Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 14
14 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Leitað að vopnum á gestum de Palace Enginn fer inn á skemmtistaðinn de Palace í miðbænum nema undirgangast vopnaleit. Hnífar hafa fundist á gestum. Flestir taka leitinni vel. Konur reyna að smygla inn víni. Gestir skemmtistaðarins de Palace í Hafnarstræti í Reykjavík þurfa að gangast undir vopnaleit áður en þeim er hleypt inn á staðinn. „Ja, Reykjavík er bara orðin svona,“ segir Einar Marteinsson eigandi staðarins sem hann og kona hans, Thalithya, opnuðu fyrir tæpu ári. „Við leitum á öllum, bæði að vopn- um og áfengi. Þetta er gert til að halda gestum eins öruggum og hægt er.“ Einar segir það gerast annað slagið að vopn finnist á fólki. „Það eru þá aðallega einhverjir smáhnífar og annað smotterí.“ Hann rifjar líka upp að í sumar- byrjun í fyrra hafi maður komist inn sem svo kom í ljós að bar á sér talsvert af vopnum. „Hann var með öxi, tvo eða þrjá hnífa, dúka- hníf og nokkur skrúfjárn. Hann gerði nú ekkert af sér en við hringdum í lögregluna og létum fjarlægja hann,“ segir Einar og vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef æði rynni á þannig búinn mann. „Þetta vakti okkur til umhugsunar. Þegar fólk fer út að skemmta sér vill það ekki þurfa að spá í hvort maðurinn sem stendur við hlið þess geti hugsanlega verið vopnað- ur,“ segir hann og nefnir hrylling- inn sem varð á skemmtistaðnum A Hansen í Hafnarfirði þar sem maður veittist að öðrum með öxi. Einar bendir á að vopnaleit tíðk- ist á öllum stórhljómleikum sem haldnir eru í Laugardalshöll og öðrum slíkum húsum. Þá sé þetta alsiða á klúbbum og danshúsum í útlöndum. „Þar ganga gestir meira að segja í gegnum málmleitarhlið en það er kannski aðeins of mikið af því góða hér.“ Auk vopnaleitar- innar skemmta gestir de Palace sér undir vökulum augum eftirlits- myndavéla en slík tól eru víða á skemmtistöðum á Íslandi. Þeir sem sækja de Palace taka því jafnan vel að á þeim sé leitað, sérstaklega ef málin eru útskýrð. „Þá finnst fólki þetta bara gott og sniðugt.“ Karlar leita á körlum og konur á konum. Karlar hafa borið þá hnífa sem hafa fundist en að sögn Einars reyna konur oft að smygla inn áfengi, sem einnig er illa séð. Og hvort tveggja er gert upptækt. „Við erum ekki með fata- hengi fyrir hnífa,“ segir Einar og finnst miður að þurfa að vakta gesti sína með þessum hætti. „Það er rosalega leiðinlegt að segja það en Reykjavík er orðin eins og lítil stórborg.“ bjorn@frettabladid.is SKOÐUN HEIMILISLÆKNIS KOSTAR 700 KRÓNUR Börn, elli- og örorkulífeyrisþegar greiða 350. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Ekki hið minnsta,“ svarar Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, spurð hvort hún sjái eftir að hafa sagt sig frá pólitískum störfum R-listans fyrir næstum einu og hálfu ári. „Ég tók mér það góðan tíma í að taka ákvörðunina og hafði fyrir því svo góð- ar ástæður að ég sé ekki eftir neinu. Þetta var ekki hvatvís heldur yfirveguð ákvörðun og maður sér síður eftir þeim.“ Steinunn Birna saknar þess ekki að vera ekki lengur á pólitíska sviðinu en viður- kennir að hún vilji breyta mörgu. Og margt í menningarmálunum mætti fara betur. „Ég er mjög kvíðin gagnvart ýmsu, til dæmis framtíð tónlistarkennslu.“ Steinunn Birna sér þó ljós í myrkrinu og nefnir Tónlistar- þróunarsjóðinn sem menntamálaráðherra stofnaði til og eins merkir hún ákveðna hugarfarsbreytingu til tónlistarfólks og ann- arra listamanna. „Það hefur alltaf verið litið á tónlistarfólk og listafólk almennt sem hinar mestu afætur en nú er að koma í ljós að tónlist fylgja mikil verðmæti fyrir þjóðar- búið og það mun hafa góð áhrif á fram- þróunina. En því miður er ekki hægt að segja það sama um stefnu borgarinnar,“ segir hún. Meðal ástæðna þess að Steinunn Birna sagði af sér voru áform borgaryfirvalda um að heimila niðurrif Austurbæjarbíós við Snorrabraut. Frá þeim áformum hefur verið horfið og vitaskuld gleðst hún yfir því. „Þú hefur ekki hugmynd um hvað ég er glöð,“ segir hún og hlær. Steinunn Birna hefur í nægu að snúast í tónlistinni en hún er í fremstu röð íslenskra píanóleikara. „Eftir þessa reynslu segi ég; það er betra að vera í eftirspurn en fram- boði. Og meðan það er eftirspurn eftir mér sem píanóleikara þá held ég mig við það.“ Eftirspurn betri en framboð EFTIRMÁL – STEINUNN BIRNA HÆTTI Í PÓLITÍKINNI „Mér finnst íslensku tónlistarverðlaunin gott framtak fyrir íslenskt tónlistarlíf,“ segir Sindri Snær Jensson, gjaldkeri í nemendafélagi Fjölbrautaskólans við Ármúla. „Mugison er mjög góður,“ segir Sindri um fjögra flokka sigur tónlistarmanns- ins á hátíðinni. „Ég á enga diska með honum en hef heyrt lögin hans,“ segir Sindri: „Það er búið að hlaða fullt af lofi á Mugison og hann er þessi feimni, hlé- drægi gaur sem er í sviðsljósinu, sem er skemmtilegt. Hann hefur mikla hæfileika,“ segir Sindri sem var við undirbúning söngvarakeppni nem- endafélagsins í Austurbæ í gær. Sindri er þó ekki alveg viss um val á söngvara ársinsins, en þann titil hlaut Páll Rósinkrans: „Um hver jól gefur hann út tíu laga disk með lögum sem hann „coverar“. Páll er fínn söngvari en hann er kom- inn svolítið út af sporinu. Það hefði heldur átt að henda fimmtu verðlaun- unum á Mugison.“ Sindri segir frábært að Hjálmar hafi hlotið verðlaun fyrir rokkplötu ársins. „Þeir eiga þetta fyllilega skilið þó skil- greiningin sé skrítin. Ég hef hlustað á diskinn þeirra sem er mjög góður. Hvort sem þeir hafi hlotið verðlaun í rokk eða reggae flokki þá hefðu þeir átt það skilið.“ Sindri segist ekki fullkomlega sáttur við val á hljómplötu ársins, en verðlaunin komu í hlut Ellenar Kristjánsdóttur fyrir Sálma: „Mamma hlustar mikið á þessa plötu og sofnar út frá henni. Diskurinn er mjög róandi en mér finnst þetta ekki vera hljómplata ársins.“ Hann hafi enga hugmynd um hvaða plötu hann hafi heldur viljað sjá. SINDRI SNÆR JENSSON Mugison hlaðinn lofi ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN SJÓNARHÓLL Aðalfundahrina stórfyrirtækjanna að hefjast: Nordica vinsælast en menningin sækir á Fimm af fyrirtækjunum fimmtán sem mynda úrvalsvísitölu Kaup- hallarinnar halda aðalfundi sína þetta árið á Nordica hótelinu. Þrjú kjósa Grand hótel, eitt Hótel Sögu, fjögur halda á vit menningarinnar og funda í söfnum og listasölum og tvö fyrirtæki halda sinn fund í eigin húsnæði. Níu fyrirtæki halda sína aðal- fundi í salarkynnum hótela. At- orka, Flugleiðir, Íslandsbanki, Landsbankinn og Straumur stefna hluthöfum sínum í sali Nordica hótelsins við Suðurlands- braut. Þar þykir aðstaða góð enda hótelið nýlegt og búnaður líka. Burðar- ás, Kögun og Össur verða hins vegar á Grand hóteli við Sigtún og halda þar í hefðir. OgVodafone fer svo í Vesturbæinn, á Hótel Sögu. Menningarsetur ýmisskonar eru vinsælir staðir til aðalfunda- starfa og velja fjögur fyrirtækj- anna fimmtán að halda sína fundi á slíkum bæjum. Actavis verður í Listasafni Íslands og fer ágætlega á því þar sem fyrirtækið er helsti stuðningsaðili safnsins. Aðalfund- ur Bakkavarar verður að öllum lík- indum í Þjóðminjasafninu, KB banki heldur sinn fund í Salnum í Kópavogi og Samherji í Ketilhús- inu á Akureyri. Marel og Medcare Flaga halda hins vegar sína fundi í höfuðstöðv- um sínum, Marel í Austurhrauni í Garðabæ og Medcare Flaga í Síðu- múlanum í Reykjavík. Aðalfundir eru jafnan afar formlegar samkomur og sjaldnast miklir átakafundir. Gestir mæta í sínu fínasta pússi, fá ársskýrsluna í hendur og hlýða á helstu stjórn- endur útlista afkomu síðasta árs og framtíðarstefnu fyrir- tækisins. -bþs Arndal Árdal Barðdal Bergdal Blöndal Breiðdal Bryndal Eydal Fossdal Geirdal Gröndal Hafdal Haukdal Heiðdal Hraundal Hvanndal Kaldal Laxdal Laufdal Laugdal Líndal Mýrdal Nordal Reykdal Reyndal Skjóldal Snædal Stardal Steindal Vatnsdal MEÐAL DALA Í NÖFNUM FÓLKS Mannanöfn: Yfir þrjátíu dalir í síma- skránni Fjöldi landsmanna er kenndur við dali af ýmsu tagi og er það líkast til algengasta ending íslenskra ættarnafna. Lausleg athugun leið- ir í ljós að Blöndal nafnið sé al- gengast og skipta þeir hundruðum sem það bera. Nóg er að líta til svokallaðs þjóðþekkts fólks til að sjá hve algengt Blöndals-nafnið er. Koma þar þingmennirnir Hall- dór og Pétur upp í hugann, tónlist- arsystkinin Magga Stína og Sölvi og fjölmiðlafólkið Auðunn og Margrét. Bryndal og Steindal eru svo á hinum enda kortsins, örfáir bera þessi nöfn. Einstaka Íslendingur ber svo bara Dal og er þar rithöf- undurinn Gunnar hvað þekktast- ur. Ættarnöfn eru annars fátíð hér á landi, langflestir Íslendingar kenna sig við föður sinn. Fyrir um tvö hundruð árum fór að bera verulega á upptöku ættar- nafna og komst í raun í tísku. Fór það fyrir brjóstið á mörgum og meðal annars var reynt að hindra ættarnafnaæðið með lögum. Í dag er heimilt að taka upp ættarnafn að því gefnu að hefð sé fyrir í landinu. Upptaka nýrra ættar- nafna er á hinn bóginn ólögmæt. - bþs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EINAR MARTEINSSON VEITINGAMAÐUR „Við leitum á öllum, bæði að vopnum og áfengi. Þetta er gert til að halda gestum eins öruggum og hægt er.“ SNJÓKASTALAKEPPNI Slóvenar reyndu með sér í snjókastalakeppni á dögunum. 103 lið tóku þátt í keppninni sem haldin var þrettánda árið í röð. M YN D /A P 14-15 (24 klst) 3.2.2005 18:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.