Tíminn - 28.07.1974, Qupperneq 23

Tíminn - 28.07.1974, Qupperneq 23
Sunnudagur 28. jdli 1974. TÍMINN Brúin á Skeiöará. Lengsta brú landsins. reyndust með öllu ófærar á hest- um, var farið á jökli fyrir ofan upptök þeirra. Fyrir siðustu alda- mót var tekið að lagfæra og stika slóð á Breiðamerkurjökli og Skeiðarárjökli i þvi skyni að greiöa götu ferðamanna, þegar vatnsföll lokuðu leiðinni, en jafn- an þurfti örugga og trausta lög- sögu, þegar farið var á jökli. Þeg- ar jökultangarnir eyddust með þvi að jökullinn hopaði og lón myndaðist við Jökulsá, var tekið til þeirra ráða að hafa ferju á Jökulsá, láta bifreiðar mætast við ána og ferja yfir hana. Fyrir tæpum42árumvar i fyrsta sinn ekið bil frá Höfn i Hornafirði til Reykjavikur. Það var um haust, þegar öll jökulvötn voru vatnslitil. Ferðmennirnir voru samt þrjá og hálfan dag á leiðinni Ibilnum frá Höfn til Reykjavikur. Þá voru flestar ár i Skaftafells- sýslu óbrúaðar. Vegir voru lagðir um sveitir Skaftafellssýslu smám saman, og á fjórða áratug aldarinnar var gert stórátak við vega- og brúagerð i Vestur- Skaftafellssýslu, i þvi skyni að leggja samfelldan akveg frá Reykjavik austur á Siðu. En á Skeiðarársandi og Breiða- merkursandi hefur fram að þessu aðeins verið um ruddar slóðir að ræða. Flugið Flugið hefur orðið gildur þáttur og vaxandi i samgöngum tslend- inga siðustu þrjá til fjóra áratug- ina. Þeir sem búa á Suðaustur- landi hafa notið þess i rikum mæli eigi siður en aðrir landsmenn. Þótt miklar torfærur væru á landi, þá var einangrun byggð- anna rofin með fluginu. Með flug- vélunum hefur sannazt bókstaf- lega hið fornkveðna: vegur er yfir og vegur á alla vegu. Fyrir 30-40 árum tók Flugféíag tslands upp reglubundnar flugferðir frá Reykjavik til Hornafjarðar og Fagurhólsmýrar, og um skeið var áætlunarflug að Kirkjubæjar- klaustri. Flugfélagið hefur árlega um aldarfjórðungs skeið flutt sláturafurðir Oræfinga i flugvél- um til Reykjavikur. Nú hefur flugiö færzt svo i aukana, að um þessar mundir eru flugferðir dag- lega milli Hornafjarðar og Reykjavikur, rétt eins og loftbrú sé lögð landshorna á milli. Brúargerð Arnar á tslandi hafa jafnan veriö miklar torfærur. Menn hafa leitað ýmissa ráða til að sigrast á þeim. Algengast var að finna vöð á ánum og treysta á hestana. Ferjur voru notaðar á ýmsum stöðum: bátar, prammar, drag- ferjur eða kláfferjur. Takmarkið hlaut þó að vera að brúa árnar. A stöku stað voru trébrýr gerðar yfir stórfljót fyrir alllöngu, s.s. Jökulsá á Dal. Og undir lok 19. aldar var hafizt handa um að gera brýr úr öðru efni. Smiðuð var hengibrú á Olfusá 1891, og Þjórsá var brúuð 1895. Viða á landinu er landslag þannig, að vatn safnast i dalbotn, og rennur þá eitt fljót til sjávar eftir miöju héraði. Á Suðaustur- landi er þessu annan veg farið. Arnar, sem koma undan rótum Vatnajökuls með stuttu millibili, binda sig ekki við fasta farvegi, heldur hasla sér völl vitt og breitt. Það var óhugsandi að brúa slik stórvötn, nema að kreppa að þeim með traustum fyrirhleðsl- um. Suðausturland varð þvi af þessum ástæðum aftarlega i röð- inni um brúargerð. Þess er áður getið, að á árunum 1930-1940 var gert stórt átak við vega- og brúargerð i Vestur-Skaftafellssýslu, i þvi skyni að opna akfæran veg frá Reykjavik austur að Skeiðar- ársandi. Þegar svo var komið, var augljóst, að hefjast bæri handa um að brúa árnar i Austur-Skaftafellssýslu og ljúka gerð hringvegar á Skeiðarár- sandi, þar sem viðfangsefnin voru stærst. Hornafjarðarfljót likjast þófremur firði ená, þvi að þau eru nokkrir km á breidd, þar sem aðalþjóðvegurinn lá. Það var þvi rannsóknarefni, sem unnið var að nokkur ár, hvort kleift yrði að brúa þau, og ef svo væri, þá hvernig það skyldi gert. Fyrsta stórbrúin i Austur- Skaftafellssýslu var gerð á Jökulsá I Lóni á árunum 1951- 1952. Hún er meðal lengstu brúa landsins, Næsta stórvirkið er brú á Hornafjarðarfljót, sem smiðuð var á árunum 1960-1961. Eftir það er farið að undirbúa brúargerð á Jökulsá á Breiðamerkursandi, en þar var á árunum 1966-1967 gerð vegleg hengibrú. A svæðinu frá Lónsheiði að Skeiðará voru jafn- framt þeim stóru mannvirkjum, sem hér eru nafngreind, gerðar minni brýr, svo að tugum skipti, og 1968 var að kalla orðinn þurr vegur á aðalþjóðvegi umhverfis Island, nema 30 km kafla á Skeiðarársandi. Hringvegurinn Frá upphafi landsbyggðar og fram undir miðja 20. öld, varð eingöngu að treysta á hestinn til að komast yfir torfærurnar á Skeiðarársandi. En á þessari öld hefur ýmsa menn dreymt um að láta nýja tækni leysa vandann. Eftir 1930 gerði ungur Austur- Skaftfellingur grein fyrir þeirri hugmynd að láta útbúa sérstaka vatnabila. Eftir 1940 komu til sögunnar stórir vöruflutningabilar (trukk- ar) með drifi á öllum hjólum. A þeim farartækjum var farið yfir jökulár, þótt þær væru i nokkrum vexti. Arið 1956 samþykkti Alþingi ályktun þess efnis að láta athuga nýjar tegundir samgöngutækja til samgangna um torfærur á landi, og láta siðan gera tilraunir með slik samgöngutæki á eyðisöndum Skaftafellssýslu. Arið 1963 var i fjárlögum heimilað að verja fé til að kaupa skriðbil til nota á Skeiðarársandi. 1 framhaldi af þessu var fenginn vatnadreki til flutninga yfir Skeiðará. Hann reyndist nauð- synlegt öryggistæki i sambandi við bilaumferð, en ekki fullnægj- andi samgöngubill. Arið 1961 var þvi fyrst hreyft i tillöguformi á Aiþingi að láta at- huga um brúargerð á Skeiðarár- sandi. Þegar brúin á Jökulsá á Breiðamerkursandi var vigð, að viðstöddu fjölmenni sumarið 1967, þá rikti mikil bjartsýni með mönnum. Þá lá i augum uppi, að einungis Skeiðarársandur hindr- aði, að opna mætti hringveg um landið. Einn af forystumönnum á stjórnmálasviðinu lýsti þá yfir þvi, að rétt væri að setja það stefnumark, að brúargerð á Skeiðarársandi yrði lokiö 1974 og hringvegurinn opnaður til um- ferðar á þjóðhátiðarárinu. Eftir þetta hófst á mörgum sviðum sókn að marki. Stjórn- málamenn, bankastjórar, verk- fræðingar, brúasmiðir og vega- gerðarmenn hafa lagzt á eitt og þjóðin öll fylgzt með málinu af áhuga. Samkvæmt tillögu frá ellefu þingmönnum úr öllum þingflokk- um ákvað Aiþingi vorið 1968 að fela samgönguráðherra að láta gera áætlun um samgöngubætur yfir Skeiðarársand, er tengdi hringleið um landið. A öndverðu ári 1971 voru sett lög um happdrættislán rikissjóðs fyrir hönd vegasjóðs vegna vega- og brúagerðar á Skeiðarársandi, er opnaði hringveg um landið. Á grundvelli þessara laga hafa verið send happdrættisskulda- bréf, og alþjóð þannig staðið að miklu leyti straum af kostnaði við þessi miklu mannvirki með frjálsum framlögum i formi lána, sem rikissjóður tekur. Seðlabanki Islands hefur hlaupið undir bagga, þegar á hefur skort um aðra fjárútvegun. 1 málefnasamningi við myndun rikisstjórnar 1971 var ákveðið, að ljúka skyldi hringveginum, og þá helzt miðað við árið 1974. Meö þvi tóku stjórnmálamenn af skarið. Samkvæmt ályktun Alþingis var Vegagerð rikisins falið að hefja rannsóknir á Skeiðarár- sandi með varanlegar samgöngu- bætur þar fyrir augum. Verk- fræðingar og aðrir, sem þeir höfðu samráð við, gengu að þessu verki með mikilli atorku, og Vegagerð rikisins lagði fram full- gerða áætlun á öndverðu ári 1972. Síðar á þvi ári var hafizt handa um framkvæmdir samkvæmt áætluninni. Vinnuflokkar hafa siðan starfað þar jafnt vetur sem sumar. — Og nú, á miðju þjóöhá- tiðarári, er lokið gerð þessara miklu mannvirkja. Sú liking er nærtæk, að með hringvegi um landið — þjóðbraut — hafi Island verið spennt megin- gjörðum. Gildi hringvegarins á ekki að verða það eitt að opna greiðfæra leið til landkynningar, skemmtiferða, dægradvalar. Hringvegurinn á að stuðla að þvi að efla atvinnulif á mörgum stöðum, að jafna skilyrði til bú- setu I landinu. Hringvegurinn er tenging landshluta og getur, ef rétt er á haldið, aukið jafnræði milli þeirra. Megi Islendingum auðnast að láta öra þróun hniga I þá átt. Klugift verftur e mikilvægari þáttur I samgöngum á lslandi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.