Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. jdll 1»74. TtMINN 7 óvenjulega glaðvært og skemmti- legt heimili, hjónin kunnu vel aö gleöjast með börnum sinum og hjálpa þeim til að gera eitt og annað sér og þeim til yndis og ánægju. Dóttir landritarans Svo verða þáttaskil i minni sögu, þegar heimastjórnin kem- ur. Þingflokkur Heimastjórnar- manna ákvað ekki neitt ráðherra- efni, enda munu hafa verið nokk- uð skiptar skoðanir um mann i stöðuna. Islandsráðherrann I Kaupmannahöfn boðaði Hannes Hafstein á sinn fund til viðtals og hann var skipaður ráðherra. Faö- ir minn mun hafa verið einn af þeim, sem kom til tals sem ráð- herraefni, og ef til vill hefur það ekki sizt verið i stjórnarráöinu i Höfn, þar sem hann hafði unnið. Sennilega hefur það verið ákveðið úti i Kaupmannah., að Hafstein leitaði eftir að fá hann i embætti landritara. Svo mikið er vist, að Hafstein sendi honum bréf um það, strax og hann kom heim til landsins. Faðir minn tók þvi boði og er skemmst frá þvi að segja, aö hann gegndi þvi embætti þar til það var lagt niður, er ráðherr- ar urðu þrir árið 1917, Landritar- inn var þessi ár, auk þess að vera yfirmaður Stjórnarráðsins, stað- gengill ráðherra, m.a. á Alþingi, ef svo bar undir. Sem dóttir land- ritara, og vegna þess að faðir minn var enn ókvæntur komst ég i snertingu við ýmislegt sem gerð- ist. T.d. var ég með i ferðinni austur i sveitir i sambandi við konungskomuna 1907. Og ég var með i ferð, sem farin var til und- irbúnings _ henni sumarið áður, 1906. Það var vikuferð, gerð til að mæla dagleiðir, ákveða gististaði og fleira. Það var mjög skemmti- leg ferð. Fylgdarmaður okkar var Magnús Vigfússon, sem þá var dyravörður i Stjórnarráðinu. Hann var bráðskemmtilegur maður, sögumaður góður og skjótráður i tali. Hann var þaul- vanur ferðamaður og hafði m.a. verið fylgdarmaður Daniels Bruuns á ferðum hans hér um land. Frú Ragnheiður Hafstein vildi helzt stiga af baki og ganga upp allar brekkur, sem á leiöinni uröu og teyma hest sinn lausan. Hún vorkenndi hestinum svo að bera sig. Ráðherranum þótti það óþörf timatöf stundum. I konungsfylgdinni austur áriö eftir voru aðeins 2 konur, Ragn- heiður Hafstein ráðherrafrú og ég. Þó var a.m.k. ein kona i hópi blaðamanna þeirra, sem fylgdu hópnum. Það var bæði skemmti- legt og fróðlegt að vera I þeirri fylgd. Konungursjálfur var léttur og ljúfur I viðkynningu og var þvi hvers manns hugljúfi eins og sagt er. Þetta ferðalag var bæði fræösla og æfing fyrir unglings- stúlku. Haustiö 1907 fór ég til Kaup- mannahafnar og var þar i hús- mæöraskóla um veturinn. Þá bjó ég hjá Finni prófessor Jónssyni, föðurbróður minum. Ég kom aft- ur heim um vorið; en haustið eftir kvæntist faðir minn öðru sinni. Seinni kona hans var Anna Maria Schiöth. Það fór jafnan mjög vel á með okkur stjúpu minni. Hjóna- band þeirra var mjög farsælt. Þau eignuðust tvö börn, Agnar Klemens, nú sendiherra i Osló, og ölmu Valborgu, sem varð þeim harmdauöi á niunda árinu. Faöir minn eignaðist þvi 6 börn, en við Agnar, työ elztu börn hans af báö- um hjónaböndum hans, lifðu. Á þessum árum lagði ég stund á söng, og hér heima var ég i söng- timum hjá Sigfúsi Einarssyni og konu hans. En 1910 fór ég aftur til Kaupmannahafnar og var þar að læra símritun en auk þess var ég i söngtimum. Það var 'dýr kennsla kostaöi 5 krónur hálftiminn. Ég kom svo heim og fór að vinna hjá simanum. En það réðist svo, að ég vann þar litið við simritun. Ég fór fljótlega að vinna á skrifstofunni og þar var ég úr þvi, meðan ég var hjá sim- anum. Prestskona í sveit ' Svo verða þáttaskil I sögu minni, þegar ég giftist Tryggva Þórhallssyni 16. sept. 1913. Hann var þá orðinn prestur að Hesti I Borgarfirði og þar með varð ég prestskona i sveit. Fyrsta vetur- inn reyndi litið á hvað ég dygði til þess, þvi að þá vorum við á Hvanneyri hjá Haildóri skóla- kvæntist Matthildi Kjartansdótt- ur 1918 og þann vetur bjuggu þau hér hjá okkur i Laufási ,,á þrem hæðum”, höfðu eldhús i kjallara, svefnherbergi á miðhæö og stofu á annarri hæð. Fyrir voru i húsinu við Tryggvi með 3 börn og von á þvi 4á miðhæð, Dóra og Asgeir á efri hæð, en þeirra sonur fæddist þá á nýársdag 1919, og auk þess bjuggu i húsinu i einni stofu þeir Þorkell Jóhannesson siðar háskólarektor og Arnór Sigur- jónsson rithöfundur, svo að setinn var bekkurinn. Siðar urðu Guð- brandur og Matthildur kaupfé- lagsstjórahjón i Hallgeirsey I Landeyjum. • — Það hafði vist lengstum tiðkazt, að skrifstofur blaðanna okkar væru á heimili ritstjórans, enda voru blöðin smá i sniöum. Það var stundum nokkuð þröngt hérna I Laufási á þessum árum. Fyrst i stað var afgreiösla Timans hérna I norðurstofunni, sem var áður borðstofa. Ahuga- samir stuðningsmenn komu þá oft til að hjálpa ritstjóranum viö blaðdreifinguna. Seinna var svo ráðinn sérstakur afgreiðslumað- ur. En menn komu oft til min i kaffi á afgreiðsludögunum. Það er gaman að vera i snert- ingu við áhugasama menn, sem vinna af þegnskap og ósérplægni fyrir það, sem þeir trúa á. Ráðherrafrúin t þessu húsi er margs að minnast. Þar býr nú Klemens Tryggvason hagstofustjóri og kona hans, auk önnu Klemensdóttur, en áöur hefur veriö þar biskupssetur og biskupsstofa, ritstjórnarskrifstofa Tlmans og afgreiösla meöai annars. stjóra Vilhjálmssyni og Svövu mágkonu minni, konu hans. Þegar við giftum okkur fengum við mikiö af heillaskeytum, sem Arsæll Arnason batt siðan i for- kunnarfagurt skinnband. Geta má þess til gamans, að Guð- mundur Finnborgason, siðar landsbókavörður, sendi þessa sléttubandastöku: Bezti prestur, fagra frú festi mesta gengi. Gesti flesta, hagvirk hjú Hestur nesti lengi. Heillakveðjan frá Matthiasi Þórðarsyni þjóðminjaverði var á þessa leið: Óska allra heilla ungu brúð- hjónunum. Hamingjan fylgi hon- um á Hest, haldi I tauminn gæfa. Frá þeim Jóni Jacobssyni og Jóhannesi Nordal, sem voru miklir vinir, að ég held, og sátu oft með litið glas i kompu i Ishús- inu, barst þetta skeyti: „Landsbókavörður og Ishús- vörður biðja um blessunarregn yfir brúðhjónin”. Vorið 1914 fluttum við aö Hesti. Ég vildi ekki hafa farið á mis við dvölina þar, þvi að þar lærði ég að þekkja sveitalifið og kjör sveita- fólksins. En þetta voru ærin um- skipti fyrir mig. Ég þurfti að læra að mjólka kýr, þvi að þótt ég mjólkaöi ekki að staðaldri þurfti ég að gripa i það I viðlögum. Og það þurfti sérstaka kunnáttu til að láta sér farast vel að kveikja upp i slæmri eldavél með illa þurrum eldivið og lélegri upp- kveikju. Ég hafði aldrei verið eldabuska. Ég var eftirlætisbarn. Ég þurfti ýmislegt nýtt að læra. En þetta Var góður og gagnlegur skóli. Margt þurfti að gera á Hesti. Við létum fljótlega girða allt landið ofan frá Hesthálsi og niður aö Grimsá. Vatn var sótt i brunn i túninu, en þegar hann þraut þurfti að sækja vatn I lind uppi á hálsinum, og fyrir kom að sækja þurfti vagn ofani Grimsá. Ekki auðnaðist okkur að leiða vatn i bæinn, sem stóð þó til. Húsfreyjan i Laufási Tengdafaðir minn, Þórhallur biskup, andaðist 16. des. 1916. Laufas var þá búiörð i. útjaðri Reykjavikur. Gert haföi verið ráð fyrir, að Björn mágur minn tæki við búinu, en hann andaöist I Nor- egi við búfræðinám i júli 1916. Þvi skipaðist svo til, að Tryggvi tæki við. Um kvöldið 15. des. hringdi Tryggvi til min, en hann hafði farið suður áður vegna veikinda föður sins. Sagði hann mér að koma suður með börnin tvö, sem þá voru fædd, daginn eftir, en þá var ferð suður frá Borgarnesi. Við fórum frá Hesti kl. 4 um morguninn niður að Hvanneyri til að hafa samfylgd með Halldóri og Svövu ásamt yngstu dóttur þeirra, og var farið á sleðum I Borgarnes. Hest sá ég ekki aftur fyrr en 50 árum siðar. Jón Helgason tekur við biskupsembætti að tengdaföður minum látnumj og losnar þá staöa hans við guðfræðideild Há- skólans. Var Tryggvi þá settur dósent i guðfræði og kenndi til vors. Þá er dósentstaðan auglýst laus. Þrir sóttu um embættiö, Tryggvi, Asmundur Guðmunds- son æskuvinur hans, siðar biskup, og Magnús Jónsson siðar alþing- ismaður, sem þá var prestur á Isafiröi. Samkeppnispróf var lát- iðfara fram um stöðuna og úrslit- in urðu þau, að Magnús Jónsson hlaut hana. Ekki er þvi að neita, að þetta voru vonbrigði. Tryggvi haföi sagt lausu prestsembættinu um vorið og stóð nú uppi atvinnu- litill með 3 börn. ■ — En nú væri gaman að þú segöir okkur ögn frá fyrstu árum Timans? — Guðbrandur Magnússon, sem var mikill vinur Tryggva frá ungmennafélagsárunum var nú ritstjóri Timans, og fyrsti rit- stjóri hans. Hann var þá ein- hleypur og bjó hjá okkur i Lauf- ási. Þá kynntumst við fórnfýsi Guðbrands, þvi að hann stóð upp fyrir Tryggva — og fluttist til vin- ar þeirra beggja séra Jakobs Lárussonar i Holti undir Eyja- fjöllum og ráku þeir þar sameig- inlegan búskap um tima. Hann Árið 1927, er færði Framsókn- arflokknum kosningasigur, sem leiddi til stjórnarmyndunar Tryggva, varð okkur persónulega mjög erfitt og afdrifarlkt. Tryggvi fór um vorið I kosn- ingaleiðangur i kjördæmi sitt norður á Strandir. Rétt eftir heimkomuna i júni veiktist hann af þeim sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða 8 árum síðar, 46 ára að aldri. Ég lá þá á sæng að sjöunda og yngsta barni okkar, og fékk upp úr þvi barnsfararsótt. Við lágum bæði dauðveik fram eftir sumri. Fjórum börnunum var komið fyrir annars staðar, en 3 voru heima. Lán var þá, að hafa á heimilinu frænku mina ung- lingsstúlku, Dagmar, sem reynd- ist frábærlega vel, þá og siðar. I ágúst kom að þvi, að Tryggva væri falið að mynda rikisstjorn, en hann var mjög hikandi að taka það að sér, þvi að i ljós hafði kom- iö, aö hann var með sár i skeifu- görn og frá þvi komu blæðingar, sem hann fékk öll árin til dauða- Laufáshorniö á dyraloftinu. 1 neðstu röö eru myndir af blskupssonun- um Birni og Tryggva og biskupnum á hestbaki. Ofar eru myndir af biskupnum og frú Valgerði, börnum þeirra fjórum og heimili þeirra í Reykjavik. Enn ofar eru myndir af séra Birni Halldórssyni og Sigriöi konu hans og bæ þeirra, Laufási viö Eyjafjörð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.