Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 8
4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Skjár einn má ekki nota enska þuli til að lýsa knattspyrnuleikjum: Skrúfað niður í ensku þulunum SJÓNVARP Útvarpsréttarnefnd beinir því til Íslenska sjónvarps- félagsins, sem rekur Skjá einn, að hætta útsendingum á knatt- spyrnuleikjum sem ekki fylgir tal eða texti á íslensku. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, segir að skrúfað verði niður í ensku þulunum um helg- ina. Óráðið sé hvað gert verði eft- ir helgi. Þorsteinn Gunnarsson, sem starfar sem íþróttafréttamaður á Stöð 2, kærði persónulega Skjá einn til útvarpsréttarnefndar. Í niðurstöðu sinni segir nefndin að útsendingar á leikjunum með ensku tali brjóti í bága við út- varpslög. Í þeim sé skýrt kveðið á um að efni á erlendu máli sem sýnt sé á sjónvarpsstöð skuli fylgja íslenskt tal eða texti. Magnús segir Íslenska sjón- varpsfélagið geta farið með málið fyrir dómstóla en enginn áhugi sé fyrir því. Hann segist vera með ný gögn í málinu sem hann ætli að leggja fyrir útvarpsréttarnefnd í næstu viku og þannig reyna að sannfæra hana um að breyta af- stöðu sinni. - th Áhrifin geta orðið veruleg á 50 árum Vísindamenn hafa kortlagt hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar kunna að hafa á lífríki jarðar. Ef miðað er við rannsóknir á hversu hratt loftslag hlýnar geta áhrifin orðið veruleg um miðja öldina. LOFTSLAGSBREYTINGAR Loftlags- breytingar geta verið farnar að hafa veruleg áhrif á líf manna um miðja öldina ef mið er tekið af skýrslu sem Bill Hare, vís- indamaður við Potsdamstofnun- ina um loftslagsbreytingar, kynnti á loftslagsráðstefnu í Ex- eter. Þar dró hann saman niður- stöður fjölda rannsókna um hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á lífríki og félagslegar aðstæður við ákveðin stig hlýnunar. Hare dró upp dökka mynd á ráðstefnunni. Samkvæmt henni þrengir að viðkvæmum svæðum þegar hitastig jarðar er orðið einni gráðu meira en það var að meðaltali fyrir iðnbyltinguna. Hlýni um tvær gráður verða áhrifin veruleg hvort sem er á dýralíf, gróðurfar eða aðstæður fólks. Útlit er fyrir að Afríka verði verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar, sagði Hare. Heimsálfan er í mikilli áhættu sama hvaða áhrif loftslagsbreytinga eru skoðuð. Hare sagði að vanþróuð lönd ættu sérstaklega á hættu að matvælaskortur og hung- ursneyð ykjust verulega. Hann sagði þróuð ríki betur stödd en að þau gætu engan veginn talist örugg gegn þessari þróun. „Iðnríkin verða að hraða verulega tilraunum sínum til að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreyt- ingar sem hafa mikil áhrif á íbúa Afríku,“ sagði Anthony Nyong, vísindamaður við Há- skólann í Jos í Nígeríu. Hann varaði við því að lofts- lagsbreytingar gætu leitt til aukinnar hættu á flóðum og þurrkum og þannig aukið hættu á farsóttum. brynjolfur@frettabladid.is ALÞINGI Ungir sjálfstæðismenn hvetja forseta Alþingis til að taka til umræðu frumvarp er varðar sölu á léttu áfengi í matvöruverslunum. Í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, SUS, segir að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi ásamt fjórtán þing- mönnum úr Sjálfstæðis- flokki, Samfylkingu, Fram- sóknarflokki og Frjálslynda flokknum lagt fram frum- varp um að einkasala ÁTVR á léttvíni og bjór verði af- numin. Frumvarp af þessu tagi hafi ítrekað verið lagt fram á Alþingi og SUS hafi ítrekað ályktað að afnema beri þessa einkasölu. Því sé skorað á for- seta Alþingis að beita sér í málinu. Guðlaugur Þór telur að stuðning- ur við frumvarpið sé þverpólitískur og aldurstengdur. Ungt fólk, sem hafi búið erlendis, sé vant því að geta keypt léttvín og bjór í versl- unum og sjái ekki sömu hættu í því og andstæðingar frumvarpsins. Einkasala áfengis sé tímaskekkja og í rauninni eigi hún sér bara stað á höfuðborgarsvæðinu. Víðast úti á landi séu verslanir ÁTVR inni í öðr- um verslunum. - ghs Frumvarp um afnám einkasölu áfengis: Þverpólitísk samstaða GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Guðlaugur alþingis- maður fyrir framan nokkrar vínflöskur. Kannski verður í ná- inni framtíð hægt að kaupa svona vín í matvöruverslunum á Íslandi. ENGIN ENSK LÝSING Leikirnir sem Skjár einn ætlaði að sýna um helgina með enskum þulum verða sendir út án lýsingar. MATAST Í MALAVÍ Loftslagsbreytingar geta leitt til þess að milljarðar einstaklinga standi frammi fyrir matar- eða vatnsskorti samkvæmt nýrri skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga. Svona getur farið ef úttekt Hare á áhrifum hlýnunar og áætlanir um hraða hlýnunar reynist rétt. Um 2030 Þrengir að einstökum vistkerfum. Matarframleiðsla minnkar í sumum þró- unarlöndum. Vatnsskortur versnar í sumum þróunar- löndum. Um 2050 Mikil bráðnun Norðurskautsíshellunnar ógnar ísbjörnum og rostungum. Kóralrif kunna að deyja. Tíðari skógareldar og skordýraplágur við Miðjarðarhaf. Ár í Bandaríkjunum verða of heitar fyrir lax og silung. Gróðurtegundum fækkar í Fynbos í Suður- Afríku og háfjallahéruðum Evrópu og Asíu. Skógar í Kína byrja að deyja. Aukin hætta á útrýmingu viðkvæmra teg- unda í Ástralíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Hungurvofan ógnar fleirum en áður. Einn og hálfur milljarður manna stendur frammi fyrir vatnsskorti. Landsframleiðsla sumra þróunarríkja minnkar umtalsvert. Eftir 2050 Regnskógarnir við Amazonfljótið byrja að deyja svo ekki verður aftur snúið. Kóralrif eyðast um allan heim. Alpaflóra í Evrópu, Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi hverfur. Fjöldi gróðurtegunda verður útdauður. Gróðursæld Karoo í Suður-Afríku verður að auðn og bróðurpartur tegunda í Fyn- bos hverfur. Miklu mun fleiri eiga hungursneyð á hættu, 5,5 milljarðar búa á svæðum þar sem uppskera dregst mjög saman. Þrír milljarðar eiga vatnsskort á hættu. Eftir 2070 Norðurskautsíshellan hverfur. Ísbirnir og rostungar deyja að líkindum út. Vatnsskortur eykst. Stór landsvæði henta ekki lengur til mat- vælaframleiðslu. Landsframleiðsla minnkar mikið á heims- vísu. Heimild: Áhrif eru samkvæmt skýrslu Bill Hare. Tímasetningar eru fengnar úr frétt The Independent og byggja á annarri rannsókn. HUGSANLEG ÁHRIF OG TÍMASETNINGAR 08-09 3.2.2005 22.23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.