Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 18
„Já, þetta eru gríðarleg tímamót,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson leikari og hló þegar hann var í gær minntur á afmælisdaginn. „Þetta er mikilvægur tími í lífi hvers manns,“ bætti hann við og kvaðst, í tilefni tímamótanna, fús til að upplýsa lesendur um hvað hann væri að bardúsa þessa dagana. „Ég er í ýmsum verkefnum. Ég starfa á auglýsingastofunni NM, sem áður hét Nonni og Manni, og svo er ég að skrifa bíómynd á morgnana með vini mínum. Nú, svo fer ég á kvöldin, skemmti fólki og held uppi fjöri. Þess á milli ligg ég bara meðvitundarlaus.“ Þorsteinn vildi stíga varlega til jarðar í umtali um kvikmyndina sem hann vinnur að, en upplýsti þó að hann ynni í félagi við Róbert Douglas kvikmyndaleikstjóra að fyrsta uppkasti að handriti nýrrar myndar. „Ég get lítið sagt um það annað en myndin verður gaman- mynd og skemmtileg sem slík. Kannski verður hún að raunveru- leika, en oft er það nú þannig að maður eyðir miklum tíma í verk- efni sem ekkert verður svo úr. Þannig að það er nú svolítið happ- drætti.“ Þá segist Þorsteinn gera mis- mikið af því að troða upp sem uppistandari. „Maður fer í fyrir- tæki, skóla og svoleiðis, svona eft- ir því sem maður nennir. Maður reynir að hafa þetta passlega mik- ið, bæði til að hafa gaman af því sjálfur og svo er þetta jú lítið land og ekki hægt að blóðmjólka fólk.“ Hann segist hafa mismikið fyrir því að koma fólki til að hlæja, það fari eftir hópnum sem verið er að skemmta. Óþægilegra segir hann vera að lenda í að hlegið sé að hon- um þar sem hann er alls ekki að reyna að vera fyndinn. „Það kom fyrir um daginn á vídeóleigunni. Ég hélt að maðurinn væri með astma. Hann var alltaf að snúa sér undan og taka andköf þar sem ég stóð og ætlaði að kaupa bland í poka fyrir fjölskylduna. Það gekk hins vegar frekar illa,“ sagði Þor- steinn, en bætti við að alla jafna félli hann nú samt nokkuð auðveld- lega inn í fjöldann. „Það er mér nú svona eðlislægara.“ ■ 18 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Wladziu Valentino Liberace (1919-1987) lést þennan dag. Uppskar hlátur í sjoppunni TÍMAMÓT: 38 ÁRA MEÐ HANDRIT Í SMÍÐUM „Fólk getur fengið annaðhvort upprisuna eða Liberace, ekki bæði.“ - Skemmtikrafturinn Liberace sem þekktur var fyrir glys og skart var mennt- aður í klassískum píanóleik. Hann skipti svo yfir í popp og var vinsæll í sjónvarpi í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum. Síðari hluta ferilsins skemmti hann í Las Vegas. Sambýlismaður Liberaces lögsótti hann árið 1982 og fór fram á framfærslueyri, en málinu var vísað frá þegar sættir náðust. Liberace, sem lést úr alnæmi, neitaði því ávallt að vera hommi. timamot@frettabladid.is FÆDDUST ÞENNAN DAG 1871 Friedrich Ebert, forseti Þýskalands 1881 Fernand Leger, listmálari 1902 Charles A. Lindbergh, flugfrömuður 1947 Dan Quayle, 44. varaforseti Bandaríkjanna 1948 Alice Cooper, rokkari 1962 Clint Black, sveitasöngvari 1973 Oscar De La Hoya, hnefaleikakappi 1975 Natalie Imbruglia, söng- kona LEIKARINN VIÐ HÖFÐA Þorsteinn Guðmundsson á afmæli í dag og er 38 ára. Þennan dag árið 1961 hófu sam- tökin MPLA frelsisbaráttu í Afríku- ríkinu Angóla, sem þá var stjórnað af Portúgal. MPLA stendur fyrir Movimento Popular de Libertacao de Angola, eða Alþýðusamtök um frelsun Angóla, en þau voru stofn- uð árið 1956. Þegar Angóla hlaut sjálfstæði árið 1975 hófst mikil valdabárátta í landinu og út braust borgarastyrj- öld þar sem helst tókust á MPLA og Unita-hreyfingin. Í landinu geis- aði borgarastyrjöld með hléum um áratuga skeið, í raun allt til hausts- ins 2002 þegar Jonas Savimbi, stofnandi Unita, lést í skotbardaga við stjórnarherinn. Unita-hreyfingin naut framan af stuðnings stjórnar Suður-Afríku í valdatíð hvíta minnihlutans og einnig Bandaríkjanna, meðan MPLA naut stuðnings Kúbu. Bæði Kúba og Suður-Afríka sendu herlið til að berjast með sínu fólki en MPLA náði fljótlega yfirhöndinni. Árið 1988 náðu Kúba og Suður- Afríka samkomulagi um að draga herlið sín frá Angóla. Kúba studdi við bakið á MPLA fyrir þær sakir að samtökin byggðu á þeim tíma á marx-lenínískri hugmyndafræði, en svo virðist sem Bandaríkin hafi fylkt sér með Unita og hvíta minnihlut- anum í Suður-Afríku til að vera á öndverðum meiði við Kúbu. Talið er að allt að ein og hálf milljón hafi látist í borgarastyrjöldinni í Angóla og fjórar milljónir þurft að flýja heimili sín. Kosningar í Angóla verða næst haldnar árið 2006. 4. FEBRÚAR 1961 Afríkuríkið Angóla var um áratuga skeið plagað af borgarastyrjöld og margir íbúarnir búa við sára fátækt. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1783 Bretland lýsir yfir að látið skuli af hernaði gegn fyrr- verandi nýlendu landsins, Bandaríkjum Norður-Amer- íku. 1938 Hitler tekur við ráðherra- embætti stríðsmála í Þýskalandi og útnefnir Joachim von Ribbentrop utanríkisráðherra. 1898 Hér eru staðfest lög um „aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum“ og flutn- ing á spítala. 1947 Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar tekur við völdum. Hún sat í tæp þrjú ár. 1968 Fárviðri gengur yfir Vest- firði. Heiðrún II frá Bolung- arvík fórst með sex mönn- um. Nítján farast með breskum togara, einn kemst af eftir hrakningar. MPLA hóf frelsisbaráttu í Angóla Okkar kæra Sigurbjörg Guðjónsdóttir lést að Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 29. jan. sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 4. feb. kl. 13.00. Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Helga Guðjónsdóttir. Elskulegur faðir okkar, Viggó Emil Magnússon slökkviliðsmaður og húsasmiðameistari, Heiðarási 4, lést á heimili sínu mánudaginn 24. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Berglind Fríða Viggósdóttir Sæunn Svanhvít Viggósdóttir. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 AFMÆLI Hörður Ágústsson listmálari er 83 ára í dag. Níels Hafstein, safnstjóri Safnasafninu Svalbarðs- strönd, er 58 ára í dag. Hjalti Hugason guðfræðipró- fessor er 53 ára í dag. Auðunn Atlason sendiráðsritari er 34 ára í dag. Elfar Logi Hannesson leikari er 34 ára í dag. Heiðmar Vilhjálmur Felix- son handboltakappi er 28 ára í dag. Óli Gneisti Sóleyjarson, bar- áttumaður og nemi, er 26 ára í dag. ANDLÁT Þorbjörg Árnadóttir, frá Raufarhöfn, lést þriðjudaginn 25. janúar. Valgerður Halldórsdóttir, Kleppsvegi 142, Reykjavík, lést laugardaginn 29. janúar. Stefán Ásbjarnarson, frá Guðmundar- stöðum, Vopnafirði, lést mánudaginn 31. janúar. Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Brautar- landi 19, Reykjavík, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Guðbjörg Guðmundsdóttir, frá Stóru- Drageyri, Grettisgötu 26, lést þriðjudag- inn 1. febrúar. Júlíana Jónsdóttir (Júlla í bókabúðinni), Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Jóna J. Guðjónsdóttir, Sólvangi, áður Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést miðviku- daginn 2. febrúar. JARÐARFARIR 11.00 Halldór Steinsen, læknir, Tjarnar- flöt 11, Garðabæ, verður jarð- sunginn frá Garðakirkju. 11.00 Magnús Stefánsson, frá Kala- stöðum, Dalbraut 55, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju. 13.00 Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Sól- vangi, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Valgerður Halldórsdóttir, Klepps- vegi 142, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 14.00 Ingibjörg Örnólfsdóttir, Sunnu- braut 26, Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju. 14.00 Margrét Guðleifsdóttir, Garð- vangi, Garði, áður Háteigi 5, Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju. 14.00 Ólafur Guðmundsson, Framnesi, Hvammstanga, verður jarðsung- inn frá Hvammstangakirkju. 15.00 Halldóra Jóhannsdóttir, Hjalla- braut 88, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Víðistaðakirkju. 15.00 Sigþór Lárusson, Suðurhlíð 38d, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Svava Skúladóttir, áður í Hátúni 10a, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. Tannverndardagurinn: Ókeypis skoðun eftir hádegi HJÁ TANNLÆKNINUM Ef maður er heppinn þarf ekkert að bora. Eftir hádegi í dag býður hópur tannlækna ókeypis skoðun og ráðgjöf með það fyrir augum að ná til fólks sem annars færi ekki til tannlæknis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í tilefni af Tannverndardeginum, sem er í dag, bjóða 127 tannlækn- ar ókeypis skoðun og ráðgjöf eft- ir hádegið í dag. Listinn yfir tann- lækna sem þátt taka í þessu hefur víða verið auglýstur, en hann er einnig að finna á vef Tannlækna- félagsins, tannlaeknar.is. Þeim sem þekkjast boðið býðst stutt viðtal og skoðun, ráðgjöf um núverandi ástand og úrræði við því, ekki síst með tilliti til þess hvort viðkomandi reykir. Þá verður fólk beðið að svara stutt- um spurningalista sem er liður í könnun á vegum Lýðheilsustöðv- ar og Tannlæknafélagsins. Með þessu móti vonast tannlæknar til að ná til fjölda fólks sem annars færi ekki til tannlæknis. Lýðheilsustöð og Tannlækna- félag Íslands standa í ár saman að Tannverndarvikunni, sem er ár- viss, en hún hófst á mánudag og lýkur á sunnudaginn. Meginþema vikunnar þetta árið er skaðleg áhrif tóbaksnotkunar fyrir tann- heilsuna, en þau eru vel þekkt og sýnileg. Reykingar trufla blóð- flæði í háræðum tannholdsins, rýra tannbeinið og losa tannfest- una þannig að tennur losna. Langvarandi reykingar fram- kalla útlitsbreytingar eins og lit- aðar tennur, meira bil á milli tanna og lengri tannhálsa sem eru viðkvæmir fyrir tann- skemmdum. ■ 18-31 (18-19) Tímamót 3.2.2005 21.46 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.