Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 28. Júll 1974.
FJárfcAi á BrattavWlum. nm 19S0.
Myndina af Litla-Arskógi á
Arskógsströnd málaði Frey-
móður Jóhannsson listmálari
sumarið 1916. Bakvið risa hin
fornu Solarfjöll, þaðan sem
Helgi magri horfði inn til
fjaröarins, sbr. Landnámu.
Túnið var mjög þýft i gamla
daga, ræktað upp úr Litla-
Arskógsmóum, fornu hris- og
skóglendi.
Litum inn i bæinn. Frá bæjar-
dyrum, er snúa fram að Eyja-
firði, lágu göng til baðstofu. 1
framhúsi var þiljuö stofa á
vinstri hönd, en til hægri
geymsla, einnig notuð sem
smiöahús. Innar i göngunum
var gengið i búr til vinstri, en á
hægri hönd var hlóðaeldhús.
Innst var baðstofan, hólfuð I
þrennt. Svefnhús var i suður-
enda, en þar næst eldhús, en úr
þvi var gengið upp tröppur i
norðurhluta baðstofunnar, þar
sem fjós var undir palli. Innan-
gengt var úr hlóðaeldhúsinu i
fjósið.
Yfir bæjardyrum var laglega
útskorið spjald, sem á var letr-
að: Minni-Arskógur. (1
Sturlungu er getið um „Arskóg
hinn meiri”, þ.e. Stærri-
Árskóg.) Skilríki varðandi jörð-
ina kalla staðinn Litla-Arskóg,
og það nafn hefur haldizt.
Sunnan við bæinn sést
skemma, en að baki hennar
hlaða, og fjárhús, fjær. Gamli
bærinn rifinn og nýtt hús
byggt árið 1928/ einnig gerður
blóma- og trjágarður, allt hið
snyrtilegasta. Mikil nýrækt.
Upplýsingar um gamla bæinn
gaf Kristján Vigfússon f Litla-
Arskógi.
í gamla bænum bjó siðast
oddviti sveitarinnar Guðbrand-
ur Sigurðsson með fjölskyldu
sinni. Snorri Sigfússon, slðar
skólastjóri, kenndi nokkrar
vikur i Litla-Arskógi veturinn
1910, og segir svo frá i bókinni
Ferðin frá Brekku, 1968: „Þar
var gamall bær, sem einu sinni
hafði verið reisulegur, en farinn
að hrörna. Heimilið mann-
margt. Þar sá ég I fyrsta sinn
kýr hafðar undir palli. A pallin-
um bjó Stefán Hansson. Bald-
vinssonar prests á Upsum, með
konu sinni, og var heimili þeirra
vistlegt og hlýlegt, en þau hjón
þá roskin i húsmennsku.
Húsbændur þá I Litla-Arskógi
voru Jóhann Jónsson skipstjóri
og Margrét Magnúsdóttir frá
Kálfsskinni, hin mestu sæmdar-
hjón. Göng til baðstofu voru
löng og fremur þröng. Stofan,
sunnan bæjardyra, var
kennarastofa (sjá mynd),
framþilið var málað. Stofan var
allrúmgóð, en engin var þar
upphitun, nema með oliuofni.
Og þarna voru baklausir bekkir
Saltfhkstakkur á fjöru á Litla- Arskógcsandi nm 195*.
Klelf 1954.
og borö, sem áttu að heita skóla-
borð. Þetta var mikill snjóavet-
ur, skaflinn við bæinn var svo
hár, að hann náði upp að þak-
skeggi i framhúsinu. Var leikið
sér að þvi að stökkva fram af
mæninum niður i hinn mikla
skafl. Vegna veðurfars og snjóa
var reynt að hýsa eins mörg
börn og unnt var, og var greið-
inn ekki talinn eftir.” (A Hálsi i
Svarfaðardal var lengi fjós und-
ir hluta af baðstofu, sennilega
notað fram um 1930. Steyptar
tröppur lágu niður I fjósið.
Mykjan var borin út i kassabör-
um.)
Utræði hefur lengi verið á
Litla-Arskógssandi. Þar bjuggu
nokkrir á sjóbúðaloftum, er
voru að nokkru grafnar inn i
sjávarbakkamelinn en uppi á
melnum stóð „húsið”, þar sem
Sigurvin kennari og sjómaður
bjó. Bændur i Litla-Arskógi,
Brattavöllum, Kleif og fleiri
bæjum I Þorvaldsdal, reru lika
frá „Sandinum”, en þar er
brimasamt. Búið er nú að gera
bátahöfn við Flatasker, ögn
utar og er róið þaðan — og
einnig gengur ferja til Hriseyj-
ar. Myndin sýnir útvegsfólk við
saltfiskstakk mikinn I fjörunni á
Sandinum, um 1950.
Brattavellir standa i mynni
Þorvaldsdals að kalla og er
næsti bær við Litla-Arskóg.
„Þeir komu á Brattavöll”,
stendur i Sturlungu. A Bratta-
völlum var kofaþyrping allmikil
fram undir 1930. „Hér eru
sjónógir kofar”, sagði barn eitt.
Kofarnir eru horfnir og vel
byggt. Hér birtist lifleg mynd af
fé og fjármanni við fjárhúsin á
Brattavöllum, tekin að vorlagi,
snjór enn i Brattanum fyrir
ofan. Á Arskógsströnd er
„snæsamt mjög”, eins og Guð-
mundur riki sagði um
Svarfaðardal, næstu sveit fyrir
utan.
A Kleif i Þorvaldsdal var bær-
inn orðinn mjög niðurniddur
1954, þegar myndin var tekin.
Ekki hefur verið byggt þar, en
aftur á móti grætt út stórt tún.
Bæirnir framan við Kleif, þ.e.
Grund, Kilgil, og Hrafnagil, eru
komnir i eyði.
Þorvaldsdalur er sviphýr og
talinn mjög merkilegur jarð-
fræöilega. A Litla-Arskógsmó-
um hélzt birkikjarr lengi, og
kjarrleifar finnast enn á Grund i
Þorvaldsdal.
1 Móatjörn á Litla-Árskógs-
móum var kennt sund á vorin, á
öðrum tug aldarinnar. Var
hlaðinn garður neðan við lægð
og vatni veitt i. Dálitill skúr var
byggður sem búningsklefi.
Tjörnin var allstór og viða djúp.
Frá Móatjörn um 1950.
Lltll-Arskógur 1916.
Ingólfur Davíðsson: Rvaat oa búið
oyyyi í gamla d aga
I XXXII