Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 2«. )áH »74. t borðstofu önnu I Laufási. Húsgögnin, sem hér sjást, voru mcftal þess, sem bjargaðist úr brunanum á Akureyri 1901. dags. Læknar stóðu þá ráðþrota gagnvart þessum sjúkdómi. Hon- um var ráðlagt sérstakt matar- æði, og hefur hvarflað að manni siöar, hvort það hafi ekki gert illt verra, þar sem þetta mataræði hlýtur að hafa veikt mjög við- námsþrek hans. öll þau 8 ár, sem hann átti ólifuð, neytti hann alltaf sömu fæðunnar, tvisvar á dag. Var þaö grjónavellingur og soð- inn fiskur, helzt rauðspretta, án kartaflna. A morgnana soðið vatn meö mjólk i og tviböku, og sið- degis sama með sandkökusneið. tlt af þessu brá hann aldrei, hvorki hér heima né erlendis, sat i opinberum veizlum með tóman disk, en neytti sins matar heima áður en hann fór. Fyrir kom, að hann léti renna á tungu sinni súkkulaðibita. Þá fékk hann sér stundum sódavatn að drekka. Vitamintöflur þektust þá ekki. Aldrei orðaði hann veikindi sin, né þá miklu byrði, sem þeim fylgdi. Tryggvi var trúr þeirri stefnu Ungmennafélaganna, að neyta ekki áfengis, og aldre'i kom áfengi inn á okkar heimili. For- sætisráðherra var þá sá ráft- herrann, sem hafði risnu fyrir rikisstjórnina, og hann veitti aldrei áfengi i veizlum, sem rikis- stjórnin hélt á Alþingishátiðinni 1930. Tryggvi sannaði einnig, að ekki þurfti áfengi til að geta glaðzt með vinum sinum, og þótt hann væri I hópi, þar sem áfengi var um hönd haft, var hann allra manna glaðastur. Tryggvi var frábær heimilisfaöir. Lét sér mjög annt um heimili og börn sin, sinnti þeim eins mikið og timi hans leyfði. Spilaði við þau, fór i leiki með þeim, og ósjaldan — jafnvel daglega lék har;n á pianó- ið og lét þau syngja. Þá orti hann um þau — og börn Dóru systur sinnar, sem eru fædd og uppalin i Laufási — visur og heila bragi, og var þetta sungið við kunna lag- boöa i tima og ótima. Þetta voru visur um ýmis dagl. atvik og nú syngja barnabörnin þessar visur. Hallgrimur Helgason, tengdason- ur minn, raddsetti fyrir fáum ár- um þessar barnagælur, og þær voru fjölritaðar. — Við bjuggum I 10 ár með Asgeiri og Dóru i Lauf- ási, og ólust börnin uppi og niðri upp eins og systkini. Áhrifanna frá ungmennafé- lagsskapnum gætti viða, og vitan- lega arfur frá heimili hans og uppruna. Andlátsorð föður hans voru „Guð gefi góðu málefni sig- ur”. — Hér er til gamans brot úr brag, sem gerður var um ung- mennafélaga i kringum 1906 og þessi visa um Tryggva: hann unni landi sinu, trúði á land sitt og þjóð. Hann var vel að sér um sögu þjóðarinnar og hafði óbilandi trú á framtiðarmögu- leikum hennar. Arin 1927-’32, þeg- ar hann hafði forystu i rikisstjðrn, munu jafnan verða talin mikið framfaratimabil i þjóðarsögunni. Þá var miklu áorkað við litil efni. Þjóöin var bjartsýn, trúði á mátt sinn og megin, var i sátt við sjálfa sig. Þess vegna tókst Alþingis- hátiðin 1930 svo að sómi varð af. Þar fagnaði þjóðin unnum sigri, — var ein i landi sinu — bar ein ábyrgð á þvi. Alkunn er trú Tryggva á hlut- verk bændastéttarinnar, að yrkia jöröina, gera landið byggilegra. Hann skildi, að þetta harðbýla land þarf umhyggju og vernd og þvi lagði hann sig allan fram til aö rétta hlut bændastéttarinnar. Ef landið blæs upp,-verður ekki annað eftir en verstöð á kletti. Þvi þarf aö vera i landinu fólk, sem Fallega ber hann, fundarstjóri fæturna i dans. Leiki hver sem leikið getur, limaburði hans. Tryggvi var bjartsýnismaður, Or annarri stofu I Laufási. Fyrir miftju er brjóstmynd af Tryggva Þórhallssyni eftir Rikarft Jónsson. vill leggja hönd á plóg. Fleyg er setning föður Tryggva: Gaman er að sjá tvö strá vaxa þar, sem áður óx eitt. Siðustu orð Tryggva fyrir and- látið, voru skilaboð til vina hans um að rétta mér og börnunum hjálparhönd. En þá var „krepp- an” I algleymingi og viða þröngt i búi. Við höfðum komið skuldug frá ráðherradómi, og eftir var að mennta börnin. Einhverju varð að fórna, og um tvennt var að velja, selja Laufás eða bókasafn Tryggva, sem var æði gott, enda arfur frá föður hans, afa og lang- afa. Þvi var fórnað þótt sárt væri. Það var selt Reykholtsskóla. Þegar hann andaðist voru börn- in frá 8 til 20 ára að aldri, Klem- ens einn hafði lokið stúdentsprófi og var i Danmörku viö nám. Alþingishátiðin 1930 Alþingishátiðin 1930 er minnis- veröur atburður, og viðbúnaður var mikill á öllum sviðum. Allir lögðu sig fram til að hún mætti verða landi og þjóö til sóma, og ég held að óhætt sé að segja, að svo hafi orðið, eins og fyrr er að vikið. Minn þáttur var aðallega fólginn I þvi, að búa undir hina miklu gestamóttöku og standa vi^ hlið manns mins. Þá bjó forsæt- isráðh. i Ráðherrabústaðnum við Tjarnarg. og haföi svo verið frá upphafi frá tið Hannesar Haf- stein. Þar fór fram öll risna rikis- stjórnarinnar, og i eldhúsinu þar var matreiddur allur matur — bæði til heimilisnota og veizlu- halda, en heimilið nokkuð stórt fyrir, rheð sjö börn. Heimili okkar var aðallega á efri hæð, en eldhús á neðri hæð, og þurfti þvi að bera allan mat daglega uppá loft. Neðri hæðin var litið notuð dag- lega, nema að maðurinn minn hafði „kóntór” sinn þar. Börnin -Jt ’T" “■ ' -■* Hr&isÉ Gamli hestasteinninn fær aft vera í garöinum á Laufási. Hann er sjálfur aft mestu sokkinn I jörft, en járnhringurinn, sem f hann er festur, ris yfir grasflötina. Tímamyndir: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.