Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.02.2005, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 134 stk. Keypt & selt 41 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 15 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 5 stk. Skransala Skipholti 29 A Föstudag frá 12-18. laugard og sunnud 10-14 S.694-6016. Komið og gerið góð kaup. LAGERSALA 4. febrúar – 12. febrúar (inngangur hægra megin) Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 4. febrúar, 35. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 9.58 13.42 17.26 AKUREYRI 9.54 13.26 16.59 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Bolludagurinn er draumur hvers sælkera. Þá er hægt að úða í sig bollum með sultu, rjóma og súkkulaði og vera laus við sam- viskubit því það er jú eftir allt bolludagur. Sumir kjósa að baka bollurnar sjálfir en aðrir nýta sér þjónustu bakaríanna. Mörg afbrigði eru til af gömlu, hefðbundnu boll- unni með súkkulaði, rjóma og sultu og hafa mörg bakarí þróað bolluna á hina ýmsu vegu. Björgvin Richter, bakari hjá Kökubank- anum í Garðabæ, tók sig til og bakaði boll- ur fyrir Fréttablaðið og lét því einnig í té uppskriftir af bæði gerbollum og vatns- deigsbollum. Bakararnir hjá Kökubankan- um baka ýmsar tegundir af bollum og leika sér með innihaldið. „Við erum með danskar vínarbrauðsbollur, púnsbollur, bollur með bæði súkkulaði- og karamelluglassúr, boll- ur eingöngu með súkkulaði, bollur bara með karamelluglassúr og síðan auðvitað bollur með jarðarberjaglassúr. Síðan getur fólk að sjálfsögðu fengið gerbollur og vatnsdeigsbollur,“ segir Björgvin en allt stefnir í mikla bolluhelgi hjá Kökubankan- um. „Fólk er byrjað að kaupa sér eina og eina bollu en þetta byrjar af alvöru um helgina. Það er sko aldrei neinn vandi að koma bollunum út,“ segir Björgvin og hlær. lilja@frettabladid.is Stórar, litlar, bleikar og brúnar Bolludagurinn er á mánudaginn og því ekki seinna vænna en að huga að bollunum því margir kjósa að taka smá forskot á sæluna og gæða sér á þeim um helgina. tilbod@frettabladid.is Stórútsala er nú í Toppskón- um í bláu húsunum að Suð- urlandsbraut 54. Þar eru skór af öllum mögulegum stærð- um og gerðum seldir á 60% afslætti. Toppskórinn er opinn virka daga frá 12-18 og 10-16 á laugardögum. Miele ryksugur eru seldar nú á 30% af- slætti í Eirvík, Suðurlandsbraut, Geisla, Vest- mannaeyjum og Ljósgjafan- um, Akureyri. Ryksugurnar fást nú á 14.910 krónur í stað 21.300 áður. Vörur frá Rosenthal, hinu danska þekkta fyr- irtæki eru á fimmt- án prósenta af- slætti í versluninni Kúnígúnd á Lauga- vegi 53 í dag og á morgun og þess ber að geta að langur laugardag- ur er á Laugaveg- inum. Frá Rosenthal koma vasar, vínglös, rekkar fyrir vín og blöð, flöskur fyrir öl og edik og fleira slíkt sem telst til fagurra muna á hverju heim- ili. Sjónvörp, geislaspilarar og fleiri hljómflutningstæki eru nú á útsölu í Radíóbæ í Ár- múla 38, ásamt ýmsum heimilistækjum. Mestur er af- slátturinn á Elfunk LT 27“ breiðtjaldssjón- varpi sem lækkar um heil áttatíu þús- und, úr 199.995 í 119.995. Geislapil- ari sem áður kost- aði 15.995 fæst nú á 8.995 og DVD-spilari sem áður var á 7.995 lækkar um 38% niður í 4.995. Baðinnréttingar eru á vetrar- tilboði hjá versluninni Innrétt- ingar og tæki í Ármúla 31. All- ar innréttingar eru lækkaðar um 25-40% en mestur er af- slátturinn á nokkrum sýning- arinnréttingum sem nú eru seldar á hálfvirði. Innrétting- arnar eru í ýmsum litum og með margskonar plötum á borðum. Björgvin er sveittur þessa dagana að baka bollur fyrir stóru bolluhelgina. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Litli bróðir minn á skó en þeir bara virka ekki alveg enn þá! Drykkir án aukefna BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 GERBOLLUR 150 g vatn 375 g sykur 375 g smjörlíki 375 g egg 375 g pressuger 25 g salt 560 g smjörlíki (í rúllu) 3800 g hveiti Appelsínubragðefni Kardimommudropar Öllu er blandað saman og unnið þangað til deigið er orðið slétt. Hæfilega stórar bollur eru mótaðar, settar á plötu með smjörpappír og bakaðar við 230 ˚C hita þar til bollurnar eru gullbrúnar. VATNSDEIGSBOLLUR 400 g vatn 200 g smjörlíki 200 g hveiti 200 g egg Vatn og smjörlíki er soðið saman. Hveitinu er hrært út í að lokum og eggjum hrært saman við. Hæfilega stórar bollur eru mótaðar, settar á plötu með smjör- pappír og bakaðar við 180 ˚C hita þar til bollurnar eru gullbrúnar. Það er um að gera að leika sér með það sem fer á milli bollanna og það sem fer ofan á. Hægt er að bragðbæta rjómann með hinum ýmsu bragðtegund- um og prófa sig áfram í glassúrnum. Hægt er að skreyta glassúrinn með ávöxtum, hnetum eða köku- skrauti eða hverju sem þér dettur í hug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 19 (01) Allt fors 3.2.2005 21:29 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.