Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 28. júni 1974. mm Verði ég kjörinn, mun ég flytjast til Vestmannaeyja segir Guðmundur G. Þórarinsson, 3. maður á iista Framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi — Kosningabaráttan hefur gengið mjög vel. Viö höfum verið sérstaklega heppnir með kosninga- stjöra, og raunar alla þá, sem veitt hafa okkur liö. Ég vil sérstaklega nefna Guðna Guðnason, sem starfaö hefur af atorku og alúð, en jafnframt flytja þakklæti öllum hinum fjölmörgu, sem lagt hafa fram gifurlega vinnu við kosningaundirbúninginn. Við höfum alls staöar fengið mjög jákvæðar undirtektir, bæði á fundum og I samtölum við fólk. Menn mega þó ekki láta bjartsýnina ná tökum á sér, þar sem ihaldið mun vafalaust skila sér, þegar farið verður að telja upp úr kjörkössunum. En þaö er óhætt að fullyröa það, að mikill baráttuhugur er i Framsóknarmönnum á Suðurlandi. Þannig komst Guðmundur G. Þórarinsson að orði, þegar við hittum hann að máli I gær og inntum hann eftir þvi, hvernig kosningabaráttan gengi. Hann var þá á leiöinni út I Vestmannaeyjar til að taka þátt i framboösfundinum þar i gærkvöldi, en við vorum nýkomnir frá Eyjum, þar sem við höfö- um átt tal við ýmsa Vestmannaeyinga og fundið greinilega þann samhug, sem myndazt hefur i Eyj- um um framboð Guðmundar, þannig að allir þeir, sem við ræddum við, voru á einu máli um, að þeir litu á Guömund sem sérstakan frambjóðanda Eyja- manna, og unnið væri að kjöri hans af alefli. — Þaðer ljóst, sagði Guðmundur, að erfiðasta og mesta verkefni þingmanna Suðurlandskjördæmis á næsta kjörtímabili, er enduruppbygging Vest- mannaeyja. Þess vegna er samvinna við Vest- mannaeyinga mjög áríðandi þáttur I starfi þing- mannsins. Ég hef þess vegna tekið þá ákvörðun að flytjast til Vestmannaeyja, ef ég næ kjöri, til þess að geta beitt mér að málum þeirra Vestmannaeyinga sérstaklega. — Ég vil taka það sérstaklega fram, sagði Guð- mundur að lokum, aðekkert byggðarlag hefur orðið fyrir jafn hrikalegum áföllum og Vestmannaeyjar i þeim gifurlegu náttúruhamförum, sem þar dundu yfir I janúar 1973. Það er nær ótrúlegt, hversu Vest- mannaeyingar hafa staðið þessi áföll af sér, og I sannleika undravert, hversu mikinn áhuga og dugn- aö þeir hafa sýnt viö að endurbyggja byggðarlag sitt. Margt hefur áunnizt, en gifurlega mörg verk- efni eru enn óleyst. Ástæða er til aö harma það, að rikisvaldinu hefur ekki tekizt að beina örari fjár- straumi til uppbyggingarstarfsins. Þessi mál verð- ur að taka föstum tökum. Framúrskarandi dugnaðar- og atorkumaður — Ég fékk strax þá til- trú á Guðmundi G. Þórar- inssyni við fyrstu kynni okkar, að hann væri harð- duglegur og drengskapar- maður, og það var fyrir þau kynni, að ég átti þátt í því, að hann skipar nú 3. sæti B-listans í Suður- landskjördæmi. Ég lít svo á, að við Vestmannaeying- ar hefðum ekki getað feng- ið betri mann til að vinna fyrir okkar málstað, eins og hann hefur margsýnt. Það er ekkert smáræðis verk að koma upp 550 hús- um á nokkrum mánuðum með öllum þeim erfiðleik- um, sem þar að lúta. En það var framúrskarandi dugnaður og atorka þessa manns, að gefast aldrei upp, en berjast til þrautar og vinna bug á erf iðleikun- um, sem olli því, og ég held, að um það séu allir sammála, bæði pólitiskir andstæðingar hans, og aðr- ir, sem honum kynntust í þeim störfum, að hann sé réttur maður á réttum stað. Og ég er alveg sann- færður um það, að Guð- mundur kemur til með að sinna málum Vestmanna- eyja af sama dugnaði og sömu atorku í framtíðinni, og við verðum ekki svikin af honum. Ég veit það, að allt tal um það, að Guð- mundur G. Þórarinsson hafi auðgazt af verkum sinum fyrir viðlagasjóð er óþokkarógur, og við vitum það öll, að hann er manna liklegastur til að taka á þeim verkum, sem að upp- byggingunni lúta, af sama drengskap og ósérhlífni og áður. Okkur er ekki hvað sizt þörf á því núna að fá ungan og dugandi mann á þing, þar sem allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins eru mjög við aldur, og hjá sumum þeirra verður þetta siðasta kjörtímabilið, en það er nú einu sinni þannig, að þegar menn eru komnir svona á síðasta snúning, þá eru þeir ekkert að berjast fyrir atkvæðum næst, og þess vegna eru þeir ekkert nema deyfðin. Þannig komst hann Sigurgeir að orði, þegar við Timamenn báð- um hann að gefa sér smátima til að rabba við okkur i kosninga- önnunum siöastliðiö miðviku- dagskvöld. Sigurgeir er eins og allir vita hann Sigurgeir Krist- jánsson, sem núna skipar 8. sætið á framboðsiista framsóknar- manna I Suðurlandskjördæmi, og þótt Sigurgeir sé þekktur viða um land, er hann samt þekktastur i Vestmannaeyjum, en þar er hann búinn að vera búsettur lengur en flestir aðrir, fulitrúi framsóknar- manna i bæjarstjórn I 12 ár og forseti bæjarstjórnar I 8 ár. Sigurgeir fór ekki i land, þegar eldur kom upp i Heimaey, hann þurfti að bjarga máium við I Eyj- um til að byrja með, en á þriðja degi gossins var hann kvaddur til lands, ásamt Gunnari Sigurvins- syni til þess að liösinna fólki I Reykjavik i margs konar félags- legum vandamálum þess. Þar voru ótal mál, sem þurfti að sinna i margvislegum nefndum og ráð- um, sem sett voru á iaggirnar til að létta undir með þvi nauðstadda fólki, sem svo miskunnarlaust og óvænt hafði þurft að yfirgefa eig- ur sinar og hverfa á brott frá sinu heima. — Vandamálin voru óteljandi fyrstu vikurnar og öryggisleysið hjá fólki óskaplegt. Húsnæðis- vandamálið var stærsti punktur- inn. Það var erfiður timinn, sem við áttum i Hafnarbúðum fyrstu vikurnar. Við gerðum okkar bezta til að leysa vandamálin, en lausnin lá svo sannarlega ekki á lausu. Við byrjuðum á að koma á laggirnar húsnæðismiðlun, vinnumiðlun og matsölu, allt hafði sina þýðingu, og ekki má gleyma útvarpsþættinum. Strax fyrstu dagana kynntist ég Guð- mundi G. Þórarinssyni. Það byrj- aði með þvi, að við fórum um Reykjanesið og Reykjavik i leit að húsnæði. Það voru strax komnar nokkrar ibúðir, og við grófum nokkrar upp til viðbótar. Þar fékkst strax nokkur úrlausn. Það var fyrir velvilja lands- manna. Okkur var prýðilega tek- ið, stórkostlega, — en mig langar ekki til að lifa þessa daga aftur. Mér finnst alltaf vanta þetta inn I það, sem ritað er og sýnt af þeirri hörmungarsögu, þessa persónu- legu reynslu fólksins, sem blasti við manni i Hafnarbúðum, hjá fólkinu, sem kom þangað. — Og þarna kynntist þú Guð- mundi G. Þórarinssyni i starfi? — Já, þeim dugnaðarmanni og skipuleggjanda. Og nú er hann kominn i framboð fyrir okkur. Mig langar til að koma þvi að hér, að ég held, að öllum Vestmanna- eyingum sé það ljóst, að baráttan stendur á milli Garðars Sigurðs- sonar og Guðmundar G. Þórar- inssonar i þessu kjördæmi. Vest- mannaeyingar verða að gera upp á milli þessara manna, og ég held að menn viti, hvað þeir eigi að gera. Að minnsta kosti er engin hætta á þvi að hann Guðmundur týnist i þinginu! —• Sigurgeir, nú hikaðir þú við að styðja Magnús Magnússon i bæjarstjórasæti, þrátt fyrir landskunnar vinsældir hans? — Já, það hefur verið stefna min og framsóknarmanna hér, að bæjarstjórinn skyldi ekki vera einn af fulltrúunum, heldur óháð- ur, eins og tiökast i fleiri bæjar- félögum, þar sem fleiri flokkar starfa saman. Þaö vorum við framsóknarmenn, em felldum meirihluta Sjálfstæðisflokksins fyrir 8 árum. Nú er Alþýðuflokk- urinn orðinn langstærstur sam- starfsflokkanna, með 3 fulltrúa, og skýringin hlýtur að vera nærtæk, þar sem flokkurinn verst áföllum annars staðar. Þetta er ekkert vantraust á Magnús, við höfum unnið saman i mikilli vinsemd, — en ég hef ekki enda- laust áhuga á þvi að byggjá Alþýðuflokkinn upp, þvi að vinnu- brögð hans hafa alls ekki verið mér að skapi. — Hvaða mál finnst þér hafa verið efst á baugi i stjórnartið nú- verandi rikisstjórnar? — Landhelgin er langstærsta málið, og lifsspursmálið okkar, og þar vann rikisstjórnin afrek. Þetta mál stóð eins og bein i hálsi ,,viöreisnar”-stjórnarinnar allt hennar þrásetutimabil, og svo gera þeir þennan óheillasamning viö Breta, þar sem varpað er fyr- ir borð þeirri kenningu, að strandriki hafi einhliða rétt til að færa landhelgina út. Hitt er svo yfirskin hjá ,,viðreisnar”-flokk- unum að heimta núna 200 milur, en þorðu ekki að stiga skrefið út I 50 milur i 12 ár. En það hefur aldrei staðið á vinstri flokkunum að gera það bezta i landsréttinda- málum. Byggðastefnan er annað stórmálið, sem ber vott um stefnubreytingu I landsmálunum. Árangurinn af þeirri stefnubreyt- ingu er sá, að fólki hefur fjölgað úti á landsbyggðinni þvert á móti þvi, sem áður var. Þetta liggur meðal annars i þvi, að fjárveitingar út á landsbyggöina hafa verið stórauknar t.d. má geta þess, að við Vestmannaey- ingar fengum ekki nema 2 mill- jónir á ári I sjúkrahúsiö, en 20 milljónir siðan vinstri stjórnin tók við. Sömu sögu er að segja um hafnarmálin, skólamálin og tryggingamálin að rikisstjórnin hefur tekið á sig stórar byrðar miðað við það, sem áður var. Það var bara eitt patent hjá ,,við- reisnar”-stjórninni — að fella gengið. Það hefur fyrr syrt i álinn hjá islenzku þjóðinni i sambandi við efnahagsmálin, og hún hefur aldrei verið betur undir það búin en einmitt ,nú að takast á við slikan vanda. Framsóknarflokk- urinn verður sterkasta aflið á vinstri vængnum til að hafa for- ustu I þvi máli, og ég treysti hon- um bezt til að leysa það farsæl- lega. Menn Ifta misjöfnum augum ú erfiðleikana Jóhann Björnsson skipar 10. sæti B-listans i Suðurlandskjör- dæmi. Hann er varamaður Framsóknarflokksins I bæjar- stjórn og forstjóri Sjúkrasamlags Vestmannaeyja. — Þú hefur sjálfsagt haft nóg á þinni könnu, meðan á megin- landsdvöl Eyjamanna stóð, Jó- hann? — Já, það má vist segja það. Það koma margir til min, bæði vegna starfs mins og svo átti ég sæti I fjárhagsaðstoðarnefnd á veguin bæjarins, hjálparstarf- semi kirkjunnar og Rauða kross- ins. Þetta var nú eiginlega sama nefndin og gamla framfærslu- nefndin, en vegna þessara sérstæðu ástæðna var starfið töluvert mikið fyrstu vikurnar. — I hverju var það helzt fólgið? — Aöallega i þvi aö veita að- stoð þeim, sem ekki voru komnir i vinnu — brúa bilið milli vinnunn- ar hér og vinnu i landi. 1 sam- bandi við almannatryggingar og sjúkrasamlag var talsvert vafst- ur, þvi að fólkið var svo dreift. — Skiptu margir um lögheim- ili? — Það voru nokkrir.s^m færðu lögheimili sitt fyrstu mánuðina. Fólk gerði þetta i fljótræði, vissi ekki, hvað þetta þýddi. En þó nokkrir hafa látið breyta þessu aftur. / " Viðtöl: Baldur Hólmgeirsson V______________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.