Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 32
Gráta ekki Gunnlaug Straumur fjárfestingarbanki heldur aðalfund í dag. Úr stjórn fara Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Orri Hauksson. Gunnlaugur er stjórnarformaður Trygg- ingamiðstöðvarinnar og getur því ekki verið á báðum stöðum. Það er hin opinbera skýring á brottför hans úr stjórn Straums og hin rétta skýring. Hitt er ekki jafn víst að allir stærstu hluthafarnir innan Straums gráti mikið brottför hans. Núningur hefur verið á milli manna og hefur sumum í hluthafahópnum þótt Gunnlaugur Sævar horfa fremur til pólitískra hags- muna en viðskiptahagsmuna. Upp úr sauð þegar reynt var að fá Straum til að kaupa í Skjá einum. Gunnlaugi mislíkaði að Straumur skyldi ekki styðja sig við þau kaup. Svar Straums var afdráttarlaust að kaupin á enska boltanum og Skjá einum samræmdust ekki fjárfestingar- stefnu fyrirtækisins. Kátir með Carnegie Sænska verðbréfafyrirtækið Carnegie sem Burðar- ás á fimmtungshlut í hækkaði á markaði í gær eftir gott uppgjör. Fjárfesting Burðaráss virðist því hafa verið vel tímasett. Carnegie var valið fjárfest- ingarbanki ársins á Norðurlöndum af Financial News og skaut þar mörgum þekktum alþjóðleg- um fjármálafyrirtækjum á bak við sig. Verðbréfa- stofan hefur verið umboðsaðili Carnegie hér á landi og þykir sjálfsagt ekki skemmtilegt að Landsbankamenn með Björgólf Thor í fararbroddi séu að ná sterkri stöðu hjá Carnegie. Verðmæti Carnegie byggir mikið á viðskiptavild og þekkingu starfsmanna og því þarf að ríkja ein- hugur milli eigenda og lykilstarfsmanna. Ekki er ólíklegt að Burðarás auki hlut sinn í Carnegie, en fregnir berast af því að Burðarás sé iðið við kaup á sænskum krónum þessa dagana. Fleiri fyrirtæki eru á sænskum matseðli Burðaráss og því ekki hægt að fullyrða að sænsku krónurnar verði not- aðar til kaupa á bréfum í Carnegie. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.739 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 464 Velta: 6.670 milljónir +1,27% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Aðeins eitt félag í Úrvals- vísitölunni lækkaði í Kaup- höllinni í gær. Tvö stóðu í stað en tólf hækkuðu í verði. Hagnaður Jarðboranna í fyrra nam 431,7 milljónum króna. Þetta er 92 prósenta hækkun frá árinu 2003. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s staðfesti í gær láns- hæfismat á Landsbankanum og lét í ljós þá skoðun að láns- hæfismatið gæti batnað á næstu misserum. Samdráttur virðsit framund- an í fjárfestingum fyrirtækja. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök Atvinnulífsins gerðu í janúar. 20 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Greiningardeild Íslands- banka telur líkur á að krónan muni lækka hratt fyrir lok stóriðjufram- kvæmda. Skuldir heim- ila og fyrirtækja hækka og kaupmáttur rýrnar gangi spáin eftir. Verð- bólguskot mun fylgja í kjölfar falls krónunnar. Krónan er við það að ná hámarks- styrk sínum og fyrirsjáanleg er veruleg leiðrétting á gengi henn- ar áður en stóriðjuframkvæmd- um lýkur. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka á stöðu krónunnar og nánustu framtíð. Greining Ís- landsbanka býst við að lækkunin verði á bilinu 20 til 25 prósent. Verði þetta niðurstaðan má búast við verðbólguskoti í kjölfarið og gerir Íslandsbanki ráð fyrir að ársverðbólga fari árið 2006 um skamma hríð í átta til níu prósent, svipað og gerðist í ársbyrjun 2002. Það er nánast tvöföld þol- mörk Seðlabankans. Ingólfur Bender, forstöðumað- ur Greiningar Íslandsbanka, og Ingvar Arnarson hagfræðingur kynntu skýrslu deildarinnnar um gengi krónunnar. Þeir segja krón- una ofmetna og leiðrétting sé rök- rétt skref. „Það er í raun ómögu- legt að segja hvenær það gerist nákvæmlega,“ segir Ingólfur Bender. „Við teljum hins vegar nánast öruggt að það gerist áður en stóriðjuframkvæmdum lýkur.“ Hann segir líklegt að þegar lækk- unarferlið fari af stað þá muni það gerast hratt. Hann segir gengi krónunnar nú hvorki sam- rýmast innri né ytri mælikvörð- um hagkerfisins. Frekari styrk- ing krónunnar í bráð sé ekki úti- lokuð, en hún verði varla mjög mikil. Greining Íslandsbanka telur líkur á því að lækkun krónunnar verði meiri en efni standa til þeg- ar hún fer af stað og spá því að gengisvísitalan fari í 140 stig um mitt ár 2006. Krónan muni svo finna nýtt jafnvægi í gengisvísi- tölu á bilinu 130 til 135 árið 2007 og hagkerfið nái jafnvægi á ný. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka eru ekki sammála um hvert hið nýja jafnvægi krón- unnar verður. Landsbankinn telur að krónan verði sterkari til lengd- ar og jafnvægið verði nálægt gengisvísitölu í 120. Ingvar segir slíka lækkun á borð við þá sem Íslandsbanki spáir ekki verða sársaukalausa og hún muni hafa víðtæk áhrif. „Hagkerf- ið virðist betur undir gengislækk- un búið en þegar gengið lækkaði eftir síðustu uppsveiflu. Hagkerfið er fjölþættara og sveigjanlegra, markaðir virkari og fyrirtækin stöndugri og alþjóðlegri.“ Hann segir að fremur beri að líta á geng- islækkunina sem aðlögun að lang- tímajafnvægi eftir umfangsmestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru mun meiri en eignir og því mun hrein skuldastaða aukast við gengislækkun. Lækkunin mun einnig hafa áhrif á eigna- markaði. Kaupmáttur muni rýrna og leiða af sér minni eftir- spurn á íbúðamarkaði með til- heyrandi áhrifum á fasteigna- verð. Gengislækkunin mun hækka erlendar skuldir heimil- anna fyrst, en í beinu framhaldi mun verðbólgan sjá um að hækka þær innlendu sem flestar eru verðtryggðar. Lækkun krónunnar mun hins vegar hafa góð áhrif á fyrirtæki sem flytja út vörur og þjónustu og þær sem keppa við innfluttar vörur. Gengi krónunnar veiktist í gær um 0,91 prósent sem er tals- verð lækkun á einum degi. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,90 +0,25% ... Atorka 6,30 +2,44% ... Bakkavör 25,30 +2,85% ... Burðarás 13,25 +2,32% ... Flug- leiðir 14,00 +1,82% ... Íslandsbanki 11,95 +0,42% ... KB banki 508,00 +1,80% ... Kögun 46,50 +0,43% ... Landsbankinn 14,35 +0,70% ... Mar- el 52,00 -0,95% ... Medcare 5,95 +0,68% ... Og fjarskipti 3,72 +0,54% ... Samherji 11,35 – ... Straumur 10,40 +0,97% ... Össur 83,50 +0,60% Krónan gæti fallið hratt Þormóður rammi 4,29% Bakkavör 2,85% Síminn 2,44% Hampiðjan -14,29% Marel -0,95% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is OFMETIN KRÓNA Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir óhjá- kvæmilegt að krónan muni falla. Hvenær og hvernig er erfitt að spá, en Íslandsbanki væntir þess að það muni gerast vel fyrir lok stóriðjuframkvæmda og líkur séu á því að að- lögun krónunnar verði hröð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KB banki fjármagnar KB banki fjármagnar kaup versl- anakeðjunnar Shoe Studio á annarri breskri verslunarkeðju, Rubicon. Verð Rubicon í viðskipt- unum var 140 milljónir sterl- ingspunda, sem samsvarar um 16,8 milljörðum króna. Shoe Studio er að stærstum hluta í eigu Donald McCarthy og annarra stjórnenda en Baugur Group á þrjátíu prósent í fyrirtæk- inu. Með sameiningu Shoe Studio og Rubicon verður til ein stærsta tískuvörukeðja Bretlands og er talið að árlegar rekstrartekjur muni nema um sextíu milljörðum íslenskra króna. - þk Flugleiðir fljúga hæst allra í Kauphöll Íslands um þessar mundir. Greiningardeild Íslandsbanka gaf í gær út nýtt verðmat á Flug- leiðir. Að mati greiningardeild- arinnar eru Flugleiðir 35,1 millj- arðs króna virði. Síðast þegar Ís- landsbanki lagði mat á Flugleið- ir, í júní 2003, var niðurstaðan að félagið væri 9,7 milljarða virði. Að mati greiningardeildar- innar hefur verðmæti Flugleiða því ríflega þrefaldast á aðeins einu og hálfu ári. Að sögn Jónas- ar G. Friðþjófssonar, sérfræð- ings í greiningardeild Íslands- banka, hafa rekstrarhorfur fé- lagsins batnað mikið auk þess sem ávöxtunarkrafa á markaði hafi lækkað frá því að félagið var síðast greint. Gengi bréfa í Flugleiðum hef- ur hækkað langmest allra bréfa í Kauphöll Íslands það sem af er ári. Verð hlutabréfa í lok við- skipta í gær var 14,0 en að mati Íslandsbanka gefur reksturinn tilefni til að hlutabréfaverðið sé 13,9. Í upphafi árs var gengi bréfanna 9,8. Hækkunin það sem af er ári er því 42,1 prósent. Hagræðingaraðgerðir Flug- leiða haustið 2001 virðast að mati Jónasar hafa skilað Flug- leiðum varanlegum rekstrar- bata, enda var árið 2002 hið besta í sögu félagsins þrátt fyrir áfallið sem flugfélög urðu fyrir í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum haustið 2001. - þk Verðmætið sagt hafa þrefaldast FART Á FLUGLEIÐUM Hlutabréf í Flug- leiðum rjúka upp á markaði og í gær gaf greiningardeild Íslandsbanka út nýtt verð- mat á félagið sem gefur til kynna að inni- stæða sé fyrir hækkuninni. 32-33 (20-21) viðskipti 3.2.2005 22.05 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.