Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 12
KULDAKAST Í GRIKKLANDI Grikkir kappklæðast þessa dagana enda ger- ir frost og rok þeim lífið leitt. Frostið fór í ell- efu gráður í Þessalóníku þar sem þessi kona gengur fram hjá styttu af Alexander mikla. 12 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Uppgangurinn á Austurlandi: Bryggjuhverfi á Eskifirði BYGGINGARHUGMYNDIR Bæjaryfir- völd í Fjarðabyggð eru að skoða hugmynd um að fylla hluta Mjó- eyrarvíkur, utan við byggðina á Eskifirði, og byggja þar upp bryggjuhverfi. Samkvæmt skipu- lagi eru engar lóðir á þessu svæði en þrátt fyrir það hafa borist fyr- irspurnir um lóðir. Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, segir að tiltölulega fáir byggingarkostir séu á Eskifirði. „Það er skipulagt byggingarland inni í dal, fyrir botni fjarðarins, en utar er lítið landrými til byggingarfram- kvæmda og það er meðal annars þess vegna sem verið er að skoða þessa hugmynd.“ Samkvæmt hugmyndinni verða til 40 byggingarlóðir með því að fylla upp í hluta Mjóeyrar- víkur. Heildarlengd gatna verður um 570 metrar og gróflega áætl- aður kostnaður um 140 milljónir króna. Á móti þeim kostnaði koma gatnagerðargjöld upp á um 50 milljónir króna. Áður en af fram- kvæmdum getur orðið þarf að gera hættumat vegna ofanflóða fyrir svæðið, aflétta strandvernd og breyta aðalskipulagi. - kk Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um viljuga líffæragjafa er eitt af því sem landlæknir vill koma á fót fyrr en síðar. Unnið er að gerð sérstakrar líknarskrár, sem meðal annars tekur til líffæragjafa. Landlæknir segir þörfina fyrir líffæragjafa fara vaxandi. HEILBRIGÐISMÁL Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlækn- isembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar land- læknis. „Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa,“ sagði Sigurður. „Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmis- bælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma.“ Landlæknir lagði áherslu á að til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið not- uð. Auk hugmyndar um gagna- grunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknar- skrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ætt- ingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfir- lýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason, sérfræð- ingur á gjörgæsludeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úr- skurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992-2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu líffæra- gjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun líffæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslend- ingar væru í samvinnu við nor- ræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerð- ur um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Ís- lendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líf- færaígræðslur og líffæragjafir einnig. -jss@frettabladid.is BRUGÐIÐ Á LEIK Leikfélagið M.A.S., sem samanstendur af strákum úr Ásgarði, sýndi brot úr leikverk- um sínum. Vinnustofan Tjaldur: Sameinast Ásgarði STARFSEMI Vinnustofan Tjaldur sem starfrækt var í Tjaldanesi frá árinu 1998 til 2004 er flutt í Ás- garð handverkstæði sem er verndaður vinnustaður fyrir fatl- aða. Skrifað var undir samning vegna flutningsins í gær. Starfsemi Ásgarðs hefur blómstrað á þeim tólf árum sem hún hefur verið í gangi. Í Ásgarði starfa 31 fatlaðir starfsmenn við smíðar á leikföngum og skyldum munum úr tré auk nýrra verkefna frá vinnustofunni Tjaldi. Menn- ingarstarfsemi blómstrar í Ás- garði og er þar margt gert til að fjörga andann meðal annars feng- ist við söng og leiklist. - th SAMRÆMT TÖLVUKERFI Tækni- deild Lögreglunnar hefur að und- anförnu verið að setja upp sam- ræmt tölvukerfi þannig að allir lögreglumenn sitji við sama borð varðandi dagbók og annað þess háttar frá 1. febrúar. Einhverjir tækniörðugleikar hafa komið upp en nú er búið að yfirstíga þá. STRAUMHNÚTUR BRAUT GLUGGA Slys varð um borð í dráttarbátn- um Magna í Hvalfirði í fyrradag. Báturinn hafði verið notaður við að aðstoða Goðafoss að bryggju og var á leið út Hvalfjörðinn þeg- ar straumhnútur kom og braut glugga í stýrishúsi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Þú hitar bílinn áður en þú ferð út í kuldann og þarft aldrei að skafa! SVO ÓTRÚLEGA NOTALEGT! Bíldshöfða 16 | 567 2330 Bílasmiðurinn hfKveikt er á hitaranum með: fjarstýringu gsm síma eða klukku Átta Íslendingar á ári, að með- altali, hafa verið á biðlista eftir nálíffærum (líffærum úr látnu fólki) á árabilinu 1992-2002, að sögn Sigurbergs Kárasonar sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkra- húss. Á sama tíma hafa þeir fengið 3 ígræðslur á ári að meðaltali. Hins vegar hafa þeir gefið 10 líffæri á ári. Fjöldi líf- færagjafa héðan hefur ríflega samsvarað þeirri þörf sem fyr- ir hendi er hér á landi, eins og tölurnar sýna. Biðlistarnir hér endurspegla þá þörf sem er á líffærum hjá erlendum sam- starfsaðilum, að sögn Sigur- bergs. - jss Átta manns á biðlista LÍFFÆRAÍGRÆÐSLUR Nú er hægt að flytja fleiri líffæri heldur en áður og má þar nefna smáþarma. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Segir mikilvægt að fram fari opin og jákvæð umræða um líffæra- gjafir, svo og aukin fræðsla. MJÓEYRARVÍK VIÐ ESKIFJÖRÐ Eitt íbúðarhús stendur á Mjóeyri en gert er ráð fyrir 40 nýjum bygging- arlóðum á landfyllingu í víkinni. 12-13 3.2.2005 22.44 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.