Tíminn - 10.10.1974, Page 8

Tíminn - 10.10.1974, Page 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 10. oktdber 1974. I GDANSK ERUM VIÐ NÆST ÍSLANDI — rætt við sendifulltrúa Póllands á íslandi, Czeslaw Godek, sem nú hefur lótið af störfum hér, og fjölskyldu hans Um þessar mundir er sendifull- trúi á Pólverja’Czeslþv Godek og fjölskylda hans aöfara frá tslandi eftir fimm ára starf og dvöl hiér á landi. A þessu timabili hafa viö- skipti islendinga og Póiverja hvorki meira né minna en fimm- faldazt, og auk þess hafa marg- visleg menningarleg tengsl myndazt mijli þjóöanna. Börn þeirra Godeks og konu hans Jözefu, Jacck 16 ára og Danuta 15 ára, hafa átt hér fimm mótandi barns og unglingsár og tala lýta- lausa islenzku. Kunningjum þeirra hér finnst þeir vera aö kveöja islendinga þegar þau Danuta og Jacek fara úr iandi. ÖIl fjölskyldan segist ætla aö koma aftur til islands i heimsókn. Danuta vill koma strax næsta sumar og fá sér vinnu. Við hittum Godek fjölskylduna aö máli aö heimili þeirra Greni- mel 7 fyrir nokkru: Þau Czeslav og JÓzefa Godek létu mjög vel yfir verunni hér og kváöust hafa eignazt marga góöa vini. — Mér fannst ég strax kom- inn í ánægjulegt andrúmsloft um borö I Loftleiöaflugvélinni, sem flutti mig hingaö i fyrsta sinn, i nóvember 1969 frá Osló, sagöi Godek. Þau hjón eru svo kurteis að þau fást ekki til að segja nokk- urn löst á íslendingum þótt reynt sé að beita þau hvers kyns brögö- um. Józefa hefur eingöngu sinnt húsmóöurstörfum þessi ár i Reykjavik, en i Póllandi vann hún áöur utan heimilis og býst viö að gera þaö einnig nú þegar heim er komið. Hún segir að sér hafi fund- izt þægilegra að verzla hér en I Póllandi, engar biöraöir. En nú eru verzlunarhættir orönir þægi- legri þar en þeir voru fyrir fimm árum. Godek kvaðst gera ráö fyrir þvi aö fjölskyldan setjist aö I Gdansk, þar sem heimili þeirra var áð- ur, og aö hann starfaði þar aö ut- anrikisviöskiptum. Þó kynni aö vera aö þau færu til Varsjár. — Það hafa miklar framfarir orðið I Póllandi á þessum árum, sem viö höfum verið i burtu. Þjóöarfram- leiöslan og þjóðartekjurnar hafa aukizt mikiö, og þvi samfara hafa laun hækkaö og lifskjör fólksins batnaö. Godek segir lif fjölskyldu sinn- ar hafa veriö svipað á tslandi og i Póllandi. Börn þeirra gengu hér i skóla, fyrst Melaskólann og siðan Hagaskóla, og þau eru meira aö segja búin að vera fáeinar vikur i Menntaskólanum i Reykjavik það sem af er þessu hausti. I Póllandi halda þau siöan áfram mennta- skólanámi, strax og fjölskyldan hefur áttaö sig á umskiptunum. — Eini munurinn, sem ég hef eiginlega fundið á lifi minu hér og heima, segir Godek, — er sá að ég hef átt erfitt með svefn á hvass- viðrisnóttum i skammdeginu. En svo þegar fer að birta aftur fyllist ég hamingjukennd og finn að allt er aftur gott. En vikjum nú að viðskiptum þjóðanna. Godek segir okkur, að þau hafi fimmfaldazt á þessum fimm árum, frá þvi að nema 400 milljónum Islenzkra króna upp i tvo milljarða. — Að visu hjálpaði verðbólgan til, bætir hann við. Pólverjar flytja einkum inn frá Islandi fiskimjöl. Gærur, bæði sútaðar og saltaðar, óunnar gær- ur, hafa verið fastur liður I út- flutningi Islendinga til Póllands siðan 1948 eða 1949. Kaupa Pól- verjar nú um 250—300 þúsund gærur á ári. Loðkápur og annar fatnaður er nú framleiddur úr is- lenzkum gærum i tveim verk- smiðjum i Póllandi. Pólverjar hafa löngum verið hrifnir af Islenzkri saltsild, þótt þeir hafi getað keypt lltið af henni héðan siðustu ár. 1969—70 var sið- ast verulegt magn af sild selt héð- an til Póllands. Af öðrum útflutn- ingi til Póllands má nefna lýsi, ull, niðursoðnar sjávarafurðir, kaviar, rækjur, humar og þorsk- lifur. Svo vikiö sé að innflutningi okk- ar frá Póllandi vita vist allir um Godek og eftirmaður hans Tadeusz Wianecki, sem hingað er kom inn ásamt eiginkonu og ungum syni. Timamyndir Gunnar Snorri Sigfússon: HUGLEIÐING UM MINNISSTÆTT SUMAR ÞAÐ ER býsna margs að minnast frá þessu blessaða sumri, sem reynzt hefir gott og gjöfult að flestra dómi, þótt siðari hluti þess yrði sumum erfiður. Þetta var hátlðasumar og skilur eftir ógleymanlegar stundir, sem fjöldi manna hefir fengið að njóta vlösvegar um landið. Það er fagnaðarefni og þakkarvert. Og þá hættir mörgum til, sem langa för eiga að baki, að lita um öxl og bera saman eitt og annað, sem ávallt er þó varasamt sökum breytilegra tima. En I huga minn kemur nú „hátiðin mikla”, er sumir nefndu svo, — alþingishá- tiðin 1930. Þá var bjart yfir ís- landi, þótt margt væri fátæklegra en nú. Menn voru glaðir og hugs- uðu gott til framtiðarinnar. Allur þorri manna, úr fjarlæg- ari landshlutum a.m.k., hafði þá aldrei augum litið Þingvöll, hinn fornhelga stað. Ég man eftir gömlum bónda þá, sem grét af hrifningu, er Almannagjá opnað- ist fyrir augum hans, og berg- veggirnir blöstu við. Og kannski hefir mörgum svo farið, sem höföu lifað sig inn i sögurika við- burði aldanna á þessum stað, en aldrei séð nema I huganum. Nú má vist segja með sanni, að slikt sé gjörbreytt sem margt annað, og allur fjöldi manna þekki þar nokkuð til. En þó held ég að öllum muni finnast sem þeir standi þar á helgum stað, þegar þangað er komið, og svo á það að vera. Og hátiðin 1930 var stórviðburður I lifi okkar, sem þangað komum, og þjóðarinnar i heild. Og enn finnst mér sem sálma- söngur þúsundanna i Almannagjá þá, með biskupnum i ræðustól hátt uppi I bergveggnum, hafi veriö hápunktur þeirrar „stemmningar”, þess undursam- lega andrúmslofts, ef svo má orða það, sem þar rikti, og líklega er einsdæmi og ekki hægt að lýsa. En öll varð hátíðin þjóðinni til sæmdar, sem löngu er kunnugt og oft til vitnað. En hafa verður það i huga, að hversu vel sem unnið er og undirbúið, er allt hátiðahald undir beru lofti svo háð veður- fari,að litið verður úr flestu, ef veðriö bregzt. En veðrið brást ekki 1930. Hinsvegar gat þing- fundurinn við öxará 1944, er lýst var yfir lýðveldisstofnuninni, ekki hrósað veðrinu þá stundina, þótt sú stund og „stemmning”, sem þar rikti, verði minnisstæð. Og svo kemur sumarið þetta með sina landnámshátlð, 11 alda byggðar þjóðarinnar, sem helgaði sér landið. Það hátiða- hald hlaut að fara fram viða um landið, og gerði það líka. Og það sem mestu varðar, — allsstaðar til fagnaðar og gleði af fréttum að dæma. Og þá er vissulega betur farið en heima setið. Þannig varð lika Þingvallahá- tiðin 28. júli i ár. Sá dagur varð stór stund og ógleymanleg öllum sem þangað komu, sannkallaður hamingjudagur, og hæfilega löng snerting við hinn helga stað, — einn dagur, vel undirbúinn. Einróma samþykkt alþingis þar, að snúast eigi ekki aðeins til varnar gegn gröðureyðingar- öflum landsins, heldur til mikillar sóknar til eflingar gróðrinum, sem talið er að lengi hafi verið á undanhaldi. Þetta má kalla stór- viðburð, er sýnir samtakavilja, sem vonandi táknar tlmamót i þessum efnum. Og sá þáttur þessarar hátíðar, er héruðin gengu fram, hvert undir sinu merki, sinum héraðs- fána, og sameinuðust i eina þjóðá hátiðarsvæðinu, þótti mér sem væri djúp snerting, látlaus og virðuleg. Þá mætti hugsa sér, að mörgum hafi hlýnað um hjarta- rætur og fundið það og beðið þess, að okkur yrði það öllum ljóst, þótt dreifðir séum um þetta blessaða land, að við erum þó öll i sama bátnum með minningarnar og möguleikana, sem „sundur- lyndisfjandinn” má' ekki vinna mein. Þarna var vissulega margt vel af hendi leyst. Og þökk sé öllum þeim, sem lögðu sig fram til þess að þetta hátiðarhald mætti vel takast. Þeir skildu það, að þennan dag vorum við i sviðsljósinu, að gestir okkar myndu ætlast til að þeim væri sómi sýndur með boðinu, og að fréttamenn viða að voru þar með opin og gagnrýnin augu. Það mátti þvi ekki mistak- ast. Og það gerði það heldur ekki, (þvi að varla ber að nefna mistökin með Kínafánann. Slikt getur alltaf hent. Var þó verra 1930 með danska fánann). Og vel sé þeim, er lokuðu Bakkus úti, svo að hans yrði hvergi vart. Og þótt við beinum þökk okkar til ann- arra en hátiðarnefndar fyrir dá- samlegt veður þennan dag, þá er það vist og satt, að henni ber að þakka góðan undirbúning og for- sjá um alla framkvæmd. „Það er órækt I þvi aldarfari, sem ekki þakkar það sem vel er gert„’ hefir verið sagt, og er satt og rétt. Að flestu má eitthvað finna, en þarna var það i smáum stíl, að ég hygg, en margur vandi leystur með prýði. Og ekki held ég að •sagt verði með sanni, að i mikinn óþarfa hafi verið ráðizt vegna þessa hátiðarhalds, heldur aðeins flýtt fyrir framkvæmdum, sem voru hinar þörfustu, eins og t.d með Gjábakkaveginn og margs konar endurbætur á Þingvalla- veginum, sem voru nauðsyn- legar, svo og stórbætt hreinlætis- aðstaða á sjálfum völlunum, sem þurft hefði að vera komin fyrir löngu. Það má þvi með sanni segja, að vel og viröulega hafi þessa 11 alda byggðarafmælis verið minnzt, og er gott til þess að vita. Við getum þvi horfzt i „augu við söguna” að þvi leyti. En á það minnti fram- kvæmdastjóri þessa hátiðahalds eitt sinn, að við þyrftum að geta gert, og var réttilega mælt og drengilega, sem hans var von. En hann svaraði þvi lika til, aðspurður, að hann teldi, að þetta myndi liklega verða siðasta stór- hátiðin á Þingvöllum. Honum mun nú ljósara en öðrum, hversu fyrirhafnarsamt slikt hátiðarhald er og áhættusamt um alla framkvæmd. Og liklega eru honum æðimargir sammála. En framundan er nú samt afmæli, sem ekki verður minnzt á viðeigandi hátt annars staðar en á Þingvöllum, og er að þvi leyti ólikt þessu afmæli i ár, sem ekki var sérstaklega bundið við Þingvöll. Á ég þar við árið 2000, þegar minnzt verður kristnitök- unnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.