Tíminn - 10.12.1974, Síða 3
Þriöjudagur 10. desember 1974.
TÍMINN
3
Heimsfrægur upptökustjóri
staddur hér á landi
— hefur m.a. stjórnað upptökum á plötum
Gsal-Reykjavik — Hér á landi er
staddur þessa dagana blökku-
maðurinn H.B. Barnum, en hann
er mjög frægur upptökustjóri og
hefur m.a. stjórnað upptökum á
plötum með Osmonds, Suprimes,
O’Jays og margra fleiri vel-
þekktra listamanna úr tónlistar-
heiminum.
Hingað til lands kom H.B.
Barnum i fylgd með islenzku
hljómsveitinni Change, sem eins
og kunnugt er hefur búið i Bret-
landi siðustu mánuði. Hefur
Barnum stjórnað upptöku á nýrri
breiðskifu hennar, sem væntan-
leg er á markað hér á landi i lok
þessarar viku, og erlendis i febrú-
ar/marz. Má segja, að Barnum
hafi tekið þá félaga upp á sina
arma, og á nýja árinu fer hann
með þeim til Los Angeles i
Bandarikjunum, þar sem önnur
HJ—Reykjavik A sambands-
stjórnarfundi Alþýðusambands
tslands, sem haldinn var nýlega,
var kosin 9 manna samninga-
nefnd til að fara með samninga-
mál við rikisstjórn og atvinnurek-
endur. Nefndina skipa forseti ASÍ
og formenn allra landssambanda
innan ASi.
Nefndin hefur skrifað öllum
sambandsfélögum bréf, þar sem
hún óskar eftir umboðum þeirra
nefndinni til handa, en sam-
kvæmt lögum er samninga-
rétturinn i höndum hvers einstaks
félags. Óskað er eftir að félögin
tilkynni ASt um ákvörðun sina
fyrir 15. desember.
Auk aðalsamninga-
nefndarinnar er gert ráö fyrir, að
allfjölmenn baknefnd verði með i
ráðum um allar mikilvægar
ákvarðanir, og mun miðstjórn og
aöalsamninganefnd ákveða
hverjir skipi hana.
Þess má vænta, að upp úr þvi,
aö umboð hafi borizt frá
®Rauði krossinn
verk að létta undir með sjúkra-
húsunum. Þá höfum við eignazt
nýjar höfuðstöðvar hér i
Reykjavik á mótum Nóatúns og
Skipholts, Þar er skrifstofuðað-
staða, og einnig fæst þar ný að-
staða til kennslu og námskeiða-
halds. Einnig höfum við á
prjónunum að hefja þar sölu á
ýmsum hjálpartækjum fyrir
sjúka og fatlaða, og verður það
starf i samvinnu við Sjálfs-
björgu.
— Stuðningur við deildastarfið,
er eins og ég sagði áðan, megin-
verkefni okkar,en deildirnar sjá
um alls kyns hjálparstarf á
sjúkrahúsum, m.a. aðstoð á
bókasöfnum sjúkrahúsanna
sjúkravinastörf, og einnig eru
þær með verzlanir i sumum
þeirra.
— I deiglunni er hjá Reykja-
vikurdeilinni að reisa nýtt barna-
heimili i Laugarási, en þar eigum
viö stórt og gott land. Þá er i
undirbúningi að koma upp svæða-
skrifstofum úti á landi til að lyfta
undir starfsemina á viðkomandi
stööum, og einnig að styrkja
sjúkraflutninganet okkar úti á
landsbyggðinni. Við sjáum um
kaup á flestum sjúkrabilum til
landsins, og fjármögnum einnig
kaup þeirra að nokkrum hluta.
Nú nýlega voru keyptir 7-8
sjúkrabilar, sem eru komnir eða
u.þ.b. að komast i umferð
Ailt starf Rauða krossins
byggist á stuðningi og aðild alls
almennings, sagði Björn að
lokum. Starf félagsins byggist á
langri reynslu, það nýtur trausts i
löngu starfi á alþjóðavettvangi,
og verkefni þess er að vinna við
hliðina á hinum opinbera og með
öðrum hjálparfélögum að lausn
aðsteðjandi vandamála fyrir
þjóðfélagið.
breiðskifa verður tekin upp undir
hans leiðsögn.
A fundi með blaðamönnum I
gær, sagði Barnum, að hann
vonaðist fastlega til að Change
myndi slá i gegn, — en hvort það
yrði með þessari plötu, næstu, eða
þar næstu, sagðist hann ekki geta
sagt til um.
— Það getur enginn um það
sagt núna, hvort þeir verða ,,hinir
nýju Beatles” en tónlist þeirra er
mjög góð og melódisk, og ég trúi
ekki öðru en þeir muni vekja
mikla athygli.
Barnum sagði, að hann myndi
vinna með Change að nýju plöt-
unni, sem hljóðrituð verður i L.A.
alveg frá grunni, en það hefði
hann ekki gert við plötuna, sem
kemur út núna fyrir jólin.
— Af hverju ég er á íslandi? Ég
hef verið að spyrja mig þessarar
félögunum, þann 15. des., geti
fyrstu samningaviðræður hafizt.
Sambandsstjórnarfundurinn
geröi ályktun um landhelgismál,
þar sem þvi er m.a. fagnað, að
nást skyldi samstaða allra stjórn-
málaflokka um að hafna samn-
ingum við V-Þjóðverja á þeim
grundvelli, sem þeir siðast buðu.
Telur fundurinn enga samninga
koma til greina, og allra sizt
undir valdbeitingu og þvingunar-
Sinfóniuhljóm sveitar tslands
verða haldnir i Háskólabiói þ. 12.
desember kl. 20.30. Stjórnandi
verður PALL PAMPICHLER
PALSSON, en einleikari DAG-
MAR SIMONKOVA pianóleikari
frá Prag.
A þessum tónleikum verður
flutt i fyrsta sinn hérlendis verkið
Flower Shower (Blómabað) eftir
Atla Heimi Sveinsson, ennfremur
Soirée Musicale eftir Benjamin
Britten og Píanókonsert nr. 1 eftir
Tsjaikovsky.
Tónverkið Flower Shower var
samið sumarið og haustið 1973.
Verkið var gert fyrir Sinfóniu-
hljómsveitina i Norrköping, að
tilhlutan Nomus-nefndarinnar, og
frumflutt þar i april 1974. Páll P.
Pálsson stjórnaði. Það er til-
@ í hrakningum
við fólkið. Komust þeir heldur
ekki yfir snjóflóðið við Ytri-VIk,
en voru með talstöð og var þá
sendur snjóbill á eftir þeim, en
jeppa-mennirnir héldu áfram
gangandi til að svipast um eftir
hjónunum og börnum þeirra.
Versta veður var á þessum
slóðum, snjókoma og hvasst.
Gengu nú mennirnir allt að
Voghóls brekku, og fundu þar
hjónin ásamt börnunum i bifreið
sinni, og höfðu þau þá lent milli
tveggja snjóflóða og gátu sig ekki
hreyft.
Snjóbillinn kom á vettvang, og
eftir töluverða erfiðleika sem
meöal annars stöfuðu af þvi að
snjóbillinn drap á sér og erfiðlega
gekk að koma honum aftur i
gang, tókst þó að koma fólkinu til
Dalvikur um klukkan ellefu á
sunnudagskvöld.
Ekki mun hjónin né börn þeirra
hafa sakað, en þeim var orðið
mjög kalt, enda búin að sitja i bif-
reiðinni i margar klukkustundir.
Það voru margir sem að-
stoðuðu við að finna fólkið og áttu
þátt I giftusamlegri björgun þess.
Osmonds
spurningar allt frá þvi ég kom.
Ég gæti vissulega verið að moka
inn peningum með þvi að hljóð-
rita nýju plötuna með Osmonds,
en mig langaði að fara með strák-
unum....
H.B. Barnum mun ræða við for-
ráðamenn Sinfóniuhljómsveitar
Islands meðan hann dvelst hér,
en i lok janúar er ákveðið að
Sinfóniuhljómsveit Islands og
Change haldi sameiginlega
hljómleika i Laugardalshöll til
styrktar Sumargjöf. Munu þetta
verða svokallaðir fjölskyldu-
tónleikar með blönduðu efni við
allra hæfi.
Með Change kom einnig Paul
nokkur Robertsson, vinur og
samstarfsmaður Barnums, og
mun hann athuga aðstæðu allar i
Laugardalshöllinni vegna fyrir-
hugaðra hljómleika.
aðgerðum.
Fundurinn telur ekki hafa verið
um raunverulegan samkomu-
lagsvilja V-Þjóðverja að ræða, og
harmar jafnframt og fordæmir
harölega viðbrögð v-þýzkra
stjórnvalda að hafa forgöngu um
að beita íslendinga grófum
þvingunaraðgerðum. Þá bendir
fundurinn á, að vanda beri sem
mest allan undirbúning að út-
færslu fiskveiðilögsögunnar I 200
milur.
einkað dr. Róbert A. Ottóssyni
—siðbúin afmælisgjöf — en hann
lézt áður en verkð var frumflutt.
DAGMAR SIMONKOVA hóf
pianónám sitt aðeins fimm ára að
aldri i fæðingarborg sinni, Mladá
Boleslav. Arið 1952 vann hún
fyrstu verðlaun i tónlistarkeppni
unglinga I Tékkóslóvakiu, og
aftur ári siðar sömu verðlaun. Að
loknu stúdentsprófi innritaðist
hún á Tónlistarháskólann i Prag,
þar sem Ema Doleslavová var
aðalkennari hennar. Eftir frá-
bæran árangur innritaðist hún
þremur árum seinna i Músikaka-
demiuna og gerðist nemandi próf.
gébé—Reykjavik — óveður
geisaði á Norðurlandi aðfaranótt
sunnudagsins og á sunnudag,
Snjókoma var mjög mikil, og eru
vegir viða ófærir.
Vegir i Húnavatnssýslum eru
aö visu, færir, en um Vatnsskarð
til Skagafjarðar er aðeins fært
stórum bifreiðum. Aætlað var að
moka þar á þriðjudag.
Mjög þungfært er milli Varma-
hliðar og Sauðárkróks, en senni-
lega mun sú leið hafa verið rudd á
mánudag.
Fært er fyrir stórar bifreiðar út
i Fljót, en algjörlega ófært er
þaöan til Siglufjarðar, og beðið er
eftir að veðrið gangi niður, svo
hægt veröi að hefja mokstur.
öxnadalsheiði. er ófær, og i
Eyjafiröi hefur snjóað allmikið,
T.d. er þungfært á milli JDal-
vikur og Akureyrar, og Ólafs-
fjarðarmúli er algjörlega ófær
sökum snjóflóða.
Vaðlaheiði er einnig ófær, en á
mánudag var verið að ryðja
veginn frá Akureyri, til Húsa-
vikur, um Dalsmynni. A mánu-
dag, var veðrið að ganga
niður i Eyjafirði. þótt enn væri
H.B. Barnum, frægur upptöku-
meistari og útsetjari gistir tsland
þessa dagana. Timamynd: G.E.
G$EB$E7 Reykjavik — Aðfara-
nótt laugardagsins fundust a 11-
margir jarðskjálftakippir á
Reykjanesi, og stóðu þeir frá um
miðnætti á laugardag frm á
sunnudagsmorgun.
Að sögn Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings var það um
12:20 aðfaranótt laugardagsins,
sem stöðugir jarðskjálftakippir
fundust fyrst við Reykjanesvita.
Allt að 100 kippir voru svo af og til
fram á sunnudagsmorgun. A
sama tima fundust á Reykja-
vikursvæðinu litilsháttar jarð-
hræringar, og einnig að Villinga-
holti i Flóa.
gébé—Reykjavik — Enn ein
rækjuverksmiðjan er nú að risa
upp við Húnaflóa, en hún er á
Djúpuvik. Þaðan mun þó aðeins
Frantizeks Maxians. Arið 1961
vann hún fyrstu verðlaun i
pianóleik i samkeppni Listahá-
skólans, og árið 1963 voru henni
veitt heiðursverðlaun Listahá-
tiðarinnar i Prag. t hinni alþjóð-
legu pianókeppni I Moskvu árið
1966 vann hún fyrstu verðlaun I
samkeppni kvenpianóleikara.
Siðari árin hefur Dagmar
Simonková haldið hljómleika
viðsvegar um Evrópu og hvar-
vetna hlotið hina ágætustu dóma.
Hún er nú fastráðinn einleikari
við sinfóniuhljómsveitina i
Teplie, auk þess sem hún kennir
pianóleik við Listaháskólann i
Prag.
nokkur snjókoma um miðjan
daginn.
Engar fréttir höfðu Vega-
gerðinni borizt úr Þingeyjar-
gébé — Reykjavik — Knútur
Otterstedt, rafveitustjóri á Akur-
eyri sagði á mánudag, að
skömmtun á rafmagni frá Laxár-
virkjun gæti orðið i nokkra daga
en nokkur truflun er á starfsemi
virkjunarinnar. Skömmtun hófst
á mánudagsmorgun.
Eftir óveðrið, sem geysaði
Norðanlands á sunnudag, varð
truflun á linunni frá Mývatni,
niður að Laxárvirkjun, sem gerði
það að verkum, að virkjunin
framleiðir aðeins um 11-11,5
megavött i stað 21, sem er venju-
leg afkastageta virkjunarinnar
Eldsvoðar
d Suður-
nesjum
Gsal-Rvik. — Slökkvilið Kefla-
vikur var tvivegis kvatt út um
helgina. Frystihúsið Flugfiskur I
Vogum brann til kaldra kola og
eldur kom upp I spennustöð I
Njarðvikum.
Eldsins i frystihúsinu I Vog-
unum varð fyrst vart um klukkan
hálf sex á laugardaginn, og fékk
slökkviliðið litið við ráðið. Brann
húsið til kaldra kola á stuttum
tima. Tjón varð mjög mikið i
brunanum.
Upptök jarðskjálftanna voru
um 60-65 km frá Reykjavik eða
frá stað 5 km út af Reykjanesi og
vestur af Eldey. Stærstu jarð-
skjálftakippirnir mældust 4,5 stig
á Richtermælikvarða.
Frá þvi um klukkan tiu á föstu-
dagsmorgun hafa mælzt i
Reykjavik hátt á annað hundrað
skjálftar. frá áðurnefndu svæði,
en langflestir urðu þeir aðfara-
nótt laugardagsins.
Siðan á sunnudagsmorgun hafa
aðeins mælzt fáeinir smákippir,
sagði Ragnar Stefánsson i gær, og
hafa þeir einnig fundist i Kefla-
vik.
einn bátur fara á rækjuveiðar og
er verksmiðja þessi öll minni i
sniðum en sú, sem er á Blönduósi,
enda hafa hinar rækjuverksmiðj-
urnar við Húnaflóa allar verið til-
búnar að viðurkenna Djúpuvikur-
verksmiðjuna, að sögn Þórðar
Asgeirssonar, skrifstofustjóra
hjá sjávarútvegsráðuneytinu, en
hins vegar ekki Blönduós-verk-
smiðjuna Særúnu hf.
Vélar rækjuverksmiðjunnar á
Djúpuvik voru fyrst reyndar á
mánudag, og verða reyndar
áfram þangað til um miðjan
janúar, en þá er talið að vinnsla
geti hafizt. Aðeins einn bdtur
myndi landa á Djúpuvik, en leyfi
hans mun nú bundið við
Skagaströnd, en báturinn er
aðeins átta tonna. Hefur þegar
verið send umsókn um leyfis-
breytingu fyrir bátinn, en ekki
hefur enn verið tekin ákvörðun
um hvort hún verður veitt.
Eins hefur ekki verið tekin
ákvörðun um, hvort þessi nýja
verksmiðja fær starfsleyfi, en
geta má þess að hún fékk lán hjá
líyggðasjóöi til uppbyggingar og
lelja þvi forráðamenn verksmiðj-
unnar sig hafa rétt til vinnslu.
sýslum, þvi sökum rafmagns-
leysis var mjög erfitt, ef ekki
ómögulegt, að ná simasambandi
þangað.
við góðar aðstæður.
Geirir þetta það að verkum að
rafmagnsskömmtun var tekin
upp þegar á mánudagsmorgun,
og getur hún skipt dögum.
Skömmtunarsvæðin eru fjögur,
og er rafmagn tekið af þeim til
skiptis, tvo tima i senn.
Norðanlands er veðrið nú að
mestu gengiö niður, en að sögn
veðurstofunnar, mun verða
áframhaldandi norðlæg átt og
heldur mun frostið herða, þannig,
að það er ófyrirsjáanlegt hve
lengi skömmtun á rafmagni
verður á svæði Laxárvirkjunnar.
Sambandsstjórnarfundur ASÍ:
Fyrstu samningavidræður
um miðjan desembermánuð
„BLÓMABAÐ" FLUTT í
FYRSTA SINN HÉRLENDIS
— á Sinfóníutónleikum ó fimmtudag
6. REGLULEGU tónleikar
Ófærð á vegum norðanlands
Jarðskjálftahrina
Djúpavík:
NÝ RÆKJUVERKSMIÐJA
— tekin í notkun eftir áramót
Rafmagnsskömmt-
un í nokkra daga?