Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 36
4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Ég er kominn með svarta beltið í því að segja bless. Síðasta mán- uðinn hef ég þurft að gera ótrúlega mikið af því að kveðja fólk sem er mér kærkom- ið. Suma var ég sáttur við að kveðja, aðra ekki. Ég hef þurft að kveðja fólk sem ég hef þekkt lengi og aðra sem ég náði rétt svo að sjá í einu ljósi. Suma býst ég við að sjá aftur, aðra þurfti ég að kveðja um alla eilífð. Kveðjutækni mína erfði ég frá langömmu minni sem var víst aldinn meistari í þessum fræðum. Hún lagði mikið á sig að kenna barnabörnum sínum visku sína og er ég alfarið á því að við ættum öll að hlusta oftar á ömmur okkar. Tækni langömmu er afskap- lega einföld og þarfnast ekki mikillar æfingar. Hún sagði að maður ætti alltaf að kveðja fólk eins og það væri í síðasta skipt- ið. Því, eins og hún hafði fengið að kynnast, veit maður aldrei hvenær kveðjustundin er sú síð- asta. Ef sá sem kveður heldur einhverju aftur af sér, gæti hann glatað tækifærinu um alla eilífð, til þess að sýna hvað býr í brjósti hans. Það er kannski löngu liðin tíð að fólk leggi mik- ið upp úr því að skilja sátt enda finnst okkur við flest vera eilíf í hraða nútímans. Þó tímarnir breytist og mennirnir með eru sum sannindi óhagganleg og það er svo miklu þægilegra og betra að segja alltaf það sem manni finnst. Amma vinar míns kenndi hon- um svo lexíu sem ég hefði óskað að einhver hefði þorað að kenna mér í leikskóla. Hún sagði að maður á aldrei að ljúga, því þá þarf maður að muna svo miklu meira. Þetta var allt skælbros- andi fólk. Hafið það einfalt. Engar áhyggjur, ég verð hérna líka í næstu viku. STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON ÆTLAR AÐ LIFA EFTIR RÁÐUM LANGÖMMU SINNAR Hvernig á að segja bless? M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. Vinningar eru Mercenaries fyrir PS2, aðrir tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira. Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Mamma! Sko, svona er planið... Ég ætla að spyrja Söru hvort hún sé búin að heyra nýja lagið... Svo spila ég undirmeð- vitundarkassettuna og á augabragði verður hún yfir sig hrifin af mér. Sara er jú fín stelpa.... en af hverju gefur þú henni ekki bara blóm og sætt kort? Það hræðir mig stundum hvað þú veist lítið um kvenfólk. Hey! Hey! HVAÐ ERTU A Ð GERA !?! Þetta er boltinn minn. Þegar stóri vísirinn er á tólf og litli vísirinn á sjö, hvað er klukkan þá? Um... ...þá er hún sjö... ...sex í mið- ríkjunum og fimm í Kyrra- hafsríkjunum á þessum rásum. Ég hélt að við hefðum rætt um að minnka sjónvarps- glápið í sumar? Ohhh. Karlmennsku- tal, ég sá það einu sinni í Opruh. Frábær! Yndislegur!Hæ! Hvernig var svo dagurinn? Einhverjar spurningar? 36-37 (24-25) skrípó 3.2.2005 20:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.