Tíminn - 28.07.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. júli 1974,
TÍMINN
3
Aldarafmæli
þjóðsöngsins
Á ÞESSUM DÖGUM, þegar
viö minnumst ellefu alda
byggðar okkar i landinu,
megum við vel leiða að þvi
hugann, að fleiri eiga afmæli
um þessar mundir — að margs
fleira er að minnast en sjálfr-
ar búsetunnar. Við höldum
lika upp á hundrað ára afmæli
þjöðsöngs okkar, sem fluttur
var opinberlega í fyrsta skipti
2. ágúst 1874, þá nýortur, bæði
ljóð og lag.
Um þjóðsönginn, og hvernig
hann varð til, eru ýmsar
heimildir. Hér á eftir verða
birtar nokkrar tilvitnanir i bók
Jóns Þórarinssonar, Svein-
björn Sveinbjörnsson, ævi-
saga. Kaflinn sem tekið er úr,
heiti'r, 0, guð vors lands og
þjóðhátiðin 1874, og hefst á bls
112:
„Þjóðhátiðin i minningu
Ingólfs Arnarsonar og þúsund
ára byggðar Islands er nú i
aðsigi, og er ekki að efa, að
hún hefur verið ofarlega i
huga þessara gömlu Kvöld-
félagsmanna, sem um stund
dvöldust undir sama þaki i
höfuðborg Skotlands. Um til-
högun hátiðarinnar er allt enn
óákveðið, annað en það, að
haldin skuli guðsþjónustugerð
i öllum kirkjum landsins
sumarið 1874 ,,i minningu
þess, að Island þá hefur verið
byggt I þúsund ár.” Biskup
hefur ákveðið, að hún skuli
fara fram sunnudaginn 2.
ágúst i aðalkirkjum, en i
aukakirkjum næstu sunnu-
daga þar á eftir, og hefur valið
ræðutexta úr 90. sálmi
Daviðs. Þar i er þetta:
„Drottinn, þú varst vort at-
hvarf frá kyni til kyns. Áður
en fjöllin fæddust og þú tilbjóst
jörðina og heiminn, já, frá
eilifð til eilifðar ertu guð. Þú
gjörðir manninn að dufti og
segir: Komið aftur, þér
mannanna börn! þvi
þúsund ár eru fyrir þinum
augum sem dagurinn i gær,
þá hann er liðinn, og eins og
næturvaka.”
Þótt Matthias væri nú ekki i
bili þjónandi prestur og þyrfti
ekki að leggja út af þessum
orðum i predikunarstól, hefur
þó te.xtinn leitað á hann. A
þessum haustdögum i
Edinborg orti hann fyrsta
erindi lofsöngsins ó, guð vors
lands, og þarf ekki að fara I
grafgötur um, að það er ræðu-
textinn úr Daviðssálmum,
sem hefur kveikt i honum.
Hann leggur hart að Svein-
birni að semja lag við sálm-
inn, en Sveinbjörn er i fyrstu
tregur til, athugar þó vand-
lega textann, að sögn Matt-
hiasar, en kveðst að svo
stöddu ekki treysta sér við
hann.
Matthias segir frá þvi, að
eftir að hann fór frá Edinborg
hafi hann sent Sveinbirni
„aftur og aftur eggjan og
áskorun að reyna sig á sálm-
inum.”... I minningum sinum
segir Matthias, að hann hafi
ort tvö siðari erindi lof-
söngsins i London. Kvæðið
hefur þvi verið fullgert, þegar
hann kom til Kaupmanna-
hafnar...
Brýning Matthiasar hreif á
Sveinbjörn að lokum: hann
samdi lagið um veturinn eða
vorið, hið fyrsta, er hann gerði
við islenzkan texta að eigin
sögn...”
Siðan er frá þvi sagt i bók
Jóns Þórarinssonar, að i Dóm-
kirkjunni i Reykjavik hafi
verið „sungnar þrjár messur
þennan dag, hin fyrsta kl. 8 að
morgni, þá hámessa kl. 10.30
og hin þriðja kl. 2.30. Við
hámessuna var konungur við-
staddur ásamt fylgdarliði sinu
og öllum þeim fyrirmönnum
öðrum, innlendum og er-
lendum, sem hér voru saman
komnir. Þar var lofsöngur
þeirra Sveinbjörns og
Matthiasar sunginn i fyrsta
sinn opinberlega.”
Hér er að sjálfsögðu ekki
í mlnnlngu íslands þúsuud ára
íTeícr MoS’t
tmme:
Matthlas Jochumsson
ætlunin að gera neinn saman-
burð á lagi og texta þjóðsöngs
okkar eða meta hvort er meira
listaverk að sinu leyti. Það er
þó augljóst, að ekki hefur lagið
orðið þjóðinni siður hugleikið
en textinn, og i bók Jóns
Þórarinssonar, þeirri, sem
vitnað hefur verið til hér að
framan, er sagt, aö „Jafnvel
sænskir kunnáttu- og smekk-
menn lýstu þvi yfir, að þetta
væri meistaraleg tónsmið
sinnar tegundar,” eftir að þeir
höfðu hlýtt á frumflutning
verksins við hina sögulegu
messu i Reykjavik annan dag
ágústmánaðar árið 1874 —
fyrir réttum hundrað árum.
—VS
Kvi'ðiS licfur Mattliias Jot h»m.smi.
Ltgíð samili Svh. Svoi nhjörnsson.
Ó, guð vors lands. Titilsiða útgáfunnar IH7I.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
L.S8UNOT¥K3,i>H0TO6«.
Guðsþjónustan I Dómkirkjunni I Reykjavik 2. ágúst 1874. Myndina geröi erlendur teiknari, sem var
viöstaddur athöfnina.