefur verið I höndum Framsóknar- manna, og hins vegar hið ömur- lega úrræða- og framkvæmda- leysi, sem setti svip sinn á „við- reisnar”-árin, svo að ekki sé minnzt á atvinnuleysið og land- flóttann. Samvinnu- og félagshyggju- hugsjónin, sem er hinn trausti grundvöllur Framsóknarflokks- ins, á sér mikinn og góðan hljóm- grunn meðal fólksins i landinu. Þess vegna fylkjum við nú liði til sigurs. Það leynir sér ekki, að Fram- sóknarflokkurinn er I mikilli sókn, en við megum samt ekki slaka á klónni, heldur vinna kappsamlega að þvi að gera sig- urinn sem glæsilegastan. Með þvi móti tryggjum við, að framhald verði á þeim framför- um, sem við höfum búið við sið- ustu þrjú ár, sagði Helga að lok- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.