Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 21
Sunnudagur 28. jéli 1874.
TtMINN
21
vjer sjeum búnir að læra það að
hann hættir ekki að uppala oss og
mennta oss með hinni föðurlegu
handleiðslu sinni, þó að oss
sjálfum virðist, að vjer sjeum
þegar orðnir fulltiða og fullnuma.
Mundi erfiðismaðurinn hafa orðið
sterkur og þolinn, ef hann hefði i
hvert sinn getað gengið til
hvildar, undir eins og hann fann
tilþreytu? Og getur þá sálin orðið
sterk, geta sálargáfurnar náð
fullum þroska öðruvisi en með
áreynslu og miklum erfiðis-
munum? Ef þjer heppnaðist að
verða ástundunarsamur við erfiði
þitt, þá var það af þvi, að þú
þurftir þess með, þvi i fyrstunni
varstu það ekki. Ef þjer
heppnaðist að verða hæfilegur til
að vinna verk þitt hjer á jörðinni,
ef þú hefur vit á að ráða bæði
sjálfum þjer og öðrum, einnig þar
sem erfitt er úr að ráða, lærðirðu
þá þetta af öðru en þvi, að þú
varðst að berjast við einhverja
erfiðleika, sem ekki var svo auð-
velt að yfirvinna? Ef vilji þinn er
ekki einungis eins og hverfull
ásetningur, veikur og van-
máttugur eins og strá fyrir
stormi, ef þú ert staðfastur og
reyndur að öllu góðu, svo menn
þora að treysta þér, lærðirðu þá
nokkurntima betur að verða
svona en einmitt á reynslu-
stundum þinum, á þeim timum,
þegar mótlætið reyndi að yfir-
buga þig Ætli þú hefðir lært það
ef reynslustundir þinar hefðu
verið á enda eins fljótt og þú
vildir? Ef þú ert meðaumkunar-
samur, ef þjer fellur þungt að
öðrum liði illa, ef þú ert um-
burðarlyndur við litilmagnann og
viljugur til að vexja þann, sem
hafður er fyrir rangri sök,
lærðirðu þá ekki þetta einmitt á
þeim dögum, sem þú af eigin
reynslu komst að raun um, hvað
sorg og mótlæti er, þegar þú
sjálfur reyndir, hvað það er að
vera hafður fyrir rangri sök? Og
ef trú þin er ekki tómt munn-
flapur, heldur heilög og óum-
breytanleg sannfæring innst i
hjarta, hvar lærðirðu hana? Án
efa varstu snemma uppfræddur i
sannleika og guðsótta, og hjarta
þitt hefur ef til vill snemma lypt
sjer upp til guðs, en trúna fjekkst
þú ekki fyr en þú fannst, að þú
þurftir hennar með, þá veitti
drottinn þjer hana af sinni
óendanlegu náð.
Einungis sá finnur, sem leitar,
og það þarf mikla baráttu til að
geta öðlast þennan andlega dýr-
grip. Þegar hið sýnilega og hið
timanlega sneri að þjer bakinu,
þá fórstu fyrst að leita að þvi, sem
þú aðeins gazt sjeð með augum
sálarinnar. Þegar þú áttir ekki
lengur neinn vin á jörðinni, þá
varðst þú að fara að leita þjer að
vini á himnum. Þegar angist og
órósemi bjó i sálu þinni, og
enginn mannlegur máttur gat
ráðið bót á böli þinu, þá var það
fyrst, að þú lærðir að leita til
hans, sem hefur orðið hins eilifa
lifsins, þá var það fyrst, að þú
lærðir aö þekkja Jesúm Krist og
krapt upprisu hans. Þá var það
fyrst, að þú lærðir að afneita
sjálfum þjer, þá var það fyrst, að
þú lærðir að telja þina daga, svo
þú yrðir forsjáll, en þá fannstu
einnig til guðs friðar i hjarta þinu,
þvi þá varstu fyrir aðstoð guðs
búinn að yfirvinna heiminn.
En jeg tala til yðar eins og þjer
væruð þegar orðnir fullkomnir,
en hver er búinn að ná tak-
markinu? Hver getur glatt sig
viö fullkominn og varanlegan
sigur? Vjer eigum ennþá eptir
að læra svo margt, en það, sem
vjer erum búnir að læra, það
lærðum vjer aö mestu leyti i
hinum stranga en þó gagniega
skóla mótlætisins, þá þegar for-
sjón guðs leiddi oss á móti vorum
vilja, en eptir sinum visdóms-
fulla heilaga og föðurlega vilja.
Og eins og föðurforsjón drottins
hefur leitt þig frá vöggunni og allt
til þessa dags, eins og hann hefur
haft öll lukkukjör þin i hendi
sinni, og gefið þjer óteljandi
bendingar og áminningar, hvort
sem þú hefur gefið gaum að þeim
eða ekki, hvort sem þú hefur látið
þær leiða þig til yfirbótar eða
ekki, þannig aö öldungis eins
hefur drottinn nú i þúsund ár leitt
þjóð vora með sinni náðarfullu
handleiðslu, veitt henni margföld
og óteljandi gæði, sent henni
margs konar þungar sorgir og
raunir i sama föðurlega og vis-
dómsfulla tilgangi og hann sendi
þjer þær, ekki til að undiroka
hana eða draga úr henni allan
kjark, heldur þvert á móti til að
gjöra hana sterka. Hann hefur
tiðum og lengi leitt hana á móti
hennar vilja, en samkvæmt
sinum visdómsfulla og föðurlega
vilja, ekki til þess að eyðileggja
hana eða gjöra litið úr henni,
heldur til að auka henni þrek og
dug og kenna henni að telja sina
daga svo hún yrði forsjál.
Kenn þú, himneski faðir, sem
fiestum af börnum ættjarðar
vorrar að þekkja þina guðdóm-
legu föðurhandleiðslu og tilbiðja
þig i anda og sannleika, þvi það er
hinn eini farsældarvegur bæði
fyrir sjálfa oss og fyrir fóstur-
jörðu vora. Láttu þitt riki eflast
og útbreiðast i hjörtum allra
íslendinga, þvi þá byggja þeir
eigi hús sitt á sandi og þá geta
þeir ótrauðir i trúnni á þina al-
máttugu aðstoð keppt við þvi
miði, sem hin alvitra forsjón þin
hefur ætlað oss að ná. Snú þjer
til vor, drottinn, og heyrðu þau
andvörp, sem vjer sendum úr
duptinu upp til hinnar eilifu
hátignar þinnar. Vek þú oss á
þessum nýársdegi þúsund ára
aldarinnar, vek þú oss af þeirri
deyfð og dvala, sem svo lengi
hefur hvilt yfir þjóð vorri,vek þú
oss af þeirri hálfvelgju og kær-
ingarleysi, bæði i andlegum og
likamlegum efnum, sem svo
lengi hefur átt sjer stað hjá oss.
Vek þú oss af leti og ómennsku,
er svo opt hafa viljað læðast inn
hjá oss, og gjört oss ómetanlegt
tjón. Og hvi skyldirðu ekki vakna,
þú islenzka þjóð? Mótlætið og
hörmungarnar, sem þú svo
lengi ert búin að liða samkvæmt
náðarráðstöfun drottins, ættu þó
að vera búnar að gjöra þig svo
sterka, að þú gætir risið á fætur
og lært að telja þina daga. Þú
hefur lifað frelsis- og frægðar-
daga marga, og þá stóðst þú ekki
öðrum þjóðum að baki, en þú
hefur einnig lifað fleiri eymdar-
og ánauðardaga, og hlýtur þvi nú
að standa mörgum þjóðum að
baki. Vakna þú, sem sefur, og ris
upp frá dauðum, þá mun Kristur
lýsa þjer. Láttu ljós hans heilögu
orða leiðbeina þjer á hinum
villugjörnu vegum, eins og það
lýsti feðrum vorum um meir en
200 ár eptir að þeir tóku kristna
trú, en gáðu að þvi að vikja ekki
frá boðum hans, þvi þá er þjer
glötunin búin, eins og þeim
Aumkastu drottinn yfir þjóð
vora, og blessaðu veikan vilja i
brjósti hvers einasta manns, og
láttu hann bera þjóð vorri heilla-
rika ávexti, Þjer, drottinn vor, er
ekkert um megn, gleð oss nú eins
marga daga og þú hefur beygt
oss. Láttu oss sjá hamingjuna
eins mörg ár og vjer höfum sjeð
ógæfuna. En umfram allt, þá
varðveittu oss á þinum vegum,
oss hina veiku og vanmáttugu
þjóð, og leiddu oss samkvæmt
þinum eilifa kærleika að þvi miði,
sem þjer er þóknanlegt, til frelsis
og frama hjernamegin og til eilifs
frelsis og frama hinumegin i þinu
eilifa dýrðarriki. Gjör þú betur
við oss hjereptir, en vjer höfum
vit á að biðja um, hingaðtil hefur
þú gjört það og hjereptir munt þú
einnig gjöra það. Lát þina þjóna
sjá þitt verk, og þeirra börn þina
dýrð. Þin verk og þin dýrð er
hvarvetna til sýnis hverjum
þeim, sem af hjarta girnist að
gleðja sálu sina við ihugun allra
þinna dásemdarverka. Drottinn
vor og guð, láttu góðgirni þina
vera yfir oss, og staðfesta verk
vorra handa, vertu máttugur i
veikleika þjóðar vorrar, og skap-
aðu i henni ötula og duglega
verkamenn, er jafnan vinni i
þinum ótta með dyggð og trú-
mennsku i þeirri stjett, sem þú
setur þá i. Þá, lát þjer þóknast að
staðfesta verkin vorra handa, þvi
þá erum við vissir um, að þau eru
þjer þóknanleg.
—Amen.
Jónas Guðmundsson:
ELLEFU
ALDA
BYGGÐ
Yfir landið fór sumarstormur
strauk bliðlega þráðsef og kúmen
er vatnsbrúðan vaknaði af svefni
við ókunna gnýi frá klukkum.
írskar bjöllur bárust frá hafi
bænakliður og múnkar súngu.
En landið svaf áfram i svefni
og sviðið var autt utan irskir
berfættir menn sem himinn heyrði,
heimspekingar ræddu við fugla.
Timinn stóð kyrr, kyrr er friður
er kvöldhúmið svæfir múnka og refi.
Einn vordag þeir sáu segl við rá
sigldi þar fólk með hesta og kindur
knörrinn glæsti glettist við báru
glitklæðum skrýddust vættir landsins.
Brosti sandfjóla barni úngu
og bjöllurnar gullu i fjarska.
Siðan liðu ellefu aldir
aldrei múnkar lifðu hér framar.
Skildu eftir bækur og bjöllur
bænir ósagðar tóku með sér.
Nýja guði þistill og þefjurt
þekktu sem átu grös og mosa.
14.7. ’74.
Sá tryggir
sinn hag,
sem kaupir
SKODA _ .
í dag \/ó»r*** )
Eftir síðustu hækkun
bensindropans er SKODA
meðal eftirsóttustu
bifreiða á markaðinum.
SKODA EYÐIR MINNA
:C«:;
fÁmteeÍMrZ^r/
'ékur á Skoda
Nokkrir bllor fyrirliggjondi é „Fyrir olfukreppuverði"
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐÐ
Á ÍSLANDI H.F.
44-1 «1
Skrifstofustúlka
llafmagnsveitur rikisins óska að ráða
skrifstofustúlku nú þegar
Verzlunarskóla, Samvinnuskóla-, eða
hliðstæð menntun æskileg. Laun sam-
kvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un aldur og fyrri störfsendist fyrir 10.
ágúst.
Itafmagnsveitur rikisins
Starfsmannadeild,
Laugavegi llfi, Keykjavik.
MULTIPRESS MP-3Z og MULTIMIX MX-32
BRflun
Nauðsynleg
tæki í
eldhúsið
þegar
völ er á
nýju
grænmeti og ávöxtum
Varahlutir í Braun heimilistæki
og rakvélar fyrirliggjandi
BRAUN-UMBOÐIÐ:
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF.
Ægisgötu 7 — Sími 17975/76