Tíminn - 28.07.1974, Síða 15

Tíminn - 28.07.1974, Síða 15
14 TÍMINN Sunnudagur 28. júli 1974. Þjóöin hefur ríka ástæöu til þess aö fagna innilega sinu hlut- skipti nú á 1100 ára afmæli bygghar I landinu Muna má tvenna timana aö sjálfsögöu. Hálfa sjöttu öld af ævi sinni voru íslendingar háöir erlendu valdi. Erlendri yfir- drottnun hefur jafnan fylgt fá- tækt og umkomuleysi. Frelsinu framfarir og batnandi hagur. Þaö voru framtaksmenn, sem brutust yfir hafiö og námu Island, settu hér bú og stofnuðu þjóð- félag, sem um löggjöf og ýmsa þjóðfélagshætti i félagslegu tilliti stóö framar en þá tiökaðist. Þá var hitt ekki siður mikilsvert, að þetta fólk mótaöi eigin menningu og þaö meö þeim hætti, að eilifa undrun vekur, og aldrei veröur unnt aö skilja til fulls. Til dæmis hvernig þaö mátti verða, aö kvæöi uröu eins konar útflutn- ingsvara, ef svo mætti segja, á fyrstu öldum Islandsbyggðar. Þaö merkilega var, að þegar þetta fólk glataöi frelsi sinu tæpumfjórum öldum eftir að það nam landiö, haföi þaö meö þessu menningarverki tryggt þjóöinni eillft lif. Liftryggt þjóöina gegn erlendri kúgun og öllum öörum hörmungum, sem yfir landiö hafa dunið. Það er sem sé þessi menningararfur, bókmenntirnar, tungan og sjálf þjóðfélagsskipan- in, þar sem Alþingi og þjóö- veldislöggjöfin voru hornsteinar- nir, sem fleyttu þjóöinni yfir meira en sex aldir erlendrar áþjánar. Hversu dökkt, sem varð I álinn var alltaf til margt fólk á íslandi, sem sætti sig ekki við kúgunina og umkomuleysið. Þetta kom að sjálfsögöu misjafníega fram, eftir þvl hvaða störf menn höföu meö höndum. Sumir sýndu þetta i hetjulegri baráttu i önn hversdags- lifsins, enn aðrir með þvi að koma fram fyrir þjóö sina og halda á réttindum hennar i aldalangri viöureign við hiö erlenda vald. Allt var þetta jafn mikils vert og orkan sótt I sömu uppsprettuna: Menningararfinn. sem þjóðin’ átti, þekkti, hélt viö og jók þrátt fyrir allt. Þeir Islendingar, sem bezt héldu á málstað okkar, viöur- kenndu aldrei, aö þjóöin heföi gengiö lengra en að játast undir konungsvald meö vissum skil- yröum. Þau heföu ekki veriö haldin, og Islendingar ættu þvi rétt til fullveldis, þegar timi væri til kominn. Þaö þurfti mikinn kjark og mikla bjartsýni til þess aö vinna i þessum anda, þegar umkomu- leysiö var mest og þjóöin fá- mennust vegna mannfellis. Samt voru alltaf einhverjir til að halda þessu merki á loft. Menningarstarfiö féll heldur aldrei niður jafnvel þegar verst horföi, og þess vegna varöveittist .Jslenzkan. Menn sögðu frá og rituðu á sinu máli. Við siöaskiptin var ritningunni þvi snaraö á is- lenzku án nokkurra vafninga, og i kirkjunum var predikað á is- lenzku, þvi að prestarnir fengu menntun sina i Islenzkum skól- um, sem stóöu á gömlum' merg. Þannig bjargaöist þjóöin á þeim menningarlega grundvelli, sem lagður var áður en frelsið glataöist. A honum stóðu hetjur niöurlægingartimans i daglegri önn og i stjórnsýslunni. Þaö er sjálfsagt ekki á okkar færi aö skilja þá erfiöleika, sem viö var að glima. Sjálfur Jón Sigurösson lýsir þvi I Nýjum félagsritum hvernig ástatt var þá, og haföi þó oft veriö verra fyrr á öldum. Jón Sigurösson segir svo: „Hversu mun þá fara með jaröyrkjuna, þegar menn fá ekki keypt járn eöa við og ekki selt kjöt, smjör eða osta.... Þá fara ekki fiskveiöar fram, þegar vant- ar hamp og færi og salt I kaupstaðinn eða þegar kaupmenn geta ekki tekið við fiski fyrir ýms- um bágindum.” Þannig voru nálega allar bjargir bannaöar og er öll sú saga átakanlegri en orö fá lýst. Batinn kemur með auknu frelsi og sjálfsforræði. Stærstu skrefin i frelsismálinu mega teljast: íj Sunnudagur 28. júli 1974. TÍMINN 15 Endurreisn Alþingis 1845* lögfesting verslunarfrelsis 1854, stjórnarskráin 1874, sem færði Alþingi löggjafarvald og þar með fjárveitingavald, heimastjórn 1904, fullveldissamningurinn 1918 og loks stofnun lýðveldisins á Þingvöllum við öxará 1944. Þaö hefur kostaö þjóðina mikil átök og haröa baráttu að rifa sig upp úr örbirgöinni og til þeirra bjargálna, sem viö búum nú viö. Þaö er tæplega ein öld liðin siöan þánnig var ástatt i landinu, aö verulegur hluti þjóðarinnar taldi sig ekki eiga annars úrkosta en aö flytja úr landi, til þess að sjá sér og sinum farboröa. Þetta breyttist skyndilega, þegar menn lærðu aö notfæra sér fiskimiðin við strendur landsins meö nýju sniði, á þilskipum, og tóku aö reisa sjávarþorp og bæi. Landbúnaður og sjávarútvegur tókust þá i hendur sem jafningjar og lyftu þjóðinni sameiginlega. Siöan hefur framfarasóknin veriö linnulaus og nýir bjargræöisveg- ir komiö til, iðnaður, orkunýting meö margvislegu móti og margir fleiri þættir svo sem óvenjumikil notkun félaglegra úrræða, sem hér verður ekki rakið. Gróöur landsins og lifið i sjón- um viö strendurnar hafa frá fyrstu tiö veriö undirstaða -mannllfs á Islandi og eru enn. A dögum fátæktar, kúgunar og um- komuleysis var landiö illa leikið. Til þess aö draga fram lifið varö aö beita landið langt umfram það sem gróðurinn þoldi, höggva skóganá og jafnvel fletta landiö lynggróörinum. Fróðustu menn telja, aö helmingurinn af gróöur- lendinu hafi tapast á þeim 1100 árum, sem þjóðin hefur búið I landinu. Útlendingar rányrktu islenzku fiskimiðin upp i landsteina langt fram eftir þessari öld. Meö auknu sjálfsforræði hefur þjóðin hafið sókn til þess að tryggja um alla framtiö þessar meginstoðir’ mannlifs á islandi: Gróöurinn á landinu og lifiö i sjónum viö strendurnar. Fiskveiðilandhelgin hefur veriö 9 földuö aö stærö og skrefin eru þrjú — 4 mílur ásamt fjörðum og flóum 1952, 12 milur 1956 og 50 milur 1971. Byrjað er að fram kvæma nýja stefnu friðunar og skynsamlegri nýtingu sjávar- gæöanna, sem vonandi tákna tlmamót I þeim efnum. Risaskref hafa verið stigin I ræktunarmálum undanfarna ára- tugi, og stórbrotnar framkvæmd- ir oröiö I uppgræðslu örfoka lands og skógrækt. Mikið verk er þó framundan óunnið til að bæta sár landsins. Er þess gott að minnast, að i dag veröur ný landgræöslu- og gróöurverndaráætlun samþykkt . á Alþingi, að Þingvöllum við öxará, til minningar um 1100 ára byggö þjóöárinnar I landinu. Er þetta vegleg gjöf þjóðarinnar til landsins, sem hefur fóstrað hana og goldiö lif hennar dýru verði. Fer vel á þvi, að þjóðin skuli um þessar mundir gera myndarlegar ráöstafanir til lands og sjávar, sem sýna glöggt, að hún skilur þaö, aö grundvöllurinn þarf aö vera traustur — aö búa þarf vel aö landinu og hafinu umhverfis, en Islendingar hafa alla tið átt sjö börn á sjó og sjö á landi. Þá hefur þjóðinni auönast aö opna hringveg um landið á þessu hátiöarári, sem straumhvörfum mun valda i samskiptum þjóöarinnar. Siðast en ekki sist má telja að ákveðiö hafi verið að byggja þjóðarbókhlöðu til minningar um þessi timamót i sögu þjóðarinnar. Bókhlaðan mun minna rækilega á þátt bók- legrar menningar I lifi þjóðar- innar og velgengni hennar. Er þar komið aftur að ævintýrinu i lifi okkar litlu þjóðar, en án þess værum við liklega fyrir löngu runnin inn i einhverja stærri heild, og horfin sem dropi i þjóöa- sjóinn. — Þess I staö erum við i dag frjáls og fullvalda þjóö I fögru landi. Fögnum þessum hátíöis- degi og minnumst þess, að freisiö er undirstaða sannrar farsældar og aö þess þarf vel aö gæta, þvi það er fjöreggið. Gleöilega þjóöhátið! Eysteinn Jónsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.